Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 29
upplýst umræða sem unga fólk- ið gat treyst og tengt sig við. Þessi þáttagerð er mjög táknræn fyrir það sem ég stend fyrir. Mér finnst við eigum að hafa hlutina uppi á borðinu. Að umræðan eigi að fá að eiga sér stað, að upplýsingar séu til góðs og til að taka afstöðu til og ekkert eitt sjónarmið sé réttara en annað. Það skiptir svo miklu máli hvert við beinum athygli okkar. Það stækkar og verður fyrirferðar- meira það sem við veitum mikla athygli. Það gefur því betri raun að stykja það sem er gott og upp- byggilegt á kostnað þess neikvæða sem fær þá að víkja.“ Hamingjan sanna Á síðasta ári lét Ásdís aftur til sín taka í dagskrárgerð. Í þáttunum Hamingjan sanna á Stöð 2 var gerður merkilegur raunveruleika- þáttur á forsendum jákvæðrar sál- fræði. Fylgst var með átta venju- legum Íslendingum freista þess að auka hamingju sína á forsend- um þess að vinna ákveðin verkefni og stunda núvitund í daglegu lífi. Gerð var rannsókn á árangrinum af þessari hamingjuvinnu þátt- takendanna og sýndu niðurstöður merkilega mikla hamingjuaukn- ingu. Þátttakendur tóku Dieners- hamingjuprófið fyrir og eftir námskeiðið, en það er eitt áreið- anlegasta hamingjupróf sem völ er á. Í byrjun voru þátttakendur í hópi 21 prósents óhamingjusöm- ustu manna í heiminum en í lok- in voru þeir orðnir hamingjusam- ari en 83 prósent mannkyns og eru nú í hópi 17 prósenta þeirra ham- ingjusömustu í heiminum. Ásdís fór á ráðstefnu í Moskvu í sum- ar og kynnti niðurstöðurnar sem hafa vakið mikla athygli. „Jákvæð sálfræði er ný hug- myndarfræði þar sem athygli er beint að því sem virkar og að þeim sem gengur vel og eru hamingju- samir og heilbrigðir. Við tölum um að jákvæð sálfræði kynni heil- brigðismódelið, en sjúkdóms- módelið er svo fyrirferðarmikið í okkar samfélagi þar sem athyglin beinist að veikleikum, vandamál- um og því sem aflaga fer. Þegar sjúkdómsmódelið er annars vegar fær vanmáttur, vonbrigði og sekt- arkennd byr undir báða vængi. Það sýnir sig að það gefur svo miklu betri raun að gefa gaum því sem gengur vel og styðja við styrk- leika, sjálfstraust og heilbrigði.“ Fólk skilgreinir sig út frá veikleikum Ásdís segir fræðin vera byltingar- kennd vegna þess að einstaklingar og vestræn samfélög hafa lengst af beint athyglinni að vandamálum og því sem betur má fara samanber sjúkdómsmódelið. „Ég tek betur eftir þessari tilhneigingu eftir að ég áttaði mig á að þetta er ekki lögmál og það má snúa dæminu við. Við tölum um mígreni, gigt, athyglis- brest, meðvirkni, lesblindu, hjón- bandsörðugleika, unglingaveiki og miðaldra krísu en ekki um allt sem er í lagi í lífi okkar og tilveru. Það er svo margt í lagi og svo margt gott til að veita athygli og þakka fyrir.“ Skilnaður Fyrir rúmu ári tók blaðamaður viðtal við Ásdísi og Karl Ágúst á heimili þeirra og ræddi við þau um hamingjuna. Þau ráku stórt heim- ili, eiga samtals fimm börn. Ásdís á tvær stúlkur og Karl á einn son frá fyrra sambandi og saman eiga þau svo tvær stúlkur. Elsta barnið er 30 ára og það yngsta níu ára. Þau komu fyrir sem samheldin og náin hjón og mörgum kom á óvart er þau tóku þá ákvörðun fyrir um ári að slíta samvistum. Blaðamanni eru minnisstæð orð Karls um vináttu þeirra tveggja sem hann sagði veita þeim gleði. „Náin vinátta margfaldar gleðina og helmingar sorgina,“ sagði hann það ekki? „Jú,“ segir Ásdís og bros- ir hæglát. „Og þau orð eiga alveg við. Við erum enn mjög góðir vin- ir. Ég er þakklát fyrir þessi 25 ár sem við áttum saman. Við eigum margt saman og viljum hvort öðru allt það besta.“ Frelsi og óvissa Ásdís segist upplifa frelsi og óvissu. Hún veit ekki hvert þessar miklu breytingar munu leiða hana í lífinu. „Ég þurfti að taka þetta Viðtal 29Helgarblað 2.–4. nóvember 2012 ÚR SKJÓLI HJÓNABANDSINS „Sjón- varpið er stórkostlegur starfsvett- vangur. Ákvað að lifa „Að ætla sér að lifa og leika sér seinna, þegar búið er að ala upp börnin, mennta sig, ná árangri og borga skuldirnar,“ segir Ásdís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.