Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Síða 22
Þ etta var magnað,“ sagði Ail­ een Svensdóttir um sam­ starfið við Sigrúnu Hjálm­ týsdóttur en þær stöllur tóku lagið saman á opnunarhátíð listahátíðarinnar List án landa­ mæra sem var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudaginn. Það hafði verið langþráður draumur hjá Aileen að fá að taka lagið með Sigrúnu eða Diddú eins og hún er jafnan kölluð. Húsfyllir var í Ráð­ húsinu en auk Aileen og Diddúar voru fjölmörg önnur atriði á opn­ unarhátíðinni. Leikarinn Björn Thors og listamaðurinn Gunnar Þorkell Þorgrímsson voru kynnar í þetta skiptið. Á hátíðinni má upplifa margs konar samstarf á milli fatlaðra og ófatlaðra listamanna og fengu gestir hátíðarinnar forsmekk af því í Ráðhúsinu. Táknmálskórinn tók þrjú lög í samstarfi við karlakór­ inn Fjallabræður við mikinn fögn­ uð viðstaddra. Fjöllistahópurinn Mikið fyrir bítið tók einnig lagið en það var gert í samstarfi við rappar­ ann Birki Halldórsson úr Forgot­ ten Lores og raftónlistarmanninn Guðna „Impulze“ Einarsson. „Þetta var alveg yndislegt, enda frábært listafólk sem kom hérna fram í dag. Virkilega byrjunin á skemmtilegri hátíð,“ sagði Mar­ grét M. Norðdahl framkvæmda­ stýra um setningu hátíðarinnar. Markmið hátíðarinnar er að opna á samstarf og búa til vettvang fyrir listamenn að hennar sögn. List án landamæra stendur yfir næstu vikurnar en þar má finna gríðarlegt magn viðburða út um alla borg og um allt land en frítt er inn á alla viðburði. gudni@dv.is 22 | Fókus 4. maí 2011 Miðvikudagur Öðruvísi skemmtun Það verður að viðurkennast að rennt var heldur blint í sjóinn þegar Yakuza 4 var prufukeyrður í fyrsta skipti. Hér er á ferðinni leikur sem notið hefur mikillar velgengni í Japan, enda ger­ ist hann í Japan og eru aðalsögupers­ ónurnar japanskar. Í stuttu máli seg­ ir leikurinn frá ævintýrum nokkurra glæpamanna í borginni Kamurocho. Leiðtogi Tojo­glæpaklíkunnar finnst myrtur og fara spilarar í hlutverk fjögurra ólíkra glæpamanna sem reyna að feta sig upp metorðastigann – með blóðugum afleiðingum. Leikurinn byggir að miklu leyti á leiknum senum, eða svokölluðum „cut scenes“, sem eiga það til að vera býsna langdregnar – nánast eins og að horfa á bíómynd. Þess á milli get­ ur þú nánast flakkað um alla borgina að vild og hittir gjarnan á gangandi vegfarendur sem hafa eitthvað að segja. En í stað þess að hlusta á sam­ ræður fólks kemur samtalið í ramma á skjáinn. Minnir að nokkru leyti á gömlu Nintendo­leikina. Sagan í leiknum er þó klárlega sterkasti hlekkurinn og þar er varla veikan blett að finna. Spilun leiks­ ins er þó heldur klunnaleg á köflum og grafíkin ekki eins og við þekkjum hana besta. Í því samhengi má nefna slagsmálasenur sem eiga það til að vera heldur gervilegar. Það er þó kostur að slagsmálakunnátta þeirra persóna sem þú spilar er mismun­ andi. Yakuza 4 er mjög frábrugðinn flestum þeim leikjum sem eiga upp á pallborðið í dag. Það er skemmti­ legt að spila leik sem gerist á jap­ anskri grundu og með japanskri tal­ setningu. Þá er einnig áhugavert að setja sig inn í japanska menningu, þó það kunni að teljast ómenning­ arlegt að gera það í gegnum tölvu­ leik. Yakuza 4 er ekki leikur fyrir þá sem vilja stanslausan hasar. Hann er leikur fyrir þá sem þyrstir í til­ breytingu og vilja upplifa eitthvað öðruvísi. Valdís Thor ljósmyndari í Ljósmyndasafni Reykjavíkur: Rígheldur í gömlu Minolta-vélina Fimmtudaginn 5. maí klukkan 17 opn­ ar Valdís Thor ljósmyndasýninguna II í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í Grófarhúsinu við Tryggagötu. Sýningin stendur til 29. júní. Á sýningunni II gefur að líta ljós­ myndir sem Valdís tók á síðasta ára­ tug í nágrenni sínu í Reykjavík og víðar. Valdís tekur allar myndir sínar á gamla Minolta­vél sem hún hefur notað síð­ an hún var unglingur. „Ég fór að taka myndir af alvöru þegar ég var aðeins 14 ára. Þá komst ég í tæri við Minolta­ vél sem mamma átti, ég hef notað hana alla daga síðan og kann vel við hana. Ég er mjög hrifin af því að nota filmur og prenta myndirnar út í myndaalbúms­ formi. Ég geri það bæði vegna þess að ég er hrifin af því formi en líka til þess að minna fólk á að eiga ljósmyndir sín­ ar prentaðar út. Það er flestu fólki kært að eiga hjá sér ljósmyndir en vegna tækninnar gleymir fólk þessu og missir mörg ár af ljósmynduðum minningum úr lífi sínu. Þannig að þetta er svolítil tilfinningasemi líka. Á sýningu Valdísar eru samtals um 100 myndir og verða þær settar fram á ansi frumlegan hátt. Valdís fær nefni­ lega gesti sýningarinnar til að taka þátt í verkinu og skoða ljósmyndirnar sem áþreifanlegan hlut. „Markmið sýningarinnar er að fá áhorfandann til að taka þátt í verkinu og upplifa ljósmynd sem áþreifan­ legan hlut. Ég notast við segulstál og leyfi gestum að færa til myndirnar svo þeir fái annað sjónarhorn á myndefni hverrar ljósmyndar.“ Valdís lærði ljósmyndun við Iðn­ skólann í Reykjavík. Eftir að hafa starfað sem ljósmyndari hjá Morgun­ blaðinu í eitt ár lauk hún sveinspróf haustið 2008. Þetta er önnur einkasýn­ ing Valdísar en í desember hélt hún sýninguna 101 heimsókn auk þess að gefa út samnefnda bók. kristjana@dv.is Sungið og leikið um krabbamein Sýningar á Ótuktinni, verki byggðu á bók Önnu Pálínu Árnadóttur um glímu hennar við krabbamein, standa nú yfir í Iðnó. Verkið er í leikgerð Valgeirs Skagfjörð og er einleikur fluttur af Kötlu Margréti Þorgeirs- dóttur. Einleikurinn er sagður einlæg lýsing á glímunni við óboðinn gest sem setur lífið í uppnám. Anna Pálína var þekkt vísnasöng- kona sem lést úr krabbameini fyrir nokkrum árum og kallaði krabbameinið Kröbbu frænku. Mynd Anitu Briem floppar Myndin Dylan Dog: Dead of Night sem skartar hinni íslensku Anitu Briem í einu aðalhlutverkanna, var frumsýnd á landsvísu í Bandaríkjunum um helgina. Hún virðist ætla að verða algert flopp, halaði inn litla 885 þúsund dollara í tekjur yfir frum- sýningarhelgina og er í 16. sæti yfir aðsókn þessa helgi. Vatnsmýrar- hátíðin 2011 Norræna húsið heldur Vatnsmýrar hátíðina 2011 þann 7. maí næstkomandi. Þann dag verður útlistaverkið Blómabreiða eftir Ásgarð vígt en það verkefni er unnið í samstarfi við List án landamæra. Margt skemmtilegt verður í boði fyrir alla fjöl- skylduna, tónlist, myndlistarsýningar, pylsur á grilli og hollustunammi, hjólafærni, Íslandshestar, krítar og sápukúlur, sand- kastalakeppni og margt, margt fleira. „Þetta var magnað“ List án landmæra opnuð í Ráðhúsinu: Björn Thors og Gunnar Þorkell Þorgrímsson Kynntu listamennina til leiks. Aileen Svensdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir Tóku lagið saman. Yakuza 4 Tegund: Hasarleikur Spilast á: PS3 Tölvuleikur Einar Þór Sigurðsson Þokkalegt fjör Yakuza er ekki leikur fyrir þá sem vilja stanslausan hasar. Sagan er góð en heldur langdregin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.