Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 12
12 föstudagur 11. júní 2010 fréttir Sparisjóðabanki Íslands hefur gert áætlun um endurheimtur vegna áhættufjárfestinga bankans með Ól- afi Garðarssyni lögfræðingi og slita- stjórnarmanni í Kaupþingi og Magn- úsi Jónatanssyni viðskiptafélaga hans í eignarhaldsfélaginu Lindberg ehf. Bankinn er til slitameðferðar og er á ábyrgð slitastjórnar, þeirra á með- al Tómasar Jóns- sonar lög- fræðings og meðeiganda Ólafs í Lög- fræðistofu Reykjavíkur. Lind- berg hafði lagt í gríðar- leg uppkaup og uppbygg- ingu í Örfirisey í Reykjavík. Spari- sjóðabankinn, öðru nafni Icebank, hafði upphaflega lánað félagi Ólafs og Magnúsar 1,2 milljarða króna til upp- kaupa á fasteignum við Fiskislóð á um 2,5 hekturum lands. Með síðari lána- samningum við Lindberg stóðu lán Sparisjóðabankans í tæpum 4 millj- örðum króna snemma á þessu ári. Ólafur gerður að huldumanni Ætlunin var að byggja íbúðir á svæð- inu. Umrædd uppkaup hófust árið 2006 í þá tíð þegar Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálms- son og Björn Ingi Hrafnsson voru oddvitar borgar- stjórnarmeirihlut- ans. Sparisjóðabank- anum er nú stýrt af slitastjórn en hana skipa lögfræðing- arnir Tómas Jóns- son, Berglind Svavarsdóttir og Andri Árnason. Í nafni slitastjórnarinn- ar hefur að undanförnu verið unnið að því að verja hagsmuni kröfuhaf- anna, meðal annars með áætlunum um framtíð Lindbergs. Félagið er nú í 35 prósenta eign Sparisjóðabankans og 20 prósenta eign Grettisstiklna. Magnús Jónatansson er nú skrifaður einn fyrir Lindbergi sem á 45 prósenta hlut í félaginu. Í gögnum sem DV hef- ur undir höndum kemur fram að Ól- afur hafi selt Magnúsi, viðskiptafélaga sínum, sinn helming í Lindbergi. Ól- afur hefur í samtali við blaðamann DV neitað því að vera aðili að Lind- bergi ehf. lengur. Það stenst ekki því bæði er gert ráð fyrir að Ólafur fái helmingshlut í framtíðarhagnaði félagsins nái félagið sér á strik. Sömuleiðis er í samning- um við Sparisjóðabankann gert ráð fyrir að Ólafur og Magnús fái allt að fjórðung í sinn hlut rætist úr Ör- firiseyjarverkefni Lindbergs og end- urheimtur batna. Þannig kemur fram í gögnum Sparisjóðabankans að við- skiptafélagarnir Ólafur og Magnús fái nærri einn milljarð í sinn hlut endur- heimtist 5 milljarðar úr verkefninu. Ólafur Garðarsson er alltaf nefnd- ur á nafn þótt nafn hans hafi verið þurrkað út úr hluthafaskrá Lindbergs. Góð tengsl við pólitíkusa áskilin! Í kynningargögnum um Lindberg, sem merkt eru Sparisjóðabankan- um, segir að efnahagshrunið hafi sett verkefnið í óvissu og lán félagsins hafi hækkað um 144 prósent með falli krónunnar fram í janúar síðastliðinn. Þá ríki frost á fasteignamarkaðnum og lóðaverð hafi lækkað mikið. Ljósið í myrkrinu virðist vera að nýlega hafi lokið hugmyndasam- keppni á vegum Faxaflóahafna um framtíðarskipulag gömlu hafnarinnar og borgaryfirvöld hafi lýst áhuga á að í Örfirisey rísi íbúðabyggð. Í gögnunum er berum orðum sagt að Ólafur og Magnús sem vinna að endurheimtum í þágu Sparisjóða- bankans og Lindbergs, eigi að reyna SérhagSmunir SlitaStjórnarmanna Í samningum Ólafs Garðarssonar og Magn- úsar Jónatanssonar við Sparisjóðabank- ann, sem DV hefur undir höndum, er bók- staflega tekið fram að reynt verði að „efla tengsl við pólitíska aðila“ til þess að tryggja framtíð stórverkefnis þeirra og bankans við uppbyggingu í Örfirisey. Tómas Jónsson, slitastjórnarmaður í Sparisjóðabankanum, og Ólafur eiga saman Lögfræðistofu Reykja- víkur ásamt fleiri lögfræðingum í skila- nefndum og slitastjórnum. Sjálfur á Ólafur sæti í slitastjórn Kaupþings. JÓhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Héraðsdómur Reykjavíkur skip- aði slitastjórn yfir VBS fjárfesting- arbanka í byrjun apríl eins og áður segir, sömu einstaklinga og Gunn- ar Andersen, forstjóri FME, hafði skipað áður í bráðabirgðastjórn bankans, þeirra á meðal Hróbjart Jónatansson og Friðbjörn Björns- son. Héraðsdómur skipaði einn- ig slitastjórn yfir Kaupþingi en í stjórninni situr Ólafur Garðars- son hæstaréttarlögmaður og með- eigandi Steinars Þórs Guðgeirs- sonar í Lögfræðistofu Reykjavíkur. Steinar er formaður skilanefndar Kaupþings. Fleiri menn frá þeirri lögfræðistofu fara fyrir slitastjórn- um og skilanefndum: Lárentsínus Kristjánsson lögfræðingur fer fyrir skilanefnd Landsbankans og Tóm- as Jónsson lögfræðingur var að- stoðarmaður við greiðslustöðvun Sparisjóðabankans, Icebank, og tók síðar sæti í slitastjórn bank- ans. Hagsmunatengsl hans við Ólaf Garðarsson í slitastjórn eru augljós þar sem Tómas þarf að semja við Ólaf um milljarðaskuldir Lindbergs við bankann. Lögsagan yfir slitastjórnum Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðs- dóms Reykjavíkur, segir að dóm- stóllinn hafi boðvald yfir slita- stjórnum rétt eins og öðrum sem að lögum eru skipaðir af dómstólnum eins og skiptastjórar þrotabúa. „Héraðsdómur getur kvatt skiptastjóra og slitastjórnarmenn fyrir dóminn til þess að tjá sig um ávirðingar, vanhæfismál eða því um líkt.“ Helgi segir að slitastjórnirnar starfi sjálfstætt eins og skiptastjór- ar og farið sé að ákvæðum gjald- þrotalaga. Hann segir að ekki hafi borist erindi um ávirðingar eða möguleg brot slitanefndarmanna enn sem komið er, en kvartanir hafi borist til dómstólsins meðal ann- ars vegna tafa á skiptameðferð. „Ef Héraðsdómur Reykjavíkur á að taka til meðferðar mál sem snerta ávirðingar slitastjórnarmanna þarf dómnum að berast um það beiðni frá einhverjum sem hefur lögvarðra hagsmuna að gæta,“ segir Helgi. Samkvæmt lögum um fjár- málafyrirtæki frá árinu 2002 skip- ar héraðsdómari slitastjórn þeg- hinir ósnertanlegu Þótt héraðsdómarar hafi lögsögu yfir skiptastjórum og slitanefnd- um vegna gjaldþrota banka og sparisjóða er enginn sem fylgist reglulega með því hvort þeir vinni störf sín í samræmi við lög. Áburður um vanhæfi eða aðrar ávirðingar þeirra þurfa að berast frá fyrirtækjum eða einstaklingum sem hafa hagsmuna að gæta. Dómstjórinn „Héraðsdómur getur kvatt skiptastjóra og slitastjórnarmenn fyrir dóminn til þess að tjá sig um ávirðingar, vanhæfismál eða því um líkt,“ segir Helgi I. Jónsson. slitastjórnarmað- ur í viðskiptum Ólafur Garðarsson seldi hlut sinn í Lindberg að nafninu til enda kemur nafn hans ævinlega fyrir í gögnum um framtíð félagsins. Viðskiptafélaginn Magnús Jónatansson er viðskiptaélagi Ólafs. Hann og Ólafur reyndu á dögunum að komast yfir hálfbyggðar glæsi- íbúðir á Seltjarnarnesi sem Arion banki hefur leyst til sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.