Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Page 26
26 Fólk 16.apríl 2012 Mánudagur
Varalitur forsætisráðherra slær í gegn
n Plastglas selt á uppboði fyrir 105 þúsund krónur
A
ndri Freyr og Gunna
Dís, stjórnendur út-
varpsþáttarins Virkir
morgnar á Rás 2, tóku
upp á því í þættinum á föstu-
daginn að halda uppboð á
plastglasi með varalit sem Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra var sögð hafa drukkið
úr. Ágóðinn rann til Umhyggju,
félags til stuðnings langveik-
um börnum. „Úr þessum bolla
drakk Jóhanna Sigurðardóttir í
morgun, varaliturinn er henn-
ar og glasið er hér með kom-
ið á uppboð!“ Þessi tilkynning
birtist á Facebook-síðu þáttar-
ins um tíuleytið á föstudags-
morgun. Hlustendur tóku strax
við sér og hófu að bjóða í plast-
málið.
Í raun var um tvö samsett
plastglös að ræða og á þeim var
fagurrauður varalitur. Nokkr-
ir sem sem skrifuðu athuga-
semdir við stöðuppfærsluna
fundu að því að forsætisráð-
herrann hefði notað tvo glös og
það úr plasti. „Er forsetisráð-
herra landsins (og aðrir gestir
RÚV?) látnir drekka úr plast-
máli?!? Hvar er sjálfbærnin og
umhverfisstefnan? Þið í Virkum
morgum verðið að láta til ykkar
taka í þessu máli!“ Skrifaði kona
sem augljóslega var ósátt við
umhverfisstefnu Ríkisútvarps-
ins. Ætla má þó að kaffið sem
Jóhanna drakk hafi verið það
heitt að hún hafi einfaldlega
þurft tvö plastglös til að brenna
sig ekki á fingrunum.
Hart var barist um upp-
boðsgripinn en starfsmenn í
Húsadal í Þórsmörk og 1800 –
Ódýrari upplýsingar um síma-
númer voru þeir fyrstu til að
bjóða af einhverri alvöru í
plastmálin. Sjónlistamiðstöð-
in á Akureyri kom þó sterk inn
undir lok þáttarins um tólfleyt-
ið og hreppti hnossið fyrir 105
þúsund krónur.
solrun@dv.is
Á
miðvikudaginn í síð-
ustu viku staðnæmdist
forsetabíllinn fyrir utan
Gallerí i8 í Tryggva-
götu. Vakti það furðu
vegfarenda sem og blaða-
manna DV sem hafa aðsetur
hinum megin við götuna, þeg-
ar út úr bílnum steig óþekkt
kona með hatt. Hún hélt sína
leið inn í galleríið og á með-
an beið bílstjóri forsetans ró-
legur fyrir utan. Um klukku-
tíma síðar kom annar bíll á
svæðið, svartur jeppi, og út úr
honum steig Dorrit Moussaieff
forsetafrú ásamt hundinum
Sámi. Sá bíll hélt svo sína leið
og eftir að Dorrit hafði sleppt
Sámi lausum í smástund hélt
hún inn í galleríið.
„Þessi kona heitir Louise
Blouin MacBain og er útgef-
andi fjölda alþjóðlegra tíma-
rita um listir, menningu og
hönnun,“ sagði Örnólfur
Thorlacius forsetaritari að-
spurður um hver konan væri.
Louise er góð vinkona Dorrit
og mun hafa verið hér til þess
að kynna sér íslenska list og
menningu. Hún er eigandi Lo-
uise Blouin Media sem er stórt
útgáfufyrirtæki á sviði menn-
ingar og lista og gefur meðal
annars úr tímaritin: Art+Auc-
tion, Gallery Guide, Modern
Painters og Culture+Travel.
„Dorrit er að kynna fyrir henni
íslenska list og hönnun,“ sagði
Örnólfur.
Louise þessi er umsvifa-
mikil í listaheiminum enda
einn stærsti útgefandi lista-
tímarita og vefsíðna auk bóka
á sviði lista og menningar.
Meðal vefsíðna sem Louise
Blouin Media á er artinfo.
com.
Þær Louise og Dor-
rit eyddu hartnær tveimur
klukkustundum inni í gallerí-
inu, var dyrunum læst á með-
an og þeir gestir sem komu að
þurftu frá að hverfa. Þær stigu
svo aftur inn í forsetabílinn
og héldu sína leið ef til vill að
skoða fleiri gallerí en sam-
kvæmt Örnólfi fór Dorrit víða
með Louise.
viktoria@dv.is
Vinir Hér er Louise
ásamt þeim Ólafi og
Dorrit og syni Louise.
Koma út Hér sjást þær Dorrit og Louise koma út úr Gallerí i8. Forsetabíllinn beið þeirra fyrir uta
n.
Sámur Dorrit tók hundinn sinn,
hann Sám, með í galleríið. Hún
sleppti honum lausum í smástund
fyrir utan.
Héldu sína leið Dorrit og Louise
héldu sína leið eftir að hafa eytt
dágóðum tíma í Gallerí i8.
Kynnti sér
íslenska list
Uppboð Plastglas með varalit Jóhönnu Sigurðardóttur var selt Sjónlista-
miðstöðinni á Akureyri fyrir 105 þúsund krónur.
Hart barist Andri Freyr og Gunna
Dís taka upp á ýmsu í útvarpinu.
Baráttan um glasið var mjög hörð.
Biður ekki
um mikið
Ásdís Rán segist ekki biðja
um mikið þegar kemur að
draumaprinsinum. „Ég bið
ekki um mikið. Hann þarf
að vera góður, myndarlegur,
þokkafullur, klár, ævintýra-
maður sem elskar börn.
Hann þarf vissulega að hafa
sterk bein til að standa við
hlið mér og þarf auðvitað að
tríta mig eins og prinsessuna
sína,“ sagði Ásdís Rán hóg-
vær í viðtali við Lífið, fylgirit
Fréttablaðsins, sem kom út á
föstudaginn.
„Vorum
allir á
Kleppi“
Fréttir af bréfi sem gekk
manna á milli á netinu um
það að Svavar Halldórsson,
eiginmaður Þóru Arnórs-
dóttur forsetaframbjóðanda,
hefði ráðist á mann eftir
ball fyrir 20 árum vakti reiði
margra. Þeirra á meðal var
kafteinninn á Halastjörn-
unni, Gylfi Ægisson sjálfur,
sem skrifaði ummæli undir
frétt um málið á DV.is: „Það
er eins gott að við Megas
og Rúnar Þór buðum okkur
ekki fram sem FORSETA.
Við vorum allir á Kleppi og
það rákust margir á hnefana
mína! Ég styð þig Svavar
minn!“ sagði sjóarinn síkáti.
M
y
n
d
ir
S
ig
tr
y
g
g
U
r
A
r
i
n Vinkona Dorritar keyrð um á forsetabílnum n Fékk að sjá íslenska list
Gat ekki
keppt
Snjóbrettakappinn magnaði
Halldór Helgason gat ekki
keppt um helgina þegar tón-
listarveislan og snjóbretta-
mótið AK Extreme fór fram
í heimabæ Halldórs, Akur-
eyri. Fram kemur í Frétta-
blaðinu að Halldór hafi
tognað illa á liðbandi og
verður því frá keppni í nokk-
urn tíma. Hann settist þess í
stað í dómarasæti í keppn-
inni. Annars heppnaðist
helgin vel á Akureyri að sögn
gests sem DV ræddi við.