Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 16
BÓNUS n Lastið fær Bónus á Smáratorgi. „Við konan mín höfum margsinnis rekið okkur á það að hilluverðið og kassaverðið er ekki það sama. Kassaverðið er mjög oft hærra,“ segir óánægður viðskipta- vinur Bónuss í Smára- torgi og bætti við að það væri ömurlegt að geta ekki treyst því að hillu- verðið sé rétt. DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 206,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 207,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,9 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 207,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,7 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 206,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,8 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 16 MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2010 EIN AF HVERJUM TÍU VERÐMERKT Níu af hverjum tíu vörum á Akra- nesi og Borgarnesi eru óverð- merktar samkvæmt athugun sem starfsmenn Neytendastofu fram- kvæmdu í verslunum Samkaupa/ Strax, Samkaupa/Úrvals, Krón- unnar, Bónuss og Hyrnunnar. „ Í verslunum Bónuss í Borgarnesi og Akranesi voru ekki gerðar athuga- semdir við verðmerkingar en aðrar matvöruverslanir þurfa að bæta úr verðmerkingum,“ segir í frétt Neyt- endastofu en fram kemur að út- koman er mun betri en í september 2009 þegar nærri þrjár af hverjum tíu merkingum voru í ólagi á Akra- nesi og tvær af hverjum tíu í versl- unum í Borgarnesi. SPARAÐU Í SUMAR LÆKKAÐU HITANN NÚNA SPARNAÐUR Á MÁNUÐI: 2.000 KR. n Þótt hiti og rafmagn séu sjaldnast stærsti útgjaldaliður heimilanna má gera ráð fyrir að kostnaðurinn nemi 5 til 10 þúsund krónum á mánuði, eftir því um hvers kyns hús er að ræða. Nú er farið að hlýna og birta þannig að tilvalið er að lækka mjög niður í ofnum og draga frá gluggum á morgnana. Þá sér sólin um hitann og þú getur haft ljósin slökkt. Haldið glugganum sem vísar á móts við sólu hreinum til að nýta sólarylinn betur. 20 til 30 prósent sparnaður í orkunotkun er ekki ofætlað yfir sumartímann. FÁÐU LÁNAÐAN BÍL SPARNAÐUR Í SUMARFRÍINU 32.000 KR. n Ertu á leið í sumarfríið en tímir ekki að nota bensínhákinn? Algengt er að millistórir eða stórir jeppar eyði 15 lítrum á hundraði. Sá sem fær sparneytnari bíl að láni hjá fjölskyldumeðlim getur sparað tugi þúsunda. Sá sem ekur 2.000 kílómetra í sumarfríinu á bíl sem eyðir 15 lítrum á hundraði greiðir 64 þúsund krónur í bensín, miðað við núverandi verð. Ef þú semur við fjölskyldumeðlim og færð bíl að láni sem eyðir 7,5 lítrum geturðu sparað þér 32 þúsund krónur. Þú getur borgað fjölskyldumeðlimnum hans tap og samt komið út í blússandi hagnaði. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS VODAFONE n „ Hringdi i Vodafone til þess að fá hjálp við uppsetningu netsins. Maðurinn sem svaraði var mjög þolinmóður og fylgdi mér í gegnum hvert einasta skref þótt ferlið hafi verið langt. Stórkost- leg þjónusta,“ sagði ánægður viðskiptavin- ur sem sendi DV póst. LOF&LAST ÓDÝRASTA LÍKAMSRÆKTAR- KORTIÐ SPARNAÐUR Í SUMAR 17.000 KR. n Þeir sem eiga ekki líkamsræktarkort ættu auðvitað að æfa úti í sumar, það er langódýrast. Þeir sem geta hins vegar ekki án þess verið að grípa í lóðin ættu að kaupa sumarkort í Sporthúsinu. Sá sem kaupir kortið í dag á þess kost að kaupa ríflega þriggja mánaða kort fyrir 9.900 krónur, eða ríflega 3.000 krónur á mánuði. Lausleg athugun DV sýnir að þetta er ódýrasta þriggja mánaða kort sem völ er á. Í World Class kostar svipað kort um 27 þúsund krónur og því er sparnaðurinn um 17 þúsund krónur. KAUPTU HEILAN SKROKK SPARNAÐUR Í SUMAR 15.000 KR. n Eins gómsætt og gillað lambakjöt getur verið er það ekki ókeypis. Tilbúnar grillsneiðar kosta oft um 2.000 krónur kílóið út í búð, stundum meira. Ef þú kaupir heilan skrokk sem sagaður hefur verið niður kostar hann um 1.000 krónur kílóið, samkvæmt athugun DV. Sá sem grillar tíu sinnum yfir sumarið handa fimm manna fjölskyldu getur þannig þurft að kaupa 15 kíló af grillkjöti. Það gerir um 30 þúsund krónur. Ef hann kaupir heilan niðursagaðan skrokk – og kryddar sjálfur eftir þörfum – getur hann sparað helming. NOTAÐU BENSÍN- AFSLÁTTINN SPARNAÐUR Í SUMARFRÍINU: 1.500 KR. n Það kostar ekkert að fá afsláttarlykla hjá bensínstöðvunum. Það sparar yfirleitt 3 til 4 krónur á hvern lítra. Sá sem ekur 2.000 kílómetra í sumarfríinu á bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraðið greiðir meira en 40 þúsund krónur í bensín. Þú getur lækkað kostnaðinn um 1 til 2 þúsund krónur með því að nota afsláttarlykil. VELDU ÓDÝRUSTU LAUGARNAR SPARNAÐUR Á SUMRI 5.000 KR. n Stakt gjald í sund fyrir fullorðinn einstakling kostar á bilinu 230 til 450 krónur, samkvæmt verðkönnun DV. Sums staðar, eins og í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ, er frítt í sund fyrir grunnskólabörn. Hjón með þrjú börn greiða þar aðeins 500 krónur fyrir sundferðina en algengt verð annars staðar er 700 til 1.000 krónur fyrir skiptið. Þetta sýnir að helmings verðmunur getur verið í sundlaugum landsins en laugarnar á Seyðisfirði og í Grindavík eru líka ódýrar, svo dæmi séu tekin. Fjölskylda sem fer tíu sinnum í sund á sumri getur sparað sér 5.000 krónur ef hún velur ódýrari laugar frekar en þær dýrari. VEIDDU Í MATINN SPARNAÐUR Í SUMAR 25.000 KR. n Veiðikortið, sem fæst á afgreiðslu- stöðvum N1 um allt land er frábær leið til afþreyingar og sparnaðar. Kortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 32 vatna- svæðum vítt og breitt um landið. Kortið kostar 6.000 krónur, sem jafngildir 3 til 4 veiðileyfum ef þau eru keypt stök.Veiði- stöng og öngla er hægt að kaupa fyrir afar lítinn pening á bensínstöðvunum og þá er ekkert að vanbúnaði. Með þolinmæði og góðri leiðsögn má hæglega veiða fisk í matinn eins og fjölskyldan getur í sig látið. Fiskur er frábær á grillið í útilegunni. Ef þú veiðir fisk í matinn í tíu skipti í sumar getur sparnaðurinn, að frádregnu kaupverði kortsins, numið 2.500 krónum í hvert sinn. LEIGÐU ÍBÚÐINA ÞÍNA FERÐA- MÖNNUM GRÆDDU 367.500 KR. n Á vefsíðunni icelandsummer.com er hægt að leigja út íbúðina sína til ferðamanna (til dæmis þegar þú ferð sjálfur í frí) fyrir góðan pening. Dæmi af síðunni: „Kim og Berte borga 25 þúsund krónur á dag fyrir íbúð Jóns og Gunnu, sem er 3 herbergja, 105 fermetra íbúð. Þau leigja íbúðina í 3 vikur og þegar búið er að draga frá allan kostnað þá fá Jón og Gunna alls 367.500 kr. í sinn hlut. Það munar um minna en það! Þú getur gert það sama með þína íbúð og fengið inn góðar aukatekjur á meðan þú nýtur frísins!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.