Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 2.–4. nóvember 2012 Helgarblað bókhaldi félagsins síðustu tvo daga, fundið neinar sannanir fyrir misnotkun á reikningum eða við­ skiptasamböndum félagsins. Slík ætlun virðist þó koma fram í tölvu­ pósti frá Guðmundi Erni. Jón meðmælandi Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var Jón Gunnars­ son einn af meðmælendum Guð­ mundar Arnar Jóhannssonar þegar hann var ráðinn sem fram­ kvæmdastjóri samtakanna fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í um­ sókn Guðmundar Arnar þar sem Jón er tilgreindur sem meðmæl­ andi. Um þetta segir Hörður: „Jón Gunnarsson er einn af meðmæl­ endum Guðmundar Arnar. Hann er fyrrverandi formaður og fram­ kvæmdastjóri Landsbjargar. Auð­ vitað eru sumir menn áhrifa­ meiri en aðrir og þar á meðal er Jón Gunnarsson mjög áhrifamik­ ill, líkt og fyrri framkvæmdastjórar og formenn,“ segir Hörður. Hann segir hins vegar að engin form­ leg samskipti hafi átt sér stað á milli á stjórnar Landsbjargar og Jóns Gunnarssonar áður en fram­ kvæmdastjórinn var ráðinn. Hörður segist ekki muna eftir því hvort hann ræddi sérstaklega við Jón Gunnarsson um ráðn­ ingu framkvæmdastjóra. „Ég fæ símtöl frá fjölda fólks. Ég er búinn að fá símtöl frá Jóni um alls kon­ ar mál en ég man ekki hvort við ræddum saman um þetta tiltekna mál, ég man það bara ekki. Það voru allir að reyna að hafa áhrif á mig um hver yrði ráðinn fram­ kvæmdastjóri,“ segir Hörður. Sjálfur segist Jón ekki hafa kom­ ið að ráðningu Guðmundar Arnar: „Nei, ég er ekki með nein ítök í stjórninni. Ég þekki auðvitað þetta fólk meira og minna enda var ég formaður þessa félags og fram­ kvæmdastjóri,“ segir Jón. „Það er bara stjórnin sem sér um að ráða fólk. Ég hef ekkert með það að gera að hann var ráðinn sem fram­ kvæmdastjóri. Menn vita alveg að ég þekki Guðmund, við unnum saman á Stöð 2 og erum hluti af stórum vinahópi, en ég kom ekk­ ert að þessari ráðningu.“ Jón seg­ ist enn frekar ekki hafa komið að neinum viðskiptum með Guð­ mundi Erni í gegnum tíðina. „Í viðskiptum höfum við engin sam­ skipti átt; ég hef ekki verið í nein­ um rekstri með honum.“ Tekið skal fram að Guðmund­ ur Örn var talinn hafa staðið sig vel við söluna á Neyðarkallinum síðastliðin ár og kann það að hafa spilað inn í ákvörðunina um að ráða hann. Ráðgjafarfyrirtæk­ ið sem sá um ráðningu á framkvæmdastjóranum, Intell­ ecta, hafði hins vegar ekki sam­ band við Jón til að spyrja hann út í persónu Guðmundar Arnar. Þeir sem fóru yfir umsókn hans sáu hins vegar að Jón Gunnars­ son mælti með Guðmundi Erni. Intellecta valdi 20 umsækjendur um stöðuna úr þeim 56 sem sóttu um, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Stjórn félagsins fór svo yfir umsóknirnar 20 og fækk­ aði þeim þá niður í 10. Stjórnin fækkaði þessum tíu svo niður í sjö umsækjendur og tók stjórnin við­ töl við þá ásamt starfsmanni Intell­ ecta. Eftir þau viðtöl stóðu tveir umsækjendur eftir, Guðmundur Örn og annar til. Samkvæmt upp­ lýsingum frá Landsbjörg kaus öll stjórnin svo á milli þessara tveggja umsækjenda, eftir að hafa tekið við þá viðtöl, og var Guðmundur Örn fyrir valinu. Stjórnin blekkt Guðmundur Örn sagði blaða­ manni DV frá því á þriðjudaginn að hann hefði sagt stjórn Lands­ bjargar frá því áður en hann var ráðinn að hann hefði tapað mikl­ um peningum á fasteignaviðskipt­ um og ætti í deilum út af því. „Ég var búinn að segja stjórninni frá því áður en ég var ráðinn að ég hefði verið í þessum viðskiptum og tapað peningum á því,“ segir Guðmundur Örn. Tekið skal skýrt fram að viðskiptin sem um ræddi voru „fasteignaviðskipti“ sam­ kvæmt Guðmundi en ekki gjald­ eyrisviðskipti. Bóas neitar því þó að hafa átt í fasteignaviðskiptum með Guðmundi Erni. Miðað við þetta var stjórn Landsbjargar upplýst um við­ skiptasögu Guðmundar Arnar að hluta áður en hann var ráðinn. Sú viðskiptasaga snérist hins vegar um fasteignaviðskipti en ekki gjaldeyrisviðskipti. Á þessu tvennu verður þó að teljast vera grund­ vallarmunur og má fullyrða að það sé afar líklegt að stjórn Lands­ bjargar hefði ekki ráðið Guðmund Örn til starfa ef ferill hans í gjald­ eyrisviðskiptum hefði verið kunn­ ur henni, líkt og formaður stjórnar­ innar segir: „Ef ég hefði vitað þetta á sínum tíma þá hefði hann aldrei sest í þennan framkvæmdastjóra­ stól.“ Svo virðist vera sem eitt af lykil­ atriðum Landsbjargarmálsins sé að stjórn félagsins hafi ekki verið nægilega meðvituð um fortíð Guð­ mundar Arnar í viðskiptum þegar hann var ráðinn til starfa hjá sam­ tökunum. Líkt og hann sagði sjálf­ ur í viðtali við DV á þriðjudaginn: „Það sem ég er reiðastur út af eru ásakanirnar gagnvart Landsbjörg. Það er fölsunin í dæminu. Hitt er bara bisness sem menn geta litið á hvernig sem er en þetta tengist Landsbjörg ekki neitt. Þá var ég ekki í starfi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ég er ekki dæmd­ ur maður og hef ekki gert neitt ósiðlegt. Þetta eru bara viðskipti sem voru á sínum tíma, árið 2010.“ Þessum „bisness“ sem um ræð­ ir í máli Guðmundar Arnar virð­ ist hafa verið haldið leyndum fyrir stjórn Landsbjargar í ráðn­ ingarferlinu. Svo þegar upp kemst um þessa viðskiptasögu fram­ kvæmdastjórans kemur þessi for­ tíð sér illa fyrir samtökin; samtök sem njóta mest trausts allra fyrir­ tækja, lögaðila og félagasamtaka á Íslandi, samkvæmt könnunum, og hafa það að markmiði að hjálpa fólki þegar það lendir í erfiðleikum úti í harðri náttúru Íslands: Gróða­ brall er ekki í eðli Landsbjargar. En blettur er kominn á hreinlynda sál samtakanna fyrir vikið þó ómak­ legt sé að láta slíkan félagsskap gjalda fyrir vafstur eins manns. n Kallar á skoðun Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að atriðin sem fram koma í myndbandinu kalli yfirleitt á skoðun rannsóknaraðila. Þrír skipuleggjendur Að sögn Bóasar voru þrír aðilar sem héldu utan um gjaldeyrisvið- skiptin; hann sjálfur, Guðmundur Örn Jóhannsson og Sigurður Kolbeinsson. „Þetta eru allt nafn- togaðir einstak- lingar og pening- arnir sem notaðir eru í þessu gjald- eyrisbraski eru ekki illa fengnir: Þetta er ekki illa fengið fé. Bóas Ragnar Bóasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.