Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 8
„Ég er rosalega ósáttur við að mega
ekki skíra son minn þessu nafni. Ég
veit satt best að segja ekki hvern
ig við eigum að leysa þetta,“ segir
Magnús Ninni Reykdalsson, íbúi á
Selfossi. Mannanafnanefnd hefur
synjað þeim Magnúsi og Sóleyju
Hólmarsdóttur ósk þeirra um að fá
að skíra son sinn Reykdal Mána.
Fær ekki svar ráðherra
Dagskráin, fréttablað Suðurlands,
greindi fyrst frá málinu á forsíðu
síðasta tölublaðs en þar kom meðal
annars fram að þau Sóley og Magn
ús hafa skrifað Ögmundi Jónas
syni innanríkisráðherra bréf vegna
málsins. Magnús segir í samtali við
DV að svar við því hafi ekki borist,
þrátt fyrir að meira en mánuður sé
síðan bréfið var sent, og raunar bú
ist hann ekki við svari úr þessu.
Magnús segir að hvað sem niður
stöðu mannanafnanefndar líði
muni sonur hans bera nafnið Reyk
dal Máni, jafnvel þó hann fái ekki
að skíra hann því nafni. Hann segir
raunar að það hafi ekki hvarflað að
þeim að þau mættu ekki skíra hann
þessu nafni, fyrr en presturinn hafi
til öryggis stungið upp á því að þau
hefðu samband við þjóðskrá. „Allir
ættingjar hans fengu SMSskilaboð
þegar hann fæddist um að Reyk
dal Máni Magnússon væri fæddur.
Við vorum alveg grunlaus um að
við þyrftum að sækja um þetta til
mannanafnanefndar.“
Hvorki -dal né -fjörð
Mannanafnanefnd segir í úrskurði
sínum að eiginnafnið Reykdal
myndi brjóta í bága við íslenskt
málkerfi – eiginnöfn megi til dæm
is ekki enda á dal, fjörð, fell, eða
holt. Reykdal sé ekki á manna
nafnaskrá þó nafnið eigi sér ein
hverja sögu í íslensku máli. Þess
má geta að 90 núlifandi Íslending
ar heita Reykdal í þjóðskrá, enginn
ber þó nafnið sem eiginnafn.
Magnús er afar ósáttur við að
mega ekki skíra son sinn Reykdal
Mána. Hann ætlar ekki að hlíta
niðurstöðu nefndarinnar og segir
að hann verði aldrei kallaður ann
að en Reykdal Máni. „Mér var bent
á að ég gæti skírt hann Mána Reyk
dal en það kemur ekki til greina.
Það er allt annað nafn.“ Hann bend
ir einnig á að árið 1978 hafi fæðst
drengur sem heiti Heiðdal Jónsson
og annar árið 1964 sem hafi feng
ið eiginnafnið Reykdal. Því hljóti
reglurnar sem mannanafnanefnd
vinnur eftir að vera nýjar.
Afinn kallaður Reykdal
Faðir Magnúsar heitir Guðni Reyk
dal Magnússon en notast aldrei
við nafnið Guðni. Hann hefur allt
af verið kallaður Reykdal Magnús
son. Synir hans eru því Reykdals
synir.
Magnús spurði þá þjóðskrá
hvort hann mætti skíra strákinn
Guðna Reykdal Mána Magnús
son – og nota þá ekki Guðna nafn
ið – en það má heldur ekki. „Máni
má ekki vera á eftir Reykdal,“ seg
ir hann og bætir við: „Ég skil ekki
reglurnar sem unnið er eftir. Heið
dal er til sem eiginnafn og meira að
segja Kjarval. Hver er munurinn
á endingunni dal og val?“ spyr
hann.
Magnús fór upp á endurupp
töku málsins en því var hafnað.
Pattstaða er því uppi í málinu og
8 | Fréttir 4. maí 2011 Miðvikudagur
Fíkniefnamál Erlings Arnar fyrir dóm í Litháen:
Gæti fengið allt að 12 ára fangelsi
Erlingur Örn Arnarson gæti átt
yfir höfði sér 12 ára fangelsisvist í
Litháen, verði hann fundinn sekur
fyrir litháískum dómstólum um stór
fellt fíkniefnabrot. Um það bil kíló
af fíkniefnum fannst í fórum hans í
fyrra. Fram kemur í litháískum fjöl
miðli að um 733 grömm af kannabis
efnum, sjö grömm af kókaíni og 10
grömm af amfetamíni sé að ræða. Er
lingur Örn, sem er 41 árs, hefur verið
búsettur í Litháen. Hann var leiddur
fyrir rétt í vikunni. Hann viðurkenndi
að hafa átt efnin en ekki að hafa ætl
að að selja þau. „Á þeim tíma var ég
háður eiturlyfjum,“ er haft eftir hon
um úr dómssal á vefmiðlimum.
Fram kemur að hann hafi verið
tekinn með efnin á rútustöð í Vilníus.
Í kjölfarið var gerð húsleit í íbúð sem
talin er hafa tilheyrt Erlingi og þar
mun hafa fundist meira af fíkniefnum.
Saksóknarinn, Tom Cepelionis,
sagði fyrir dómi að fíkniefnabrot
ið væri stórfellt og jafnvel þó Er
lingur hefði ekki ætlað að selja efn
in hefði hann viðurkennt fyrir dómi
að hafa átt þau. Hann taldi að 12 ára
fangelsis vist væri hæfileg refsing.
Fram kom í fjölmiðlum þegar Er
lingur var handtekinn í fyrra að al
þjóðadeild ríkislögreglustjóra hér á
landi hefði fengið fregnir af handtök
unni. Ekki er vitað hvort málið teygi
anga sína til Íslands að öðru leyti.
Fyrir dóm Erlingur Örn Arnarson er
ákærður í Litháen fyrir stórfellt fíkni-
efnabrot og gæti átt yfir höfði sér langan
fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.
n Magnús Ninni Reykdalsson er
ósáttur við mannanafnanefnd
n Fær ekki að skíra Reykdal en
má skíra Reykdalur eða Reyk-
dallur n Skrifaði Ögmundi
bréf en fékk ekki svar„Mér var bent á að
ég gæti skírt hann
Mána Reykdal en það
kemur ekki til greina. Það
er allt annað nafn.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
Góðir skór
Gott verð
St. 23-35
kr. 1.995
St. 29-35
kr. 3.895
St. 19-24
kr. 4.595
St. 23-35
kr. 1.995
Gott að vera
móðir á Íslandi
Það er gott að vera móðir á Ís
landi. Það sýna að minnsta kosti
niðurstöður árlegrar rannsóknar
á því hvar best sé að vera móðir í
heiminum. Noregur er í efsta sæti
á listanum en Ástralía og Ísland
fylgja þar fast á eftir. Öll Norður
löndin komast í topp10 sætin á
listanum en Svíþjóð og Danmörk
eru í fjórða og fimmta sæti og
Finnland í sjöunda sæti.
Samtökin Save the Children
standa fyrir rannsókninni sem
framkvæmd er á hverju ári og tek
ur til flestra ríkja heims. Það land
sem kemur verst út samkvæmt
rannsókninni er Afganistan en ríki
í MiðAusturlöndum og Afríku eru
áberandi neðarlega á listanum.
Forseti Slóveníu
á Bessastöðum
Danilo Türk, forseti Slóveníu, er þessa
dagana í opinberri heimsókn á Ís
landi. Heimsóknin hófst formlega á
þriðjudag með
heimsókn hans
á Bessastaði.
Með forsetan
um í för eru þrír
ráðherrar í ríkis
stjórn Slóveníu
auk embættis
manna. Ólafur
Ragnar og Türk
funduðu saman á þriðjudag og héldu
sameiginlegan blaðamannafund
að fundi loknum. Forsetarnir munu
sækja málþing í Hellisheiðarvirkjun
í dag, miðvikudag, um reynsluna af
nýtingu jarðhita á Íslandi og þann lær
dóm sem Slóvenar gætu af henni dreg
ið við framkvæmdir í Slóveníu. Þeir
munu og verða viðstaddir opnunar
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Hörpu á miðvikudagskvöld.
Sonurinn má ekki
heita Reykdal Máni
Karlkyns:
n Elvis
n Þórbjörn
n Stapi
n Berni
n Kjárr
n Vakur
n Eivin
Kvenkyns:
n Mundína
n Einína
n Dóris
n Maía
n Lilla
n Rósinkransa
n Carla
Samþykkt nöfn
Þessi nöfn hafa verið samþykkt á árinu
Falleg fjölskylda Sóley,
Reykdal Máni og Magnús Ninni.