Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 29. júní 2011 Miðvikudagur Tólf hlutafélög, þar af átta í eigu fyrrverandi stjórnenda Sparisjóða- bankans, síðar Icebank, fengu rúm- lega 1.400 milljónir króna lánað- ar með kúlu lánum frá Sparisjóði Keflavíkur til hlautabréfakaupa í Sparisjóðabankanum. Öll félögin eru í dag gjaldþrota og er næsta víst að litlar sem engar endurheimtur verða vegna umræddra lána. Fjármálaeftirlitið gerði athuga- semdir við lánveitingarnar frá sparisjóðnum og veðin að baki þeim í september 2008, þegar veðin virtust verðlaus. Það var vegna þess að fyrir voru lánveitingar með veði í fyrsta veðrétti en lán sparisjóðsins voru með 2. veðrétt að baki. Þau lán voru hærri en virði bréfanna. Eng- ar aðrar tryggingar voru fyrir lán- unum og í lánasamningunum var ekki gert ráð fyrir veðköllum við lækkun á virði veðanna. Sparisjóð- urinn í Keflavík var því algjörlega berskjaldaður fyrir verðlækkun á hlutabréfum Sparisjóðabankans. Ef verðmæti bréfanna lækkaði niður fyrir það sem lánað var fyrir kaup- unum var ljóst að sparisjóðurinn þyrfti að afskrifa skuldir félaganna úr bókum bankans. Sú varð einmitt raunin og er hluti af skýringunni á bak við gríðarlega eignarýrnun sem átti sér stað innan bankans. Auk þess að hafa lánað til hlutabréfa- kaupa í Icebank var Sparisjóður- inn í Keflavík stór hluthafi í bankan- um. Félagið átti í lok maí 2008 rúma fimm milljarða í bréfum Sparisjóða- bankans, sú eign var 28 prósent af eiginfjárgrunni sparisjóðsins. Átta félög í eigu stjórnenda Af þessum 12 hlutafélögum sem fengu lánað til hlutabréfakaupa í Sparisjóðabankanum voru átta í eigu fyrrverandi stjórnenda Spari- sjóðabankans. Lista yfir félögin, skuldir þeirra og hverjir voru eig- endur félaganna má hér til hlið- ar. Breiðu tangi ehf., félag Finns Sveinbjörnssonar fyrrverandi for- stjóra bankans, skuldaði 101 millj- ón, Infestus Holding, sem var í eigu Sigurðar Smára Gylfasonar framkvæmdastjóra hjá bankanum, skuldaði 172 milljónir líkt og Sparta Holding, félag sem var í eigu Aðal- steins Gunnars Jóhannssonar, ann- ars framkvæmdastjóra hjá bank- anum. Þeir Aðalsteinn og Sigurður stofnuðu saman árið 2003 Behrens fyrirtækjaráðgjöf sem Sparisjóða- bankinn keypti af þeim félögum árið 2007 og síðar sama ár voru þeir gerðir að framkvæmdastjórum inn- an bankans. Í dag starfa þeir sam- an við fyrirtækjaráðgjöf í félaginu Urðarsteinn þar sem þeir eru einnig meðeigendur. Agnar Hansson, fyrr- verandi forstjóri Icebank, átti svo félagið HDH Invest sem skuldaði sparisjóðnum rúma 71 milljón. Auk þess voru tvö önnur félög, Bergið ehf. og SM1 ehf., með sterk eignatengsl við bæði Sparisjóðinn í Keflavík og Icebank. DV hefur áður fjallað um umrædd félög. Steinþór Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, voru á meðal eigenda Bergsins. SM1 var á þessum tíma í eigu félags- ins Suðurnesjamenn. Þar á bak við voru meðal annars þeir Grímur Sæ- mundsen, forstjóri Bláa lónsins og einn af eigendum þess, og Þorsteinn Erlingsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Sparisjóðsins í Keflavík. Áður hefur verið greint frá því í DV að Run- ólfur Ágústsson, fyrrverandi um- Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Fengu kúlulán Félög þeirra Finns Sveinbjörnssonar, Agnars Hans- sonar, Steinþórs Jónssonar, Gríms Sæmundsen og Runólfs Ágústs- sonar fengu öll kúlulán til kaupa á hlutabréfum í Icebank. Öll félögin eru gjald- þrota í dag. Félag Eigandi Lán í kr. Staða í dag Upp í lýstar kröfur Breiðutangi ehf Finnur Sveinbjörnsson 101.633.746 Gjaldþrota Óvíst G-Tveir ehf Hafdís Karlsdóttir 40.653.498 Gjaldþrota Óvíst HDH Invest Agnar Hansson 71.143.638 Gjaldþrota Óvíst Infestus Holding Sigurður Smári Gylfason 172.179.526 Gjaldþrota Óvíst Lagos ehf Gunnar Svavarsson 71.143.637 Gjaldþrota Óvíst Óseki Ólafur Styrmir Ottósson 15.245.094 Gjaldþrota Óvíst Saltsalan Anna Þ. Reynisdóttir 25.408.436 Gjaldþrota Óvíst Sparta Holding Aðalsteinn Gunnar Jóhannssonar 172.179.526 Gjaldþrota Óvíst Bergið ehf Steinþór Jónsson, Jónmundur Guðmarsson og fleiri 363.490.177 Gjaldþrota Óvíst SM1 ehf Suðurnesjamenn (Þorsteinn Erlingsson, Grímur Sæmundsen) 363.490.177 Gjaldþrota Óvíst Obduro ehf Runólfur Ágústsson, Steinbergur Finnbogason 38.205.015 Gjaldþrota Óvíst Fjárfestingafélagið Sveinn Hannesson, Gunnar Bragason, Sproti Jón Steindór Valdimarsson, Ingi Arason, Pétur Valdimarsson, Elías Ólafsson, Benoný Ólafsson, Haukur Valdimarsson, Ómar Þórðarson, Jón Ísaksson 18.913.349 Gjaldþrota 1% Gjaldþrota félög sem fengu kúlulán frá sparisjóðnum: Skiptalok í Fjárfestingarfélaginu Sprota fóru fram í desember síðast- liðnum og kom þá í ljós að eignir upp í lýstar kröfur námu einungis um 1 pró- senti. Eignir í þrotabúinu voru einungis um 2,4 milljónir á meðan kröfur höfðu verið gerðar í búið fyrir um 242 milljónir króna. Þetta kom fram í Lögbirtinga- blaðinu. Á bak við Fjárfestingarfélagið Sprota voru tíu eigendur sem áttu tíu prósent hver í félaginu. Félagið hafði fengið kúlulán til kaupa á hlutabréfum í Icebank frá Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóði Mýrasýslu eins og lesa má út úr skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfsemi Sparisjóðins í Keflavík. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2007 kemur fram að bréfin í Icebank eru eina eign félagsins fyrir utan handbært fé. Í ársreikningi eru bréfin metin á um 124 milljónir króna á meðan skuldir félagsins námu um 162 milljónum króna. Ári síðar, í lok árs 2008, voru bréfin talin verðlaus og félagið skuldaði samtals rúmlega 250 milljónir. Nánast engar eignir voru eftir í félaginu fyrir kröfuhafa til að endurheimta kröfur sínar, einungis handbært fé fyrir rúmlega tvær milljónir. Á meðal eigenda Fjárfestingarfélags- ins Sprota voru þeir Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Haukur Valdimarsson læknir, Benoný Ólafsson forstjóri Gámaþjónustunnar, Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, Pétur Valdimarsson fjármálastjóri Gámaþjónustunnar og fimm aðrir háttsettir starfsmenn Gámaþjónust- unnar. Stjórn félagsins skipuðu þeir Jón Steindór, Sveinn og Elías Ólafsson, sem var einnig á meðal eigenda. Jón Steindór tók í mars síðastliðnum, þremur mánuðum eftir að skiptalok í hinu gjaldþrota félagi fóru fram, sæti í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Hann situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd Lífeyris- sjóð verslunarmanna. Jón Steindór gegnir nú starfi varaformanns sjóðsins eftir að ný stjórn var kjörin í maí. Fram- takssjóðurinn er samlagshlutafélag sextán lífeyrissjóða á Íslandi sem var stofnaður árið 2009 til að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs, eins og það er orðað á heimasíðu sjóðsins. Lífeyrissjóðirnir sextán sem eru stofnendur sjóðsins ráða saman yfir 64 prósentum af heildareignum lífeyris- sjóða á Íslandi. Heildareignir framtaks- sjóðsins námu um 5,6 milljörðum í árslok 2010. Gjaldþrot upp á 240 milljónir: Settist í stjórn Framtaks- sjóðsins eftir gjaldþrot Frá gjaldþroti í stjórn Framtaks- sjóðsins Jón Steindór Valdimarsson var einn af eigendum Fjárfestingarfélagsins Sprota. Þremur mánuðum eftir skiptalok félagsins settist hann í stjórn Framtakssjóðs Íslands. „Runólfur seldi félagið áður en hann var ráðinn sem umboðsmaður skuldara. Verðlaus veð fyrir lánum stjórnenda n Lán til stjórnenda Sparisjóðabankans á lista FME n Kúlulán fyrir 1,4 milljarða n FME gagnrýndi Sparisjóðinn harðlega fyrir lánveitinguna n Öll félögin eru gjaldþrota í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.