Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Side 17
Erlent | 17Miðvikudagur 4. maí 2011
Skotárás í híbýlum Osama bin Laden
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
BIN LADEN
DREPINN
g
r
a
fí
k
r
EU
TE
r
S
Osama bin Laden, leiðtogi alþjóð-
legu hryðjuverkasamtakanna al-
Kaída, var drepinn aðfaranótt mánu-
dags. Sérsveit bandarískra sjóliða,
Navy Seals, réðst að felustað bin La-
dens, en hann hafðist við í afgirtu
risahúsnæði í bænum Abbottobad í
Pakistan, í um 60 kílómetra fjarlægð
frá höfuðborginni Islamabad. Í sér-
sveitinni, sem ber nafnið „Teymi sex,“
voru 24 hermenn sem voru fluttir að
risahúsnæðinu í Abbottobad í tveim-
ur þyrlum. Varðmenn bin Ladens
hófu skothríð að þyrlunum er þær
nálguðust og tókst þeim að valda
annarri þyrlunni svo miklum skaða
að hún þurfti að nauðlenda. Áður en
yfir lauk hafði sérsveitin sprengt sína
eigin þyrlu í loft upp þar sem hún var
ekki nothæf.
Miklir skotbardagar
Þrátt fyrir að varðmenn bin Ladens
hafi náð að skaða aðra þyrluna varð
engum sérsveitarmannanna meint
af. Réðust þeir að húsnæðinu sem
þeir höfðu kortlagt vandlega, en
bandarísk yfirvöld hafa vaktað hús-
ið með gervihnattamyndum und-
anfarna mánuði. Árásin tók um 40
mínútur og fylgdist Barack Obama,
forseti Bandaríkjanna, með öllu því
sem fram fór ásamt lykilfólki í ríkis-
stjórn sinni í Washington. Í áhlaupi
sérsveitarinnar féllu að minnsta kosti
fjórir fyrir utan bin Laden sjálfan. Þar
á meðal var bróðir hryðjuverkafor-
ingjans, yngsta eiginkona hans og
tveir sendiboðar.
Samkvæmt fréttum sem birtust í
gær kom fram að bin Laden hefði lát-
ið það vera sitt síðasta verk að nota
yngstu eiginkonu sína, hina 27 ára
Amal al-Sadeh, sem skjöld. Var hún
skotin niður af meðlimi sérsveitar-
innar og því næst bin Laden, með
skoti í höfuðið. Síðar voru þessar
aðalbyggingin Osama bin Laden og fjölskylda
hans höfðust við á annarri og þriðju hæð hússins.
Fylgismenn bin Ladens gerðu skothríð að þyrlum úr-
valsliðsins frá þakinu og tókst að hæfa aðra þyrluna.
fréttir dregnar til baka en Bandaríkja-
stjórn á enn eftir að útskýra áhlaup
sérsveitarinnar í smáatriðum.
Líkinu kastað í sjóinn
Eftir að bin Laden hafði verið drep-
inn komust allir 24 meðlimir sér-
sveitarinnar undan í þyrlunni sem
stóð eftir ósködduð. Samkvæmt yfir-
lýsingu frá Bandaríkjastjórn var far-
ið með lík bin Ladens af virðingu „í
samræmi við íslamska hefð.“ Tekin
voru lífsýni úr líkinu svo unnt væri
að staðfesta að um bin Laden væri að
ræða. Farið var með líkið á flugmóð-
urskipið USS Carl Vinson þar sem
því var kastað fyrir borð og fékk bin
Laden því vota gröf.
fagnaðarkoss Dauða bin Ladens var fagnað af ákefð í Bandaríkjunum. Þetta par sá
ástæðu til að kyssast í tilefni dagsins.
USS Carl Vinson Síðasti
áfangastaður jarðneskra leifa
Osama bin Laden áður en
hann fékk vota gröf.
Osama bin Laden Var ákaft
leitað í stríðinu gegn hryðju-
verkum undanfarinn áratug.
fylgjast með í beinni Á myndinni má sjá lengst til
vinstri Joe Biden varaforseta og Barack Obama forseta.
Lengst til hægri er Robert Gates varnarmálaráðherra og
við hlið hans situr Hillary Clinton utanríkisráðherra.
Svefnherbergið Þar mun
bin Laden hafa verið skotinn
í höfuðið. Herbergið var
blóði drifið eftir áhlaupið.
n Áfangi í
stríðinu gegn
hryðjuverkum,
segir Obama.