Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Page 12
12 fréttir 8. nóvember 2010 mánudagur Þegar Borgarahreyfingin var stofnuð haustið 2008 var eitt af hennar helstu markmiðum „að hjálpa grasrótar- hreyfingum á Íslandi að koma sín- um sjónarmiðum á framfæri.“ Fyrri stjórn ákvað að nýta þá peninga sem Borgarahreyfingin fékk frá ríkinu í kjölfar kosninganna til að leigja hús- næði sem yrði hugsað sem miðstöð fyrir hverskyns grasrótarhópa. 26 hópar hafa síðastliðið ár haft aðstöðu í Húsinu, húsnæði Borgarahreyfing- arinnar í Höfðatúni, þeim verður gert að yfirgefa húsið um áramótin en ný stjórn hefur ákveðið að framlengja ekki leigusamninginn. Ingifríður Ragna Skúladóttir, nýr varaformaður stjórnar Borgarahreyf- ingarinnar, segir að með því að segja upp leigunni sé ekki verið að fara á bak við upphafleg markmið Borg- arahreyfingarinnar, grasrótarhóp- um verði áfram boðið að funda í nýju húsnæði. Þorvaldur Óttar Guð- laugsson, fyrrverandi umsjónarmað- ur Hússins, segir nýjan arm vera bú- inn að taka yfir Borgarahreyfinguna og að þau ætli sér að rústa því starfi sem unnið hefur verið. Enginn fund- ur hefur verið haldinn með forsvars- mönnum hópanna til þess að láta vita af fyrirhuguðum breytingum. Þórarinn Einarsson er einn þeirra sem nýtt hefur sér aðstöðuna í hús- inu, en hann hefur starfað með IFRI- hópnum að tillögum að nýju fjár- málakerfi. „Þarna hafa góðir hópar fengið að blómstra. Húsnæðið hef- ur verið til góðs fyrir marga og því tel ég vanhugsað hjá þeim að segja upp leigunni. Auðvitað áttu þau að hafa samband við þá hópa sem hafa ver- ið að starfa þarna síðasta árið,“ segir Þórarinn og tekur fram að margir séu hissa yfir vinnubrögðunum. Hann segir að í raun hafi orðið hallarbylt- ing á síðasta aðalfundi Borgarahreyf- ingarinnar og að allt útlit sé fyrir að ný stjórn ætli sér að nýta peningana sem Borgarahreyfingin fær frá ríkinu til annars en að styðja við grasrótina. Sigurður Harðarson, eða Siggi pönk eins og hann er oftast kallaður, hefur undanfarna mánuði starfrækt bókasafn Andspyrnu í Húsinu en hann segir að undanfarið hafi sögu- sagnir verið á reiki varðandi þetta, ekkert formlegt hafi þó ennþá bor- ist frá nýrri stjórn. „Hafi þetta verið ákveðið þá er það vond pólitík. Þetta er grasrótarmiðstöð og hluti af gras- rótarstarfsemi er auðvitað að gera eitthvað, en ekki bara tala um það.“ „Standandi kaffihús“ Ingifríður Ragna Skúladóttir, varafor- maður nýrrar stjórnar Borgarahreyf- ingarinnar, staðfestir að leigusamn- ingurinn verði ekki endurnýjaður. Ástæðurnar segir hún meðal annars vera þær að allt útlit sé fyrir kosning- ar bráðlega, og því óljóst hvort þau verði á fjárlögum á næsta ári. Þá segir Ingifríður að stjórnin hafi í raun verið gerð brottræk úr húsinu og þurft að finna sér annan fundarstað. „Þetta var bara orðið þannig að þau voru búin að taka yfir húsið og við vorum ekki velkomin þangað lengur nema bara til þess að borga reikninginn,“ segir hún. Ingifríður segir að þarna hafi í rauninni verið opið hús þar sem fjöldi fólks hafi hist og drukkið kaffi, en það segir hún ekki hafa verið hugmyndina með Húsinu í upphafi. Hún segir fæsta hópana styðja eða tilheyra Borgara- hreyfingunni á neinn hátt, en að þeir muni fá að vera í Húsinu fram að ára- mótum. „Þetta eru bara einhverjir hópar sem kæra sig ekkert um að fá neitt lánað hjá okkur,“ segir Ingifríð- ur. Einróma samþykki fyrri stjórnar Aðspurð um það hvort að stefna Borgarahreyfingarinnar sé ennþá sú að hlúa að grasrótarhreyfingum seg- ir Ingifríður: „Við stefnum á að bjóða upp á fundaraðstöðu fyrir þá sem eru að vinna að einhverjum samfé- lagslegum lausnum og þá sem eru að vinna að betra samfélagi. Það er kannski ekki hægt að skilgreina alla þá hópa sem eru niðri í Húsi þannig.“ Aðspurð um hvaða hópa hún eigi við nefnir hún hjólaverkstæðið Keðju- verkun og bókabúð Andspyrnu sem dæmi, það sé starfsemi sem ekki hafi verið hluti af upphaflega planinu. Þá segir hún að nýja aðstaðan geti ekki verið „standandi opið kaffihús“ eins og verið hefur. Ingifríður tekur sér- staklega fram að á málverkasýningu sem haldin var í Húsinu á menning- arnótt hafi verið framin skemmdar- verk og hlutum stolið þó að starfs- maður hafi verið á staðnum. Í fundargerð frá fundi Borgara- hreyfingarinnar þann 22. septemb- er 2009 kemur fram að tillaga um að koma á fót miðstöð fyrir grasrótar- hópa hafi verið samþykkt einróma, þar segir orðrétt: „Gunnar stakk upp á því að fara nýjar leiðir, útbúa e-s konar miðstöð fyrir fólk, þvert á póli- tískar línur, meiri félagslegar áhersl- ur – finna hentugara húsnæði – búa til aðstöðu fyrir grasrótarhreyfingar – s.s. aktívista og náttúruverndarsinna [...] Samþykkt einróma.“ Brjóta gegn samþykktum Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, fyrr- verandi umsjónarmaður Hússins, segir Ingifríði fara með staðlausa stafi. „Það er einfaldlega rangt hjá henni að starfsemi hópanna hafi ekki verið eins og fyrri stjórn lagði upp með. Hér hefur verið sívaxandi starf- semi sem ný stjórn hefur ákveðið að eyðileggja og leggja í rúst.“ Hann segir alrangt að einhverju hafi ver- ið stolið á myndlistarsýningu Ragn- ar Benediktssonar sem haldin var á menningarnótt. Hins vegar hafi ver- ið brotist inn í húsið, lögreglan verið kölluð til og í ljós komið að tölvuflat- skjá og kaffisjóði hefði verið stolið. Segir hann það algjöra óhæfu að tengja þessi mál starfsemi Hússins. Þorvaldur segir Borgarahreyfinguna ekki hafa verið gerða brottræka úr húsinu, heldur hafi stjórnin ákveðið sjálf að færa fundaraðstöðuna yfir í annað húsnæði. „Vandamálið er ný stjórn Borg- arahreyfingarinnar, hún ætlar bara að rústa því starfi sem hefur verið unnið. Á síðasta aðalfundi var sam- þykkt að Borgarahreyfingin myndi veita þessum grasrótarhópum áfram skjól í Húsinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að nýja stjórnin reyni í raun að fela það að þau ætli að brjóta gegn samþykktum aðalfundar. „Stjórn Borgarahreyfingarinnar er með þessu að úthýsa grasrótar- hópum. Þau virðast hafa efni á því að eyða í auglýsingar en þau tíma ekki að eyða peningunum í það starf sem þau lofuðu að veita skjól. Þau eru hrædd við að ef kosið verði bráð- lega til þings muni þau ekki fá inn þingmann, og þar af leiðandi ekki fá neina peninga. Þetta snýst nefnilega um peninga. Þetta er bara yfirtaka á peningum Borgarahreyfingarinnar. En grasrótin þagnar ekki, hún bara færir sig og vex þá annars staðar. Ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust, það bara kemur ekki til greina,“ segir Þorvaldur. Tuttugu og sex grasrótarhópum, þar á meðal Borgarafundum, Grasrótarbanda- laginu, Samtökum lánþega og Flótta- mannahópnum, sem haft hafa aðstöðu í Húsinu, húsnæði Borgarahreyfingarinnar í Höfðatúni, verður að öllum líkindum gert að yfirgefa húsið um áramótin. Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur ákveðið að framlengja ekki leigusamning- inn. Mikil óánægja ríkir innan grasrótar- hópanna með vinnubrögð nýrrar stjórnar. ÚTHÝSIR GRASRÓTINNI jón Bjarki magnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Vandamálið er ný stjórn Borgara- hreyfingarinnar, hún ætl- ar bara að rústa því starfi sem hefur verið unnið. grasrótarhópum úthýst FjölmargirgrasrótarhóparhafastarfaðíHúsinusíðastliðið ár,þeimverðurgertaðyfirgefaHúsiðumáramótin.mynd Sigtryggur ari Brjóta gegn samþykktum ÞorvaldurÓttar Guðlaugsson,fyrrverandiumsjónarmaður Hússins,segirnýjastjórnreynaaðhylmayfirað húnbrjótigegnsamþykktumaðalfundar. mynd EggErt jóhannESSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.