Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 22
Jógvan saknar Færeyja n Fékk frægan færeyskan tónlistarmann í heimsókn Þ að er svo gott að fá heimafólk sitt í heim- sókn. Bara að fá að blaðra aðeins á fær- eysku og tala um gamla og nýja tíma. Ég er búinn að vera á Ís- landi í meira en sjö ár og þarf að fá að heyra hvað er að gerast heima,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen sem fékk vin sinn frá Færeyjum í heimsókn í síðustu viku. Vinurinn heitir Jákup Zach- ariassen og er þekktur tónlistar- maður og pródúsent. Zach- ariassen fékk í vikunni þrjár tilnefningar fyrir plötu sem hann pródúseraði með Ross Taff, einum stærsta gospel- tónlistarmanni í heiminum. Verðlaunin kallast Dove Awards og hafa verið veitt síðan 1969. „Þetta eru svona Grammy-verð- laun en bara í gospeltónlist- inni,“ útskýrir Jógvan en þeir félagar hafa spilað mikið saman í Færeyjum. „Hann er hér til að taka upp strengjasveit sem er hluti af Sinfóníusveit Íslands fyrir nýja plötu. Svo fer hann til Færeyja en hann ferðast mikið á milli Nashville og Danmerkur þar sem hann vinnur með færasta tónlistarfólki sem í boði er,“ seg- ir Jógvan og bætir við að þeir fé- lagar séu ekkert endilega mikið fyrir gospeltónlist sjálfir. „Ekki þannig, en gospel er tónlist eins og öll önnur tónlist. Stundum er gaman að syngja popp, stund- um rokk og stundum gospel. Það skiptir engu máli hvað þetta heitir svo lengi sem við fáum að njóta tónlistarinnar.“ Aðspurður segist Jógvan sakna Færeyja. „Pabbi sagði líka einhvern tímann við mig að ef ég saknaði ekki heimilisins þá væri hann ekki búinn að ala mig rétt upp. Það er líklegast þannig. En það þýðir ekki að mig langi endilega að flytja heim. Mér líð- ur ótrúlega vel á meðal Íslend- inga. Ennþá sé ég engan mun á okkur. Þið talið kannski svo- lítið vitlaust. Annars er enginn munur. Fjöllin eru þau sömu, sama haf, meðal sumar, kaldur vetur. Góður svartur húmor og allt þetta dásamlega fallega fólk. Hvers meira getur maður óskað sér?“ 22 Fólk 27. febrúar 2012 Mánudagur Tvíburastrákar fæddir Leikkonan Tinna Hrafns- dóttir og maður hennar, leikarinn Sveinn Geirsson, eignuðust tvíbura á fimmtu- daginn. Tinna fæddi tvo hrausta stráka sem eru fyrstu börn foreldra sinna og sam- kvæmt fésbókarsíðu leik- konunnar gekk allt vel. „Tveir hraustir draumaprinsar komu í heiminn í gær, 11 og 14 merkur, 50 og 52 cm. For- eldrarnir eru að rifna úr stolti og öllum líður vel. Lífið er dásamlegt,“ skrifar Tinna og lætur fjölda broskalla fylgja færslunni. É g get ekki valið það töfrabragð sem ég er stoltastur af. Að vera beðinn um það er eins og að vera beðinn um að gera upp á milli barnanna sinna,“ segir Ingó töframaður sem heldur sýningu í Salnum í Kópavogi 17. mars. Ingó ákvað ungur að verða töframaður. „Ég sá keppni í sjónvarpinu þegar ég var sex ára sem er svona ólympíu- leikar töframanna. Þar var hollenskur heimsmeistari sem lét vekjaraklukkur birtast í höndunum á sér. Ég gleymi því aldrei. Það var þarna sem ég ákvað að þetta væri eitt- hvað sem ég vildi leggja fyrir mig,“ segir Ingó sem bjó og starfaði í Svíþjóð í þrjú ár og þar af eitt ár á skemmtiferða- skipi sem sigldi á milli Sví- þjóðar og Danmerkur. „Þar var ég með tvö klukkustunda prógrömm á dag og allt á sænsku, sem var mikil lífs- reynsla. Eftir þetta finnst mér voðalega gott að koma fram á Ís- landi og þurfa ekki að þýða allt sem ég læt út úr mér,“ segir Ingó sem ætlar að taka sýninguna sína enn lengra í Salnum. „Þetta verða ekki bara töfrabrögð og sjónhverfingar því ég ætla að krydda þetta með hugar- lestri,“ segir hann og bætir við að þótt sýningin sé auglýst sem fjölskyldusýning sé hún alls ekkert frekar fyrir börn en fullorðna. Í Svíþjóð varð Ingó þess heiðurs aðnjótandi að koma fram í sænska sjónvarpinu. „Eftir það var ég ráðinn til að vera með sýningu fyrir hljóm- sveitina Depeche Mode eftir tónleika þeirra árið 2010. Þeir höfðu séð myndband af mér á Youtube og virtust miklir áhugamenn um töfrabrögð.“ Aðspurður segir hann erf- itt að ætla sér að verða ríkur af faginu. „Allavega á Íslandi. En þetta veitir manni mikla ánægju,“ segir Ingó sem starfar einnig sem tónlistarmaður í þungarokkhljómsveitinni Dimmu. Hann segir margt sameiginlegt með töfrabrögð- um og þungarokki. „Maður þarf að vera skapandi í hvoru tveggja, hafa góða tímasetn- ingu og þarf geta höfðað til fólks og skemmt. Ég blanda þessu saman í sýningunni, er í leðurbuxum og töfra undir tónum Dimmu,“ segir hann en bætir að lokum við að hann veki meiri eftirtekt kvenna sem töframaður en rokkari. indiana@dv.is Enginn verður ríkur af göldru Skáluðu í Guinness Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson fór létt með andstæðing sinn á laugar- daginn þegar hann snéri aftur í búrið eftir sautján mánaða hlé. Hann kláraði Úkraínumanninn Alexander Butenko með „armbar“-lás í fyrstu lotu. Eftir bardag- ann fundu Gunnar og faðir hans og umboðsmaður, Haraldur Dean Nelson, sér góða knæpu og skáluðu í svellköldum Guinness. Þeir feðgar ætla að taka lífinu með ró næstu daga í Dyflinni og kom ekki heim fyrr en á þriðjudaginn. Verður Gunn- ari þá væntanlega vel tekið í Mjölniskastalanum, þar sem hann æfir og starfar. Fékk ekkert lófatak Spjótkastarinn og Ólympíuf- arinn Ásdís Hjálmsdóttir út- skrifaðist á laugardaginn úr lyfjafræði frá Háskóla Íslands og fékk tíu fyrir lokaverkefni sitt. Aldrei áður hefur verið gefin svo há einkunn í fag- inu. Það er til siðs að deildar- forseti segi ef nemandi hefur fengið ágætis einkunn og þá skulu allir við útskriftina klappa. Það gleymdist því miður hjá Ásdísi. „Er orðin meistari. Að sjálfsögðu var ég sú eina með ágætis einkunn sem fékk ekki klappið sitt því forseti sviðsins gleymdi að segja það,“ skrifaði Ásdís á Facebook-síðu sína. Heimsókn að heiman Jógvan hefur búið á Íslandi í sjö ár og nýtur þess að tala færeysku við Jákup vin sinn. Kryddar sýninguna Ingó verður með töfrabrögð, sjónhverf- ingar og hugarlestur í Salnum þann 17. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.