Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Page 22
22 MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 ÚTTEKT Staðgöngumæðrun, þegar kona gengur með barn fyrir aðra konu eða hjón, er ólögleg á Íslandi. Samt hafa nokkur íslensk hjón eignast sín börn með hjálp staðgöngumæðra í öðrum löndum. Félagið Stað- ganga var stofnað síðasta haust og telja aðstandendur félagins kominn tíma til að að opna umfjöllunina og segja íslenskt samfélag tilbúið til að takast á við staðgöngumæðrun. DV heyrði í þremur pörum sem geta ekki eignast barn og vilja fá að nota staðgöngumóður til að eignast draumabarnið sitt. MEGA EKKI EIGNAST BÖRN „Ég veiktist alvarlega árið 2003 sem endaði með líffæraskiptiaðgerð sem veldur því að meðganga gæti orðið mér og barninu hættuleg. Vegna að- gerðarinnar fáum við hjónin ekki að ættleiða svo staðgöngumæðrun er okkar eini möguleiki á að eignast barn,“ segir Svandís Rós Hertervig en hún og eiginmaður hennar, Vésteinn Ingibergsson, eru ein af pörunum sem stofnuðu Staðgöngu, stuðnings- félag staðgöngumæðrunar á Íslandi. Vildu ættleiða Svandís segist vera við hestaheilsu í dag en þau Vésteinn eru ósátt við ættleiðingarreglurnar og þá stað- reynd að staðgöngumæðrun skuli vera ólögleg. „Við vildum með glöðu geði ættleiða barn en samkvæmt reglum má hvorugt okkar hafa far- ið í líffæraskiptiaðgerð. Ef svo ólík- lega vildi til að okkur yrði hleypt í gegn hér heima yrði umsókn okkar mjög líklega stoppuð úti. Jafnvel eft- ir að hafa velst um í kerfinu um ára- bil,“ segir Svandís og Vésteinn tekur undir: „Það er mjög sérstakt að ein- staklingar geti ættleitt barn en þegar um par, þar sem annað hefur verið veikt, ræðir er það ekki hægt,“ segir hann og hún bætir við: „Eins finnst mér skrítið að einstaklingar geti far- ið í tæknifrjóvgun og keypt sæði og jafnvel egg, ef þau lög ganga í gegn, en staðgöngumæðrun verði enn bönnuð. Það verður þá það eina úti- standandi. Auðvitað eru þetta stórar siðfræðilegar spurningar og margir efast um rétt barnsins varðandi upp- runa þess en margar rannsóknir hafa sýnt að þótt barnið sé til komið vegna tæknifrjóvgunar eða staðgöngu- mæðrunar er það ekkert tiltökumál.“ Barnleysið tekur toll Svandís Rós, sem er þrítug og Vésteinn sem er 32 ára, hafa verið saman frá ár- inu 2003. Þau segja erfitt að sitja ein eftir á meðan vinir og ættingjar eign- ast sín börn og lifa sínu fjölskyldulífi. „Bara í dag er ég að bíða eftir símtölum frá tveimur vinkonum mínum sem eru komnar á steypirinn. Auðvitað er það erfitt og hefur reynt á vinasambönd- in. Ég hef bara reynt að taka þann pól í hæðina að reyna að vera enn meiri hluti af lífi barna vinkvenna minna. Svona eins og þær leyfa mér,“ segir hún brosandi. Vésteinn viðurkenn- ir að barnleysið hafi einnig tekið sinn toll af honum. „Svandís er viðkvæm- ari fyrir þessu en samt sem áður hef ég átt mínar stundir líka, sérstaklega þeg- ar fólkið í kringum okkur er að eignast sín börn.“ Möguleikinn til staðar Svandís segist eiga erfitt með að sætta sig við barnleysið þegar möguleikinn á barni sé til staðar. „Það er mjög sárt að langa í barn og vita af möguleikanum þarna úti, þótt hann sé ólöglegur. Þetta er eins og þegar ég var sem veikust var ég á tímabili búin að sætta mig við að ég gæti dáið en svo kom kallið og ég fékk nýjan möguleika á að lifa lífinu sem ég hef gert. Ef ég vissi að það væru engar líkur á að verða mamma yrði ég að sætta mig við þá niðurstöðu en á meðan ég veit af möguleikanum get ég það ekki,“ segir hún en bætir við að hún sé sátt við að geta ekki gengið með eigið barn. „Ég er búin að syrgja það að geta ekki orðið ófrísk sjálf. Ég held ég hafi gert það fyrir löngu og löngu áður en ég fékk lokasvar frá lækninum mín- um. Hins vegar vil ég ekki sætta mig við að geta aldrei eignast fjölskyldu og að maðurinn minn eigi ekki eftir að verða pabbi. Hann er heilbrigður og fór aldrei í neina aðgerð. Hann gerði ekkert rangt. Nema að kynnast mér.“ Dýrt ferli Hjónin komust í samband við önnur íslensk pör í svipuðum sporum í gegn- um netið og síðasta haust var félag- ið Staðganga, stadganga.com, stofnað en það telur í dag 26 félaga og 51 vin. Svandís segist vita af íslenskum hjón- um sem hafi farið til annarra landa til að notast við staðgöngumóður, bæði erlendar og íslenskar. Þau segjast vera að velta fyrir sér að fara út en að um afar dýrt ferli sé að ræða. „Við erum ekki komin með staðgöngumóður en við höfum lesið okkur til á netinu. Það væri best að fara til Bandaríkjanna, þar eru reglurnar skýrastar og mesta reynslan en þar er það líka dýrast. Kostnaðarins vegna yrði Úkraína lík- lega fyrir valinu. Okkar draumur er að þurfa ekki að fara út heldur gera þetta hér heima með aðstoð yndislegrar ís- lenskrar konu undir íslenskum lögum og með hjálp íslenskra lækna,“ segir Svandís Rós og bætir við: „Við Íslend- ingar höfum allt til alls til að leyfa þetta og skil ekki af hverju hjónum er beint til útlanda og gert að fara á svig við lög- in og geta þannig lent í vandræðum með að koma með barnið heim. Þetta er viðkvæmt mál en að mínu mati er samfélagið tilbúið til að takast á við það.“ Halda í vonina Svandís og Vésteinn viðurkenna að barnleysið hafi reynt á samband þeirra en segjast standa keik saman. „Við vorum að kynnast þegar ég veiktist og fyrst hann stóð með mér í gegnum þá reynslu held ég að við stöndum allt af okkur,“ segir hún og Vésteinn tekur undir og segir þau standa sterkari að vígi eftir erfiðleikana. „Við ræddum möguleikann á barnleysi áður en við giftum okkur svo hann vissi út í hvað hann var að fara og hefur sagst vilja vera með mér þótt hann geti ekki eign- ast barn með mér,“ segir hún bætir við að hún sé þess fullviss að staðgöngu- mæðrun verði leyfð á Íslandi. „Það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Og þótt það verði ekki á þessu ári vona ég að það verði sem allra fyrst. Ég verð að halda í vonina að ég eigi eftir að verða mamma. Maður er svo litaður ef þess- ari fjölskylduhugmynd og hvert sem ég fer sé ég ekkert annað en ófrískar konur og lítil börn.“ indiana@dv.is STAÐGÖNGUMÓÐIR OKKAR EINA VON Hjónin Svandís Rós og Vésteinn Ingi- bergsson hafa hugleitt að fara til annarra landa til að geta notast við staðgöngu- móður til að eignast barn. Svandís gekkst undir líffæraskiptaaðgerð fyrir sex árum og má því ekki ættleiða. Hjónin eru ósátt við ættleiðingarlögin og segja furðulegt að einstaklingar megi ættleiða en ekki pör þar sem annað hafi verið veikt. Vongóð Svandís Rós og Vésteinn eru viss um að staðgöngumæðrun verði leyfð á Íslandi en það sé spurning hvenær. MYND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.