Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Blaðsíða 8
Neyta vímuefNa á meðgöNguNNi 8 Fréttir 16. apríl 2012 Mánudagur „Ættu að skammast sín“ n Björn Valur Gíslason er harðorður í garð Sjálfstæðisflokksins V iðbrögð sumra stjórnmála- manna við kröfu fram- kvæmdastjórnar ESB um aðkomu að dómsmáli gegn Íslandi vegna Icesave-ósómans eru vægast sagt furðuleg.“ Þetta skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstrigrænna, í pistli á bloggsíðu sinni. Björn er harðorður í garð Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að ef litið sé til nýliðinnar sögu, og þurfi ekki að fara langt aftur í tím- ann til þess, komi það í ljós „hve miklir hræsnarar þeir stjórnmála- menn eru sem hér um ræðir“.  Björn Valur er afar harðorður í garð þeirra sem hafa gagnrýnt að- komu Evrópusambandsins að Ice- save-málaferlunum og segir annað hljóð hafa verið í Bjarna Benedikts- syni, formanni Sjálfstæðisflokks- ins, þegar Icesave-málið kom fyrst upp. Hann bendir á að í upphafi deilunnar hafi íslensk íslensk yf- irvöld gert samkomulag við ESB sem nefndist „Brussel-viðmiðin“. „Í því fólst m.a. að íslensk stjórn- völd myndu ábyrgjast lágmarks- tryggingu á innstæðum í útibúum íslenskra banka erlendis. […] Sem sagt: Íslenskir stjórnmálamenn þess tíma viðurkenndu ábyrgð Ís- lands vegna Icesave-málsins og óskuðu eftir ríkari aðkomu ESB að málinu,“ skrifar Björn Valur. Formaður utanríkismálanefnd- ar, sem leiddi málið áfram á Al- þingi, var Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Undir forystu Sjálf- stæðisflokksins var því leitað til ESB eftir aðkomu að Icesave-mál- inu, málinu sem er skilgetið af- kvæmi flokksins. Nú hneykslast sjálfstæðismenn hinsvegar yfir því að þeim hefur orðið að óskum sín- um, bæði varðandi það að koma Icesave-málinu í dóm og ESB sé orðið beinn aðili að því og láta að því liggja að við núverandi stjórn- völd sé að sakast í þeim efnum. Þeir áttu að skammast sín þá og þeir ættu að skammast sín núna,“ segir Björn Valur. Harðorður Björn Valur gagnrýnir viðbrögð sjálfstæðismanna harðlega. n Ólétta hvati til að hætta neyslu n Ljósmóðir segir eftirfylgni vanta V algerður Lísa Sigurðardótt- ir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á Landspítala háskólasjúkrahúsi, sinnir mæðravernd kvenna sem teljast vera í sérstökum áhættuhópi á meðgöngu. Til þeirra teljast meðal annars þær konur sem eru í neyslu eiturlyfja þegar þær uppgötva þung- un eða eru nýlega hættar. Valgerður Lísa telur að um þrjá- tíu til fjörutíu konur komi árlega á mæðravernd Landspítalans vegna vímuefnavanda þeirra. Valgerður segir að inni í þessari tölu séu líka konur sem eru kannski nýlega hættar í neyslu en þurfi aukið eftirlit. Ólétta sé þó mikill hvati fyrir konur til þess að hætta neyslu. Flestar samstarfsfúsar „Fyrsta markmið okkar er að reyna með öllum ráðum að fá konuna til að hætta neyslu. Sú leið sem er val- in til að fylgja þeim eftir á meðgöng- unni er þéttar heimsóknir. Þær koma vikulega til okkar í mæðraverndina, meðal annars til að fá stuðning og hvatningu til að hætta og við mæl- um líka með því að þær skili þvagi í vímuefnaleit til að geta gripið fljótt inn í ef að það kemur eitthvað upp á, til dæmis ef þær falla.“ Valgerður segir konurnar í lang- flestum tilvikum vera samstarfsfúsar við ljósmæðurnar og þær segi sjálf- ar að eftirlitið veiti þeim aðhald og stuðning. Sé hins vegar grunur um að kona sé í neyslu en ekki sé hægt að staðfesta það með þvagprufu ber samkvæmt barnalögum öllu heil- brigðisstarfsfólki að tilkynna slíkan grun til Barnaverndar. „Við neyðum engan til að skila þvagprufu en ef það er grunur um að konan sé að neyta vímuefna á með- göngu leggur Barnavernd áherslu á að tilkynnt sé um slíkan grun. Öll vímuefni geta haft skaðleg áhrif á barn í móðurkviði, þá er ég að tala um áfengi, misnotkun á lyfseðils- skyldum lyfjum og ólöglegum lyfj- um. Flest vímuefni geta haft áhrif á vöxt barna í móðurkviði, það er að þau vaxi ekki, það er einnig hætta á að þau fæðist fyrir tímann og svo er auðvitað líka áhætta á ýmiss konar skaða á taugakerfi og öðru. Það er svo margt að myndast á meðgöng- unni, sérstaklega á fyrstu mánuðun- um.“ Vantar meiri eftirfylgni Valgerður segir konurnar sem komi í mæðraverndina vegna neyslu vera á ýmsum aldri en segir að án þess að hafa hjá sér tölfræðilegar upp- lýsingar um aldur þeirra sé henn- ar tilfinning sé að meirihluti þeirra sé í yngri kantinum. Aðspurð hvort henni finnst algengara að konur séu í harðari efnum nú en áður segir hún að það sé erfitt fyrir sig að meta. „Ég held að svona almennt hafi orðið aukning á neyslu harðari efna í sam- félaginu og ég hugsa að það skili sér í þennan hóp líka.“ Það er von Valgerðar að hægt verði að efla þjónustu við konur í áhættuhópi sem þessum með auk- inni eftirfylgni eftir fæðingu, en þjón- usta mæðraverndar nær aðeins til fæðingar. „Það hefur ekki verið form- leg eftirfylgni af hálfu Landspítal- ans, nema kannski frá félagsráðgjöf- um. Eftirfylgnin er í raun á vegum heilsugæslunnar og þá Barnavernd- ar ef Barnavernd er inni í málun- um. Ef maður horfir til framtíðar þá tel ég að best væri að það væri sam- felld þjónusta og eftirfylgni af ein- hverju ákveðnu teymi, eins og er gert til dæmis í Danmörku. Þá er konum fylgt eftir af sama teyminu frá byrjun meðgöngu þar til börnin eru orðin sex ára.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Sautján ára tekinn á 160 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu elti á laugardagskvöld bifreið sem ekið var á Þingvallavegi. Var hún mæld á rúmlega 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði er aðeins 70 og því rúmlega tvö- faldur hámarkshraði sem öku- maðurinn ók á. Hann reyndi að komast undan lögreglunni og stakk af. Hann náð- ist í íbúðahverfi í Mosfellsbæ eftir skamma stund en þá kom í ljós að ökumaðurinn var aðeins sautján ára. Var hann umsvifalaust sviptur ökuleyfi og fær háa sekt sem hann þarf að greiða. Afhjúpuðu mynd af Sólveigu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhjúpaði á föstu- dag málverk af Sólveigu Pétursdótt- ur, fyrrverandi forseta Alþingis, að viðstöddum alþingismönnum, fjöl- skyldu Sólveigar, fyrrverandi sam- þingmönnum og fleiri gestum. Það var Stephen Lárus Stephen listmál- ari sem málaði myndina og hefur henni verið komið fyrir í efrideild- arsal. Ekki kemur fram í tilkynningu frá Alþingi hvað verkið kostaði. Sólveig Pétursdóttir var forseti Alþingis frá árinu 2005 til ársins 2007. Hún sat á Alþingi í 16 ár, frá febrúar 1991 til vors 2007. Hún hafði áður setið nokkur skipti á Alþingi sem varamaður, en sem slíkur settist hún fyrst á þing í októ- ber 1987. Sólveig gegndi emb- ætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999–2003. Safna undir- skriftum vegna nýrra ganga Næstu daga verður gengið í hvert hús í Fjarðabyggð til að safna undirskriftum til að skora á Alþingi og ríkisstjórnina að sjá til þess að framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norð- fjarðarganga. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að íbúar séu hvattir til að taka vel á móti því fólki sem bankar upp á. „Verklegar framkvæmdir við Norðfjarðargöng áttu að hefj- ast árið 2009, var frestað til 2011 og í drögum að nýrri samgön- guáætlun er gert ráð fyrir frekari frestun, eða allt til 2015,“ segir í áskoruninni en að mati sveitar- félagsins eru þessar tafir óásætt- anlegar fyrir íbúa og atvinnulíf vegna þeirra hamlandi og skað- legu áhrifa sem núverandi vegur hefur á framþróun samfélagsins í Fjarðabyggð og lífsgæði íbúa á Austurlandi. „Það er óforsvaran- legt að eitt öflugasta sveitarfélag landsins sé klofið í herðar niður með þeim hætti sem fjallgarður- inn um Oddsskarð gerir. Við, undirrituð, skorum hér með á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að gera nú þegar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að framkvæmdir við gerð Norðfjarðarganga megi hefjast svo fljótt sem auðið er, en eigi síðar en fyrir lok þessa árs, 2012,“ segir að lokum í áskoruninni sem íbúar geta skrifað undir. „Við neyðum engan til að skila þvag- prufu en ef það er grunur um að konan sé að neyta lyfja á meðgöngu leggur Barnavernd áherslu á að tilkynnt sé um slíkan grun. Áhættumeðganga Valgerður Lísa Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, sinnir meðal annars þunguðum konum sem eru eða hafa verið í neyslu. 30 til 40 konur á ári Sumar þeirra kvenna sem Valgerður aðstoðar eru nýlega hættar neyslu og þurfa eftirlit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.