Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Side 11
mánudagur 8. nóvember 2010 fréttir 11 MENNINGARSJÓÐUR ÚTVARPSSTÖÐVA Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík Sími: 6636245 Netfang: menningarsjodur@internet.is MENNINGARSJÓÐUR ÚTVARPSSTÖÐVA AUGLÝSIR Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu, sbr. reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva dags. 11. febrúar 1986 með síðari breytingum. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Þetta er lokaúthlutun sjóðsins og verður hann lagður niður að henni lokinni. Stjórn sjóðsins er skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og annast úthlutun. Í henni sitja Laufey Guð- jónsdóttir, formaður, Lovísa Óladóttir og Þorbjörn Broddason en starfsmaður er Reynir Berg Þorvaldsson. Stefnt er á að ákvarðanir um styrki liggi fyrir í lok febrúar 2011. Í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis og greinargerð umsækjanda um verkefnið. 3. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 4. Kostnaðar- og fjárstreymisáætlun. 5. Skriflegir samningar eða önnur staðfesting um fjármögnun eða fjármögnunaráætlun auk tæmandi upplýsinga um aðra styrki sem sótt hefur verið um og/eða verkefnið hefur fengið. 6. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 7. Upplýsingar um alla gerða eða fyrirhugaða framleiðslusamninga og áætlun um tekjuskiptingu eftir því sem við á. 8. Markaðs- og kynningaráætlun. 9. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 10. Upplýsingar um framleiðslufyrirtæki. 11. Yfirlýsing sjónvarps- eða útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Upplýsingar um úthlutunarreglur, skilyrði og umsóknargögn má nálgast í gegnum netfangið menningarsjodur@internet. is eða í síma 6636245. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti til Menningarsjóðs útvarpsstöðva, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík, eigi síðar en 15. desember n.k. Með umsókn skal skila þar til gerðum eyðublöðum sem fást afhent á sama stað eða í gegnum netfangið menningarsjodur@internet.is hefur sett MILLJÓNIr í duLarfuLLt verkefNI fyrir því að á endanum muni nærri hálfur milljarður manna nota vefinn, samkvæmt gögnunum. Aðspurður um hvernig arðurinn á að verða til hjá félaginu segir Bjarni: „Með afslætti frá framleiðendum og söluaðilum.“ Aðspurður hvort að- standendur Arðvís hafi tryggt sér þessa afslætti hjá framleiðendum hér á landi og í útlöndum segir Bjarni að svo sé. „Framleiðendurnir munu geta lækkað verðið vegna þess að þeir munu vilja geta náð til notenda kerfisins. Þetta er bein markaðs- setning og þeir spara sér auglýsinga- kostnað og geta lækkað verðið.“ Að- spurður við hvaða fyrirtæki Arðvís hafi náð samningum við hér á Íslandi segir Bjarni að þeir þurfi ekki samn- ingana. „Við þurfum bara að hafa vörurnar í boði og fólk mun ekki slá hendinni á móti því að selja í gegn- um okkur. Við erum hins vegar ekki með svona formlegheit eins og þú ert að leggja til.“ Stærstu hluthafarnir hafa lagt til 500 þúsund Athygli vekur að þeir Bjarni og Úlf- ar eru langstærstu hluthafar Arð- vís, Bjarni á 52 prósent og Úlfar á 35, samkvæmt hluthafalistanum, en hvorugur þeirra hefur lagt félag- inu til aðra fjármuni en samtals þau 500 þúsund sem það kostar að stofna hlutafélag. Bjarni og Úlfar eiga því nærri 90 prósent í félaginu en hafa einungis lagt því til 500 þúsund krón- ur af þeim rúmlega 363 milljónum sem lofað hefur verið í hlutafé, sam- kvæmt hluthafalista félagsins. Sala á hlutabréfum til nýrra fjár- festa fer fram í gegnum fjárfesta- kynningar sem haldnar eru í höf- uðstöðvum félagsins í Kópavogi og virðast undirtektirnar vera ansi góð- ar miðað við þann fjölda hluthafa sem hefur lagt Arðvís til fjármuni. Meðal þess sem sagt er við framtíð- arfjárfesta í Arðvís er að ekki sé óeðli- legt að þeir skilji ekki nákvæmlega út á hvað fjárfestingarverkefnið gengur þar sem það sé afar flókið að menn þurfi að hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma til að skilja verkefnið. Samkvæmt upplýsingum DV eru aðeins tveir hluthafar skráðir fyr- ir Arðvís hf. á Íslandi, þeir Bjarni og Úlfar, þó svo að engar upplýsingar um hluthafana sé að finna hjá Láns- trausti samkvæmt eftirgrennslan DV. Svar Lánstrausts við fyrirspurn DV um hluthafalista félagsins er: „Engin símanúmer skráð á félagið, stjórnar- menn, eða framkvæmdastjóra. Upp- lýsingar um hluthafa því ekki fáan- legar.“ Hafa ekki leyfi Þeir sem keypt hafa hlutabréf í verk- efninu munu aftur á móti verða hlut- hafar í breska félaginu Ardvis ltd. sem var stofnað í Bretlandi í sum- ar. Um þetta segir í gögnum sem DV hefur undir höndum: „Ardvis ltd. hefur gefið út hlutabréf í dag sem eiga að fjármagna Corpus Vitalis- verkefnið. Um þessar mundir erum við að selja A-hlutabréf og munum við gera það þar til við munum hafa selt 65 milljón hlutabréf. Nú þeg- ar höfum við selt 5,3 milljónir bréfa. Verðið núna er 4 á hlut sem er um 20 evrur. Á næstu árum reiknum við með að verðið muni hækka frá 4 og upp í 60 sem mun verða til þess að við seljum meirihluta bréfanna fyrir hærra verð.“ Ekki er vitað til þess að aðstand- endur Arðvís hafi leyfi til að gefa þessi hlutabréf út og selja þau til almenn- ings með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ef hluthafar í félagi fara yfir 100 þarf sérstakt leyfi til að halda áfram með hlutafjárútboð. Ekki hefur ver- ið sótt um slíkt leyfi fyrir Arðvís eftir því sem DV kemst næst. Jafnframt er ekkert sem bendir til að hlutabréfin sem verið er að fjárfesta í hafi verið gefin út og því má segja að verið sé að selja hlutabréf sem ekki eru til. Ævintýralegur arður Í gögnunum sem DV hefur undir höndum, þar sem Arðvís og Corpus Vitalis eru kynnt til sögunnar, kem- ur fram að hluthafar félagsins geti búist við nánast ævintýralegum arði af fjárfestingu sinni. Þar segir meðal annars að þeir sem eigi 1 prósenta hlut í félaginu fyrsta árið sem Corp- us Vitalis starfar geti búist við arði upp á 185 milljónir dollara, um 20 milljarða króna, á mánuði. Fjórða árið sem Corpus Vitalis mun starfa á þessi upphæð að vera komin upp í nærri 740 milljónir dollara, rúma 80 milljarða króna, í arð á mánuði. Ólafur Stefánsson gæti því grætt sem nemur um 240 milljörðum króna á mánuði eftir fjögur ár ef hug- myndir aðstandenda Arðvís ganga eftir. Ávöxtun Ólafs og annarra sem hafa lagt félaginu til fjármuni mun því verða mörg þúsund prósent ef allt gengur að óskum. Á sama tíma munu þessir einstaklingar hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til að að- stoða hungrað fólk hér og þar um heiminn, og þar með í raun að bjarga heiminum með fjárfestingu sinni. Bjarni segir að til sé fullt af góðu fólki á Íslandi sem sé reiðubúið að taka þátt í slíku verkefni. „Þetta er hugmyndafræði. Það eru vitsmuna- verur sem taka þátt í þessu. Það er fullt af góðu fólki þarna úti í samfé- laginu sem vill leggja sitt af mörkum til bæta heiminn. Þetta er hannað fyrir heimsbyggðina.“ DV gerði tilraun til að ná í Ólaf Stefánsson í Þýskalandi á sunnudag- inn en hafði ekki erindi sem erfiði. Blaðinu tókst heldur ekki að ná tali af Bjarna Þór Júlíussyni, framkvæmda- stjóra Arðvís. Kynningartexti tekinn af heimasíðu félagsins: „Almennt þráir fólk fjárhagslegt öryggi, til þess að geta séð sér og sínum farborða. Þessi misserin eru hinsvegar sífellt fleiri einstaklingar farnir að finna fyrir því að það öryggi og sú velmegun sem þeir bjuggu við, er hluti af fjarlægri fortíð, og í staðinn hefur tekið við tími óöryggis og óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin að millistéttin er á hröðu undanhaldi í samfélagi nútímans, og eiga yfirskuldsettar fjölskyldur erfitt með að ná endum saman. Þrátt fyrir að þetta fólk vilji tryggja öryggi sitt og barna sinna, veit það líka að ákveðnum hlutum verður að breyta áður en mögulegt verður fyrir það að eiga fjárhagslega örugga framtíð. Arðvis er tilbúið að ryðja veginn í átt að þeirri framtíð. Sem fjárfestingarfyrirtæki vitum við að tvær grundvallarbreytingar þurfa að eiga sér stað áður en almenningur getur aftur farið að treysta á kerfið. Hið fyrra varðar náttúruna: Flestir geta verið sammála um það að jörðin og lífríki hennar í allri sinni dýrð sé grundvöllur fyrir tilvist okkar í þessum heimi. Sá kjarni sem líf milljarða manneskja hvílir á. Þetta eru ekki ný vísindi, samfélög út um allan heim hafa í árhundruðir litið sem svo á að móðir jörð sé heilög. Við vitum að í þessum efnum verðum við að taka okkur forfeður okkar til fyrirmyndar, og umgangast móður jörð af virðingu. Arðvis fjárfestir einungis í verkefnum með sterka umhverfisvitund og þar sem umhverfisvernd er í hávegum höfð. Þökk sé þróun í vísindum og tækni eru mýmargar tækninýjungar nú þegar tiltækar, sem eru öruggar, skilvirkar, umhverfisvænar og ódýrar. Arðvis velur fjárfestingar sínar útfrá þessum forsendum. Hið seinna varðar manneskjur: Eina leiðin til þess að fólk búi við öruggt vinnuumhverfi er sú að komið sé fram við alla sem jafningja. Það skiptir engu máli í hvaða heimshluta það er, sé verkamaður misnotaður í nafni hagkvæmni og aukins hagnaðar, valdi fyrirtæki með starfsemi sinni vanlíðan íbúa, eða sé hættuleg vara markaðssett, þá mun Arðvis ekki taka þátt í slíkri misnotkun. Arðvis velur einungis þær fjárfestingar þar sem hagsmunir fólks eru virtir. Hvers vegna fjárfestir fyrirtækið í fjárfestingarkostum sem stuðla að verðmætasköpun? Sé sagan skoðuð má sjá, að þegar siðfræði er í hávegum höfð í rekstri, og góðar og gildar hugmyndir um siðferði hafðar til hliðsjónar, hefur slíkur rekstur án undantekninga vaxið og dafnað. Þau efnahagslegu skilyrði sem við stöndum nú frammi fyrir eru einungis yfirborðskennd birt- ingarmynd á þeirri innri hnignun sem hefur átt sér stað. Engin skyndilausn er til við þessum vanda, en það að dæla peningum í sífellu á markaðinn í þeirri von að sýna endalausan hagnað í einhvern tíma er engin lausn til frambúðar. Meginregla Arðvis er einföld. Hún er sú að öll verkefni sem félagið ræðst í skuli og eigi að bera með sér tilgang sem nær lengra en ofan í okkar eigin vasa. Þegar þú skoðar eignasafn okkar munt þú sjá hvað við eigum við. Fjárfesting þín í Arðvis í dag er einfaldlega fjárfesting í betri morgundegi.“ Um Arðvís Looking for me-aning in your life – Invest in Ardvis Einn stærsti hluthafinn Ólafur Stefánsson er einn af stærri hluthöfunum í dularfullu fjárfest- ingaverkefni sem gengur út að hluthafarnir fái ævintýralegan arð af því og útrými fátækt í heim- inum á sama tíma. Talað hefur verið um að Ólafur verði andlit fjárfestingaverkefnisins út á við. Höfuðstöðvarnar Höfuðstöðvar Arðvís eru í Bæjarlind 2 í Kópavogi en á heimasíðu þess segir að það sé fjárfestingafélag með nýja framtíðarsýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.