Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 18. maí 2011 Miðvikudagur Fyrrverandi viðskiptavinur í eign- astýringu Glitnis, Þórður Sverrisson læknir, ákvað að höfða skaðabótamál gegn bankanum vegna kaupa eign- astýringardeildar bankans á tveim- ur víxlum Milestone fyrir hans hönd upp á samtals tíu milljónir króna í október 2007. 6,2 milljarðar króna söfnuðust í skuldabréfa- og víxlaút- boðinu sem um ræðir og kom hluti þeirra fjármuna frá viðskiptavinum eignastýringardeildar Glitnis. Eig- endur Milestone, þeir Karl og Stein- grímur Wernerssynir, voru á þessum tíma meðal stærstu hluthafa Glitnis í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt Int- ernational. Þórður tapaði tíu milljón- um króna á viðskiptunum. Mál Þórðar var þingfest í nóvem- ber í fyrra. Kveðinn var upp úrskurð- ur í málinu í Héraðsdómi Reykja- víkur á þriðjudaginn. Úrskurðað var Glitni í hag. Ein helsta ástæðan fyrir þeirri niðurstöðu dómarans í mál- inu var sú að hann taldi ekki sannað að stjórnendur og starfsmenn Glitn- is hefðu vitað að fjárhagsleg staða Milestone væri eins slæm og raun bar vitni þegar víxlarnir voru keyptir fyrir hönd Þórðar. Fleiri viðskiptavinir eignastýr- ingardeildar Glitnis biðu eftir nið- urstöðu í máli Þórðar og hefðu án efa einnig leitað réttar síns gagnvart bankanum ef úrskurðað hefði verið honum í hag, samkvæmt heimild- um DV. Þeir kunna þó að skoða rétt- arstöðu sína ef dæmt verður Þórði í hag ákveði hann að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar Íslands. Gegn betri vitund? Rök Þórðar í málinu snérust um það að starfsmenn eignastýringardeildar Glitnis hefðu fjárfest fyrir hans hönd í umræddum víxlum gegn betri vit- und stjórnenda Glitnis, það er segja: Að starfsmenn eignastýringardeild- arinnar hefðu fjárfest í bréfunum þrátt fyrir að ljóst væri að ekki var um góða fjárfestingu að ræða á þeim tíma. Líklegt má telja að stjórnendur Glitnis hafi búið yfir innherjaupplýs- ingum um að staða Milestone hafi alls ekki verið góð þegar skuldabréfa- og víxlaútboðið fór fram og að þeir hafi vitað að félagið átti í erfiðleik- um með að endurfjármagna sig. Um þetta segir meðal annars í dómnum, og er vísað til raka lögmanns Þórðar: „Víxlarnir hafi svo verið seldir til grandlausra viðskiptavina einka- bankaþjónustu varnaraðila, sem eft- ir sitji með skarðan hlut... Vitneskj- an um stöðu Milestone ehf. hljóti á þessum tíma að hafa verið til staðar hjá talsvert stórum hópi yfirmanna varnaraðila.“ Starfsmenn eignastýringardeildar Glitnis kynntu fjárfestingarkostinn fyrir viðskiptavinum sínum og slógu þeir í einhverjum tilfellum til í kjöl- farið. Þetta átti til dæmis við um Þórð. Í öðrum tilfellum voru við- skiptavinir eignastýringardeildar- innar ekki spurðir hvort fjárfesta ætti í bréfunum áður en starfsmenn Glitnis létu þá fjárfesta í þeim. Vill skaðabætur Þórður vildi að skaðabótakrafa sín, sú upphæð sem hann tapaði vegna kaupanna á víxlum Milestone, rúm- ar 11 milljónir króna með vöxtum, yrði samþykkt sem almenn krafa í bú Glitnis. Líkt og fjölmargir aðrir skuldabréfa- og víxlaeigendur Mile- stone lýsti Þórður kröfu í þrotabú Milestone sem nánast ekkert fæst upp í. Reiknað er með því að um 1 til 3 prósent endurheimtur fáist upp í lýstar kröfur sem nema nærri 92 milljörðum króna. Kröfuhafar Milestone munu því tapa í kringum 90 milljörðum króna á gjaldþroti eignarhaldsfélagsins. Þar af á Glitnir kröfu upp á 44 milljarða króna og er bankinn stærsti kröfu- hafi Milestone. En óbreyttir borgar- ar, í einhverjum tilfellum venjulegt launafólk á miðjum aldri sem treysti Glitni fyrir sparifé sínu, munu sömu- leiðis tapa háum fjárhæðum á gjald- þroti félagsins vegna fjárfestinga Glitnis fyrir þeirra hönd í skuldabréf- um og víxlum Milestone. Reiði DV hefur rætt við skuldabréfa- og víxlaeigendur í Milestone sem voru látnir fjárfesta í þessum pappírum í gegnum eignastýringuna hjá Glitni en blaðið fjallaði meðal annars um gremju þeirra út af málinu í lok árs 2009. Í flestum tilfellum er um að ræða fólk á miðjum aldri sem tapaði hluta af sparnaði sínum, frá nokkr- um milljónum króna og upp í tugi milljóna, á fjárfestingu í skuldabréf- um og víxlum Milestone. Einn þeirra einstaklinga sem lýst hafa kröfu í þrotabú Milestone sagð- ist í lok árs 2009 vera svo reiður út í starfsmenn eignastýringardeildar- innar að hann gæti eiginlega ekki rætt um málið. „Ég get eiginlega ekki talað um þetta því ég verð svo reiður. Ég get ekki talað um þetta án þess að fá flog. Ég er hrikalega reiður út í þá,“ sagði viðskiptavinurinn fyrrverandi í viðtali við DV. Viðskiptavinurinn sagðist ekki hafa fengið að vita að starfsmenn eignastýringarinnar hefðu keypt skuldabréf Milestone fyrir sig fyrr en nokkrum mánuðum eftir að þeir gerðu það. Viðskiptavinurinn tap- aði á annan tug milljóna fyrir vikið. Aðspurður hvenær eignastýringin hafi fjárfest í skuldabréfinu segir við- skiptavinurinn að hann geti ekkert sagt til um það þar sem eignastýr- ingin hafi séð um viðskiptin. „Ég veit ekki hvenær þetta var og ég get ekki svarað þér... Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti eitthvað í Milestone.“ Fóður fyrir málaferli Hluti af rökum Þórðar í málinu byggði á upplýsingum um starfsemi Milestone sem fram koma í endur- skoðendaskýrslu endurskoðunarfyr- irtækisins Ernst & Young sem unnin var fyrir þrotabú Milestone. Í þeirri skýrslu kemur fram, líkt og lögmaður Þórðar reifaði í málinu, að Milestone hafi verið orðið ógjald- fært félag strax í árslok 2007. Með orðinu ógjaldfært er átt við að Mile- stone hafi þá þegar ekki getað stað- ið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Ernst & Young segir jafnframt að Milestone hafi verið komið í fjár- hagsleg vandræði strax um haustið 2007, áður en umrætt skuldabréfa- og víxlaútboð fór fram. Í skýrslunni segir um þetta: „Niðurstaða okkar er að Milestone ehf. hafi verið kom- ið í veruleg fjárhagsleg vandræði á haustmánuðum ársins 2007.“ Þessi staðreynd rennir stoð- um undir þá kenningu að skulda- bréfa- og víxlaútboðið hafi í reynd verið þrautalending hjá Milestone til að afla sér fjármuna inn í rekstur eignarhaldsfélagsins. Um þetta seg- ir í dómnum þar sem rök lögmanns Þórðar eru reifuð: „Varnaraðili hafi blekkt sóknaraðila til umræddra kaupa eða hafi keypt fyrir hann verð- bréf sem hann hafi vitað eða mátt vita að væru verðlaus, þrátt fyrir að samkvæmt lögum um verðbréfavið- skipti bæri honum að hafa hag sókn- araðila og sóknaraðila eingöngu í huga þegar hann hafi komið þessum viðskiptum í kring. Á þessu athæfi ber varnaraðili bótaábyrgð sem hér sé krafist að viðurkennd verði.“ Leituðu til tuga banka Þessari staðhæfingu til stuðnings má nefna þá staðreynd sem fram kemur í skýrslu Ernst & Young, og lögmað- ur Þórðar vísaði til í málaferlunum, að Milestone leitaði til tuga erlendra banka eftir lánafyrirgreiðslu sum- arið og haustið 2007 þegar fyrir lá að félagið þyrfti að verða sér úti um lausafé til að standa við skuldbind- ingar sínar á árinu 2008. Í skýrslunni kemur fram að Askar Capital, eitt af dótturfyrirtækjum Milestone, hafi séð um að leita eftir þessari lánafyrir- greiðslu og að þóknanir til bankans vegna þessa hafi numið 20 milljón- um króna á tímabilinu. Allt kom þó fyrir ekki samkvæmt skýrslu Ernst & Young og ekki náð- ist að finna lánsfé handa félaginu: „Samkvæmt upplýsingum frá fyrr- verandi fjármálastjóra Milestone ehf. [Arnari Guðmundssyni, innskot blaðamanns] áttu aðilar frá Askar Capital hf. ýmist einir eða með aðil- um frá Milestone ehf. fundi með tug- um banka í Evrópu, en ekki náðist að loka neinum lánasamningi,“ segir í skýrslu Ernst & Young. Dómarinn í málinu féllst þó ekki á þessi rök sem grundvöll fyr- ir skaðabótakröfu Þórðar og þar af leiðandi taldi hann ekki sannað að n Viðskiptavinur eignastýringardeildar Glitnis stefndi bankanum n Telur Glitni ekki hafa verið heimilt að kaupa víxla Mile- stone í árslok 2007 n Úrskurðað Glitni í vil á þriðjudaginn n Dómarinn taldi ekki sann- að að Glitnir hefði brotið gegn manninum Stefndi Glitni veGna eiGnaStýrinGar bankanS Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti eitthvað í Milestone. Úrskurðað Glitni í hag Úrskurðað var Glitni í hag í málinu. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, sést hér mæta fyrir dóm á þriðjudaginn. Eitt af týndu málunum Viðskipti eignastýringardeilda íslensku bankanna með fjármuni viðskiptavina sinna er eitt af þeim málum sem furðulega lítið hefur verið fjallað um eftir bankahrunið. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone; Birkir Kristinsson starfaði í eignastýringu Glitnis; Guðmundur Ólason var forstjóri Milestone; Steinunn Guðbjartsdóttir tekur til varna fyrir Glitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.