Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 9
VILLIBRÁÐARKRYDDAÐ... BRAGÐIÐ SEM ÍSLENDINGAR ELSKA sonurinn heitir drengur Magnús- son í þjóðskrá. „Það eru svo mörg nöfn sem okkur þykja skrítin sem hafa verið samþykkt að við erum alveg agndofa yfir þessu. Við meg- um samkvæmt lögum skíra Reyk- dallur eða Reykdalur en ekki Reyk- dal. Ég veit ekki hvernig við eigum að leysa þetta.“ DV tók saman þau nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt á árinu. Þau má sjá hér að ofan. Sonurinn má ekki heita Reykdal Máni Mölvaði diska og kastaði glösum Lögreglan á Akranesi færði mann sem var með óspektir á skemmtistað í bænum í fangageymslu um helgina. Maðurinn, sem var mjög ölvaður, mölvaði meðal annars diska og kast- aði glösum. Ekki er vitað hvað mann- inum gekk til. Óvænt snjókoma hafði einnig sín áhrif í liðinni viku því öku- maður slasaðist lítillega um helgina þegar hann missti stjórn á ökutæki sínu á Akrafjallsvegi. Bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabifreið. Önnur bifreið endaði utan vegar á svipuðum tíma við Innri-Hólm en enginn slas- aðist í óhappinu. Þá var einn ökumað- ur færður á lögreglustöð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.