Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 16. apríl 2012
ESB-viðræður
á endastöð
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-
grænna, segir aðildarviðræður við
ESB komnar að leiðarlokum og nú
sé mál að slíta þeim. Flokksmenn
Vinstrigrænna séu komnir með
nóg af viðræðunum og að aðild
ESB að Icesave-málssókninni hafi
verið kornið sem fyllti mælinn.
Jón vill taka málið upp á Alþingi.
„Mér finnst alveg einboðið að
Alþingi fari yfir það nú og kanni
vilja til þess að það sé afturkallað.
Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði
skoðuð og hvort ég legg fram til-
lögu eða aðrir, það er meirihluti
Alþingis sem hefur ráðið þessari
vegferð frá byrjun og ég treysti því
að meirihluti Alþingis sjái að það
sé komið að endapunkti þarna.“
RÚV greindi frá þessu á sunnudag.
Gekk berserksgang
við Seljavallalaug
Karlmaður um tvítugt gekk ber-
serksgang við Seljavallalaug undir
Eyjafjöllum um tíuleytið á sunnu-
dagsmorgun. Hann rústaði bíl
sem var við sundlaugina og braut
allar rúður í honum. Lögregla var
kölluð á vettvang og var maðurinn
handtekinn að því er RÚV greindi
frá á sunnudag. Ekki er vitað hvað
honum gekk til, en svo virðist sem
maðurinn hafi verið að drykkju
lengi og skyndilega fyllst heift sem
hann hafi tekið út á bílnum. Fjöldi
vitna var að atvikinu og telur lög-
regla málið liggja ljóst fyrir.
Steig í hver
Erlend kona hlaut annars stigs
brunasár á fæti þegar hún steig
í hver í Grænadal, fyrir innan
Hveragerði, um tíuleytið á sunnu-
dagsmorgun. Samferðafólk henn-
ar kom henni til aðstoðar en hún
brenndist upp að ökkla. Konan var
flutt á sjúkrahús í Reykjavík til að-
hlynningar.
Gleði á Húsavík
Fjöldi fólks var samankominn á
Húsavíkurflugvelli um miðjan
dag á sunnudag en þá lenti vél
flugfélagsins Ernis á vellinum.
Er þetta fyrsta áætlunarflug frá
Reykjavík til Húsavíkur í tólf ár
og voru viðtökur heimamanna
við fluginu frábærar. Flogið
verður sjö sinnum í viku fjóra
daga vikunnar og er það von
forsvarsmanna Ernis að hægt
verði að gera út flug til Húsa-
víkur allt árið um kring. Í til-
kynningu kemur fram að bók-
anir fari vel af stað og allt líti
út fyrir mikinn straum ferða-
manna til Húsavíkur í sumar.
Þ
etta er bara kjötgripasýn-
ing,“ segir hin 22 ára gamla
Andrea Rún Carlsdóttir um
keppni í módelfitness. Hún
tók sjálf þátt í slíkri keppni
fyrir þremur árum og segir reynsl-
una ekki hafa verið góða að öllu leyti.
Andreu finnst ekki nógu mikið tal-
að um óheilbrigða fylgifiska slíkra
keppna og vill vekja athygli á nei-
kvæðum hliðum þeirra. Hún er ekki
á móti keppnunum sem slíkum en
setur spurningamerki við tilgang
þeirra.
Keppendum fjölgar
Íslandsmót í módelfitness fór fram
í Háskólabíói um páskahelgina og
tóku um 80 konur þátt í mótinu. Er
það mikil aukning frá því fyrir þrem-
ur árum þegar Andrea tók þátt en þá
voru keppendur aðeins um 20 tals-
ins. Fyrst var keppt í módelfitness
hér á landi árið 2006, en keppnin er
eingöngu ætluð konum.
„Mér finnst svo skrýtið að sjá hvað
þetta hefur vaxið mikið í vinsældum
á síðustu árum. Mér finnst sorglegt
að sjá hvað margir fara þessa leið án
þess að gera sér kannski grein fyrir
hvað tekur við eftir keppni.“
Eingöngu útlitssamanburður
Á heimasíðunni fitness.is er lýsing
á framkvæmd og reglum módelfit-
nesskeppna og þar segir meðal ann-
ars: „Í megindráttum eru áherslur
dómara í þessari nýju keppnisgrein
þær að mun minni áhersla er lögð á
vöðvamassa og skurði og horft er til
fegurðar.“ Þá segir þar einnig: „Kepp-
endur eiga að sýna fram á fallega
kvenlega líkamsbyggingu, hóflega
stæltan sem og fallega tónaðan og
samræmdan vöxt.“
Andrea bendir á að í fyrstu hafi í
fitness einnig verið keppt í hreysti
með ýmsum þrautum. Þá hafi útlits-
samanburðurinn aðeins verið hluti
af því hvernig keppendur voru metn-
ir. Nú sé eingöngu borið saman út-
lit keppenda. „Þetta snýst ekki um
hreysti eða líkamlega getu til að gera
ákveðið margar armbeygjur eða slá
eitthvert met. Þetta er eingöngu hrós
fyrir útlit, svona: „Þú ert ógeðslega
flott, vel gert.““
Hætta á blæðingum
Í fyrra tók Andrea þátt í rannsókn
sem var hluti af BSc-verkefni Sig-
urðar Heiðars Höskuldssonar og
Sigurðar Kristjáns Nikulássonar í
íþróttafræði við Háskólann í Reykja-
vík, „Áhrif þátttöku kvenna í Fitness
á andlega og líkamlega heilsu þeirra“.
Rannsóknin leiddi meðal ann-
ars í ljós að allt að 90 prósent kepp-
enda í fitness hætta á blæðingum í að
minnsta kosti tvo mánuði í kringum
keppnina. Jafnvel allt upp í níu mán-
uði.
„Fituprósentan er bara orðin það
lág að líkamsstarfsemi er ekki leng-
ur eðlileg. Það er merki um árangur:
„Jess ég er komin þangað, ég er hætt
að fara á túr.“ Það er svona jákvæð
vísbending sem er reyndar bara
mjög neikvæð og eitthvað sem an-
orexíusjúklingar þurfa að kljást við,“
segir Andrea.
Átröskun algeng
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu
einnig að hitaeiningafjöldi matar-
áætlana fitnesskeppenda var langt
undir æskilegum viðmiðum fyr-
ir konur samkvæmt Lýðheilsustöð.
Áætlanirnar voru mismunandi en
hitaeiningafjöldinn var frá 1.139 til
1.477. Samkvæmt Lýðheilsustöð er
æskilegur hitaeiningafjöldi fyrir kon-
ur sem æfa allt að sjö sinnum í viku
um 2.600 hitaeiningar á dag. Miðað
við þessar tölur er ekki óeðlilegt að
um 70 prósent þátttakenda í rann-
sókninni sögðust hafa fundið fyrir
einkennum átröskunarsjúkdóma í
kringum fitnesskeppni.
Þá taldi rúmur helmingur þátt-
takenda að steranotkun væri algeng
á meðal fitnesskeppenda.
Ekki allt neikvætt
Þótt Andrea setji spurningamerki við
tilgang módelfitnesskeppna og sé á
móti öfgunum sem þeim fylgja seg-
ir hún almennan undirbúning fyr-
ir keppnina alls ekki hafa verið nei-
kvæðan. Undirbúningurinn snúist
mikið um heilbrigðan lífsstíl sem sé
jákvætt að fólk tileinki sér. „Það eru
aðallega bara þessar öfgar sem bloss-
uðu upp fyrir og eftir keppni sem
mér finnst vera óheilbrigðar.“
Þegar hún var komin niður í fjór-
tán prósenta líkamsfitu fyrir keppn-
ina leið henni ótrúlega vel. Hún gat
til dæmis hlaupið mjög mikið og
var virkilega ánægð með það. „Ég
var geðveikt létt á mér. En svo kárn-
aði gamanið þegar ég steig á svið, þá
einhvern veginn hrundi allt,“ segir
Andrea en á þó erfitt með að útskýra
hvers vegna. „Ég vissi ekki alveg við
hverju ég bjóst en það var allavega
ekki það sem ég upplifði.“
Slæmar andlegar afleiðingar
Í BSc-ritgerðinni er tekið fram að
fyrri rannsóknir sýni að kolvetnas-
velti, vatnslosun og aðrar leiðir sem
fitnesskeppendur fari í átt að mark-
miðum sínum geti haft mikil áhrif á
andlega heilsu. Má þetta meðal ann-
ars rekja til þess að vöðvarnir hætta
að vera jafn sýnilegir eftir að keppni
lýkur og það getur lagst á sálina hjá
mörgum.
Andrea segir að í sínu tilfelli hafi
líkaminn orðið fyrir miklu áfalli eft-
ir keppnina. Hún hafði engin lang-
tímamarkmið heldur var þátttaka
í mótinu eina markmiðið. „Svo var
keppnin búin og þá stóð maður bara
eftir eins og í einhverju tómarúmi.
Það var ekkert.“
Lægðin kom þó ekki alveg strax.
Hún hafði í nógu að snúast eftir
keppnina; var í prófalestri, útskrif-
aðist úr menntaskóla og fór í út-
skriftarferð. Þegar fór að róast um hjá
henni, þá kom lægðin. Hún steig til
að mynda ekki á vigt í átta mánuði.
Vill vekja stúlkur til
umhugsunar
Andrea telur að einhverjar stelpur
sjái módelfitness sem einhvers kon-
ar lausn. Sumar séu jafnvel yfir kjör-
þyngd og setji sér óraunhæf mark-
mið. Hún telur að þátttaka í slíkum
keppnum hafi mest áhrif á þær, enda
þurfi þær að hafa meira fyrir hlut-
unum en stelpur sem æfa mikið að
staðaldri.
Sjálf var hún þó ekki of þung heldur
bara venjuleg, eins og hún orðar það.
Andrea tekur fram að eftirköst keppn-
innar séu horfin í dag, hún hreyfi sig,
borði hollan mat og líði mjög vel,
þrátt fyrir að þátttaka í keppninni fyrir
þremur árum hafi tekið á.
Hún vonast til að geta vakið
stúlkur til umhugsunar áður en þær
ákveða að fara þessa leið. „Að fólk
spyrji sig: Af hverju?“
„Þú ert ógeðslega
flott, vel gert“
n Andrea vill vekja athygli á neikvæðum hliðum módelfitnesskeppna
Heimild
n BSc-ritgerð Sigurðar Heiðars Hösk-
uldssonar og Sigurðar Kristjáns Nikulás-
sonar í íþróttafræði við Háskólann í
Reykjavík frá árinu 2011: Áhrif þátttöku
kvenna í fitness á andlega og líkamlega
heilsu þeirra.
Eftirköstin horfin Líkami Andreu varð
fyrir hálfgerðu áfalli eftir keppnina en rann-
sókn sýnir að fitnesskeppendur glíma oft við
erfiðar andlegar afleiðingar eftir keppnir.
Keppti í módelfitness
Andreu finnst skrýtið að sjá
hvað vinsældir módelfitness
hafa vaxið á síðustu árum.
Fyrir henni er þetta hálfgerð
„kjötgripasýning“.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Mér finnst
sorglegt að
sjá hvað margir fara
þessa leið án þess
að gera sér kannski
grein fyrir hvað tek-
ur við eftir keppni