Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Síða 24
M
anchester United
vann auðveldan sig-
ur á Aston Villa, 4–0,
þegar liðin mættust
í ensku úrvalsdeild-
inni á sunnudaginn. Fyrir leik-
inn höfðu nágrannar United í
Manchester City sett pressu á
Englandsmeistarana með því
að vinna Norwich örugglega,
1–6, og minnka þannig forskot
nágrannanna niður í tvö stig.
Fyrir aðeins viku var munur-
inn átta stig en tap United gegn
Wigan í síðustu viku hleypti
aftur spennu í toppbaráttuna.
Ashley Young fiskaði enn eitt
vítið fyrir Manchester United
og voru fyrrverandi liðsfélag-
ar hans ekki sáttir við leikræna
tilburði hans í því atviki.
Ömurlegt Villa-lið
Ekki einn einasti leikmaður
Aston Villa hafði nokkra trú á
því að liðið gæti gert Englands-
meisturunum skráveifu á Old
Trafford á sunnudaginn. Uni-
ted fékk því afskaplega þægi-
legan leik til að koma sér aftur
á fætur eftir tapið gegn Wig-
an. Heimamenn fengu líka
draumabyrjun þegar Mark
Halsey dæmdi víti eftir að As-
hley Young hafði stungið sér til
sunds í teignum. Það var vissu-
lega snerting en Young fleygði
sér niður með miklum tilþrif-
um sínum gömlu liðsfélögum
til mikillar mæðu.
Eftir fyrsta markið var
spurningin aðeins hversu stór
sigurinn yrði og svarið varð
á endanum 4–0. Wayne Roo-
ney átti ekki sinn besta leik
en skoraði þó tvö mörk og er
nú búinn að skora 24 í úrvals-
deildinni. Hann vantar að-
eins tvö mörk til viðbótar til
að jafna sinn besta árangur.
Danny Welbeck og Nani skor-
uðu hin mörkin tvö en heima-
menn hefðu auðveldlega getað
skorað fleiri mörk.
Tevez sjóðheitur hjá City
Barnasálfræði Robertos Manc-
ini hjá Manchester City er
heldur betur að virka. Eftir
að Manchester United náði
átta stiga forskoti fyrir viku
hefur Mancini margítrekað
að baráttan um Englands-
meistaratitilinn sé búin. Leik-
menn hans hafa svarað hon-
um með tveimur stórsigrum
á WBA og Norwich. Meira að
segja eftir sigurinn á Norwich
sagði Mancini: „Þessu er lok-
ið. Munurinn er ekki tvö stig,
heldur fimm stig,“ sagði hann
til að hvetja Villa-menn áfram.
„Þegar þú ert að berjast við
jafnstórkostlegt lið og United
þá er ómögulegt að hafa betur,“
bætti hann við.
Innkoma Carlos Tevez hef-
ur heldur betur gefið City byr
undir báða vængi en hann
skoraði þrennu gegn Nor-
wich og ætlar ekki að gefa tit-
ilinn upp á bátinn. „Þetta er
ekki búið,“ sagði hann í afar
stuttu og sérstöku viðtali við
Sky Sports þar sem hann hirti
kampavínsflöskuna fyrir að
hafa verið valinn maður leiks-
ins og yfirgaf viðtalið.
Tvær vikur í stórleikinn
Munurinn er sum sé fimm stig
á Manchester United og Manc-
hester City. Bæði lið eiga fjóra
leiki eftir þannig að tólf stig eru
í pottinum. Um næstu helgi
mætir City Úlfunum þar sem
spurningin er aðeins hversu
mörg mörk þeir bláu skora.
Manchester United mætir aft-
ur á móti sjóðheitu liði Ever-
ton. Vikuna eftir það er komið
að stórleiknum á Etihad-vell-
inum þar sem City tekur á móti
United. Misstígi United sig að
einhverju leyti gegn Everton
mun City fá möguleika til að
endurheimta toppsætið á sín-
um heimavelli.
Á meðan United lýkur svo
tímabilinu gegn Swansea og
Sunderland sem hafa að engu
að keppa mætir City Newcastle
og QPR sem eru að berjast um
Evrópusæti og við falldraug-
inn, hvort á sínum enda töfl-
unnar.
24 Sport 16. apríl 2012 Mánudagur
Hlátur og grátur hjá Mercedes
n Rosberg vann en Schumacher féll úr keppni
N
ico Rosberg á Mercedes
vann Sjanghækappakst-
urinn í Formúlu 1 sem
fram fór árla sunnu-
dagsmorguns. Rosberg var að
keppa á sínu 111. móti en þetta
var hans fyrsti sigur á ferlin-
um. Helgin var fullkomin fyrir
Þjóðverjann því á laugardaginn
tryggði hann sér einnig sinn
fyrsta ráspól á ferlinum. Hann
leiddi keppnina nánast frá upp-
hafi til enda að undanskildum
nokkrum mínútum þegar bíl-
arnir voru að koma inn á braut-
ina eftir þjónustuhlé.
„Tilfinningin er mögnuð,
ég er samt bara nokkuð ró-
legur. Ég er ótrúlega ánægður
með þetta og virkilega spennt-
ur. Eftir þessu var ég, og auðvi-
tað liðið, búinn að bíða lengi.
Við bjuggumst ekki við því að
bíllinn yrði svona hraðskreið-
ur í dag. Ég vil bara þakka öll-
um starfsmönnum liðsins fyr-
ir að leggja svona hart að sér
og bæta uppsetningu bílsins.
Í fyrstu tveimur mótunum átti
ég erfitt með að náu upp hraða
en eftir breytingar var það allt
annað í þessari keppni,“ sagði
hæstánægður Rosberg eftir
keppnina.
Dagurinn stefndi í að vera
enn betri fyrir Mercedes því
liðsfélagi Rosbergs, sjöfaldi
heimsmeistarinn Michael
Schumacher, var í baráttunni
um fyrstu sætin þegar hann
þurfti að fara inn á þjónustu-
svæðið. Þar misheppnuðust
dekkjaskiptin á hægra fram-
dekki Schumachers algjör-
lega og var honum hleypt of
snemma af stað. Hann fann
aftur á móti fyrir því að ekki
væri allt með felldu og hætti
keppni snarlega. Liðið var
sektað fyrir mistökin en viður-
lögin urðu ekki meiri þar sem
Schumacher brást rétt við.
„Fram að þessu atviki
fannst mér ég stjórna keppn-
inni. Ég hélt öðrum fyrir aft-
an mig og spilaði vel á dekkin.
Auðvitað var þetta leiðinlegur
endir á keppninni og mér líð-
ur illa fyrir hönd strákanna á
þjónustusvæðinu. Þeir leggja
svo hart að sér og gera sitt allra
besta. En svona hlutir geta allt-
af gerst,“ segir Schumacher.
United heldUr velli
n Englandsmeistararnir með fimm stiga forskot þegar fjórir leikir eru eftir
Kemur sterkur inn Carlos Tevez skoraði þrennu gegn Norwich.
2–0 Danny Wel-
beck skoraði annað
mark meistaranna.
Leikirnir
sem liðin
eiga eftir:
Manchester United
Everton (h)
Man. City (ú)
Swansea (h)
Sunderland (ú)
Manchester City
Úlfarnir (ú)
Man. United (h)
Newcastle (ú)
QPR (h)
Sigur Rosberg vann loksins, á 111. móti sínu.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Úrslit
Enski bikarinn
Liverpool - Everton 2-1
0-1 Nikica Jelavic (24.), 1-1 Luis Suarez
(62.), 2-1 Andy Carroll (87.).
Tottenham - Chelsea 1-5
1-0 Didier Drogba (43.), 2-0 Juan Mata(50.) 2-1
Gareth Bale (56.), 3-1 Ramires (77.) 4-1 Frank
Lampard (81.) 5-1 Florent Malouda (94.)
Enska úrvalsdeildin
Norwich - Man. City 1-6
0-1 Carlos Tevez (17.), 0-2 Sergio Aguero
(26.), 1-2 Andrew Surman (50.), 1-3 Carlos
Tevez (72.), 1-4 Sergio Aguero (75.), 1-5
Carlos Tevez (80.), 1-6 Adam Johnson
(90.+3).
Sunderland - Úlfarnir 0-0
Swansea - Blackburn 3-0
1-0 Gylfi Sigurðsson (37.), 2-0 Nathan
Dyer (42.), 3-0 Scott Dann (62. sm).
WBA - QPR 1-0
Graham Dorrans (21.).
Man. United - Aston Villa 4-0
1-0 Wayne Rooney (6. víti), 2-0 Danny
Welbeck (42.), 3-0 Wayne Rooney (72.),
Nani (90.+2.).
Staðan
1 Man. Utd 34 26 4 4 82:28 82
2 Man. City 34 24 5 5 85:27 77
3 Arsenal 33 20 4 9 66:41 64
4 Tottenham 33 17 8 8 57:38 59
5 Newcastle 33 17 8 8 50:42 59
6 Chelsea 33 16 9 8 56:38 57
7 Everton 33 13 8 12 38:34 47
8 Liverpool 33 12 10 11 40:36 46
9 Sunderland 34 11 10 13 42:41 43
10 Fulham 33 11 10 12 43:43 43
11 Norwich 34 11 10 13 47:58 43
12 Swansea 34 11 9 14 38:44 42
13 WBA 34 12 6 16 40:47 42
14 Stoke 33 11 9 13 32:45 42
15 Aston Villa 33 7 14 12 35:48 35
16 QPR 34 8 7 19 38:57 31
17 Wigan 33 7 10 16 31:57 31
18 Bolton 32 9 2 21 36:65 29
19 Blackburn 34 7 7 20 45:73 28
20 Wolves 34 5 8 21 34:73 23
Championship-deildin
Barnsley - Cardiff 0-1
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði
Cardiff en var tekinn af velli á 82. mínútu.
Birmingham - Bristol City 2-2
Burnley - Coventry 1-1
Crystal Palace - Ipswich 1-1
Derby - Middlesbrough 0-1
Doncaster - Portsmouth 3-4
Leeds - Peterborough 4-1
Millwall - Leicester 2-1
Nott. Forest - Blackpool 0-0
Watford - Hull 1-1
West Ham - Brighton 6-0
Staðan
1 Reading 43 26 7 10 66:37 85
2 Southam. 43 24 10 9 77:43 82
3 West Ham 43 22 13 8 76:45 79
4 Birmingham 43 19 14 10 74:49 71
5 Blackpool 43 18 14 11 72:57 68
6 Cardiff 43 17 17 9 61:51 68
7 Middlesb. 43 17 15 11 49:48 66
8 Brighton 43 17 12 14 49:49 63
9 Leicester 43 17 11 15 63:52 62
10 Hull 43 17 11 15 41:40 62
11 Burnley 43 17 9 17 60:53 60
12 Leeds 43 17 9 17 63:64 60
13 Derby 43 17 9 17 47:54 60
14 Watford 43 15 14 14 50:59 59
15 Ipswich 43 16 9 18 65:71 57
16 Cr.Palace 43 13 16 14 42:45 55
17 Millwall 43 13 11 19 49:55 50
18 Peterb. 43 13 9 21 63:71 48
19 Nottingh. F. 43 13 8 22 45:60 47
20 Barnsley 43 13 8 22 48:69 47
21 Bristol City 43 11 11 21 40:66 44
22 Coventry 43 9 13 21 41:58 40
23 Portsmouth 43 12 11 20 47:54 37
24 Doncaster 43 7 11 25 39:77 32
Formúla 1
Sjanghæ-kappaksturinn
Ökumaður Lið Tími
1. N. Rosberg Mercedes 1:36:26.929
2. J. Button McLaren +00:20.626
3. L. Hamilton McLaren +00:26.012
4. M. Webber Red Bull +00:27.924
5. S. Vettel Red Bull +00:30.483
6. R. Grosjean Lotus +00:31.491
7. B. Senna Williams +00:34.597
8. P. Maldonado Williams +00:35.643
9. F. Alonso Ferrari +00:37.256
10. K.Kobayashi Sauber +00:38.720
Stigakeppni ökuþóra
Ökumaður Lið Stig
1. Lewis Hamilton McLaren 45
2. Jenson Button McLaren 43
3. Fernando ALonso Ferrari 37
4. Mark Webber Red Bull 36
5. Sebiastian Vettel Red Bull 28
6. Nico Rosberg Mercedes 25
7. Sergio Peres Sauber 22
8. Kimi Raikkonen Lotus 16
9. Bruno Senna Williams 14
10. Kamui Kobayashi Sauber 9