Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 33
35Föstudagur 11. júní 2010
Mótið frá upphafi til enda á fréttavef DV:
Allt um HM á DV.is
Það missir enginn af einum einasta
hlut sem gerist í Suður-Afríku milli
11. júní og 11. júlí, fylgist hann með
á DV.is. Sport-undirsíðan hefur verið
undirlögð heimsmeistarakeppninni
í knattspyrnu og ætlar DV að fylgj-
ast vel með keppninni. Umfjöllun
verður um alla leiki, þeim gerð skil á
meðan þeir standa yfir og viðtöl við
leikmenn og þjálfara eftir leikina. Þá
hafa stöðutöflurnar verið settar upp
á einfaldan og aðgengilegan hátt
þannig að mjög auðvelt verður fyrir
alla að fylgjast með hvaða lið eru að
komast upp úr hvaða riðli.
Auðvitað verður einnig litið á
léttu og skemmtilegu hlutina. Mikið
verður sett inn af myndböndum
eins og hefur tíðkast á DV.is við frá-
bærar undirtektir og skemmtilegar
úttektir um hluti tengda HM settar
inn á vefinn. Þá verða leikmenn sem
skara fram úr teknir í nærmyndir
sem birtast í DV og einnig á vefnum,
DV.is
Fréttaveitan verður frá morgni
til kvölds og öllum leikjum fylgt
eftir. Keppnin hefst 11. júní með
leik Suður-Afríku og Mexíkó í
Jóhannesar borg en að kvöldi þess
dags mætast lið Úrúgvæ og Frakk-
lands. Með þeim tveimur leikjum
lýkur fyrstu umferð í A-riðli en eftir
það verða leiknir þrír leikir á dag þar
til fyrsta og önnur umferð klárast. Í
lokaumferðinni eru svo báðir leik-
ir allra riðla leiknir á sama tíma og
verða því alls fjórir leikir spilaðir á
dag þá umferðina. En DV verður á
tánum allan tímann og þú missir
ekki af neinu, sértu með stillt á DV.is
í júní og júlí.
Allt á DV.is Þú getur
fylgst með öllu sem gerist í
Suður-Afríku á HM-vef DV.is
soccer city
Jóhannesarborg
Sætafjöldi: 88.460. Byggður: 1987
(miklar endurbætur). Stærsti
leikur á HM: Úrslitaleikurinn.
n Aðalsmerki keppninnar er sjálfur
Soccer City-völlurinn sem fékk
mikla andlitslyftingu fyrir mótið.
Stórkostlegur völlur sem tekur
tæplega 90.000 manns í sæti. Það
verða 22 útvaldir einstaklingar sem
ganga þarna inn 11. júlí.
Vellirnir á HM
Á HM í fótbolta þarf auðvitað einhverja staði til þess að keppa á. Margir höfðu áhyggjur
af því að Suður-Afríkumenn yrðu ekki klárir með velli fyrir mótið og var oft talað um
að varaáætlun yrði að vera til staðar. Heimamenn tróðu því ofan í kok á efasemdar-
mönnum og bjóða fram tíu glæsilega velli sem keppt verður á.
green point
höFðaborg
Sætafjöldi: 64.100. Byggður:
2009. Stærsti leikur á HM: Annar
undanúrslitaleikurinn.
n Stórglæsilegur nýr völlur sem
var byggður sérstaklega fyrir
heimsmeistarakeppnina. Mikið
kapp var lagt í að klára samgöngur
að vellinum, sem tókst, og er þessi
völlur eitt af kennimerkjum mótsins.
DurbAn
durban
Sætafjöldi: 62.760. Byggður: 2009.
Stærsti leikur á HM: Annar undan-
úrslitaleikurinn.
n Stórkostlegt mannvirki sem var reist
fyrir HM. Þarna fer fram annar undanúr-
slitaleikur mótsins en Suður-Afríkumenn
eru hagsýnir og verður hægt að nota
völlinn í hreinlega allt þegar keppninni
er lokið. Ekki bara fótbolta.
ellis pArk
Jóhannesarborg
Sætafjöldi: 55.686. Byggður: 1982
(litlar endurbætur). Stærsti leikur á
HM: Átta liða úrslit.
n Kannski ekki sá fallegasti en ruðnings-
völlurinn í Jóhannesarborg hefur fengið
smá endurbætur. Við hann var bætt
sætum og komast þar nú að tæplega
56.000 manns.
loftus VersfelD
pretoria
Sætafjöldi: 42.858. Byggður: 1906
(miklar endurbætur). Stærsti
leikur á HM: 16 liða úrslit.
n Elsti völlur keppninnar en þarna hefur
verið leikið síðan 1903, sem er nokkuð
magnað því völlurinn var ekki klár
fyrr en 1906. Hann hefur verið mikið
endurbættur og er afi hinna vallanna í
keppninni. Jafnvel langafi.
port elizAbeth
nelson Mandela bay
Sætafjöldi: 42.486. Byggður: 2009.
Stærsti leikur á HM: Leikurinn um
þriðja sætið.
n Þessi glæsilegi völlur var byggður
fyrir keppnina. Þakið á honum þykir
einstaklega fallegt og ekki er staðsetn-
ingin verri, alveg við Norðurendavatnið í
Suður-Afríku. Völlur með öllu.
peter MokAbA
polokwane
Sætafjöldi: 41.733. Byggður: 2010
Stærsti leikur á HM: Riðlakeppnin .
n Verkfræðin á þessum nýja velli þykir
einkar mögnuð en ekki er landslagið
verra. Völlurinn er byggður nánast á
sléttum Suður-Afríku og stendur fyrir
allt sem landið og heimsmeistara-
keppnin eiga að snúast um.
MboMbelA
nelspruit
Sætafjöldi: 40.929. Byggður: 2009.
Stærsti leikur á HM: Riðlakeppnin.
n Mbombela þýðir á siSwati-tungu-
málinu „Mikið af fólki á litlum stað“ en
það á svo sannarlega við á þessum velli
sem byggður var sérstaklega fyrir HM.
Þarna á eftir að myndast frábær stemn-
ing og hana munu lið eins og Chile,
Ítalía og Fílabeinsströndin upplifa.
free stAte
Mangaung
Sætafjöldi: 40.911. Byggður: 1952
(miðlungs endurbætur). Stærsti
leikur á HM: 16 liða úrslit.
n Þessi fallegi völlur var notaður í
hinum magnaða undanúrslitaleik
Bandaríkjanna og Spánar í Álfu-
keppninni fyrir tveimur árum. Hans
aðalsmerki er hversu auðvelt er að
mynda frábæra stemningu á honum
en við hann var bætt 2.000 sætum.
royAl bAfokeng
rustenburg
Sætafjöldi: 38.646. Byggður: 1999
(litlar endurbætur). Stærsti
leikur á HM: 16 liða úrslit.
n Líklega mest óspennandi völlurinn
á HM enda með hlaupabraut og þær á
auðvitað að banna á fótboltaleikjum.
Íbúar í Rustenburg fá þó einn leik í 16
liða úrslitum keppninnar til þess að
verða vitni að.
sterkir
leikMenn
Missa aF hM
MicHael essien
n Einn albesti leikmaður Afríku missir af
HM, sem í fyrsta skipti er haldið í álfunni.
Essien hefur lítið sem ekkert spilað
fótbolta síðan í desember vegna þrálátra
meiðsla á hné og ökkla. Vonast var til að
hann næði HM en ljóst varð fyrir nokkru
að ekki yrði af því. Gana verður ekki
sama liðið án hans.
MicHael Ballack
n Þýski fyrirliðinn fær ekki tækifæri til
þess að vinna sinn fyrsta stóra titil með
Þjóðverjum. Ballack meiddist á fæti
skömmu fyrir mótið og verður því frá
eins og markvörðurinn Rene Adler og
miðjumaðurinn sterki Simon Rolfes.
DaViD BeckHaM
n Leikjahæsti landsliðsmaður í sögu
Englands var kominn vel á veg með að
tryggja sér sæti í lokahópi Englands
með fínni frammistöðu hjá AC Milan á
Ítalíu. Draumar hans urðu hins vegar að
engu þegar hann sleit hásin í mars. Hann
verður sérstakur aðstoðarmaður liðsins á
HM í sumar.
rio FerDinanD
n Þrátt fyrir slakt tímabil á Englandi var
Rio Ferdinand bjartsýnn og kátur fyrir
rúmri viku. Enska landsliðið var mætt
til Suður-Afríku, hann var fyrirliði og að
fara leiða þjóð sína á HM. Á fyrstu æfingu
liðsins tæklaði tröllið Emile Heskey Rio
svo illa að hann missir af HM vegna
meiðsla á hné.
nani
n Portúgalski vængmaðurinn er kannski
ekki í uppáhaldi hjá öllum stuðnings-
mönnum Manchester United en hann
leikur stórt hlutverk í portúgalska
landsliðinu. Það verður þó að bjarga sér
án hans þar sem hann braut viðbein í
undirbúningi mótsins og þarf að horfa
á félaga sína úr stúkunni í Suður-Afríku
í sumar.