Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 18
18 | Erlent 4. maí 2011 Miðvikudagur
Fréttir af dauða bin Ladens fóru eins
og eldur í sinu um heimsbyggðina í
upphafi vikunnar. Vart hafði prent-
svertan þornað og endurómur af lif-
andi fréttaflutningi hljóðnað þegar
samsæriskenningar vöknuðu til lífs-
ins. Ljósmynd sem tekin var af bin
Laden í lifanda lífi var borin saman
við mynd sem sögð var vera af hon-
um gengnum og verður að segjast
eins og er að á menn runnu tvær
grímur. En á tímum takmarkalausrar
tækni í myndvinnslu er allt hægt og
samkvæmt nýjum fréttum er mynd-
in af Osama dauðum gömul fölsun,
en ekki úr fórum Bandaríkjamanna.
Óhætt er að segja að tíðindin af
vígi Osama bin Laden hafi hvergi haft
eins mikil áhrif og í New York-borg,
enda hafði þessi alræmdi leiðtogi al-
Kaída verið aðalóvinur borgarinnar
síðan Tvíburaturnarnir hrundu til
grunna í kjölfar hryðjuverkaárásar
þann 11. september 2001 sem kost-
aði fleiri þúsund mannslíf.
Tíðindunum af dauða bin Ladens
var fagnað við Ground Zero, þar sem
turnarnir stóðu forðum daga, í anda
Bandaríkjamanna og fólk sönglaði
America is Beautiful og Star Spang-
led Banner og kyrjaði „Obama náði
Osama“. Hamingjan og föðurlands-
ástin voru allsráðandi.
Bin Laden erfði auðævi
En hver var þessi alræmdi hryðju-
verkaleiðtogi sem sagður er hafa
verið veginn í aðgerð sérdeild-
ar Bandaríkjahers í Pakistan árla
mánudagsmorguns?
Fyrir árásirnar í september 2001
var Osama bin Laden óþekktur al-
menningi í heiminum. Á þriggja ára
tímabili fyrir árásirnar á Tvíbura-
turnana reyttist bin Laden úr nán-
ast óþekktum einstaklingi í einn hat-
aðasta mann jarðarkringlunnar.
Osama bin Laden fæddist í Sádi-
Arabíu árið 1957 og ku hafa verið
sautjánda barn, af fimmtíu og tveim-
ur, Mohameds bin Laden, vellauð-
ugs Sádi-Araba sem meðal annars
státaði af því að hafa byggt 80 pró-
sent allra vega í landinu. Bin La-
den eldri fórst í þyrluslysi 1968 og í
hlut Osama féllu mikil auðævi þó
tvennum sögum fari af heildarupp-
hæðinni. 250 milljónir Bandaríkja-
dala hafa þó verið nefndar í því sam-
hengi.
Sovétmenn gerðir hornreka
Osama bin Laden lagði stund á verk-
fræðinám í Jedda og komst um það
leyti í kynni við íhaldssöm öfl innan
íslam, bæði samnemendur og kenn-
ara. Hann tók kenningum þeirra
opnum örmum og íslam varð í huga
hans helsta vonin gegn Vesturlönd-
um og úrkynjun þeirra.
En barátta hans gegn vesturveld-
unum varð þó að bíða enn um sinn
því Sovétríkin, sem þá voru, gerðu
innrás í Afganistan 1979 og líf bin
Ladens breyttist varanlega. Hann
tileinkaði sér andkommúnisma,
flutti til Afganistan og barðist þar
gegn innrásarherjum Sovétríkjanna
um áratugar skeið og hafði að lok-
um sigur með fulltingi múslimskra
hermanna sem háðu heilagt stríð.
Það er reyndar viðtekin skoðun
að bin Laden og trúbræður hans hafi
notið ómældrar aðstoðar leyniþjón-
ustu Bandaríkjanna, CIA, bæði hvað
varðaði vopn og þjálfun. Óhætt er að
segja að sú aðstoð átti eftir að koma
í bakið á Bandaríkjamönnum því
Osama bin Laden átti eftir að finna
sér nýjan andstæðing.
Baráttan gegn Bandaríkjunum
Eftir að 300.000 bandarískir her-
menn voru sendir á herstöðvar í
Sádi- Arabíu vegna Persaflóastríðs-
ins, þeirra á meðal kvenmenn, var
bin Laden nóg boðið; í Sádi- Arabíu
er að finna tvo af helgustu stöðum
íslam, Mekka og Medina, og sór
hann þess eið að refsa Bandaríkja-
mönnum vegna þessa guðlasts.
Osama bin Laden virkjaði trúar-
hita íslamskra félaga sinna og
reynslu sína frá Afganistan og skot-
mörkin tengdust öll bandarískum
hagsmunum í Mið-Austurlöndum.
En bin Laden neyddist til að yfirgefa
Sádi-Arabíu þegar þarlend yfirvöld
felldu ríkisborgararétt hans úr gildi
1994 vegna þrýstings frá bandarísk-
um stjórnvöldum. Bin Laden fór til
Súdan en endaði að lokum í Afgan-
istan árið 1996.
Á þeim tíma ríkti stjórnleysi í Af-
ganistan sem var nánast bitbein
fjölda ólíkra íslamskra hreyfinga. Á
meðal þeirra sem slógust um völdin
voru talíbanar sem á endanum náðu
höfuðborginni Kabúl á sitt vald.
Landfræðileg einangrun varð
Osama bin Laden ekki fjötur um fót
enda nýtti hann sívaxandi auð sinn
til að fjármagna, fyrir tilstilli sam-
taka sinna al-Kaída, ýmsa herskáa
íslamska hópa víða um lönd auk þess
sem hann sinnti eigin aðgerðum.
Í febrúar 1998 gaf hann út trúar-
lega tilskipun um aðgerðir gegn gyð-
ingum og „krossförum“ og sagði að
það væri skylda allra múslima og
bandamanna þeirra að vega Banda-
ríkjamenn.
Þrír milljarðar til höfuðs
bin Laden
Þess var skammt að bíða að bin
Laden léti til skarar skríða og sex
mánuðum síðar sprungu sprengjur
í sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía
og Tansaníu með þeim afleiðingum
að á þriðja hundrað féllu og þúsund-
ir særðust. En afdrifaríkari hryðju-
verkaárásir voru í vændum.
Skotmark bin Ladens 11. septem-
ber 2001 var hjarta fjármála í Banda-
ríkjunum og á einu andartaki varð
hann höfuðóvinur Bandaríkja-
manna sem settu allt að 25 milljón-
ir Bandaríkjadala til höfuðs honum.
Þrátt fyrir viðamiklar flugskeyta-
árásir á þekktar æfingabúðir í
austur hluta Afganistan slapp bin La-
den með skrekkinn.
Fyrir árásirnar í New York hafði
bin Laden verið bendlaður við árás-
ir á Bandaríkjamenn og hagsmuni
þeirra, meðal annars árás á World
Trade Center í New York 1993 og
sprengjutilræði í Riyadh í Sádi-
Arabíu.
„Ég drep alltaf
Bandaríkjamenn
af því að þeir drepa okkur.
höfuðóvinurinn fallinn
Kolbeinn Þorsteinsson
blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is
Viðbrögð leiðtoga víða um heim
Barack Obama Bandaríkjaforseti:
„Dauði bin Ladens markar
þýðingarmesta afrek þjóðar
okkar í viðleitninni til að
sigra al-Kaída [...] Það leikur
enginn vafi á að al-Kaída
mun leitast við að ráðast á
okkur áfram. Við verðum – og við munum
verða – vakandi heima og að heiman.“
George W. Bush, fyrrv.
Bandaríkjaforseti:
„[...] en í kvöld hafa
Bandaríkin sent frá sér
skilaboð sem ekki er hægt
að misskilja: Sama hve
langan tíma það tekur, réttlætið mun ná
fram að ganga.“
Michael Bloomberg,
borgarstjóri í New York:
„New York-búar hafa
beðið þessara frétta í
hartnær áratug. Það er von
mín að þær muni marka nýtt upphaf og
huggun öllum þeim sem misstu ástvini 11.
september 2001.“
Hamid Karzai, forseti
Afganistan:
„Við vonum að dauði
Osama bin Laden, sem var
refsing hans, marki endalok
aðgerða hryðjuverkamanna
[...] Stríðið gegn hryðjuverkum á ekki að
heyja á heimilum saklausra afganskra
borgara. Að varpa sprengjum á börn og
konur í Afganistan er ekki barátta gegn
hryðjuverkum.“
Yousuf Raza Gilani, for-
sætisráðherra Pakistan:
„Við munum ekki heimila
að land okkar verði notað til
hryðjuverka gegn öðrum löndum og því tel
ég að um sé að ræða mikinn sigur [...]“
David Cameron, forsætis-
ráðherra Bretlands:
„Fréttir af dauða Osama
bin Laden munu verða
mörgum léttir víða um
heim [...] Það er mikill
árangur að hann hafi fundist og geti ei
meir staðið að ógnarherferð sinni um allan
heim.“
Tony Blair, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands:
„Þessi aðgerð sýnir að þeir
sem standa að hryðjuverkum
gegn saklausu fólki munu þurfa að svara
til saka, sama hve langan tíma það kann
að taka.“
Nicolas Sarkozy, forseti
Frakklands: „Vöndur
hryðjuverka hefur beðið
sögulegt tjón en þetta eru
ekki endalok al-Kaída.“
Angela Merkel, kanslari
Þýskalands:
„Bandaríska hernum hefur tekist að veita
al-Kaída þungt högg í aðgerðum sínum
gegn Osama bin Laden og með vígi hans
[...] Osama bin Laden full-
yrti að hann ynni í nafni
íslam en í reynd hafði hann
grundvallargildi trúar sinnar
og annarra trúarbragða að
háði og spotti.“
Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu:
„Þetta er mikill árangur
fyrir Bandaríkin sem og öll
lýðræðisríki.“
Benjamín Netanjahú, for-
sætisráðherra Ísraels:
„Þetta er mikill sigur fyrir
réttlæti, frelsi og þau gildi
sem öll lýðræðisleg ríki
halda í heiðri [...]“
Shimon Peres, forseti
Ísraels: „Þetta eru
stórkostlegar fréttir fyrir
hinn frjálsa heim.“
Ghassan Khatib,
talsmaður Palestínu-
manna:
„Það er gott fyrir frið á
heimsvísu að losna við bin
Laden, en það sem skiptir
máli er að leiðrétta þá stefnu
og þær aðferðir – ofbeldisfullu aðferðir –
sem voru hannaðar og hvatt til notkunar á
af bin Laden og fleirum í heimi hér.“
Ismail Haniyeh, leiðtogi
Hamas-stjórnarinnar á
Gaza:
„Við fordæmum
launmorðið og drápið á
helgum stríðsmanni araba.
Við lítum á þetta sem framhald
á stefnu Bandaríkjanna sem byggir á
kúgun og að blóði múslima og araba sé
úthellt.“
Réttlæting hans var einföld: „Ég
drep alltaf Bandaríkjamenn af því
að þeir drepa okkur,“ eða: „Þeg-
ar við ráðumst á Bandaríkjamenn,
verða ekki aðrir fyrir skaða.“ Eflaust
má segja að einhver áhöld séu um
réttmæti yfirlýsinga bin Ladens því
í árásunum í Kenía og Tansaníu
var stærstur hluti þeirra sem féllu
Afríku menn.
Hvatt til heilags stríðs
Síðla árs réðust Bandaríkjamenn inn
í Afganistan með það fyrir augum að
koma talíbönum frá völdum og um
skeið var talið að Osama bin Laden
hefði fallið í árásum Bandaríkja-
manna. Bin Laden hafði aftur á móti
laumað sér yfir til Pakistan.
Í febrúar 2003 skaut hljóðupp-
taka upp kollinum á fréttastöð al-Ja-
zeera. Osama bin Laden var eignað
þar sem þar var sagt, meðal annars
varðandi yfirvofandi innrás í Írak,
undir forystu Bandaríkjanna: „Þessi
krossferð snertir, fyrst og fremst,
alla múslima, burtséð frá því hvort
sósíalistaflokkur Íraks eða Saddam
[Hussein] verða áfram við völd. Allir
múslimar, sérstaklega í Írak, ættu að
blása til heilags stríðs.“
Síðla árs 2001 virtist Osama bin
Laden hafa gufað upp af yfirborði
jarðar og virðist sem eftir það hafi
þeir einir barið hann augum sem
voru í innsta hring vébanda hans. Í
Pakistan er talið að hann hafi not-
ið gestrisni Pashtun-fólks sem er
hliðhollt talíbönum og var þá and-
vígt sitjandi forseta landsins, Pervez
Musharraf, og ríkisstjórn hans.
Að Bandaríkjamenn hafi hnotið
um bin Laden í þokkalega góðu yfir-
læti í Pakistan er talin vera hneisa
fyrir þarlend yfirvöld, sem ku þó
hafa haft hönd í bagga við víg bin La-
dens á mánudagsmorgun.
HeIMILDIR: MSNBC.COM, BBC.CO.uK, GuARDIAN.CO.uK, WIKIPeDIA
n Eftir að hafa snúið á Banda ríkjamenn
í hartnær áratug er leiðtogi al-Kaída fallinn
n Osama bin Laden var gripinn glóðvolgur, af Banda-
ríkjamönnum, í athvarfi sínu í Pakistan í vikubyrjun
n Það er ljóst að þrátt fyrir að Osama
bin Laden heyri nú sögunni til er enginn
skortur á skoðanabræðrum hans. Hér er
listi yfir nokkra af leiðtogum al-Kaída.
Listinn er engan veginn tæmandi.
eftirlifandi leiðtogar
AYMAN AL-ZAWAHIRI Augnskurð-
læknir sem líklegt er talið að taki nú að
sér leiðtogahlutverk al-Kaída. Hann
sást síðast í bænum Khost í Afganistan
í október 2001. Hann var lengi vel einn
helsti talsmaður samtakanna, en sam-
kvæmt fréttum féllu eiginkona hans og
börn í loftárás Bandaríkamanna síðla
árs 2001.
ABu YAHYA AL-LIBI Einnig þekktur
undir nöfnunum Hasan Quyid og Yunis
al-Sahrawi. Hann hefur með tíð og tíma
orðið einn helsti trúarbragðafræðingur
al-Kaída og undanfarin ár orðið meira
áberandi í myndbandsupptökum en
al-Zawahiri.
KHALID AL-HABIB Egypti eða
Marokkó búi sem var lýst sem herstjóra
al-Kaída í júlí árið 2008.
ADNAN eL SHuKRIjuMAH Bjó um 15
ára skeið í Bandaríkjunum og er því vel
kunnugur bandarísku samfélagi.
ATIYAH ABD AL-RAHMAN Líbíu-
maður sem slóst í för með Osama á
táningsaldri seint á níunda áratugnum.
Hefur síðan þá styrkt stöðu sína innan
al-Kaída sem sprengjusérfræðingur og
fræðimaður í íslam.
SAIf AL-ADeL Egypti á fertugsaldri,
fyrrverandi foringi í egypska hernum.
Fór til Afganistan á sínum tíma til að
berjast við Sovétmenn. Var eitt sinn
yfirmaður öryggismála hjá Osama bin
Laden.
MuSTAfA HAMID Tengdafaðir Saifs al
Adel, var leiðbeinandi í æfingabúðum
al-Kaída skammt frá Jalalabad.
SAAD BIN LADeN Einn sona Osama
bin Laden, hefur verið virkur í aðgerðum
al-Kaída. Einn sona bin Ladens er sagður
hafa fallið í aðgerðinni sem leiddi til
dauða Osama. Ekki er vitað hvort
umræddur sonur var Saad bin Laden.
Leiðtogar al-Kaída