Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Blaðsíða 14
14 mánudagur 23. nóvember 2009 fréttir BÖRNIN SEGJA FREKAR FRÁ Alls voru 368 kynferðisbrot til- kynnt til lögreglu í fyrra sem er átj- án prósentum fleiri brot en voru að meðaltali á árunum 2003 til 2007. Gríðarleg fjölgun varð á tilkynnt- um kynferðisbrotum gegn börnum yngri en fimmtán ára. Á síðasta ári voru þau 102 sem er 81 prósents aukning miðað við meðaltal áranna 2003 til 2007. Árið 2007 voru brot- in 79, 55 árið 2006 og 57 árið 2005. Þetta kemur fram í skýrslu um af- brotatölfræði ársins 2008 frá emb- ætti ríkislögreglustjóra. Óásættanleg hegðun Þessar tölur koma Sigríði Björns- dóttur hjá Blátt áfram ekki á óvart. Hún segir það mikinn misskilning að kynferðisbrotum gegn börnum hafi fjölgað. Ástæðan fyrir auknum fjölda tilkynninga sé að umræðan er mun opnari en áður. „Málin eru til staðar og nú er fólk meðvitað um þau. Samfélagið er farið að taka ábyrgð á því að óeðli- leg hegðun er óásættanleg og bregst við. Mér finnst þetta jákvætt þó að það sé erfitt að horfast í augu við það,“ segir Sigríður. Þarf að vernda börn Sigríður segir að þessi tala muni ef- laust hækka á komandi árum. Hún hvetur foreldra sem grunar að ver- ið sé að brjóta á barni þeirra til að hringja í Barnahús. Ef ekkert er að gert gætu afleiðingarnar orðið skelfilegar. „Hvað gera þessi börn sem fá ekki hjálp? Þau leggja önnur börn í einelti, beita öðruvísi ofbeldi, leiðast út í áfengis- og vímuefnaneyslu eða vændi. Ef við hjálpum ekki börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi þá finna þau sér farveg eða finna sér leið til að lifa af. Það þarf að vernda börn. Það er hluti af uppeldi. Af hverju eru foreldrar svona litlir baráttumenn fyrir börnin sín? Við, fullorðna fólk- ið, erum að fá yfir okkur kreppu og mótmælum en það þarf líka styðja við börnin. Við þurfum að finna leiðir til að fræða börnin okkar svo þau verði ekki fyrir ofbeldi.“ Uppræta þjóðfélagsmein Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lögfræð- ingur og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, gaf út bókina Auðginnt er barn í bernsku sinni fyrir skömmu. Í bókinni er gerð grein fyrir refsipólitískum sjónar- miðum sem lágu að baki breyting- um á fyrningarreglum almennra hegningarlaga vorið 2007. Svala hefur einnig skrifað töluvert um Tilkynningum til lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum hefur fjölgað um rúmlega áttatíu prósent. Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram telur að málum hafi ekki fjölg- að heldur sé umræðan opnari. Svala Ísfeld Ólafsdóttir lögfræðingur segir íslenska dómskerfið taka mun alvarlegar á slíkum málum en áður. Hún tók viðtal við sex dómara og líkti einn þeirra kynferðisbrotum við manndráp. NoKKuR EINKENNI KyNFERðISoFBEldIS: 1. Tilfinningaleg einkenni. Lýsa sér í kvíða, þunglyndi, sektarkennd og jafnvel reiði. 2. Afleiðingar sem hafa áhrif á hegðun barnsins. Kemur fram í hegðunarerfiðleikum og stjórnleysis- hegðun vegna vanlíðunar, árásargirni og einangrun. Börnin draga sig í hlé og láta lítið fyrir sér fara sem endurspeglar slaka sjálfsmynd. Börnin eiga erfitt með að mynda tilfinningaleg og félagsleg tengsl við aðra. Á táningsárum kunna börnin sér engin mörk í kynhegðun og vita ekki hvar eðlileg mörk liggja. 3. Líkamleg einkenni. Kemur fram í höfuðverk og taugaveiklun. Börnin þola illa óvæntar uppákomur, til dæmis óvænt hljóð. „Þetta eru gróf og al- varleg brot sem oft á tíðum hafa alvarlegar og langvarandi afleið- ingar fyrir þolendurna, jafnvel ævina á enda.“ lilja KatrÍn gUnnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Flest brot í febrúar 47 prósent skráðra kynferðisbrota sem tilkynnt voru árið 2008 voru framin á fjórum mánuðum, í janúar, febrúar, maí og ágúst. Flest brotanna, fjórtán prósent, voru framin í febrúar en hlutfallslega fæst í nóvember, eða fimm prósent. -4,5 55,4 81,5 106,3 15,7 Nauðgun - Þvingun Nauðgun - Misneyting Kynferðisbrot gegn yngri en 15 ára Sifjaspell Kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot Frávik frá meðaltali 2003 - 2007 -150 -100 -50 0 50 100 150 HlUtFallSlegt FráviK árið 2008 Frá meðaltali KynFerðiSBrota 2003 - 2007 HlUtFallSleg dreiFing KynFerðiSBrota eFtir mánUðUm árið 2008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.