Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 15
Neytendur 15Mánudagur 27. febrúar 2012 Minna magn, hærra verð n Nýjar umbúðir skyr.is-drykkjarins innihalda 80 millilítrum minna M jólkursamsalan setti á mark- að skyr.is-drykki í nýjum um- búðum fyrir skömmu eins og margir hafa tekið eftir. Það vakti þó athygli lesanda DV að á sama tíma og magn drykkjarins var minnkað hækkaði verðið. Áður inni- hélt dósin 330 millilítra af skyrdrykkn- um og kostaði um það bil 137 krónur. Fyrir nokkrum dögum var nýja dósin, sem inniheldur 250 millilítra, komin í 171 krónu. Þetta eru þó ekki einu vör- urnar þar sem innihald umbúða hef- ur minnkað en verð hækkað því þetta á einnig við um Ópal og Tópas. Inni- hald þar minnkaði um 33 prósent í lok síðasta árs en pakkinn seldur á sama verði og áður. „Við heyrðum athugasemd frá neytanda um þetta og þetta er mjög góð ábending og skiljanlegt að menn séu ekki alveg sáttir. En það verður að hafa í huga að þetta er ekki sama var- an og áður, þetta er ný vara að eigin- gerð, merkt með skráargatsmerkinu, og eins hafa umbúðir tekið stakka- skiptum,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá MS. Varðandi hærra verð á drykknum segir hann að þá sé heildsöluverð nánast það sama og í gamla drykkn- um en MS ráði svo ekki álagning- unni í verslunum. Þetta heildsölu- verð sem sé hærra, ef miðað er við magn í dós, skýrist fyrst og fremst af hærri kostnaði við umbúðir. Til dæm- is sé nú komið á dósina plastlok sem eykur kostnaðinn en hefur þann kost að auðvelda neytendum að neyta drykkjarins í skömmtum auk þess sem það veiti állokinu vörn. Eins séu nýju umbúðirnar umhverfisvænni þar sem kominn er flipi á állokið og hægt að fjarlægja hann auðveldlega og setja dósina í endurvinnslu. Að- spurður um ástæðu breytinganna fyrst þær beri með sér meiri kostnað segir Björn að sala á skyr.is drykknum hafi verið á niðurleið og eitt af því sem vann gegn honum voru of stórar um- búðir. „Við höfum góða reynslu af 250 millilítra dósunum en við erum með þá stærð á öðrum drykkjum. Það er sá skammtur sem neytendur virðast vera sáttari við. Eins voru gömlu um- búðirnar sérstaklega hráar í útliti. Þær nýju eru aðeins dýrari en að okkar mati flottari og söluvænni fyrir vikið.“ gunnhildur@dv.is Nýjar umbúðir Skyr.is-drykkurinn er dýrari í nýjum umbúðum. MyNd xxx Kenndu börnum að fara með peninga Þ að hafa líklega allir foreldrar heyrt barnið sitt segja: „Við kaupum bara nýjan“, þegar eitthvað brotnar eða eyði- leggst og þetta hljómar mjög rökrétt í eyrum barnanna. Það sýn- ir að þau vita ekki hvaðan peningar koma og halda að þeir vaxi á trján- um. Það er því okkar foreldrana að kenna þeim að vera ábyrg. Á tv2.dk er einnig fjallað um hvernig við get- um kennt börnunum okkar hvernig á að fara með peningana á skynsam- legan hátt. Hvetjum þau til sparnaðar Þegar börnin eru um það bil fimm ára er gott að gefa þeim sparigrís og láta þau byrja að spara þann pening sem þeim áskotnast. „Þú getur hvatt þau til að spara með því að gefa þeim bón- us þegar þau hafa náð ákveðinni upp- hæð,“ segir Ann Lehmann Erichsen neytendahagfræðingur. Hún bendir á að foreldrar séu fyrirmyndir barnanna og þurfi því að byrja á sjálfum sér. Eins að mikilvægt sé að borga ekki allt fyr- ir börnin til þess að þau fái á tilfinn- inguna hvað hlutirnir kosta. „Þegar börnin verða 18 ára eru þau orðin sjálfráða og geta þar með feng- ið lán og stofnað til skulda. Það er því heilmikið sem þarf að kenna þeim um góðar og slæmar venjur, um að setja í forgang, fjárhagsáætlanir og svo fram- vegis. Það þarf að gerast áður en þau verða nógu gömul til að koma sér í slæm mál fjárhagslega. Þau eru ekki fædd með fjármálavitund og það þurfa þau að læra eins og allt annað í lífinu,“ segir Erichsen. Að læra sjálfboðavinnu Susanne Arvard, ráðgjafi í fjármál- um heimilanna, tekur í sama streng og hvetur foreldra til að kynna fyrir börnunum allt sem viðkemur pen- ingum, svo sem skatt, virðisaukaskatt, um muninn í debet- og kreditkortum og hvernig maður heldur bókhald yfir fjármál sín. Hún segir að um 8 til 10 ára aldur- inn eigi foreldrar að byrja á að setja börnunum verkefni á heimilinu og borga þeim vasapening fyrir. Önn- ur verkefni eigi þau að framkvæma án þess að fá greitt fyrir svo þau skilji mikilvægi sjálfboðavinnu. Þegar þau eru 13 til 14 ára skulu foreldrar að- stoða þau við að fá vinnu utan heim- ilisins. „Margar rannsóknir sýna að börn sem vinna með skóla standa sig betur en þau sem eru einungis í skóla,“ segir hún. Annað gott ráð er að láta börn- in fara í búðina og versla í matinn. Þá skulu þau kaupa í hollan og góðan kvöldverð og þannig fá tilfinningu fyrir hvað slíkt kostar. Látum þau borga heim Þegar börnin eru orðin 18 ára skulu þau borga heim búi þau enn í for- eldrahúsum. „Sumir foreldrar velja að setja þá peninga beint í heimilis- haldið en aðrir setja þá til hliðar þar til barnið flytur að heiman og veita þeim á þann hátt aðstoð þegar þar að kemur.“ Síðast en ekki síst er gott ráð að fara með ungmennið í bank- ann og ræða þar saman við ráðgjafa. Það er gott fyrir börnin að fá ráðlegg- ingar frá þriðja aðila. Munið þó að segja unglingnum að bankastarfs- maðurinn vinni fyrst og fremst fyrir bankann og setji hagsmuni bankans í fyrsta sæti. n Foreldrar eru fyrirmyndir barna þegar kemur að fjármálum 6 góð ráð um fjár- mál fyrir börn 1 „Láttu barnið fá ábyrgð og borgaðu því vasapening í stað þess að greiða allt fyrir það. Vasapeningurinn skal hæfa aldri. 2 Fáðu unglinga til að halda fjár-hagsbókhald frá 14 ára aldri. Láttu þá skipuleggja og forgangsraða því þeir læra mest af því gera hlutina sjálfir. 3 Gerðu kröfu um að börnin spari peningana sína. 4 Hvatning er mikilvæg. Gerðu samning við börnin en til dæmis er hægt að semja um að þau leggi til hliðar jafn mikið og þau eyða í farsímanotkun. Skipulag og for- gangsröðun skal lærast eftir því sem þau verða eldri. 5 Talið við þau um heimabanka og kortaöryggi. 6 Talið við þau um fjármál dags-daglega en þau læra mest um efn- ið heima. Setjið þetta í samhengi við eitthvað sem þau þekkja. Ef þau spyrja um eitthvað sem þið vitið ekki svarið við, komist að því og svarið þeim almennilega. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Þau eru ekki fædd með fjármálavit- und og það þurfa þau að læra eins og allt annað. Sparigrís Foreldrar eiga ekki að borga allt fyrir börnin. MyNd: PHoToS.coM n Mikilvægt er að skipuleggja fjármálin til að vera ekki orðinn blankur í lok mánaðar Vörumst þetta 1 Leti Oft ætlar maður að taka fjár- haginn í gegn og byrjar af krafti en gleymir svo að fylgja þessu eftir en sem dæmi um þetta þá þarf að taka inn í breytingar á launum. Fjár- hagsáætlunin er eins og vöðvi sem þarf að þjálfa reglulega og styrkja. Annars verður hann slappur og ekki hægt að nota hann sem það styrkingar- verkfæri sem hann á að vera í stjórnun á eigin fjárhag. Reglu- lega uppfærð fjárhagsáætlun gerir allt bókhald auðveldara og með því hefur þú betri yfirsýn yfir fjárhag heimilisins, hvar þú átt smá auka fé og hvar þú þarft að skera niður. 2 Hvatakaup Hvatakaup eru önnur afar slæm gildra sem margir falla í en neysla er mjög oft ánægjutengd. Það að rölta niður verslunargötu og skoða í glugga vekur oft upp löngun til að kaupa þá hluti sem maður sér og voru ekki á innkaupa- listanum. Það sama á við um að vafra á netinu. Þar er þó enn auðveldara að falla í freistni því vörurnar eru einungis í eins músarsmells fjarlægð. 3 Algjört áhugaleysi og engin trú á að þetta virki Jú, þetta virkar, misvel þó. 4 ofurtrú á eigin hæfileika Það er þegar maður ofmetnast og hefur ofurtrú á eigin hæfileikum til að kunna skil á flóknari hlutum bókhaldsins. Maður verður að þekkja takmörk sín og leita til ráðgjafa. Passaðu að heyra það sem er sagt en ekki bara það sem þú vilt heyra og ekki vera of bjartsýnn á þinn eigin fjárhag. Það er mikilvægt að vera raunsær. Svona lætur þú launin þín duga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.