Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Síða 18
18 Fréttir 2.–4. nóvember 2012 Helgarblað bókhaldi félagsins síðustu tvo daga, fundið neinar sannanir fyrir misnotkun á reikningum eða við­ skiptasamböndum félagsins. Slík ætlun virðist þó koma fram í tölvu­ pósti frá Guðmundi Erni. Jón meðmælandi Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var Jón Gunnars­ son einn af meðmælendum Guð­ mundar Arnar Jóhannssonar þegar hann var ráðinn sem fram­ kvæmdastjóri samtakanna fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í um­ sókn Guðmundar Arnar þar sem Jón er tilgreindur sem meðmæl­ andi. Um þetta segir Hörður: „Jón Gunnarsson er einn af meðmæl­ endum Guðmundar Arnar. Hann er fyrrverandi formaður og fram­ kvæmdastjóri Landsbjargar. Auð­ vitað eru sumir menn áhrifa­ meiri en aðrir og þar á meðal er Jón Gunnarsson mjög áhrifamik­ ill, líkt og fyrri framkvæmdastjórar og formenn,“ segir Hörður. Hann segir hins vegar að engin form­ leg samskipti hafi átt sér stað á milli á stjórnar Landsbjargar og Jóns Gunnarssonar áður en fram­ kvæmdastjórinn var ráðinn. Hörður segist ekki muna eftir því hvort hann ræddi sérstaklega við Jón Gunnarsson um ráðn­ ingu framkvæmdastjóra. „Ég fæ símtöl frá fjölda fólks. Ég er búinn að fá símtöl frá Jóni um alls kon­ ar mál en ég man ekki hvort við ræddum saman um þetta tiltekna mál, ég man það bara ekki. Það voru allir að reyna að hafa áhrif á mig um hver yrði ráðinn fram­ kvæmdastjóri,“ segir Hörður. Sjálfur segist Jón ekki hafa kom­ ið að ráðningu Guðmundar Arnar: „Nei, ég er ekki með nein ítök í stjórninni. Ég þekki auðvitað þetta fólk meira og minna enda var ég formaður þessa félags og fram­ kvæmdastjóri,“ segir Jón. „Það er bara stjórnin sem sér um að ráða fólk. Ég hef ekkert með það að gera að hann var ráðinn sem fram­ kvæmdastjóri. Menn vita alveg að ég þekki Guðmund, við unnum saman á Stöð 2 og erum hluti af stórum vinahópi, en ég kom ekk­ ert að þessari ráðningu.“ Jón seg­ ist enn frekar ekki hafa komið að neinum viðskiptum með Guð­ mundi Erni í gegnum tíðina. „Í viðskiptum höfum við engin sam­ skipti átt; ég hef ekki verið í nein­ um rekstri með honum.“ Tekið skal fram að Guðmund­ ur Örn var talinn hafa staðið sig vel við söluna á Neyðarkallinum síðastliðin ár og kann það að hafa spilað inn í ákvörðunina um að ráða hann. Ráðgjafarfyrirtæk­ ið sem sá um ráðningu á framkvæmdastjóranum, Intell­ ecta, hafði hins vegar ekki sam­ band við Jón til að spyrja hann út í persónu Guðmundar Arnar. Þeir sem fóru yfir umsókn hans sáu hins vegar að Jón Gunnars­ son mælti með Guðmundi Erni. Intellecta valdi 20 umsækjendur um stöðuna úr þeim 56 sem sóttu um, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Stjórn félagsins fór svo yfir umsóknirnar 20 og fækk­ aði þeim þá niður í 10. Stjórnin fækkaði þessum tíu svo niður í sjö umsækjendur og tók stjórnin við­ töl við þá ásamt starfsmanni Intell­ ecta. Eftir þau viðtöl stóðu tveir umsækjendur eftir, Guðmundur Örn og annar til. Samkvæmt upp­ lýsingum frá Landsbjörg kaus öll stjórnin svo á milli þessara tveggja umsækjenda, eftir að hafa tekið við þá viðtöl, og var Guðmundur Örn fyrir valinu. Stjórnin blekkt Guðmundur Örn sagði blaða­ manni DV frá því á þriðjudaginn að hann hefði sagt stjórn Lands­ bjargar frá því áður en hann var ráðinn að hann hefði tapað mikl­ um peningum á fasteignaviðskipt­ um og ætti í deilum út af því. „Ég var búinn að segja stjórninni frá því áður en ég var ráðinn að ég hefði verið í þessum viðskiptum og tapað peningum á því,“ segir Guðmundur Örn. Tekið skal skýrt fram að viðskiptin sem um ræddi voru „fasteignaviðskipti“ sam­ kvæmt Guðmundi en ekki gjald­ eyrisviðskipti. Bóas neitar því þó að hafa átt í fasteignaviðskiptum með Guðmundi Erni. Miðað við þetta var stjórn Landsbjargar upplýst um við­ skiptasögu Guðmundar Arnar að hluta áður en hann var ráðinn. Sú viðskiptasaga snérist hins vegar um fasteignaviðskipti en ekki gjaldeyrisviðskipti. Á þessu tvennu verður þó að teljast vera grund­ vallarmunur og má fullyrða að það sé afar líklegt að stjórn Lands­ bjargar hefði ekki ráðið Guðmund Örn til starfa ef ferill hans í gjald­ eyrisviðskiptum hefði verið kunn­ ur henni, líkt og formaður stjórnar­ innar segir: „Ef ég hefði vitað þetta á sínum tíma þá hefði hann aldrei sest í þennan framkvæmdastjóra­ stól.“ Svo virðist vera sem eitt af lykil­ atriðum Landsbjargarmálsins sé að stjórn félagsins hafi ekki verið nægilega meðvituð um fortíð Guð­ mundar Arnar í viðskiptum þegar hann var ráðinn til starfa hjá sam­ tökunum. Líkt og hann sagði sjálf­ ur í viðtali við DV á þriðjudaginn: „Það sem ég er reiðastur út af eru ásakanirnar gagnvart Landsbjörg. Það er fölsunin í dæminu. Hitt er bara bisness sem menn geta litið á hvernig sem er en þetta tengist Landsbjörg ekki neitt. Þá var ég ekki í starfi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ég er ekki dæmd­ ur maður og hef ekki gert neitt ósiðlegt. Þetta eru bara viðskipti sem voru á sínum tíma, árið 2010.“ Þessum „bisness“ sem um ræð­ ir í máli Guðmundar Arnar virð­ ist hafa verið haldið leyndum fyrir stjórn Landsbjargar í ráðn­ ingarferlinu. Svo þegar upp kemst um þessa viðskiptasögu fram­ kvæmdastjórans kemur þessi for­ tíð sér illa fyrir samtökin; samtök sem njóta mest trausts allra fyrir­ tækja, lögaðila og félagasamtaka á Íslandi, samkvæmt könnunum, og hafa það að markmiði að hjálpa fólki þegar það lendir í erfiðleikum úti í harðri náttúru Íslands: Gróða­ brall er ekki í eðli Landsbjargar. En blettur er kominn á hreinlynda sál samtakanna fyrir vikið þó ómak­ legt sé að láta slíkan félagsskap gjalda fyrir vafstur eins manns. n Kallar á skoðun Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að atriðin sem fram koma í myndbandinu kalli yfirleitt á skoðun rannsóknaraðila. Þrír skipuleggjendur Að sögn Bóasar voru þrír aðilar sem héldu utan um gjaldeyrisvið- skiptin; hann sjálfur, Guðmundur Örn Jóhannsson og Sigurður Kolbeinsson. „Þetta eru allt nafn- togaðir einstak- lingar og pening- arnir sem notaðir eru í þessu gjald- eyrisbraski eru ekki illa fengnir: Þetta er ekki illa fengið fé. Bóas Ragnar Bóasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.