Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 4. maí 2011 Miðvikudagur Mundi opnar vinnustofu og litla búð í Pósthússtræti: Með sjö í vinnu Mundi er 24 ára og er, þrátt fyrir ungan aldur, á góðri leið með að slá í gegn sem fatahönnuður. Fyrsta fata- lína hans var sýnd á tískuviku í París og seldist strax til 20 verslana í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Hann er nú með sjö manns í vinnu við framleiðslu og sölu fatanna. Mundi var líka einn af fáum sem vöktu athygli gesta á Reykjavik Fashion Festival ný- verið og fékk afar jákvæða umfjöllun. Hann er hrein- skilinn og hneykslar gjarnan með ummælum sínum en í viðtali við Dazed sagði hann undirbúning undir íslensku tískuvikuna hafa farið fram í miklu óða- goti. „Við vitum ekkert hvað við erum að gera,“ sagði Mundi og sprakk úr hlátri. Hann virðist þó vel vita hvað hann er að gera því velgengni hans er með ágætum. Mundi opnar stúdíó sitt í Pósthússtræti 13 á fimmtudagskvöldið og býður alla velkomna að samgleðjast honum. Þar má líta sýnishorn af haust- og vetrarlínu hans. Í húsnæðinu opnar Mundi líka litla afsláttarbúð og má þar finna eitthvað fallegt með góðum afslætti. Á vinnustofunni í Pósthússtræti Mundi opnar vinnustofu sína og litla afsláttarbúð innan hennar á fimmtudags- kvöldið. Þar má líta sýnishorn af haust- og vetrarlínu hans og kaupa eitthvað fallegt með góðum afslætti. Mynd björn blöndal Úr sumarlínu Munda Sumarlína Munda fékk góða dóma. Mundi er á hraðri uppleið sem fatahönnuður og er með sjö manns í vinnu. Frægir í sólinni Það var ekki bara sólin sem lét sjá sig í miðbæ Reykjavíkur á miðvikudag því fjöldi þekktra Íslendinga var mættur með bros á vör í miðbæinn. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru fjölmiðla- og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson, eigandi Austurs Steikhúss í Austur- stræti, Vala Matt, arkitekt og fagurkeri, og agnes bragadóttir, blaðakona á Morgunblaðinu. Rétt eins og aðrir vegfarendur í miðbænum brostu þessir þekktu Íslendingar framan í sólina og virtust sáttir við góða veðrið. Glamúrpíur bætast í hópinn Fleiri þekktar glamúrpíur hafa bæst í hóp þeirra leikara sem leika í kyn- lífshópsenu í myndinni Svartur á leik. Heimildir DV herma að jórunn Steinsson, frænka Unnar birnu Steinsson, og Móheiður Sif verði þeirra á meðal. Þær bætast því í hóp leikkvennanna Maríu birtu og lilju Ingibjargardóttur. M y n d b jö r n b lö n d a l E inbýlishús athafna- og vísinda- mannsins Kára Stefánssonar hefur verið sett á sölu. Húsið er 379 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess 64,3 milljónir króna. Húsið stendur við Hávallagötu 24 í Reykjavík en Kári hefur verið bú- settur þar um nokkurn tíma. Samkvæmt lýsingu á húsinu hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem annast sölu á húsinu, kemur fram að það sé á tveimur hæðum auk kjall- ara og að því fylgi 27 fermetra bílskúr. Húsið er teiknað af Guðjóni Sam- úelssyni, húsameistara ríkisins, en hann teiknaði meðal annars aðal- byggingu Háskóla Íslands, Þjóðleik- húsið og Hallgrímskirkju. Í lýsing- unni kemur einnig fram að húsið sé nýverið endurnýjað á „smekklegan og vandaðan hátt“ og að lofthæð á aðal- hæð hússins sé yfir 3 metrar. Húsið er sögufrægt en það var byggt af engum öðrum en hinum umdeilda Jónasi frá Hriflu sem var meðal annars for- maður Framsóknarflokksins fyrir margt löngu. Að undanskildum kjallaranum, sem er í raun séríbúð með eldhúsi, stofu og svefnherbergi, eru þrjú svefnherbergi í húsinu og þrjú bað- herbergi. Úr hjónaherberginu er inn- angengt í baðherbergi þar sem bæði er að finna sturtu og frístandandi baðkar. Í húsinu er einnig rúmgóð skrifstofa með sérsmíðuðum innrétt- ingum. Ljóst er að Kári hefur ekkert til sparað við endurbætur á húsinu sem var byggt árið 1941. Kári Stefánsson er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað og að stjórna rannsóknarfyrirtækinu Decode Genetics, sem á móðurmálinu heitir Íslensk erfðagreining. Hann hefur verið í sviðsljósi íslenskra fjölmiðla í tengslum við fyrirtæki sitt sem hefur sveiflast mikið í verðmæti í gegnum árin. Kári Stefánsson, athafna- og vísindamaður: n Glæsihús Kára Stefánssonar til sölu n Uppsett verð ekki gefið upp en fasteignamatið er 64,3 milljónir n Húsið teiknað af Guðjóni Samúelssyni, sem teiknaði meðal annars Hallgrímskirkju Óskað eftir tilboðum í glæsihús kára Glæsihús Kára Húsið teiknaði Guðjón Samúelsson en hann teiknaði meðal annars aðalbyggingu Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið og Hallgríms- kirkju. Mynd róbErt rEynISSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.