Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Page 18
18 Neytendur 16.apríl 2012 Mánudagur
Endurvinnum rafhlöðurnar
n Engin afsökun er fyrir því að henda þeim í ruslið
Þ
rátt fyrir að rafhlöður séu
orðnar vistvænni en áður var
er jafn mikilvægt að koma
þeim í endurvinnslu og áður.
Þær innihalda spilliefni og hafa skað-
leg áhrif á heilsu og umhverfi og inni-
halda efni sem geta haft alvarlegar
afleiðingar, sleppi þau út í náttúruna.
Um þetta má lesa á síðu Úrvinnslu-
sjóðs en þar er fjallað um skaðsemi
rafhlöðunnar og hvernig við get-
um komið í veg fyrir að skaða nátt-
úruna. Þar segir að þungmálmarnir
blý, kvikasilfur og kadmíum séu allir
eitraðir og eigi það sameiginlegt að
safnast upp í líkamanum. Í stað þess
að skiljast út úr líkamanum í formi
þvags, hægða eða svita verði þeir eft-
ir í líkama manna og dýra og safnast
upp. Kvikasilfur geti valdið skaða á
miðtaugakerfi og nýrum og safnist
fyrir í vöðvum og taugakerfi. Kadmí-
um geti valdið nýrnaskaða og van-
sköpun á beinagrind. Blý safnist
upp í lifur, nýrum og milta en aukið
magn af blýi í heila barna hefur í för
með sér minnkandi getu til að læra
og náttblindu. Auk þess valdi krón-
ísk blýeitrun blóðleysi og truflunum
í taugakerfi.
Það ætti aldrei að henda rafhlöð-
um í ruslið og engin afsökun er fyr-
ir því. Það er einfalt að koma þeim
í endurvinnslu þar sem söfnunar-
stöðvar sveitarfélaga, söluaðilar raf-
hlaðna og bensínstöðvar taka á móti
rafhlöðum. Auk þess sem hægt er að
setja þær í endurvinnslutunnur fyrir
flokkað heimilissorp. Þaðan fara þær
til fagaðila til flokkunar eftir inni-
haldi og möguleikum til endurnýt-
ingar.
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 268,3 kr. 265,3 kr.
Algengt verð 268,1 kr. 265,2 kr.
Algengt verð 268,0 kr. 265,0 kr.
Algengt verð 268,3 kr. 265,3 kr.
Algengt verð 269,9 kr. 265,3 kr.
Melabraut 268,1 kr. 265,2 kr.
Heiðarleikinn
ekki útdauður
n Lofið að þessu sinni fær Bílasala
Guðfinns en viðskiptavinur sem
keypti nýverið bíl hjá henni vill fá
að lofa þjónustuna sem hann fékk.
„Þegar ég var búinn að borga bílinn
átti ég að eiga eftir 140.000 krónur
en þegar ég kom heim kom í ljós að
ég var ekki með nema 40.000 krón-
ur. Ég þóttist viss um að hafa ekki
greitt of mikið svo það virtist sem
ég hefði týnt peningnum. Skömmu
eftir að ég kom heim hringdi Guð-
finnur bílasali í mig, hann sagðist
ánægður með viðskiptin en ekki
vera viss um að ég væri jafn ánægð-
ur þar sem ég hefði borgað
100.000 krónum of mikið.
Hann sagði að ég gæti sótt
peningana þegar mér sýnd-
ist. Það virðist vera að
heiðarleikinn sé ekki
með öllu útdauður
hjá okkur Íslending-
um.“
Vonsviknir
ferðalangar
n Lastið fær sundlaugin á
Hvamms tanga en DV fékk eftirfar-
andi sent: „Sundlaugin á Hvamms-
tanga hætti að hleypa ofan í kl.
13.30 á laugardaginn um páska-
helgina. Það voru því heldur betur
vonsviknir og skítugir ferðalangar
sem var vísað frá. Þeir hefðu betur
sleppt því að auglýsa opið hjá sér,“
segir vonsvikinn sundlaugargestur.
Haft var samband við sundlaugina
Hvammstanga og fengust þau svör
að laugardagurinn um páskana
hefði verið venjulegur laugardagur
eins og hjá flestum öðrum stofnun-
um og því venjulegur vetraropnun-
artími frá 10.00–14.00. „Við höfum
auglýst opnunartíma hjá okkur vel
undanfarin ár í blöðum, tímaritum,
veggspjöldum og á heimasíðum og
hefur þessi ferðalangur því miður
ekki kynnt sér þann opnunartíma
nógu vel. Í þeim auglýsingum kem-
ur fram að hætt er að selja ofan í
sundlaug 30 mínútum fyrir auglýst-
an lokunartíma. Vil ég því benda
vonsvikna sundlaugar-
gestinum á sundlaug.
is eða hunathing.is
þar sem hægt er að
afla sér upplýsinga
um opnunartíma
sundlaugarinnar.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
E
f þú ert enn að borga 4 prósent
í viðbótarlífeyrissparnað þá er
verið að tvískatta lífeyrissparn-
aðinn þinn. Þú borgar skatt
þegar þú setur peninginn þinn
inn og þú borgar skatt þegar þú tekur
hann út,“ segir Þorsteinn Pétursson,
sölustjóri Tryggingavaktarinnar, sem
hvetur fólk til að ganga úr skugga um
að ekki séu tekin meira en 2 prósent af
launum. Einfaldasta leiðin til þess er
að skoða launaseðilinn þinn.
Skoðum launaseðlana
Ástæðan fyrir þessu er að um áramót-
in var tekjuskattslögum breytt á þann
veg að heimild til frádráttar iðgjalda
í viðbótarlífeyrissparnað frá tekju-
skattstofni lækkaði úr 4 prósentum í
2 prósent. Með lagasetningunni ber
launagreiðendum að tryggja að frjálst
framlag launafólks í viðbótarlífeyris-
sparnað verði ekki umfram 2 prósent-
in.
Hann segir launabókhald hvers
fyrirtækis eiga að sjá um að breyta
þessu en hvetur þó fólk til að skoða
launaseðla sína og ganga úr skugga
um að það hafi verið gert. „Öll stærri
fyrirtækin hugsa fyrir þessu en
kannski ekki þau minni. Það er allur
gangur á því, eins og við vitum.“
Peningurinn bundinn til sextugs
Þorsteinn segir að komist fólk að
því að enn sé verið að taka 4 prósent
skuli bregðast hratt við. Þá sé mikil-
vægt að hafa samband við vinnuveit-
anda og láta lækka þetta hið snarasta.
Aðspurður hvort hægt sé að leiðrétta
þetta afturvirkt segir hann það vera
erfitt. „Ekki nema með stórkostlegu
veseni. Við þurfum að hafa í huga
að þegar þú greiðir í lífeyrissparnað,
hvort sem það er af skattlögðu fé eða
ekki, þá er sá peningur bundinn til
sextugs.
Leggja peninginn í sparnað
„Við höfum verið að hvetja fólk til að
taka það sem samsvarar þessum auka
2 prósentum og leggja í annan sparn-
að. Sem dæmi má nefna þá leið að
leggja peninginn í söfnunarlíftrygg-
ingu. Þá verður þetta sparnaður sem
fer í gegnum tryggingarumhverfið og
er góður að því leyti að þú getur ánefnt
peningana eins og í líftryggingu. Þú
greiðir ekki erfðafjárskatt eins og í líf-
eyrissjóðum og borgar ekki eigna-
skatt og ekki er um neina tekjuskatta
að ræða við útgreiðslu,“ segir hann og
bætir við að erlendis sé þessi sparnað-
arleið vinsæl.
Endurskoðaðu sparnaðinn
reglulega
Hann hvetur fólk til að fá ráðgjöf við
þetta þar sem þetta fari ansi mikið eft-
ir hverjum og einum og ekki hægt að
segja að eitthvað eitt henti best fyrir
alla. Fólk þurfi að hugsa út í hvernig
það vill ávaxta eftirlaunasjóði sína og
hvaða áhættu það vilji taka. „Sjaldn-
ast veit fólk hvaða ávöxtunarleið það
er með í sínum lífeyrismálum og ég
hvet fólk til að skoða þau mál reglu-
lega, helst á 2 til 5 ára fresti. Þetta á við
allan lífeyrissparnað, hvort sem þú ert
hjá banka, tryggingarfélagi eða lífeyr-
issjóði.“
Komdu í veg
fyrir tvísköttun
n Aðeins er leyfilegt að greiða 2 prósent í viðbótarlífeyrissparnað „Við höfum verið að
hvetja fólk til að
taka það sem samsvar-
ar þessum auka 2 pró-
sentum og leggja í annan
sparnað.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Þorsteinn Pétursson Markaðsstjóri
Tryggingavaktarinnar hvetur fólk til að skoða
launaseðla sína með lífeyrissparnað í huga.
Lífeyrissparnaður Mælt er
með að launþegar athugi hvort
enn sé verið að taka 4 prósent í
viðbótarlífeyrissparnað.
Rafhlöður Innihalda
efni sem eru hættuleg
heilsu manna, dýra og
náttúru. MYND PhOTOS.cOM