Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 24
Valur bauð bjarna samning Valsmenn hafa verið afar duglegir á leikmannamarkaðinum hingað til í Pepsi-deild karla en fimm nýir leikmenn eru búnir að skrifa undir samning við félagið. Eru Hlíðarendapiltar hvergi nærri hættir að safna liði og eiga von á fleiri Fær- eyingum, en Kristján Guðmundsson, nýráðinn þjálfari liðsins, stýrði HB í Færeyjum í sumar. Valsmenn virðast einnig vera að leita að markverði þrátt fyrir að vera með landsliðsmarkvörð U21 árs liðsins, Harald Björnsson, í sín- um röðum. Samkvæmt heimildum DV bauð Valur Bjarna Þórði Halldórssyni samning sem hann neitaði en Bjarni fór aftur heim í Fylki á dögunum. aftur tapa jón arnór og félagar Færasti körfuknattleiksmaður landsins, Jón Arnór Stefánsson, var enn og aftur í tapliði þegar hann og félagar hans í Granada biðu lægri hlut gegn Menkorka, 60–57, í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Jón Arnór skoraði ellefu stig fyrir Granada, öll í seinni hálfleik, og tók að auki tvö fráköst og stal tveimur boltum. Granada hefur aðeins unnið einn leik af sex á þessu tímabili og er í 14.–16. sæti af átján liðum þegar sex umferðir eru búnar á Spáni. molar Engin fórn n Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, hefur upplifað hæstu hæðir og lægstu lægðir með Liverpool. Haf- inn er enn einn kaflinn á ferli hans hjá félag- inu undir eign bandaríska eign- arhaldsfélagsins NESV. „Ég myndi ekki segja að ég væri að fórna mér fyrir Liverpool að vera hérna. Að spila fyrir Liverpool og vera fyrirliði þess er ekki fórn. Ég myndi kalla það að upplifa draum. Mér hafa boðist tækifæri til að spila annars staðar eins og til dæmis hjá Chelsea. Ég vil vera hérna áfram og vinna hluti því þegar að því kemur mun það skipta mig mun meira máli hér en annars staðar,“ segir Gerrard. 5,5 milljóna dollara sEkt n Síðustu ár hefur NBA-deildin tekið gríðarlega hart á öllum fíflalátum á vellinum og finnst mörgum ein- faldlega verið að taka ástríðuna úr leiknum þegar menn mega ekki skamma sjálfa sig án þess að fá tæknivillu. Bak- vörður Charlotte Bobcats, Stephen Jackson, gekk þó skrefinu lengra og hundskammaði einn dómarann í leik liðsins gegn Detroit um helgina. Jackson fékk heldur betur að súpa seyðið af nýjum agareglum deildarinnar því hann var sektaður um 50.000 dollara eða sem nemur 5,5 milljónum króna. Hörmung Hjá HargrEavEs n Miðjumaðurinn Owen Hargrea- ves var afar óvænt í byrjunarliði Manchester United um helgina þeg- ar liðið lagði Úlfana, 2–1. Hargreaves hefur ekki spilað með aðalliðinu í tvö ár og entist endurkoma hans aðeins í rétt tæp- ar fimm mínútur. Hargreaves yf- irgaf þá völlinn, tognaður í nára, en það eru ný meiðsli á listanum hans. „Þetta var algjör hörmung fyrir hann. Núna er hann meiddur aftan í læri sem er alveg ótrúlegt. Við tókum áhætt- una með hann. Við vildum fá meiri reynslu inn á miðsvæðið en því miður entist hann ekki nema í fimm mínútur,“ segir Sir Alex Ferguson. tEvEz mun fagna gEgn unitEd n Carlos Tevez hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur en hann hefur verið í fríi heima hjá sér í Arg- entínu. Hann segist þó ætla að ná nágrannaslag Manchester City og Manchester Un- ited á miðviku- daginn. „Ég ætla mér að vera klár í grannaslag- inn. Leikurinn er mjög mikilvæg- ur fyrir mig og ekki síst liðið. Ég hef lagt hart að mér að undanförnu til að vera í góðu standi þegar sá leikur hefst. Ég er búin að gleyma Ferguson. Fyrir mér er hann hluti af fortíðinni. Ef ég skora mark í leiknum mun ég fagna, þó ég beri virðingu fyrir United er þessi leikur mjög sérstakur eftir það sem gerðist í fyrra,“ segir Tevez. 24 sport UMSJón: TómAS þór þórðArSOn tomas@dv.is 8. nóvember 2010 mánudagur Bardagaíþróttakappinn Gunn- ar Nelson úr Mjölni varð Íslands- meistari í brasilísku Jiu-Jitsu þriðja árið í röð um helgina en þetta var í þriðja skiptið sem Íslandsmótið er haldið. Sigraði Gunnar bæði í sín- um flokki og opnum flokki án þess að tapa svo mikið sem einni glímu en þannig hefur hann farið í gegn- um öll þrjú Íslandsmeistaramótin. Í úrslitaglímunni í opna flokkn- um mætti Gunnar hinum risa- vaxna Þráni Kolbeinssyni sem keppir í -94kg flokki, tveimur flokk- um fyrir ofan Gunnar, en hvorki honum né öðrum tókst að skáka Gunnari. Mjölnismenn áttu einn- ig sigurvegarann í kvennaflokki en þar varð Auður Olga Skúladótt- ir hlutskörpust í sínum þyngdar- flokki sem og í opna flokknum. Í fréttatilkynningu frá móts- höldurum segir að áttatíu kepp- endur frá fimm félögum víðs veg- ar af landinu hafi tekið þátt og var mikill áhorfendafjöldi mættur til að fylgjast með glímunum. tomas@dv.is Íslandsmeistaramótið í BJJ: gunnar nelson ósigrandi n Sigurvegarar karla eftir flokkum Flokkur nafn Félag -64 kg Axel Kristinsson Mjölnir -70 kg Jón Þór Árnason Mjölnir -76 kg Arnar Freyr Vigfússon Combat Gym -82 kg Gunnar Nelson Mjölnir -88 kg Sighvatur Helgason Mjölnir -94 kg Þráinn Kolbeinsson Mjölnir -100 kg Ingþór Örn Valdimarsson Fenrir +100 kg Sigurjón Viðar Svavarsson Mjölnir n Sigurvegarar kvenna eftir flokkum Flokkur nafn Félag -64 kg Helga Kristín Jóhannsdóttir Mjölnir +64 kg Auður Olga Skúladóttir Mjölnir sigurvEgarar: ósigrandi Gunnar nelson hefur ekki enn tapað glímu á Íslandsmeistaramót- inu í BJJ mynd KriSTinn mAGnúSSOn „Þetta er ekki hægt, við getum ekki snert þá,“ sagði Fernando Alonso, ökumaður Ferrari, þegar keppnin í Brasilíu, sú næstsíðasta á árinu, var hálfnuð í gær. Var Alonso þar að tala um Red Bull-liðið sem var ósnert- anlegt í keppninni, þá sérstaklega Sebastian Vettel sem landaði auð- veldum sigri. Mark Webber, liðsfé- lagi Vettels, náði öðru sætinu og með því varð Red Bull heimsmeistari bíla- smiða í fyrsta skipti í sögunni. Alonso hefur átta stiga forskot á Webber fyr- ir lokamótið og sextán stig á Vett- el. Dugar Alonso því annað sætið ef Webber vinnur í Abu Dhabi eftir viku til að verða heimsmeistari en fimmta sætið vinni Vettel aftur. Gott ef Ferrari bilar eftir viku Sebastian Vettel keyrði eins og sá sem valdið hefur í gær og hafði hann sinn ní- unda sigur í Formúlu 1 og þann fjórða á árinu. Hann hóf leik annar á ráslínu á eftir Niko Hulkenberg á Willi- ams en tók forystuna strax í fyrstu beygju og leit aldrei um öxl. „Ég sá að Niko spól- aði aðeins þannig ég nýtti hraðann minn og kom mér fram úr Niko,“ sagði sigur- reifur Vettel á blaða- mannafundi eftir sig- urinn. „Ég stýrði keppn- inni frá a-ö. Eina hættan var þegar öryggisbíllinn kom út en ég var skynsamur þar, sparaði dekkin og kom bílnum bara í mark. Þetta var frábær dagur fyrir mig og sérstaklega allt fólkið á bak við tjöld- in, að ná að landa heimsmeistara- titlinum,“ sagði Vettel en á hann möguleika í Alonso eftir viku? „Það munar sextán stig- um, ekki tuttugu og sex þannig að auð- vitað á ég möguleika. Það væri samt fínt að sjá reyk koma upp úr bílnum hjá Alonso eftir viku en að öllu gamni slepptu verð- um við bara að vinna, helst tvöfalt og sjá hverju það skilar okk- ur.“ Fær enga hjálp Hefði Red Bull gert Mark Webber að ökumanni númer eitt fyrir mótið og hjálpað honum að verða meistari væri hann í mun betri stöðu í dag. Hefði Vettel leyft Webber að taka fram úr sér væri hann aðeins einu stigi á eftir Alonso en ekki átta. „Svona er þetta bara,“ sagði Webber stuttorður á blaðamannafundinum. „Það hefði getað munað einu stigi en ég þarf að vinna upp átta. Við eigum samt góðan möguleika,“ sagði hann. Fernando Alonso hlakkar til næstu helgi. „Það getur allt gerst í Formúlunni. Þetta verður stressandi helgi fyrir okkur en það byrja allir á núlli þannig við sjáum bara hver verður meistari eftir viku. Ég vil samt nýta tækifærið og óska Red Bull til hamingju með heimsmeistaratitil bílasmiða. Að vinna hann eftir að- eins sex ár í Formúlu 1 er einstakt af- rek,“ sagði Fernando Alonso. Sebastian Vettel á Red Bull fór létt með að vinna Brasilíukappaksturinn í Formúlu 1 í gær en liðsfélagi hans, mark Webber, landaði öðru sæti. Red Bull er því heimsmeistari bílasmiða. Fernando Alonso varð þriðji og hefur því enn pálmann í höndunum fyrir lokamótið um næstu helgi. vEttEl ósnErtan- lEgur í Brasilíu TómAS þór þórðArSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Frábær sigur Vettel vann í Brasilíu og á möguleika á heimsmeistaratitlinum. myndir reuTerS með pálmann í höndunum Alonso verður meistari lendi hann í fyrsta eða öðru sæti í Abu Dhabi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.