Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía algengt verð 255,6 kr. 263,5 kr. algengt verð 254,6 kr. 260,6 kr. höfuðborgarsv. 254,5 kr. 260,5 kr. algengt verð 254,9 kr 260,9 kr. algengt verð 257,9kr. 263,8 kr. Melabraut 255,3kr. 260,9 kr. 14 Neytendur 27. febrúar 2012 Mánudagur Eldislax framleiðir Omega 3 fitusýrur n Nýr norsk rannsókn gefur vonir um sjálfbæra þróun auðlinda hafsins E ldislax, sem fær plöntufóð- ur, býr sjálfur til fjölómettaðar fitusýrur, eða Omega 3, sem gæti verið þróun í rétta átt að sjálfbærri lausn fyrir auðlindir hafs- ins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem framkvæmd var við Nasjonalt institutt for ernærings- og sjømat- forskning (NIFES) í Noregi. „Við komumst að því að þeir laxar sem fengu lítið af Omega 3 í fóðrinu gátu framleitt fitusýrurnar sjálfir,“ segir Monica Sanden, einn rannsak- endanna í viðtali við Verdens Gang. Í rannsókninni voru löxum gefnar fjórar mismunandi tegundir fóðurs í eitt ár. Hið mismunandi fóður var samsett úr ólíkum blöndum af græn- metis- og sjávarafurðum og plöntu- olíu í fóðrinu sem samanstóð af hörfræolíu, pálmaolíu og rapsolíu. Í einni tegund fóðurblöndunnar var 80 prósentum af fiskimjölinu skipt út fyrir plöntuprótein og 70 prósent- um af fiskiolíu skipt út fyrir plöntu- olíur. Eftir þrjá mánuði framleiddi sá lax sem var á þessu fóðri 800 milli- grömm af Omega 3 en það er meira en þrefaldur ráðlagður dagskammt- ur fyrir fullorðna. „Þrátt fyrir að lax sem er fóðr- aður á fóðri úr plönturíkinu fram- leiði í heildina minna af Omega 3 þá sýnir þessi rannsókn að það er þó nægilegt magn af fitusýrunum til að uppfylla þarfir okkar,“ segir Sanden. Lengi hefur verið vitað að lax getur framleitt fitusýrurnar en þessi rann- sókn sýnir að eldislax framleiðir þær einnig þó hann sé fóðraður á plöntu- fóðri og plöntuolíu í stað fiskimjöls og fiskiolíu. gunnhildur@dv.is Virkilega gott gúmmelaði n Lofið fær ostaverslunin Búrið í Nóatúni en lesandi sendi eftirfar- andi lof: „Þetta er snilldarbúð með unaðslega osta í öllum stærðum og gerðum, ólífur og eðalálegg auk þess er hægt að fá hrikalega góðar sultur, íslenskan ís beint frá býli og súpu í hádeginu. Þær sem að vinna þarna eru ostasnillingar, spjalla og segja manni margt skrýtið og skemmtilegt meðan þær afgreiða mann. Það er alltaf jafngaman að koma til þeirra til fá smakk- prufur af einhverju nýju sem þær eru með og kaupa sér eitthvað virkilega gott gúmmelaði. Lítil frábær búð sem að allir ættu að heim- sækja allavega einu sinni.“ Ósamræmi á milli deilda n Síminn fær lastið að þessu sinni fyrir hæga þjónustu. „Ég hringdi í Símann á laugardegi og bað um flutning á netinu og var sagt að þetta yrði komið á þriðjudegi en þegar það gerðist ekki hringdi ég og því var lofað að þetta kæmi í gegn daginn eftir. Ekki gerðist það og ég hringdi og þá kannast enginn við neitt. Á miðvikudegi fór ég í Síma- búð og var tjáð að allt væri klappað og klárt. Á fimmtudegi talaði ég við starfsmann tæknilegrar ráð- gjafar sem sagði að ekki væri búið að tengja netið og að beiðnin hafi fyrst borist eftir að ég mætti í búð- ina á miðvikudeginum. Á föstudegi hringdi ég einu sinni enn og lenti þá fyrst á starfsmanni sem gekk í málið. Þetta eru léleg vinnubrögð og ósamræmi milli deilda. Það á ekki að vera að lofa að þetta sé til á ákveðnum degi, ef ekki er hægt að standa við það,“ segir viðskipta- vinur. DV hafði samband við Margréti Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, og bar lastið undir hana. „Okkur þykir leitt að viðskipta- vinur hafi ekki fengið skýr svör eða leiðbeiningar hjá Símanum vegna flutningsins á internetinu hjá hon- um. Síminn vill alltaf standa við loforð sín og undir eðlilegum kring- umstæðum tekur svona flutningur þrjá daga. Mögulega er eitthvað að innanhússtengingum í nýjum húsakynnum þessa viðskiptavinar. Við viljum gjarnan heyra í honum sem fyrst til þess að laga það með honum sem hefur farið úrskeiðis,“ sagði Mar- grét. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Fitusýrur Sýnt hefur verið fram á að eldislax framleiðir nægilegt magn af Omega 3. n Mikilvægt er að skipuleggja fjármálin til að vera ekki orðinn blankur í lok mánaðar F jölmargir hafa ekki stjórn á fjármálum sínum en fjárhags- áætlanir, lífeyrissparnaður og afborganir af fasteignalánum og önnur greiðslubyrði get- ur bugað margan manninn. Hér eru nokkur góð ráð til að koma í veg fyr- ir tóma vasa og yfirdrátt í lok mánað- ar sem birtust á tv2.dk. Þar var leit- að ráða hjá Ann Lehmann Erichsen neytendahagfræðingi og Susanne Arvard, ráðgjafa í fjármálum heimil- anna, um hvernig við getum skipu- lagt fjármálin. Hafðu sérstakan fjármáladag og merktu hann í dagatalið Þetta er spurning um að neyða sig til að eyða tíma í að skoða fjármálin og þú þarft sjálf/ur að hafa frumkvæði að því að taka þetta föstum tökum. „Þú verður að verja þína eig- in hagsmuni og það krefst þess að þú eyðir tíma í fjármál þín. Þú tek- ur frá tíma til að fara í klippingu og af hverju ekki að taka frá tíma til að skoða og skipuleggja fjármálin,“ segir Ann Lehmann Erichsen. Talið saman Þetta er kannski ekki mest spennandi um- ræðuefnið og þó það hljómi bet- ur að eiga róman- tíska kvöldstund með makanum þá er nauðsynlegt að ræða fjármálin. Verðsetjið draumana ykkar og reiknið út hvernig og hvenær þið ætl- ið að láta þá rætast. Þá getið þið sam- mælst um hvaða aðferð skal nota og hve miklu fé þarf að safna. „Það er líka mikilvægt að fá að- stoð við að skipuleggja flóknari fjár- málaákvarðanir. Ef þú átt maka þá skulu báðir aðilar taka þátt í að hugsa um fjármálin og skipuleggja þau og ekki láta annan aðilann sjá um það,“ segir Erichsen. Svona byrjar þú Skipulag er mikil- vægt og ráðlagt er að hafa öll skjöl sem viðkoma fjár- málum heimilisins í möppu. Hægt er að setja upp fjárhagsáætlun í Excel en eins bjóða ýmsar síður upp á slíka áætlun en þar má nefna me- niga.is. „Skoðaðu sparnaðinn þinn. Ef hann stendur í núlli þá skal setja sparnað í fjárhagsáætlunina. Lágar upphæðir í sparnað eru betri en núll og með því verða óvænt útgjöld ekki óyfirstíganleg,“ segir Erichsen. Árleg hreingerning Gott ráð er að skoða vel ýmsar áskriftir svo sem síma-, tímarita- og líkamsræktaráskriftir einu sinni á ári. Eins er mikilvægt að skoða þær tryggingar sem þú ert með. „Reyndu að semja við bank- ann þinn einu sinni á ári. Reyndu að lækka ýmis gjöld og að semja um betri vexti á bæði inn- og útlánum. Sértu ekki sátt/ur skaltu athuga aðra val- kosti,“ segir Arvard. 8 góð ráð 1 Gerðu fjárhagsáætlun yfir allar tekjur og gjöld sem þú stillir stöðugt af. Gjöld mega aldrei fara yfir tekjur. 2 Gerðu áætlun um daglegan kostnað og haltu þig við hana. Til dæmis er hægt að áætla að matur fyrir vikuna kosti 20.000 krónur og 5.000 krónur fari í gjafir og skemmtun og svo framvegis. 3 Fáðu þér bankareikning þaðan sem öll föst útgjöld eru tekin. Settu reikninga í greiðsluþjónustu. 4 Vertu með bankareikning fyrir dagleg útgjöld. 5 Bættu sparnaði við fjárhags-áætlun þín svo óvænt útgjöld verði bærilegri. 6 Ef þú ert með lán skaltu fá yfirlit yfir þau. Borgaði afborganir alltaf á réttum tíma. 7 Notaðu farsímann og heimabank-ann til að fylgjast með því hvert peningarnir fara. Það er einfalt að fylgjast með peningaútlátum í heimabankanum. 8 Þurfir þú á láni að halda og bankinn segir nei er skynsamlegt að spyrja hverjar ástæðurnar séu og hvað þurfi til að bankinn láni þér. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Bókhald Það vex mörgum í augum að halda bókhald yfir rekstur heimilisins. PHOTOS.cOM Svona lætur þú launin þín duga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.