Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 18. maí 2011
Stefndi Glitni veGna
eiGnaStýrinGar bankanS
„Ég get eiginlega
ekki talað um þetta
því ég verð svo reiður.
stjórnendur Glitnis og starfsmenn
eignastýringardeildar Glitnis hefðu
látið Þórð kaupa víxlana gegn betri
vitund. Taldi hann gögnin sem lög
maður Þórðar vísaði til ekki nægja
til þess að færa sönnur á þá staðhæf
ingu að starfsmenn Glitnis hefðu vit
að hversu illa Milestone stóð í októ
ber 2007. Um þetta segir í niðurstöðu
dómsins: „... að gögn þessi teljast
eins og sér ekki geta veitt fullnægj
andi sönnun fyrir því að forsvars
menn varnaraðila hafi vitað eða mátt
vita um fjárhagslega stöðu Milestone
ehf. á þeim tíma sem umrædd víxla
kaup áttu sér stað.“
Dómarinn taldi skorta sannanir
Hluti af rökum lögmanns Þórðar
snérist um það að þar sem hags
munir Milestone og Glitnis fóru
saman að ákveðnu leyti, vegna
þess að eigendur Milestone voru
stórir hluthafar og skuldarar hjá
Glitni, mætti segja að endurfjár
mögnun Milestone hefði ekki
bara verið mikilvæg fyrir eigendur
félagsins heldur einnig fyrir Glitni.
Greiðslufall Milestone hefði
því hugsanlega getað leitt af sér
greiðslufall Glitnis vegna hluta
bréfaeignar félagsins í bankanum.
Reyndar var það svo á endanum að
bankinn keypti sjálfur hluta þeirra
skuldabréfa sem seldust í útboð
inu síðla árs 2007. Glitnir keypti
því bæði bréf Milestone sjálfur auk
þess sem starfsmenn bankans létu
viðskiptavini bankans gera slíkt
hið sama. Milestone fékk því fjár
magn inn í félagið á erfiðum tíma
og gat því keypt sér gálgafrest án
þess að leita beint í sjóði Glitnis
eftir endurfjármögnun á félaginu.
Milestone þurfti þó að gera þetta
nokkrum mánuðum síðar, í Vafn
ingsmálinu svokallaða, þegar
Glitnir endurfjármagnaði hluta
bréfaeign Þáttar International í
Glitni eftir að Morgan Stanley neit
aði að halda áfram að fjármagna
bréfin vegna lækkandi hlutabréfa
verðs í bankanum.
Þessi rök skiptu þó ekki máli
í umræddu dómsmáli þar sem
dómarinn taldi ekki, líkt og áður
segir, að lögmanni Þórðar hefði
tekist að færa sönnur á að starfs
menn Glitnis hefðu selt umrædda
víxla gegn betri vitund. Málflutn
ingur Þórðar féll því á endanum á
því að dómarinn mat það sem svo
að ekki teldist sannað að starfs
menn Glitnis hefðu haft rangt við
í málinu og í reynd haft fé af við
skiptavinum sínum gegn betri vit
und. Í dómsorðunum segir: „Þar
sem sóknaraðila hefur ekki tekist
að færa fram fullnægjandi sönn
un fyrir málsástæðum sínum [...]
verður, þegar af þeirri ástæðu, að
hafna þessum kröfulið sóknaraðila
að fjárhæð 11.259.679 krónur.“
Lögmaður Þórðar, Garðar Garð
arsson, segir að ekki hafi verið tek
in ákvörðun um hvort úrskurðurinn
verði kærður til Hæstaréttar Íslands.
Málflutningurinn fyrir Hæstarétti Ís
lands mun þá væntanlega snúast um
að reyna að færa sannanir fyrir því að
stjórnendur Glitnis, og jafnvel starfs
menn eignastýringardeildar bank
ans, hafi verið meðvitaðir um slæma
stöðu Milestone haustið 2007 og að
erfiðlega hafi gengið að endurfjár
magna félagið.
„Hallgerður var mjög hlédræg stelpa
þegar hún var yngri. Hún var sam
viskusöm, dugleg að læra og allt sem
hún gerði gerði hún vel. Þetta er ynd
isleg stelpa,“ segir Margrét Einars
dóttir, æskuvinkona Hallgerðar Vals
dóttur sem nú liggur þungt haldin
á gjörgæsludeild eftir að hafa orðið
fyrir árás af hendi eiginmanns síns
um helgina. Margrét segir að árásin
hafi komið eins og þruma úr heið
skíru lofti enda allt gengið vel hjá
Hallgerði að undanförnu.
Hringdi sjálfur eftir aðstoð
Eiginmaður hennar, Ólafur Donald
Helgason, réðst á Hallgerði á sunnu
dagsmorgun. Hann tók hana kverka
taki með þeim afleiðingum að hún
fór í hjartastopp. Ólafur hringdi
sjálfur eftir aðstoð þegar Hallgerður
komst ekki til meðvitundar og náðu
sjúkraflutningamenn að endurlífga
hana á vettvangi. Þrátt fyrir það liggur
Hallgerður þungt haldin á sjúkrahúsi.
Margrét segist hafa talað við Hall
gerði föstudaginn fyrir árásina og
hafi hljóðið í henni verið gott. Vinir
og ættingjar Hallgerðar segjast ekki
vita til þess að Ólafur hafi áður beitt
hana ofbeldi.
Nýgift og hamingjusöm
Hallgerður giftist Ólafi 1. maí síðast
liðinn og var það mikill hamingju
dagur í lífi hennar. Athöfnin fór fram
hjá Fíladelfíusöfnuðinum og voru
ættingjar og vinir þeirra saman
komnir til að gleðjast með hjónun
um. Athöfnin var látlaus og falleg og
að sögn gesta skein gleði og ham
ingja úr augum Hallgerðar. „Þetta
var svo dásamlegur dagur og hún
átti þetta svo skilið. Hamingjan virt
ist blasa við henni,“ segir Margrét
en hún hafði áður gengið í gegnum
erfiðleika. Fyrrverandi sambýlis
maður Hallgerðar og barnsfaðir lést
fyrir rúmum áratug í fangageymslum
lögreglunnar og hafa ástæður and
látsins aldrei komið í ljós.
Aðdragandi árásarinnar er óljós
en svo virðist sem Hallgerði og Ólafi
hafi sinnast með fyrrgreindum afleið
ingum. Samkvæmt fréttum fjölmiðla
var Ólafur í annarlegu ástandi þegar
lögregla kom á heimili hjónanna á
sunnudagsmorgun. Hann hafði áður
komið lífi sínu á réttan kjöl og fór í
langa meðferð í haust. Svo virtist sem
lífið léki við þau.
„Féll í stafi þegar ég sá hann
fyrst“
Margrét segist ekki þekkja Ólaf að
ráði: „En hann virtist gera hana ham
ingjusama og það átti hún svo sann
arlega skilið.“ Hallgerður hafði beð
ið brúðkaupsdagsins með mikilli
eftirvæntingu og á Facebooksíðu
sína skrifaði hún fyrir skömmu: „Var
að gifta mig yndislegasta og besta
manni sem ég hef kynnst á ævinni.
Ég féll í stafi þegar ég sá hann fyrst
fyrir 22 árum. Síðan þá hefur þráður
inn sem læsti okkur saman ekki slitn
að. Svo gerðist það bara einn daginn
að við sameinuðumst og það eru
rúmlega 2 ár síðan.“
Í annarri nýlegri færslu stendur:
„Honeymoon Days. Búin að ákveða
hvernig dagurinn verður, hann verð
ur bara frábær og eins góður og eig
inmaðurinn minn er við mig og ég
er við hann! Ég er bara varla búin að
fatta það að ég var að giftast mínum
heittelskaða sem lét bíða eftir sér í 20
ár en ég var alveg róleg ég vissi það í
hjartanu að við mundum enda sam
an eftir mikla erfiðleika inná milli.“
Ólafur Donald var handtekinn
og situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla
Hrauni. Hann hefur áður gerst brot
legur við lög en hann var dæmdur í
tveggja ára fangelsi árið 1986 fyrir að
ild að fíkniefnainnflutningi í Eyrar
fossmálinu svokallaða. Hann á nú
yfir höfði sér ákæru fyrir tilraun til
manndráps.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Hamingjan
virtist blasa
við henni“
n Liggur þungt haldin á Landspítalanum eftir árás eigin-
manns síns n Giftist honum fyrir rúmum tveimur vikum
„Ég er bara varla búin að fatta
það að ég var að giftast mínum
heittelskaða sem lét bíða eftir sér í 20
ár en ég var alveg róleg ég vissi það í
hjartanu að við mundum enda saman
eftir mikla erfiðleika inná milli.
Glöð á brúðkaupsdaginn Hallgerður Valsdóttir liggur þungt haldin á gjörgæsludeild
eftir að eiginmaður hennar tók hana kverkataki. Þau giftu sig 1. maí síðastliðinn.