Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 17
Ég var fullur tilhlökkunar þegar ég renndi nið-ur á Shell við Vesturlandsveg til að kaupa Latabæjar skyrís frá Kjörís. Ég er nefni- lega mikill ísmaður og hef alltaf verið. Ég hafði ekki staðið fyrir framan frystinn lengi þegar ég rak augun í Sollu stirðu en hún prýðir jarðar- berjaísinn. Við hlið hennar var Íþróttaálfur- inn en markmið ferðar minnar var að smakka þessa nýju vöru frá Kjörís. Ég greip bæði Sollu og álfinn og keypti, þrátt fyrir að varan væri ekki verðmerkt í hillu. Verðið kom mér skemmtilega á óvart. Ísinn kostaði einungis 129 krónur (hvor) sem verður að teljast nokkuð gott miðað við frostpinna. Ég ákvað að smakka jarðarberja-ísinn en lét Valgeiri vinnufélaga (sá sem tók myndirnar) eftir að smakka vanilluísinn. „Þetta er eins og rjómi sem búið er að frysta,“ sagði Valli sem gat ekki beðið fram yfir myndatökuna eftir að fá að smakka. Hann varð fyrir vonbrigðum og bætti við að áferðin væri skrýtin og hann væri ekki líklegur til að slá í gegn hjá börnunum ef þau hefðu samanburð. „Hann fær plús fyrir að vera hollur og ódýr,“ sagði Valli þegar ég hafði frætt hann um að þetta væri ís úr skyri. Eins og áður sagði bragðaði ég jarðarberjaísinn. Hann var ekki mjög lystugur þeg- ar ég opnaði hann; ekkert súkku- laði á toppnum miklir vatnskrist- allar voru utan á ísnum. Hann hafði þó ekki þiðnað að ráði en líklega hefur hann orðið fyrir smávægilegu hnjaski. Ég er eig- inlega sammála Valla. Áferðin er ekki eins og maður á að venjajst en mér fannst ísinn alls ekki vondur. Mér leið þó ekki eins og ég væri að borða sælgæti þegar ég borðaði ísinn, enda er skyr töluvert hollara en ís. Eftir því sem á „átið“ leið kunni ég betur við ísinn. Ég tók hann smám saman í sátt en fæ þó ekki af mér að mæla með honum við vanar ísætur. Hann er, eins og nafnið ber auð- vitað með sér, einhvern veginn mitt á milli þess að vera skyr og ís. Maður þarf ef til vill að yfirstíga einhvern andlegan þröskuld, líkt og þeir þurfa að gera sem venja sig á að drekka sykurlausa gosdrykki. Maður þarf að telja sér trú um að maður megi ekki við því að borða sykraðan ís. Jógúrt- eða skyrís verður lík- lega aldrei eins og ósvikinn. Niðurstaða mín, eftir að hafa ráðfært mig við Valla, er ef til vill sú að skyrísinn er sæmilegur sem skyrís. Sem gotterí stenst hann ekki sam-anburð við góðan mjólkur- eða rjómaís, ekki frekar en ís úr jógúrt eða annar hollustuís. Þetta er diet og bragðast eins og diet. Skyrísinn mun ábyggilega reynast foreldrum vel í sumar. Hann er frískandi og eflaust tilvalinn til að gefa ungum börnum sem heimta ís í hverri einustu sjoppu. Hann er hollari en hefðbundinn ís (15% sykur) en gefur aftur á móti ekki þá nautn sem góður íspinni veitir á góðum sumardegi. Það er eiginlega stórmerkilegt að á 21. öldinni skuli ekki vera búið að finna upp sætuefni sem smakkast eins og sykur. Þangað til verður sykurlaust alltaf sykurlaust, ef þið skiljið hvað ég meina. NEYTENDUR 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 17 ÁRNI PÁLL Á ÍSAFIRÐI Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráð- herra, er nú í fundaherferð um landið. Næsti viðkomustaður, 15. maí, er Ísa- fjörður. Á fundunum fjallar hann um skuldastöðu heimilanna, kynnir helstu úrræði ríkisstjórnarinnar og svarar fyrirspurnum úr sal. Þeir sem hafa einhvers að spyrja geta því mætt og spurt. Lögfræðingur og ráðgjafi frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna verða til viðtals á öllum fundunum sem haldnir verða. Árni verður svo 17. maí á Akranesi, 18. maí á Reyðarfirði, 19. maí í Hafnarfirði og 20. maí í Iðnó í Reykjavík. HÆTTULEG LEIKFÖNG Neytendastofa bendir á að víða um Evrópu hafa leikföng verið innkölluð og tekin af markaði vegna þess að þau eru hættuleg. Þó leikföngin séu ekki á markaði á Ís- landi sé ástæða til að vara við leikföngunum. Leikfangagleraugu sem valda köfnun, grímur með eiturefnum og grímubúningar sem geta valdið því að börn kyrkjast eru á meðal þeirra leikfanga sem tekin hafa verið af markaði í Þýskalandi og Finnlandi. Lista yfir leikföngin má skoða á neytendastofa.is. Aldrei eins og alvöru ís SPARAÐU Í SUMAR LATABÆJAR SKYRÍS FRÁ KJÖRÍS Bragð: Útlit: Verð: NIÐURSTÖÐUR BALDUR BRAGÐAR INNIHALDSLÝSING SKYR (25%): UNDANRENNA, SKYRGERLAR, OSTAHLEYPIR. ÍS: UNDANRENNA, SYKUR, HERT JURTAFITA (MINNA EN 1% TRANSFITU- SÝRUR) BINDIEFNI (EIN- OG TVÍGLÝCERÍÐ (UNNIÐ ÚR JURTAFITU), NATRÍUMALGÍANT, GÚARGÚMMÍ, KARÓBGÚMMÍ, KARRAGENAN), NÁTTÚRULEG BRAGÐEFNI (JARÐARBERJA), SALT, NÁTTÚRULEGA LITAREFNI (KARMÍN, ANNATTÓ). NÆRINGARGILDI Í 100G. 268KJ/128KKAL / PRÓTEIN 5,8G, FITA 4,9G, KOLVETNI 15G (ÞAR AF 9G VIÐBÆTTUR SYKUR). VELDU HVÍTT KJÖT SPARAÐU 50% n Það er yndislegt að grilla yfir sumartímann. Það getur hins vegar verið svolítið dýrt að grilla nauta- eða lambakjöt aftur og aftur. Skiptu dökka kjötinu út fyrir það ljósa. Kílóverðið á grillkjúklingi og svínakjöti er oft helmingi lægra en af nauti. Sparnaðurinn getur numið 50 prósentum. Hrefnukjöt er reyndar önnur kjöttegund sem er bæði ódýr og gómsæt að grilla. ÓKEYPIS TJALDSVÆÐI SPARNAÐUR Á VIKU 17.500 KR. n Skagaströnd, Reyðarfjörður og Eski- fjörður eru á meðal þeirra bæjarfélaga sem bjóða ókeypis tjaldsvæði. Þetta eru þess utan fallegir staðir sem er vel þess virði að heimsækja. Fjögurra manna fjölskylda sem tjaldar á tjaldsvæði í eina viku getur þurft að greiða 15 til 20 þúsund krónur, eftir því hvar er gist. Þú sparar því dágóða summu að gista þar sem ókeypis er að tjalda. LEGGÐU BÍLNUM SPARNAÐUR Á SUMRI 106.000 KR. n Margir hafa enga afsökun fyrir því að hjóla ekki í vinnuna á sumrin. Þannig má sameina útivist, líkamsrækt og sparnað. Sá sem keyrir 20 þúsund kílómetra á ári, eða 5 þúsund á sumri, þarf að kaupa 500 lítra af bensíni yfir sumartímann. Þeir lítrar kosta 106.000 á verði dagsins ídag. Sá sem leggur bílnum og hjólar í þrjá mánuði getur því sparað meira en hundrað þúsund krónur, miðað við áðurgefnar forsendur. ÓKEYPIS VEIÐI SPARNAÐUR 6.000 KR. n Veiðikortið er ódýr valkostur, eins og fram hefur komið, en þeir sem vilja spara sér þann pening geta auðveldlega komist af án þess að borga neitt. Strandveiði er dæmi um ókeypis útvist sem getur veitt allri fjölskyldunni ómælda ánægju. Hvort sem það er niður við bryggju, við ósa eða bara í fjöru er veiðivonin ágæt. Sjóbirt- ingur og sjávarfiskar geta auðveldlega hlaupið á snærið. Víða um land eru vötn á heiðum sem ekkert kostar að veiða í. Það eina sem þú þarft er leyfi landeiganda (ef landið er í einkaeigu) veiðistöng og maðka sem er að finna undir stórum steinum. ÞRÆDDU ÚTIHÁTÍÐIR SPARNAÐUR 21.000 KR. n Skipuleggðu fríið þannig að útihátíðir verði á leið þinni. Á Fiskideginum á Dalvík getur fjölskyldan til að mynda borðað ókeypis heila helgi. Margir byggðakjarnar úti á landi standa fyrir hátíðum þar sem fá má grillmat fyrir lítinn pening eða engan. Þannig má spara þrjú til fjögur þúsund krónur í hvert sinn, ef miðað er við fimm manna fjölskyldu. Yfir eina helgi má þannig spara sjö þúsund krónur og ef þú kemst á þrjár útihátíðir, þar sem frítt er að borða, geturðu sparað þér 21 þúsund. LÁTTU BJÓÐA ÞÉR Í MAT SPARNAÐUR Í HVERT SINN 3.500 KR. n Það er nógu dýrt að ferðast um landið (bensínkostnaður) svo maður þurfi ekki að kaupa allan mat líka. Gerðu boð á undan þér og heimsæktu ættingja á landsbyggðinni sem þú hefur ekki hitt lengi. Landsbyggðarbúar eru þekktir fyrir mikla gestrisni og munu örugglega bjóða þér og þínum í mat að fyrra bragði. Fyrir fimm manna fjölskyldu getur sparnaðurinn numið þrjú til fjögur þúsund krónum í hvert sinn sem ykkur er boðið í mat. BENSÍN- STÖÐVAKAFFI SPARNAÐUR Á DAG 600 KR. n Ef þú þarft að spara, en vilt ekki fórna kaff- inu, er tilvalið að koma við á bensínstöðvum. Þar er oft hægt að fá frítt kaffi. Einn kaffibolli kostar oft um 200 til 300 krónur. Með því að koma við á bensínstöðvum í fríinu geturðu hæglega sparað þér og makanum 600 krónur á dag, miðað við að tveir til þrír bollar séu drukknir. Þú gætir meira að segja verið heppinn og fengið ókeypis súkkulaði með, endrum og eins. SMYRÐU NESTIÐ SPARNAÐUR YFIR HELGI 2.000 KR. n Útilegur eru órjúfanlegur hluti sumarsins. Þegar maður fer í útilegur er nauðsynlegt að hafa með sér nesti. Ekki láta freistast og kaupa samlokur í sjoppum á leiðinni út úr bænum. Það kostar fjórfalt (gróflega áætlað) á við að smyrja nestið sjálfur. Hafðu lamba- kjöt eða eitthvað gott í matinn nokkrum dögum áður en þú leggur í ferðalagið og gættu þess að eiga afgang. Þannig færðu fyrsta flokks álegg. Sjoppusamlokur handa fjölskyldunni í tvö mál kosta örugglega þrjú þúsund krónur. Þú kemst leikandi af með þúsund krónur, ef þú kaupir ódýrt og stórt samlokubrauð í lágvöruverðsverslun. VERSLAÐU Í BÓNUS FYRIR FRÍIÐ SPARAÐU 8% n Hvort sem þér líkar betur eða verr er best fyrir budduna að versla í Bónus. Allar verðkannanir benda til að Bónus sé ódýrasta verslunin á Íslandi. Könnun ASÍ sýnir að matarkarfan í Bónus kostar 12.400 samanborið við 13.400 krónur í Krónunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.