Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 4. maí 2011 Miðvikudagur
Lagaflækjur í riftunarmáli Steingríms Kárasonar:
Fari fyrir dóm í Lúxemborg
Steingrímur Páll Kárason, fyrr-
verandi forstöðumaður áhættu-
stýringar Kaupþings, hefur kraf-
ist frávísunar í riftunarmáli sem
slitastjórn Kaupþings höfðaði á
hendur honum. Málið snýst um
að stjórn Kaupþings banka sendi
starfsmönnum bankans bréf þann
25. september 2008 þess efnis að
þeir væru ekki lengur í persónu-
legum ábyrgðum vegna lána sem
þeir höfðu tekið til hlutabréfa-
kaupa. Bankinn féll skömmu síð-
ar. Slitastjórn Kaupþings ákvað
hins vegar að rifta þessum gjörn-
ingi og höfðaði riftunarmál á
hendur Steingrími og fleiri starfs-
mönnum Kaupþings. Steingrímur
krefst þess hins vegar að málinu
verði vísað frá dómi hér þar sem
hann hafi lögheimili í Lúxemborg.
Munnlegur málflutningur í frávís-
unarkröfunni fer fram í dag mið-
vikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Guðni Ásþór Haraldsson, lög-
maður slitastjórnar Kaupþings,
segir að ekki sé úrskurðað um
efnishlið stefnunnar heldur muni
dómurinn taka afstöðu til þess
hvort flytja megi málið á Íslandi.
Ef dómari fellst ekki á það þurfi að
fara með málið til Lúxemborgar og
flytja það þar.
Steingrímur var lykilmaður í
Kaupþingi og fékk samtals 628
milljónir króna í laun á árunum
2004 til 2008. Þegar persónuleg-
ar ábyrgðir Steingríms á lánum
frá Kaupþingi til hlutabréfakaupa
voru felldar niður skuldaði hann
bankanum alls tæpa 2,3 milljarða
króna.
Hann var handtekinn í maí í
fyrra á sama tíma og Hreiðar Már
Sigurðsson og fleiri lykilstarfs-
menn Kaupþings í tengslum við
rannsókn sérstaks saksóknara á
málum bankans. Hann var í kjöl-
farið úrskurðaður í gæsluvarðhald
og síðar í farbann. valgeir@dv.is
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Æfingaboltar
Bjóðum gott úrval æfingabolta í mörgum stærðum
Henta vel í margskonar æfingar
Verð frá: 2.980 kr.
Steingrímur Kárason Krefst þess að
riftunarmál slitastjórnar Kaupþings á
hendur honum verði fellt niður þar sem
hann hefur ekki lögheimili á Íslandi.
Margrét Karlsdóttir, verslunarkona í
Krílinu á Ísafirði, rak upp stór augu
á dögunum þegar hún fékk inn-
heimtubréf frá Súðavíkurhreppi
vegna ógreiddra leikskólagjalda frá
því í september 2003 með gjaldaga
1. maí síðastliðinn. Margrét var skilj-
anlega mjög hissa á þessari inn-
heimtu frá sveitarfélaginu enda eru
synir hennar allir löngu uppkomn-
ir, nánar tiltekið á fimmtugsaldri, og
því nokkrir áratugir síðan þeir voru á
leikskólaaldri.
„Þetta er eiginlega broslegt af því
að það er ekki 1. apríl. Synir mínir
eru fæddir á árunum 1963 til 1967.
Nú eiga þeir að borga leikskólagjöld.
Þó þetta séu einhvern veginn mann-
leg mistök þá er það nú þess virði að
segja frá þessu,“ segir hún.
Sonurinn hissa
Margrét segir að í bréfinu frá Súða-
víkurhreppi komi fram að við van-
skil verði krafan send til innheimtu-
fyrirtækis. Sjálf hefur Margrét ekki átt
heima í Súðavíkurhreppi frá því árið
2002. „Ég bjó í Reykjanesi þar sem ég
var með ferðaþjónustu til 2002 en ég
hef búið á Ísafirði síðan.“
Aðspurð hvort hún hafi sagt hálf-
fimmtugum sonum sínum að hún
hafi verið rukkuð um leikskólagjöld
vegna þeirra segir Margrét hlæjandi:
„Já, já, ég sagði einum frá því og hann
náði þessu ekki alveg. Ég hef ekki
heyrt í hinum með þetta.“
Er það þá nokkuð hennar mál að
greiða leikskólagjöld fyrir syni sína
sem eru löngu orðnir fjárráða ef þeir
kjósa að vera enn á leikskóla? „Já,
þetta er nú alveg með hreinum ólík-
indum,“ segir hún og skellir upp úr.
Það voru fleiri en Margrét sem
fengu svona bréf frá Súðarvíkur-
hreppi í vikunni. Þannig fengu ríg-
fullorðnir bændur slíka rukkun og
veiðihús í hreppnum var einnig sagt
skulda leikskólagjöld.
Fer fram á afsökunarbeiðni
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri
Súðavíkurhrepps, segir að bréfin
hafi verið send út vegna mistaka hjá
Landsbankanum. „Sveitarfélagið hef-
ur fengið mjög sterk viðbrögð vegna
þessara mistaka sem gerð voru hjá
Landsbankanum þar sem nánast
öllum fasteignaeigendum í Súða-
víkurhreppi voru sendir greiðslu-
seðlar fyrir leikskólagjöldum, þess-
ir greiðsluseðlar hafa enga lögmæta
kröfu á bak við sig og hafa verið felldir
niður. Landsbankinn hefur beðist af-
sökunar og hefur Súðavíkurhreppur
jafnframt farið fram á að Landsbank-
inn sendi öllum viðskiptavinum sveit-
arfélagsins afsökunarbeiðni þar sem
þetta vakti mikil viðbrögð og hafði
í einhverjm tilfellum óþægindi í för
með sér,“ segir Ómar Már.
Rukkuð vegna sona
á fimmtugsaldri
n Margrét Karlsdóttir var rukkuð um vangoldin leikskólagjöld n Hissa þar sem synirnir eru
á fimmtugsaldri n Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir Landsbankann hafa gert mistök
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
„Þetta er eiginlega
broslegt af því að
það er ekki 1. apríl. Synir
mínir eru fæddir á árun-
um 1963 til 1967.
Margrét Karlsdóttir Verslunarkonan fékk
bréf frá Súðavíkurhreppi þar sem hún var rukkuð
um leikskólagjöld frá árinu 2003. Synir hennar
þrír eru fæddir á árunum 1963 til 1967. Hún varð
því nokkuð undrandi. Mynd HaLLdór SveinbjörnSSon
Hörpu bjartar
minnst
Minningarathöfn um Hörpu Björt
Guðbjartsdóttur fór fram í Mennta-
skólanum í Kópavogi á mánudag.
Harpa sem var 21 árs fannst látin í íbúð
í fjölbýlishúsi í Árbæ á laugardaginn.
Bráðabirgðaniðurstöður krufningar
hafa ekki varpað frekara ljósi á dánar-
orsök. Talið er að hún hafi látist af of-
skammti fíkniefna og rannsakar lög-
reglan hvort rekja megi andlát hennar
til svokallaðs PMMA-amfetamíns.
Blóð- og þvagsýni hafa verið send til
flýtimeðferðar vegna lyfjarannsókna
en það getur tekið allt að þrjár vikur að
fá niðurstöður úr slíkri rannsókn.
rottweiler-tík
numin á brott
Lögreglan á Selfossi rannsakar hvarf
á Rottweiler-tíkurinnar Crystel, sem
var í haldi lögreglunnar eftir að hafa
bitið konu í Hveragerði 4. mars síð-
astliðinn. Tíkin var í haldi á viður-
kenndu hundahóteli á Arnarstöðum
í Flóa. Þar átti tíkin að vera þar til fyrir
lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem
eigandi lagði fram. Af verksummerkj-
um að dæma leikur sterkur grunur á
að tíkin hafi verið numin á brott, segir
í tilkynningu frá lögreglu.
Konan sem varð fyrir bitinu þurfti
að leita sér læknisaðstoðar og láta
sauma nokkur spor í höndina.
Eftir að málið kom upp var tíkin
tekin í vörslu lögreglu. Vegna ákvæða
í samþykkt um hundahald í Hvera-
gerðisbæ var hundeigandanum gef-
inn kostur á leita álits héraðsdýra-
læknis áður en ákvörðun um aflífun
yrði tekin. Nokkrum dögum síðar lá
fyrir álit héraðsdýralæknis um að rétt
væri að aflífa tíkina. Að þeirri niður-
stöðu fenginni ákvað lögreglustjóri
að tíkin skyldi aflífuð.
Eigandi tíkurinnar kærði þá
ákvörðun lögreglustjóra til innanrík-
isráðuneytisins þann 25. mars. Ráðu-
neytið frestaði réttaráhrifum ákvörð-
unar lögreglustjóra og sendi kæruna
samdægurs til úrlausnar úrskurðar-
nefndar hollustuhátta og mengunar-
varna. Úrlausnar nefndarinnar hefur
verið beðið og tíkin verið í haldi þar
til hún hvarf aðfaranótt þriðjudags.
Lögreglan á Selfossi biður alla þá
sem orðið hafa varir mannaferða við
Arnarstaði, austan við Selfoss, í nótt
eða geta veitt upplýsingar um hvarf
tíkurinnar að hafa samband í síma
lögreglunnar 480 1010