Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 4
Ólafur fékk
greitt frá
félagi í eigu
Pálma í fons
4 Fréttir 27. febrúar 2012 Mánudagur
A
ðalmeðferð í máli Sergey
Kuznetsov, sem ákærður
er fyrir stórfellt fíkniefna-
brot, fór fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur á föstudag. Maðurinn er
grunaður um að haft til umráða mik-
ið magn af fíkniefnum, sem geymd
voru í þremur bílskúrum í Breiðholt-
inu.
Sergey, sem er 31 árs, er skráður
eigandi bón- og þvottastöðvar sem
skráð er til húsa í bílskýli í Breiðholti.
Þar fundust rúmlega 120 grömm af
amfetamíni og tæp 50 grömm af me-
tamfetamíni sem lögreglan telur að
hafi verið ætluð til sölu og dreifing-
ar. Jafnframt er Sergey ákærður fyrir
að hafa í vörslu sinni rúmlega fjögur
kíló af amfetamíni í öðrum bílskúr
sem einnig er staðsettur í Breiðholti.
Í þriðja bílskúrnum voru gerðar
upptækar 59 kannabisplöntur sem
talið er að Sergey hafi ræktað ásamt
öðrum manni og selt afurðir plantn-
anna í hagnaðarskyni. Talið er að
götuvirði efnanna sé yfir tuttugu
milljónir króna.
Farið er fram á að rúmlega hálf
milljón króna, sem lögregla lagði
hald á við rannsókn málsins, verði
gerð upptæk. Auk þess er gerð krafa
um að öll þau fíkniefni sem lög-
regla lagði hald á verði gerð upptæk.
Einnig er farið fram á að Sergey verði
dæmdur til refsingar og til greiðslu
alls sakarkostnaðar.
Fíkniefni Sergey Kuznetsov er ákærður
fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en í hans
vörslu fundust meðal annars rúmlega
fjögur kíló af amfetamíni.
Ó
lafur Arnarson, hagfræðingur
og bloggari á Pressunni, hef-
ur þegið greiðslur frá Eignar-
haldsfélaginu Feng, sem er í
eigu Pálma Haraldssonar, aðal-
eiganda Iceland Express, samkvæmt
heimildum DV. Eignarhaldsfélagið
Fengur er aðaleigandi lággjaldaferða-
skrifstofunnar Iceland Express. Litið
var á greiðslurnar til Ólafs sem þókn-
anir fyrir ráðgjafarstörf á sviði PR-
mála, eða almannatengsla.
DV hefur heimildir fyrir því að sam-
vinna Fengs og Ólafs Arnarsonar hafi
að minnsta kosti átt sér stað um haust-
ið 2010. Ekki er loku fyrir það skotið
að samvinnan hafi átt sér stað í lengri
tíma, sérstaklega þegar litið er á all-
an þann fjölda jákvæðra bloggfærslna
sem Ólafur hefur skrifað um Iceland
Express og eiganda þess, Pálma Har-
aldsson. Þá hefur hann verið dugleg-
ur við að gagnrýna samkeppnisaðila
Iceland Express, Icelandair, sem og
rannsókn opinberra aðila á íslenska
efnahagshruninu, sérstaklega emb-
ætti sérstaks saksóknara, en embætt-
ið hefur haft málefni tengd Pálma til
skoðunar.
Fékk frímiða hjá Pálma
Þá greindi DV frá því lok síðasta árs að
Ólafur hefði flogið með Iceland Ex-
press til London í boði Fengs, eignar-
haldsfélags Pálma, í byrjun apríl 2011.
Á sama tíma og gengið var frá kaupum
á farmiða fyrir Ólaf var pantaður miði
fyrir Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarformann Fengs og núverandi
forstjóra Iceland Express, og Hafstein
Hafsteinsson. Þetta kom fram á far-
miða Ólafs hjá Iceland Express sem
DV hafði undir höndum.
Ólafur tjáði sig um þann farmiða
á bloggsíðu sinni og gekkst við því að
hafa þegið hann. „Forsaga málsins er
sú, að ég hafði mikið reynt að fá við-
tal við Pálma vegna bókar skrifa minna
um nokkurt skeið. Okkur hafði geng-
ið illa að ná saman hér á Íslandi og
Pálmi stakk upp á því að ég kæmi að
hitta hann í London, þar sem hann býr
og starfar. Ég þáði það boð og fór til
fundar við hann í London. Það hent-
aði Pálma betur að hitta mig þar en í
Reykjavík.“
Nú liggur hins vegar einnig fyrir
að Ólafur hefur einnig þegið laun frá
eignarhaldsfélagi Pálma Haraldsson-
ar. Ólafur vill ekki tjá sig um málið við
DV. „Ég er búinn að segja allt sem ég vil
segja við ykkur. Þið getið skrifað ykkar
óhróður um mig án minnar aðstoðar.“
Ólafur vildi því hvorki svara því játandi
né neitandi hvort hann hefði þegið
greiðslur frá Feng.“
Fékk greitt frá Exista
DV hefur áður upplýst um að Ólafur
hafi notið fyrirgreiðslu frá þekktum
auðmönnum sem hann hefur rætt
um í pistlum sínum á Pressunni. Í maí
2010 sagði DV frá því að Ólafur hefði
fengið greiddar fjögur hundruð þús-
und krónur á mánuði frá almanna-
tenglinum Gunnari Steini Pálssyni.
Gunnar Steinn
hafði unnið náið með eigendum Ex-
ista, Lýði og Ágústi Guðmundssonum,
og fyrrverandi stjórnendum Kaup-
þings, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sig-
urði Einarssyni. Þeir tveir síðastnefndu
hafa nú verið ákærðir fyrir efnahags-
brot í al-Thani málinu af embætti sér-
staks saksóknara. Sömu heimildir DV
hermdu að Gunnar Steinn hefði feng-
ið háar greiðslur frá Exista fyrir ým-
iss konar þjónustu um langt skeið.
Heimildir DV hermdu að hluti þeirra
greiðslna hefði verið til að standa
straum af launagreiðslum Gunnars
Steins til Ólafs Arnarsonar fyrir ein-
hvers konar
ráðgjafarstörf. Um þessar greiðslur
sagði Ólafur: „Ég tjái mig ekki um
greiðslur frá öðrum en Vefpressunni.
Ég get ekki farið að játa eða neita
greiðslum frá einhverjum. Ég vinn
ráðgjafarstörf fyrir hina og þessa við-
skiptavini og þeir njóta míns trúnaðar.
Ég mun því hvorki játa þessu né neita.
Mér dettur ekki í hug að greina frá því
hverjir hafa fengið reikninga frá mér.“
Báðar heimildir DV fyrir þessum
greiðslum til Ólafs eru hins vegar afar
traustar en ekki liggur almennilega
fyrir hvað þessi félög eru að greiða
bloggaranum fyrir.
n Bloggarinn fékk laun frá Feng n Pálmi og Exista hafa borgað honum
Fékk greitt frá Pálma
Ólafur Arnarson bloggari
hefur fengið greitt frá
móðurfélagi Iceland Ex-
press, Feng, sem er í eigu
Pálma Haraldssonar.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það er hins vegar einkennilegt, svo ekki
sé meira sagt, að íslenskir fjölmiðlar skuli
vera svo áhugasamir, sem raun ber
vitni, um að flytja neikvæðar fréttir
af lággjaldafélaginu [Iceland
Express, innskot blaðamanns],
sem stendur fyrir verðsamkeppni
á íslenskum flugmarkaði til hags-
bóta fyrir neytendur. Getur verið
að Iceland Express bjóði
ekki upp á jafn flottar
kynningarferðir
fyrir íslenska fjöl-
miðlamenn og
Icelandair? Eða,
er það
eitthvað
annað?“ – Ólafur
Arnarson á
Pressunni 2. júlí
2011
„Stundum
er verðið
lægra hjá
Icelandair
en oftar þó hjá Express að mér finnst.
Ég læt budduna ráða mínu vali og þegar
ég sit um borð hjá Icelandair er ég
minnugur þess, að ef ekki væri fyrir
Iceland Express sæti ég líkast til
heima hjá mér en ekki um borð í
flugvél á leið á fundinn, sem ég þarf
að komast á. Ég er þakklátur fyrir
samkeppnina í flugi og má ekki til
þess hugsa að hér verði aftur
aðeins eitt flugfélag,
sem stundar reglulegt
áætlunarflug allan
ársins hring. Þá verða
utanlandsferðir aftur
forréttindi hinna
ríku og fáir á ferð og
flugi aðrir en hátt-
settir embættis-
menn á háum
dagpeningum frá
þeim, sem ekki
hafa efni á að
ferðast sjálfir.“
– Pressan 26.
apríl 2011
„Ég get ekki farið
að játa eða neita
greiðslum frá einhverjum.
Ólafur um Pálma Haraldsson og Iceland Express
Með fíkniefnin í bílskúrum
n Rúmlega þrítugur maður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Skorað á Ólaf
Í dag, mánudag, verða Ólafi Ragn-
ari Grímssyni forseta afhentar
undirskriftir um þrjátíu þúsund Ís-
lendinga sem skrifað hafa undir
áskorun um að hann gefi áfram
kost á sér í embætti forseta. Enn
hefur enginn tilkynnt um fram-
boð til embættisins en kosið
verður í sumar. RÚV rifjaði upp í
kvöldfréttum sínum á sunnudag
að Ólafur Ragnar hefði sagt í að-
draganda forsetakosninganna árið
1996 að sextán ára seta á valda-
stóli væri langur tími. Hann gaf
til kynna að hann ætlaði ekki að
vera jafn lengi og Vigdís og Ásgeir,
forverar hans. Sú hefur þó orðið
raunin. Ekki þykir útséð með að
Ólafur láti af embætti í sumar.
Bein lína á mánudag:
Gísli og Þorvaldur
fyrir svörum
Gísli Tryggvason og Þorvaldur
Gylfason, sem báðir sátu í stjórn-
lagaráði, sitja fyrir svörum á Beinni
línu á DV.is
klukkan 13.00
í dag, mánu-
dag. Þeir munu
svara spurn-
ingum lesenda
í einn og hálfan
klukkutíma.
Gísli og
Þorvaldur eru
sérfróðir um
stjórnarskrártil-
lögur stjórn-
lagaráðs sem nú
eru til umfjöll-
unar á Alþingi.
Ráðið verður
kallað saman til
fjögurra daga
fundar með
þingmönnum nú í mars þar sem
ráðið mun fara yfir tillögurnar.
Þjóðin mun svo kjósa í ráðgef-
andi þjóðaratkvæðagreiðslu um til-
lögurnar samhliða forsetakosning-
um síðar á árinu. Beina línan er því
kjörið tækifæri fyrir þjóðina til að
spyrja tvo af meðlimum stjórnlaga-
ráðsins út í tillögurnar.
Bein lína virkar þannig að les-
endur DV.is geta sent inn spurn-
ingar í gegnum síðuna séu þeir
innskráðir í gegnum Facebook.
Einnig er hægt að senda inn spurn-
ingar í gegnum tölvupóst á net-
fangið ritstjorn@dv.is fyrir þá sem
ekki eru með aðgang að Facebook.
Fundarstjóri mun svo setja eina
spurningu inn í einu sem þeir Gísli
og Þorvaldur munu svara sjálfir.
Bændur
áhyggjufullir
Haraldur Benediktsson, formað-
ur Bændasamtaka Íslands, lýsti
áhyggjum bænda af inngöngu í
Evrópusambandið í setningarræðu
á Búnaðarþinginu á sunnudag.
Hann sagði jafnfram að umsókn
um aðild að Evrópusamband-
inu héldi íslenskum landbúnaði í
höftum. Þetta kemur fram á ruv.is
en þar segir einnig að Steingrímur
J. Sigfússon landbúnaðarráðherra
hafi hughreyst bændur og sagði
meðal annars að hann væri enn
sannfærðari en áður um að það
þjóni ekki hagsmunum Íslendinga
að ganga í Evrópusambandið.