Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 33
Úttekt 33Helgarblað 2.–4. nóvember 2012 1.sæti Grillmarkaðurinn n „Gæði og skemmtilegt umhverfi. Ekki spurning – einn af þeim betri með tilliti til þeirra þátta.“ n „Ótrúleg bragðupplifun.“ n „Flottur staður ef maður vill gera vel við sig. Mjög góður matur og góð stemming. Góðir hamborgarar í hádeginu.“ n „Grillmarkaðurinn hennar Hrefnu Sætran ber höfuð og herðar yfir flesta aðra staði. Hvernig hún blandar hráefnunum saman og ber þau fram er alveg ævintýralegt. Fallegur staður, unun fyrir fagurkera. Flottur staður þar sem þú þarft ekki borga hvítuna úr augunum ef þig langar að kíkja út í einn eða tvo smárétti.“ n „Ég elska hversu ótrúlega íslenskur þessi staður er. Upplifun út af fyrir sig, maturinn alls ekki síðri en staðurinn sjálfur. Mæli sérstaklega með hádegistil- boðinu á hamborgara.“ n „Stendur upp úr í mínum huga um þessar mundir – afbragðsgóður matur, flott umhverfi, vinaleg þjónusta og gott verð.“ Bestu veitingastaðir landsins 5.–10. sæti Indian Curry Hut n „Er, þrátt fyrir lágstemmdan prófíl og aðeins örfáa fermetra, eitthvert mikilvægasta framlagið til fjölmenningarlegra veitingastaða á landinu. Ekki skaðar að hann sé á Akureyri. Starfsfólkið er alltaf í góðu skapi, maturinn einfaldlega fullkominn og staðsetningin í hjarta miðbæjarins á sinn þátt í því að gera Akureyrarbæ að borg.“ n „Engin spurning! Staðurinn lætur lítið yfir sér en inni leynist besti indverski matur norðan Alpafjalla.“ 5.–10. sæti Steikhúsið n „Alvöru djúsí matur.“ n „Ótrúlegt nokk þá eru grænmetisréttir þeirra frábærir og steikin líka einstök. Rib eye meyrt á sérstakan máta, kolaofn og sætkartöflufranskar með, það er uppáhaldið mitt þegar ég vil borða eins og trukkabílstjóri frá Suðurríkjunum sem var að fá lottóvinning.“ Álitsgjafar Arndís Bergsdóttir pistlahöfundur Björn Þorláksson ritstjóri Elín Jónsdóttir viðskiptafræðingur Elín Hirst fjölmiðlakona Greta Salóme tónlistarkona Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Gurrý Haraldsdóttir ritstjóri Halla Guðmundsdóttir verslunarstjóri Hallur Gunnarsson tölvunarfræðingur Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri FKA Íris Kristinsdóttir söng- og leikkona Katrín Bessadóttir fjölmiðlakona Nadia Katrín Banine fjölmiðlakona Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fjölmiðlakona Svavar Örn útvarpsmaður Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður Tobba Marinós fjölmiðlakona Valur Heiðar Sævarsson tónlistarmaður Vigdís Garðarsdóttir söngkona 5.–10. sæti Fiskmarkaðurinn n „Mjög traustur. Maturinn þar er á góðum standard á alþjóðlegan mælikvarða.“ n „Eins og ég þoli ekki „fusion“ það er froðu, gervisnjó, turn og á beði þá er er eitthvað svo dásamlegt við Fiskmarkaðinn.“ 5.–10. sæti Þrír frakkar n „Fer alltaf með útlendinga þang- að. Lítill og kósí þar sem maturinn er þjóðlegur en í topp gæðum. Súperþjónusta ár eftir ár.“ n „Rosalega traustur. Toppmatur og sá staður sem maður mælir undan- tekningarlaust með við útlendinga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.