Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 54
Lokar augunum á meðan hún keyrir 54 Fólk 2.–4. nóvember 2012 Helgarblað n „Það samtal var rólegt og kurteislegt“ Fékk hringingu af Litla-Hrauni Þ egar skýrt var frá því í fréttum síðla árs 2007 að Ragnhildur Sverrisdóttir væri að skrifa bók um Pól- stjörnumálið svokallaða, aðeins örfáum vikum eftir að það upplýstist, fékk hún upphringingu frá Litla-Hrauni. Hinir grunuðu höfðu eðlilega nokkurn áhuga á að vita hvað um þá yrði skrifað. „Það samtal var rólegt og kurteislegt. Auðvitað hafði ég fullan skiln- ing á þessari forvitni þeirra, mál- ið snerti þá meira en aðra,“ segir Ragnhildur en næsta mánudag verður fjallað ítarlega um Pól- stjörnumálið, eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl í sögu Íslands, í Sönnum íslenskum sakamálum en Ragnhildur skrifaði handritið að þættinum. „Það merkilegasta við Pólstjörnumálið sem sakamál er hversu umfangsmikil rannsóknin í raun og veru var,“ segir Ragnhildur. Umfangsmikil rannsókn Að morgni 20. september 2007 sigldi skúta inn Fáskrúðsfjörðinn drekkhlaðin fíkniefnum. Áhöfn skútunnar vissi ekki að lögreglu- menn fíkniefnadeildar ríkis- lögreglustjóra höfðu fylgst með ferðum skútunnar og biðu átekta eftir þeim við höfnina. Rann- sókn og eftirlit með ferðum hinna grunuðu hafði þá staðið yfir í um tíu mánuði. Að henni komu ekki aðeins starfsmenn fíkniefnadeild- ar, heldur einnig lögreglumenn úr öðrum deildum lögreglunnar, starfsmenn Landhelgisgæslunn- ar, sem lagði til hvorki meira né minna en heilt varðskip, lögreglu- menn í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Noregi og Póllandi, Evrópulögreglan (Europol) og áhöfn danska herskipsins Tríton. Eltir í Tívolí Ragnhildur segir að eftirlit með hinum grunuðu hafi verið það mikið að lögreglumenn fylgdu dópsmyglurunum eftir á kaffihús og veitingastaði og vissi í raun alltaf hvar þeir gistu og hvert þeir ferðuðust. „Þeir voru meira að segja eltir í Tívolí í Kaupmanna- höfn og tveir þeirra myndaðir þar sem þeir komu hinir kátustu úr risarússibananum Dæmonen (Djöflinum). Ef þeir fóru yfir landamæri var lögreglan í næsta landi tilbúin að taka við eftirför- inni. Þannig var hægt að kort- leggja ferðir þeirra mjög nákvæm- lega,“ segir Ragnhildur. Gott skipulag Áhöfn skútunnar var handtekin auk félaga þeirra sem beið á bryggjunni. „Á sama tíma voru menn handteknir í Reykjavík, en líka í Færeyjum, Danmörku og Noregi. Það þurfti mikið og gott skipulag til að þetta gengi allt upp á sama tíma,“ segir Ragnhildur en Pólstjarnan er þriðji þátturinn í þáttaröðinni Sönn íslensk saka- mál og fer í loftið klukkan 21.30 á mánudagskvöldið á Skjá Ein- um. n Skilningsrík „Auðvitað hafði ég fullan skilning á þessari forvitni þeirra, málið snerti þá meira en aðra,“ segir Ragnhildur sem skrifaði handrit að þætti Sannra íslenskra sakamála um eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl í sögu Íslands. n Tróð upp í klúbbi í Bógóta S öngvarinn Geir Ólafsson er nýkominn heim frá Kól- umbíu. Hann heimsótti höfuðborgina Bógóta þar sem hann tróð upp í klúbbnum Metropolitan Club. Hann vakti mikla athygli í Kólumbíu þar sem hann mætti í viðtöl og kynnti væntanlega plötu sína en hún kemur út í mánuðinum. „Það var með ólíkindum hvað mér var vel tekið og ég fékk mikla umfjöllun,“ segir Geir um heimsókn sína. n Geir Ólafs vinsæll í Kólumbíu Segja nei við Gangnam Style n Stofnuð hefur verið Facebook-síða gegn notkun lagsins í áramótaskaupinu L agið Gangnam Style með suðurkóreska tónlistarmann- inum PSY hefur slegið í gegn um allan heim frá því í sumar. Vinsældir lagsins á Íslandi hafa ver- ið töluverðar en því fylgir einnig skemmtilegur dans sem þeir allra hörðustu hafa lært utan að. Ein- hverjum finnst þó nóg um og vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að lagið verði notað í áramótaskaup- inu eins og gjarnan gerist með lög sem ná miklum vinsældum. Stofn- uð hefur verið Facebook-síða undir yfirskriftinni „Við segjum NEI við Gangnam Style í Skaupinu 2012“ og tæpum sólarhring eftir að hún fór í loftið höfðu tæplega 800 manns skráð sig á síðuna. „Það eru og verða allir orðnir löngu þreyttir á þessu lagi í lok árs og ef það kemur í Skaupinu mun það eyðileggja ára- mót okkar allra. Plís ekki meir!“ segja aðstandendur síðunnar. Meðal þeirra sem kunna að meta framtakið eru Marta Mar- ía Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlands á mbl.is, Andrés Jóns- son almannatengill og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og plötuútgefandi. n S öngkonan Sóley æfði bæði handbolta og fótbolta fram á unglingsár, en hún segir þó í samtali við Monitor að hún hafi ekki neitt keppnisskap og hefði því aldrei getað náð langt í þeim íþróttagreinum. „Ég myndi bara loka augunum ef ég stæði í marki. Ég loka alla- vega alltaf augunum þegar ég keyri í sveitinni og fugl flýgur framhjá bíln- um. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég á ekki bíl,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera laus við keppnis skapið finnst henni gott að setja sér persónuleg markmið. Það henti henni betur. Sóley leggur upp í tveggja vikna tónleikaferðalag með hljóm- sveitinni Of Monsters and Men um Bandaríkin og Kanada þann 14. nóvember næstkomandi. n n Sóley lokar augunum þegar fugl flýgur fram- hjá bílnum Með getnaðarlim sem hilluskraut H raðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson búa saman í gömlu íbúðinni hans Ásgeirs Kolbeinssonar, en Smartland kíkti í heimsókn til þeirra á dögunum. Myndband frá heimsókninni birtist á síðunni og vakti skot af hillusamstæðu tölu- verða athygli fyrir þær sakir að þar stóð afsteypa af getnaðarlimi eins og hvert annað hilluskraut. Í aug- um einhverra leit þetta út eins og hrekkur en svo var þó ekki. Í samtali við DV segir Benedikt getnaðarlim- inn vera hilluskraut hjá þeim félög- um, en hann eigi sér sögu. „Þetta er leikmunur sem var notaður í skóla- vídeóum í Versló í gamla daga,“ út- skýrir hann. Þeir félagar gerðu sér ekki grein fyrir því að það gæti litið einkenni- lega út að limurinn væri í hillunni. „En það er smá skrýtið,“ viðurkennir Benedikt svona eftir á. n n Gerðu sér ekki grein fyrir að þetta væri skrýtið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.