Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 26
„Sýningin gefur hugmynd um hvern- ig leikstarf þróast í litlu bæjarfélagi úti á landi. Það eru ákveðnar hlið- stæður á milli slíkra staða, þótt leik- listarlífið á hverjum stað sé misjafnt eftir áhuga, aðstæðum, persónum og ýmsu öðru,“ segir Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Ís- lands. Um síðustu helgi opnaði safn- ið sýningu í Góðtemplarahúsinu, eða Gúttó, í Hafnarfirði þar sem leiksaga bæjarins er umfjöllunarefnið. Saga leikstarfsemi í Hafnarfirði spannar nákvæmlega 130 ár. Það er þó tilviljun að sögn Jóns Viðars að það hittist þannig á með tímasetn- ingu sýningarinnar. Bygging Gúttós, sem stendur á Suðurgötu 7, var risa- stórt skref í þessum hluta sögu bæj- arins en húsið var vígt árið 1886. „Þetta voru reyndar tímamót í allri menningarstarfsemi í Hafnarfirði yf- irleitt,“ segir Jón Viðar. „Þetta er fyrsta fjölnota samkomuhúsið í bænum. Hér fór svo margt fram, bæjarstjórn- in hélt hér fundi og öll möguleg félög fengu hér inni. Það var þannig með þessi hús Góðtemplarareglunnar alls staðar þar sem þau spruttu upp,“ seg- ir Jón Viðar en Templarar reistu sam- komuhús yfir starfsemi sína á helstu þéttbýlisstöðum, svo sem Akureyri, Ísafirði, Hafnarfirði, Seyðisfirði, Eski- firði, Vestmannaeyjum og víðar. Mikilvægi Reglunnar Góðtemplarareglan var vagga ís- lenskrar leikstarfsemi. Þetta var öfl- ug, alþjóðleg félagsmálahreyfing sem nam land á Íslandi á miðjum ní- unda áratug nítjándu aldar. „Eitt meginmarkmið hennar var að vinna gegn áfengis- og tóbaks- nautn, og einnig að stuðla að félags- anda og samstöðu,“ segir Jón. „Besta ráðið til þess var að finna fólki heil- brigðari og þroskavænlegri áhuga- mál og tómstundastörf en almennt voru í boði á þeim tíma. Leiksýningar urðu því eðlilega mjög snemma vin- sæl fjáröflunarleið og drjúg tekjulind fyrir starfsemi og byggingu.“ Jón bætir við að reglan hafi verið mjög lýðræðisleg; þarna hafi kom- ið saman fólk af öllum stéttum og báðum kynjum. „Hún er því á vissan hátt byltingarhreyfing og reglan um- bylti íslenskum félagsmálum á fáum áratugum. Upp úr þessu spretta leik- félögin og verkalýðsfélögin eru líka einn angi hennar. Þarna lærir fólk að vinna saman félagslega sem það kunni náttúrlega ekkert á þessum tíma því það var ekkert skólakerfi eða neitt sem byggði slíkt upp. Skóla- kerfið var auðvitað í höndum valda- stéttarinnar og það má segja að Góð- templarareglan hafi verið friðsamleg byltingarhreyfing. Hún hafði því gíf- urlega þýðingu fyrir þjóðina.“ Gúttó er dæmi um íslenskt lands- byggðarleikhús eins og það gerist best, segir Jón. Af þeim sökum hafi Leikminjasafnið alltaf haft sérstakt dálæti á húsinu. Eldhugar og upphafsmenn „Á þessari sýningu er farið yfir þessa sögu, en auðvitað stiklað á mjög stóru. Það er líka reynt að benda á þá sem hafa verið frumkvöðlar og eld- hugar. Það er alltaf þannig að menn rífa upp með sér aðra; það þarf ein- hvern kraft,“ segir Jón. Prímusmótorinn á þeim árum sem leikstarfsemi var að hefjast í Gúttó á ofanverðri nítjándu öld var Þorsteinn Egilsson. Hann var son- ur Sveinbjörns Egilssonar, skálds og rektors, og því bróðir Benedikts Gröndal en Þorsteinn gerðist kaup- maður og útgerðarmaður í Hafnar- firði. „Það er svolítið gaman að því að hann er einn af þessum ungu mönn- um sem hrífast af Sigurði Guð- mundssyni málara þegar hann kem- ur til Reykjavíkur 1858,“ lýsir Jón. „Sigurður var mikill áhugamaður um leiklist og varð mikill aflvaki í leiklist- armálum þjóðarinnar, dreif upp sýn- ingar, hvatti skáldin til að skrifa leik- rit og útbjó sjálfur leiktjöld. Hann var eldsál sem markaði afskaplega djúp spor í sögu þessa tíma og Þorsteinn er einn úr hópnum í kringum hann. Sigurður kveikir í honum neista.“ Þegar Þorsteinn kom til Hafnar- Ljótu háLfvit- arnir í ÝdöLum Ljótu hálfvitarnir fagna útgáfu þriðju hljómplötu sinnar með tónleikum að Ýdölum í Aðaldal í Suður-Þing- eyjarsýslu á laugardagskvöldið. Platan ber, líkt og fyrri plötur þeirra, nafnið Ljótu hálfvitarnir en þó má þekkja hana frá eldri plötum á græn- um lit sem er áberandi á umbúðum hennar og svo á því að ekkert af lög- unum á henni er á hinum plötun- um. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og verður efni af nýju plötunni uppi- staðan í efnisskránni, en þó verður lætt inn vinsælum slögurum af eldri plötum. Einnig munu Hálfvitarnir kalla til liðs við sig ýmsa af þeim sem lögðu þeim lið við gerð plötunnar. Miðaverð er 2.500 krónur, miðasala á midi.is. um heLgina rómað tónLeikaprógramm Tvær af framsæknustu rokksveitunum vestan Bláfjalla, Kimono og Swords of Chaos, ætla að snúa bökum saman á laugardagskvöldið og leika rómað tónleikaprógramm sitt á Sódómu Reykjavík. Langt er síðan þessar tvær sveitir leiddu saman hesta sína, en það var á Sólarsömbunni á Organ síðasta vetrardag 2008. Miðaverð er 1000 krónur, húsið er opnað klukkan 23 og fyrsta hljómsveit hefur leika stundvíslega á miðnætti. tónListar- hátíðin frum Hin árvissa nútímatónlistarhá- tíð Frum, sem kammerhópurinn Adapter og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir, fer fram á Kjarvals- stöðum á laugardag og sunnu- dag. Þema hátíðarinnar í ár er Japan í norðri. Megináhersla Frum-hátíðarinnar er að kynna meistaraverk nútímatónbók- mentanna fyrir tónlistarunnend- um. Auk þessa eru alla jafnan flutt tónverk eftir yngri kynslóð tónskálda, íslenskra og erlendra. Á fyrri tónleikunum verður leik- in tónlist eftir Toru Takemitsu og Joji Yuasa en þeir eru tvö af stærstu nöfnum japanskrar sam- tímatónlistar. Á seinni tónleikum hátíðarinnar verða frumflutt á Ís- landi splunkuný verk frá Íslandi, Finnlandi og Þýskalandi. 26 föstudagur 11. júní 2010 Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir starta þríleik: áfram með smjörLíkið! rokk í Þjóð- Leikhúsinu Leikfélagið Hugleikur sýnir leikritið Rokk í Kassanum, litla sviði Þjóðleik- hússins, í kvöld, föstudag. Sýningin var valin athyglisverðasta áhuga- leiksýning ársins leikárið 2009-2010. Aðeins er um að ræða tvær sýning- ar í Þjóðleikhúsinu en sú fyrri var í gær, fimmtudag. Rokk er eftir félaga í leikfélaginu Hugleiki, þau Ástu Gísladóttur, Júlíu Hannam, Sigurð H. Pálsson og Þórarin Stefánsson og leikstjórar eru Þorgeir Tryggvason og Hulda B. Hákonardóttir. Verk- ið fjallar um tvær hljómsveitir sem deila með sér æfingahúsnæði. Eins og gefur að skilja koma upp ýmsir árekstrar og flækjur, enda böndin bæði metnaðargjörn og einstakling- arnir misflinkir í mannlegum sam- skiptum. Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir opna sýningu í Listasafni ASÍ á morgun, laugardag, klukkan 16. Hlynur og Jóna Hlíf vinna saman að þríleiknum Áfram með smjörlík- ið! sem fer fram í Reykjavík, á Djúp- avík, og í Berlín sumarið og haustið 2010. Þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna saman sýningaröð en þau eiga að baki víðtæka reynslu af sýningar- haldi með öðrum og ein og sér. Yfirskriftin Áfram með smjörlíkið! slær taktinn og gefur fyrirheit um viðfangsefni listamannanna. Fyrsta sýningin í röðinni er í Listasafni ASÍ og er undirtitill hennar Innantóm slagorð. Unnið er með margvísleg- an efnivið, þar með talið söguna og smjörlíki, en til grundvallar liggur at- hugun á listinni og tengslum henn- ar við hagkerfið. Sýningunni, sem stendur til 4. júlí, fylgir bókverk sem Hlynur og Jóna skapa í sameiningu. Önnur sýning raðarinnar er haldin í Verksmiðjunni á Djúpavík. „... Og til- biður guð sinn sem deyr“ er undirtit- ill sýningarinnar en þar verða rým- isbundnar innsetningar í fyrirrúmi. Sýningin verður opnuð 17. júlí og stendur til 28. ágúst. Þriðja sýningin verður opnuð 3. sept- ember í 111 – a space for contempor- ary art í Berlín. Undirtitill hennar er Byltingin er rétt að byrja en á þeim nótum endar síðasti hluti raðarinnar. Bæði Hlynur og Jóna vinna með marga ólíka miðla; ljósmyndir, víd- eó, texta, gjörninga og innsetningar. Verkin draga dám af því hvaða mið- ill verður fyrir valinu í hvert sinn en þátttaka áhorfandans er oft mikil- væg. Hlynur og Jóna Hlíf Fyrsti hluti þríleiks þeirra, Áfram með smjörlíkið!, verður opnaður í Listasafni ASÍ á laugardaginn. friðsöm byLting tempLaranna Leiksaga Hafnarfjarðar er um margt merkileg, eins og þeir sem leggja leið sína í Gúttó við Suðurgötu þar í bæ komast að raun um. Þar stendur nú yfir sýning þar sem stiklað er á stóru í þessari sögu. Húsið sjálft skipar þar stóran sess, eins og Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leik- minjasafns Íslands, fræddi blaðamann DV um í vikunni. Ófrýnileg Hulda Runólfsdóttir í leikritinu Kinnarhvolssystrum hjá Leikfélagi Hafnar- fjarðar veturinn 1950-51. Höfundur verksins er Daninn Carsten Hauch, leiktjaldið er eftir Sigurð Guðmundsson málara. Gúttó Viðgerðir standa nú yfir á þessu sögufræga húsi við Suðurgötu í Hafnarfirði. MYND HöRðuR SVEiNSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.