Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 16
16 föstudagur 11. júní 2010 fréttir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra reynir nú í þriðja sinn að koma frumvarpi um stjórnlagaþing í gegnum Alþingi. Frumvarpið var tekið til annarrar umræðu á þinginu í þessari viku. Margt bendir til þess að sami leikur muni endurtaka sig og þegar hún lagði fram sambærilegt frumvarp fyrir þingið síðasta vetur. Rætt var um málið í átta klukkustundir á tveim dögum á Alþingi. Jóhanna reynir í þriðJa sinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra hefur þrisvar lagt fram tillögu á Alþingi um stjórnlagaþing. Í fyrsta sinn árið 1995, í annað sinn veturinn 2008 til 2009 og nú á yfirstandandi þingi. Gamall draugur kom fram á sjónarsviðið á dögunum þegar farið var að ræða frumvarp um stjórnlaga- þing á Alþingi. Ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri-grænna lagði fram slíkt frumvarp á síðasta þingi en varð þá frá að hverfa vegna málþófs, eink- um af hálfu þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Í vikunni var málið tekið til annarrar umræðu á Alþingi á ný og stefndi í að sagan myndi endurtaka sig, að minnsta kosti hvað ræðuhöld þingmanna varðar. Málinu var vísað aftur til allsherjarnefndar Alþingis og stóð til að taka það til umræðu á fimmtudag. Því var hinsvegar frestað. Þá hafði frumvarpið verið rætt í átta klukkustundir á þinginu á tveim dög- um, þriðjudegi og miðvikudegi. Færri þingmenn en árið 1995 Jóhanna Sigurðardóttir hef- ur lengi verið áhugamann- eskja um myndun stjórn- lagaþings. Helsta inntakið í tillögu hennar árið 1995 var að jafna út atkvæðavægi milli kjördæma landsins. Hingað til hafa kjósendur lands- byggðarinnar átt mest hlutfallslegt vægi í hverj- um kjörnum þingmanni þegar miðað er við íbúa- fjölda kjör- dæma. Í frumvarpi Jóhönnu var gert ráð fyrir því að sér- staklega yrðu teknir til athug- unar þættir stjórnar- skrárinn- ar um mannréttindi, kosningar, kjördæma- skipan, þingrof, setningu bráða- birgðalaga og ráðherraábyrgð. Einn- ig skyldi stjórnlagaþingið taka til skoðunar skilin milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds sem og þjóð- aratkvæðagreiðslur. Stjórnlagaþingið skyldi vera skipað fjörutíu og einum fulltrúa og skyldu fulltrúarnir valdir í persónukjöri. Sömu reglur skyldu gilda um kjörgengi til stjórnlaga- þings og Alþingis. Fulltrúar stjórn- lagaþingsins áttu að njóta sömu launakjara og almennir þingmenn, en gert var ráð fyrir því að þingið stæði í þrjá og hálfan mánuð. Frumvarp Jóhönnu sem liggur fyrir þinginu nú er í megindráttum hið sama. Dregið hefur verið úr fjölda þeirra sem sitja þingið og efnistökum þess breytt. Auk þess hefur aðkomu forseta Íslands að þinginu verið breytt nokkuð. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að forsetinn setji stjórnlaga- þingið og stýri kjöri á forseta þings- ins. Áætlað að fjórar nefndir starfi á vegum þingsins, en sú helsta þeirra verði forsætisnefnd. Sú skal ráða starfs- menn þingsins, sérfræðinga og skrifstofustjóra. Kostnaður við stjórnlagaþing- ið yrði greiddur úr ríkissjóði. Framsókn varði minnihlutann falli Þegar minnihlutastjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar tók til valda eftir bús- áhaldabyltinguna svokölluðu í byrjun árs 2009 var það gegn því að Fram- sóknarflokkur- inn verði hana falli. Fram- sóknarflokkur- inn setti fram það skilyrði að frumvarp um stjórn- lagaþing næði fram að ganga. Flokkarnir þrír, auk Frjálslynda flokksins, lögðu síðan fram frumvarp fyrir Alþingi þar sem gert var ráð fyrir að stjórnlagaþing yrði sett með þjóðkjörnum fulltrúum. Þar var lagt til að frumvarp stjórn- lagaþingsins og niðurstaða þess yrði bindandi fyrir Alþingi. Því hefur nú verið breytt, þannig að tillögur stjórn- lagaþingsins verða aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi. Ósammála hugmyndinni Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem fyrr lagst gegn því að stjórnlagaþing verði sett á fót. Þingmenn flokksins hafa talið ótækt að stofnuð sé ný löggjafar- samkoma til þess að fjalla um málið þegar nú sé þegar starfandi þjóð- þing sem setji landinu lög. Birgir Ár- mannsson og Ólöf Nordal, þingmenn flokksins, hafa lagt til að kosin verði níu manna nefnd sem fjalli um breyt- ingar á stjórnarskránni og skili tillög- um sínum til Alþingis sem taki þær síðan til meðferðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er ósammála þeim hugmyndum sem lagðar eru fram í frumvarpinu og vill að aðkoma al- mennings að vinnunni verði aukin. Hún vill að ný stjórnarskrá verði búin til fyrir Ísland í stað þess að sú eldri verði endurskoðuð. „Við eigum að kalla þetta samfélagssáttmála í stað stjórnarskrár og ekki stjórnlagaþing heldur þing fólksins. Þetta á að snú- ast um hvernig samfélagi við viljum búa í, hvaða siðferðisviðmið séu í okkar samfélagi,“ segir Birgitta. Hún vill að farið sé út um allt land og talað við fólk um hugmyndir þess. Hún telur heppilegra ef tekið yrði við hug- myndum áhugasamra í stað þess að eyða hálfum milljarði króna í starf- semi stjórnlagaþings. Þar megi til að mynda nýta þær hugmyndir sem komu fram á þjóðfundinum á síðasta ári. Við eigum að kalla þetta samfélagssáttmála í stað stjórnarskrár. RÓbeRt HlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Jóhanna Sigurðardóttir Lagði fram sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi árið 1995. birgitta Jónsdóttir Vill nýja stjórnar- skrá, ekki endurskoðun þeirrar gömlu. Ólöf nordal Hefur lagt til að stofnuð verði níu manna nefnd sem taki málið til umfjöllunar. Sjálfstætt þing Kostnaður við starfsemi stjórnlagaþings gæti numið hálfum milljarði króna. Þar yrðu tuttugu og fimm til þrjátíu og einn fulltrúar samankomnir. stJórnarskrá íslands Var samþykkt sem lög við lýðveldisstofnun árið 1944. Byggðist að stærstum hluta á stjórnarskrá Dana, að undanskildum þeim atriðum sem sneru að hlutverki konungs. Í staðinn skyldi forseti gegna þeim skyldum sem konungur hafði áður. Í stjórnarskránni er þess getið hvernig uppbyggingu stjórnkerfisins skuli háttað og hver réttindi borgaranna séu gagnvart ríkinu. Íslenska stjórnarskráin samanstendur af áttatíu greinum sem greindar eru niður í sjö kafla. Þar segir að ef breytingar verði gerðar á stjórnarskránni skuli rjúfa Alþingi þá og þegar og boða til kosninga að nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta skuli forseti staðfesta hana. Þá verði breytingarnar að stjórnskipunarlögum. Breytingar á stJórnarskránni 1944: Stjórnarskráin innleidd 1959: Hlutfallskosning innleidd, landinu skipt í átta kjördæmi og þingmönnum fjölgað um átta, eða í sextíu. 1968: Kosningaaldur lækkaður um fimm ár. Miðast við tvítugt. 1984: Kosningaaldur lækkaður enn frekar. Miðað við átjánda aldursár. 1991: Neðri deild og efri deild Alþingis sameinaðar. 1995: Umfangsmiklar endurbætur gerðar á mannréttindakaflanum. 1999: Landinu skipt upp í sex kjördæmi. 2009: Tillaga um stjórnlagaþing nær ekki fram að ganga fyrir kosningar. 2010: Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um stjórnlagaþing tekið til umræðu. stJórnlagaþing Snýst í megindráttum um að aðilar utan hinnar hefðbundnu löggjafarsamkomu, Alþingis, komi saman til að fjalla um gagngerar breytingar á stjórnskipunarlögum, það er uppbyggingu stjórnkerfisins. Til þessa úrræðis er gripið þegar löggjafinn telur sig ekki geta komið sér saman um breytingar á stjórnskipunar- lögum. Dæmi eru um að stjórnlagaþing hafi verið mynduð við gerð stjórnskipunarlaga ríkja, en þau eru ekki eins algeng eftir að helstu grunnþættir stjórnkerfis ríkja hafa fest í sessi. Í Bandaríkjunum var myndað stjórnlagaþing fimmtíu og fimm fulltrúa sem ræddi gerð stjórnarskrár. Hún er enn í gildi. Frumvarp Jóhönnu Forseti Íslands boði til ráðgefandi stjórnlagaþings. Þingið skuli vera skipað minnst tuttugu og fimm fulltrúum en mest þrjátíu og einum. Það skuli þinga þrisvar og ljúka störfum sínum árið 2011. Stjórnlagaþingið á að taka til umfjöllunar undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta Íslands. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan og lýðræðislega þátttöku almennings. Með öðrum orðum, er lagt til að stjórnlagaþingið taki fyrir flest alla þætti stjórnarskrárinnar nema þá sem varða mannréttindakafla hennar. Hinsvegar er lagt til í frumvarpinu að stjórnlagaþingið geti tekið fleiri þætti til umfjöllunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.