Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 8
B
jörgólfur Thor Björgólfs
son, fjárfestir og eigandi
samheitalyfjafyrirtækisins
Actavis, skoðar nú mögu
leikann á því að selja fyrir
tækið til bandaríska lyfjafyrir
tækisins Watson. Fjárfestirinn var
spurður um söluna í skýrslutöku í
Héraðsdómi Reykjavíkur síðastlið
inn föstudagsmorgun í skuldamáli
aflandsfélags hans, BeeTeeBee Ltd.
gegn Róbert Wessmann, fyrrverandi
forstjóra Actavis. Skýrslutakan fór
fram símleiðis. Í málinu er Róbert
Wessmann stefnt vegna meintrar
skuldar upp á 1,2 milljarða sem Bee
TeeBee Ltd. telur sig eiga inni hjá
honum.
Björgólfur Thor neitaði að svara
spurningu lögmanns Róberts, Harð
ar Helga Harðarsonar, um söluna á
Actavis til Watson. „Ég get ekki tjáð
mig um það [...] Ég sé ekki að það
komi málinu við,“ sagði Björgólfur
Thor. Hávær orðrómur hefur ver
ið um að Actavis sé í söluferli og að
Watson eigi í viðræðum um kaup
á félaginu. Hafin er áreiðanleika
könnun á rekstri Actavis þar sem
Watson fær aðgang að gögnum um
starfsemi félagsins. Ef af verður gæti
verið gengið frá kaupunum innan
nokkurra mánaða.
Ein af tengingum Watson við
Actavis er sú að einn æðsti stjórn
andi bandaríska lyfjafyrirtækisins,
Sigurður Óli Ólafsson, er fyrrver
andi forstjóri Actavis. Sigurður Óli
lét af störfum hjá Actavis um sum
arið 2010. Forstjórinn fyrrverandi er
einn af aðstoðarforstjórum Watson
og stýrir samheitalyfjasviði fyrir
tækisins. Sigurður Óli starfaði í yfir
stjórn Actavis í sjö ár áður en hann
hætti þar 2010. Hann ætti því að
þekkja starfsemi Actavis nokkuð vel.
1.200 milljarða skuldauppgjör
Í september árið 2010 var greint frá
því að Björgólfur Thor hefði komist að
samkomulagi við lánardrottna sína
um skuldauppgjör upp á 1.200 millj
arða króna. Samkvæmt uppgjörinu
fólst það í því að Björgólfur og fjár
festingarfélag hans, Novator, hefðu
gengið frá samkomulagi um „heildar
uppgjör við erlenda og innlenda
lánar drottna.“ Meðal þess sem fólst í
skuldauppgjörinu var að lánardrottn
ar Björgólfs leystu til sín ákveðnar
eignir hans auk þess sem hann fékk
að halda tilteknum eignum, til dæmis
húsinu á Fjölnisvegi 11.
Lyfjafyrirtækið Actavis var einn
ig undir í skuldauppgjörinu þó ekki
kæmi annað fram í tilkynningu frá
Björgólfi um uppgjörið en að „náðst
hefði samkomulag um fjárhagslega
endurskipulagningu lyfjafyrirtæk
isins Actavis“. Actavis var þó lang
mikilvægasta eignin sem var undir í
skuldauppgjörinu en Björgólfur fjár
magnaði yfirtökuna á félaginu árið
2007 með lánum frá Deutsche Bank.
Getur hagnast um tugi milljarða
Eftir að skuldauppgjörið var kynnt
kom reyndar í ljós hversu mikla pers
ónulega hagsmuni Björgólfur Thor
á undir í því að sem hæst verð fá
ist fyrir Actavis. Lánardrottnar hans,
Deutsche Bank, Landsbankinn, suð
urafríski Standardbankinn og fleiri
aðilar, munu reyndar fá langstærsta
hlutann af söluverðmæti Actavis en
Björgólfur sjálfur getur auðgast veru
lega á sölu félagsins.
Ef Björgólfur Thor nær að selja
Actavis fyrir meira en fimm milljarða
evra, rúmlega 832 milljarða króna,
mun hann persónulega, ásamt lykil
starfsmönnum Actavis, fá 30 prósenta
hlutdeild í þeim hagnaði. Björgólfur
Thor mun persónulega fá 80 prósent
af þessum 30 prósenta hagnaði sem
hann og lykilstarfsmenn lyfjafyrir
tækisins munu fá ef það næst að selja
Actavis fyrir meira en fimm milljarða
evra.
Tökum sem dæmi: Ef Actavis verð
ur selt fyrir meira en 5 milljarða evra,
til dæmis fyrir 7 milljarða, munu
Björgólfur Thor og lykilstarfsmenn
Actavis fá 30 prósent af 2 milljörðum
evra, eða um 600 milljónir evra, nærri
100 milljarða króna. Björgólfur Thor
fær 80 prósent af þessari upphæð, um
480 milljónir evra, sem gera tæplega
80 milljarða króna sem munu renna
til Björgólfs Thors. Persónulegur
hagnaður Björgólfs eykst svo eftir því
sem söluverðið verður hærra
Fimmta stærsta lyfjafyrirtækið
Bandaríska lyfjafyrirtækið er fimmta
stærsta lyfjafyrirtæki Bandaríkjanna.
Höfuðstöðvar Watson eru í New Jers
ey. Nærri sex þúsund manns vinna
hjá fyrirtækinu um allan heim. Starf
semi félagsins er aðallega í Bandaríkj
unum en með kaupum á Actavis gæti
Watson komið sér betur fyrir á lyfja
markaðnum í Evrópu. Watson er ein
ungis með eina litla starfsstöð í Evr
ópu, nánar tiltekið á NorðurÍrlandi.
Actavis er hins vegar með starfs
stöðvar víðs vegar um Evrópu, í Nor
egi, Bretlandi, Rússlandi, Möltu, Rúm
eníu og Ítalíu svo dæmi séu tekin.
Samlegðaráhrif fyrirtækjanna eru því
góð. Um ellefu þúsund starfsmenn
vinna hjá Actavis víða um heim.
Svaraði ekki spurningunni
Þegar Björgólfur var inntur frekari
svara í dómsal á föstudaginn um söl
una á Actavis sagðist hann ekki vilja
svara því hvort fyrirtækið væri í sölu
ferli nema dómarinn færi fram á það.
Dómarinn óskaði ekki sérstaklega
eftir því að Björgólfur svaraði spurn
ingunni. „Þú ætlar að víkjast und
an því að svara þessari spurningu?“
spurði Hörður Helgi, verjandi Róberts
Wessmann.
Björgólfur benti á að þessi spurn
ing hefði verið borin upp áður í þessu
máli og vísaði hann þar væntanlega
til skýrslutöku sem hann var í fyrir
skömmu í öðru máli þar sem þeir Ró
bert og Björgólfur Thor takast á fyrir
dómi. Hörður benti Björgólfi Thor á
það að það þyrfti að spyrja Björgólf
þessarar spurningar við réttarhöld
in því framlagður vitnisburður frá
honum í fyrri skýrslutöku væri ekki
til staðar. „Ég var að svara þér,“ svar
aði Björgólfur í skýrslutökunni og
var söluferli Actavis ekki frekar rætt í
dómsalnum eftir þetta.
Eftir stendur að Björgólfur Thor
játaði því hvorki né neitaði að Acta
vis væri í söluferli. Afar ólíklegt er að
Björgólfur myndi íhuga að selja Wat
son fyrirtækið nema vegna þess að
hann fái fyrir það verð sem mun gefa
honum vel í aðra hönd persónulega.
Upphaflega, þegar Björgólfur Thor
gekk frá skuldauppgjörinu, var talið
að Björgólfur Thor myndi eiga lyfja
fyrirtækið í nokkur ár til viðbótar til
að reyna að hámarka verðmæti þess.
En þetta virðist hins vegar hafa breyst
og eru hafnar þreifingar um söluna á
Actavis. Ef af sölu fyrirtækisins verður
mun það þýða að Actavis mun draga
saman seglin hér á landi og Björgólf
ur Thor fær væntanlega tugi milljarða
króna í sinn hlut.
Ekki náðist í Ragnhildi Sverrisdótt
ur, talskonu Björgólfs, á sunnudag
inn.
Watson vill kaupa
Actavis af Björgólfi
n Getur orðið ríkasti Íslendingurinn n Björgólfur svaraði ekki fyrir dómi
Actavis stærsta eignin
Tilkynningin um skuldauppgjör Björgólfs Thors
sem send var til fjölmiðla í júlí 2010:
„Björgólfur Thor Björgólfsson og fjárfestingarfélag hans, Novator, hafa nú gengið frá
samkomulagi um heildaruppgjör við erlenda og innlenda lánardrottna sína.
Samkvæmt samkomulaginu munu skuldir verða gerðar upp að fullu og ekki gefnar
eftir. Allar eignir Björgólfs Thors og Novators liggja til grundvallar uppgjörinu, en á þeim
var gerð ítarleg úttekt og mat af hálfu alþjóðlegs ráðgjafarfyrirtækis. Björgólfur Thor
verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arðurinn
af þessum eignarhlutum og verðmæti, komi til sölu þeirra, munu hins vegar ganga til
uppgjörs skuldanna, ásamt ýmsum persónulegum eigum hans. Þar á meðal eru húseign í
Reykjavík og sumarhús við Þingvelli.
Samhliða þessu skuldauppgjöri hefur náðst samkomulag um fjárhagslega endurskipu-
lagningu lyfjafyrirtækisins Actavis.
Við gerð samkomulagsins nutu Björgólfur Thor og Novator liðsinnis tveggja alþjóðlegra
fyrirtækja, hinnar virtu lögmannsstofu Linklaters og ráðgjafarfyrirtækisins AlixPartners,
sem er eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar.“
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Játar hvorki né neitar Björgólfur Thor ját-
aði því hvorki né neitaði í skýrslutöku fyrir dómi
á föstudaginn að til standi að selja Actavis til
bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson.
Skoðar Actavis Fimmta stærsta lyfja-
fyrirtæki Actavis skoðar nú möguleikann
á því að kaupa samheitalyfjafyrirtæki
Björgólfs Thors, Actavis. Björgólfur Thor var
spurður út í söluna fyrir dómi á föstudaginn.
8 Fréttir 27. febrúar 2012 Mánudagur