Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 26
26 | Fókus 29. júní 2011 Miðvikudagur Handboltakappinn Ólafur Stefánsson fór í Fjallalamb á Kópaskeri: Ætlaði að kaupa skrokk Handknattleiksmaðurinn ástsæli Ólafur Stefánsson er þessa dagana á hringferð um landið. Fram hefur komið í fjölmiðlum að hann ætli að taka sér þrjár vikur til ferðarinnar og að hann hafi ekki annað lesefni með- ferðis en íslenskar þjóðsögur. Um síðustu helgi sást til Ólafs á Vestfjörðum en á mánudag var hann kominn til Kópaskers, þar sem hann birtist í sláturhúsinu Fjallalambi. Þar ætlaði hann að láta saga fyr- ir sig lambskrokk en hafði ekki er- indi sem erfiði, þar sem klukkan var í þann mund að slá fjögur. Klukkan fjögur er sögin tekin niður og þrifin. „Við kippum okkur ekkert upp við að merkilegir menn komi og kaupi kjöt hjá okkur. Það gæti þótt frétt- næmt í öðrum kjötvinnslum en ekki okkar vinnslu,“ segir Björn Víking- ur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, í samtali við DV þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að vita til þess að landsfrægir menn veldu Fjallalamb. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum ferðast Ólafur á stórum hús- bíl en hann er gjarnan einn síns liðs á þessum ferðum. Á Kópaskeri var hann þó með konu í för, líklega eig- inkonu sinni. Seint verður sagt um Ólaf að hann fari troðnar slóðir. Hann er mjög andlega þenkjandi eins og við- töl við hann bera gjarnan með sér. Í einu þeirra greindi hann frá því að hann færi alltaf einu sinni á ári einn í ferðalag til að hreinsa hugann. „Ég á viku á ári fyrir mig og konan á viku fyrir sig. Þá fer ég í annað umhverfi í viku. Vinn úr því sem gerst hefur og hreinsa hugann. Eftir þessar ferðir kem ég ferskur heim. Reyndar held ég að úrvinnsla ætti að vera ríkari þáttur í samfélagi okkar. Þá meina ég að við ættum að fara okkur hæg- ar, vinna frekar betur úr því sem á okkur dynur, gleyma því sem við vilj- um gleyma en taka með það sem við viljum að geymist. Þannig þróum við persónuleikann,“ sagði hann í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu. baldur@dv.is Þ etta er æðislegt bara. Það er gaman að vera giftur maður,“ segir Arnór Atlason hand- boltakappi sem gekk í það heilaga um helgina með sinni heittelskuðu Guðrúnu Jónu Guðmundsdóttur. Athöfnin fór fram á heima- slóðum þeirra beggja, í Akureyrarkirkju, og svo var veislan haldin í Oddfellow-húsinu á Akureyri. Skötuhjúin eru búin að vera lengi saman og eiga einn son, Nóel Atla sem er fjögurra ára. „Við erum búin að vera saman í þrettán ár. Eða síðan sumarið fyrir níunda bekk,“ segir Arnór glaður í bragði og bætir við: „Það er vel af sér vikið.“ Þau búa saman í Kaupmannahöfn þar sem Arnór er fyrirliði handboltaliðsins AG Kaup- mannahafnar auk þess sem hann er í íslenska landsliðinu og er einn af silfurstrákunum okkar sem lentu í öðru sæti á Ólympíuleikunum 2008. Arnór hefur aldeilis slegið í gegn hjá AG því liðið varð bæði Danmerkurmeistari og bikarmeistari á síðasta tímabili. Arnór lyfti deildarmeistarabikarn- um á Parken fyrir framan 35 þúsund áhorfendur en aldrei áður hafa svo margir séð einn handbolta- leik í heiminum. Með honum í liðinu er silfur- drengurinn Snorri Steinn Guðjónsson og fljótlega bætast fleiri í hópinn því þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson sömdu nýlega við liðið. Arnór bauð að sjálfsögðu vinum sínum úr lands- liðinu í brúðkaupið. „Já, það voru einhverjir silfur- strákar á svæðinu,“ segir hann og segir þá hafa skemmt sér vel ásamt öllum hinum veislugest- unum. „Þetta var bara stórkostlegt í alla staði. Þetta var um 100 manns og bara gott partí. Þetta var mikið stuð og mikið gaman,“ segir hann. Nýbökuðu hjónin stefna á rómantíska brúð- kaupsferð í næstu viku. „Við erum að fara til Maldív eyja í næstu viku og verðum þar í viku,“ seg- ir hinn nýkvænti silfurdrengur að lokum. viktoria@dv.is Silfurdrengurinn Arnór Atlason gekk í það heilaga með æskuástinni: „Gaman að vera giftur maður“ Lilja á barnum Íslenskir ferðalangar í Noregi ráku upp stór augu þegar þeir litu við á bar einum í Ósló. Þar stóð Lilja Ingibjargardóttir fyrirsæta og leikkona vaktina og afgreiddi gesti. Starfið er tímabundið en Lilja er á leið til Los Angeles þar sem hún hefur fengið samning hjá þekktri umboðsskrifstofu. Fyrir- sætustörf og leiklist eiga hug hennar allan en um næstu jól fá Íslendingar að kynnast leikhæfileikum hennar því hún lauk nýverið vinnu við kvikmyndina Svartur á leik sem verður frumsýnd um það leyti. Gunni og Felix í stúdíó „Við ætlum að vera með sumarlag. Aðallega fyrir okkur en vonandi líka þá sem koma á skemmtanir hjá okkur í sumar,“ segir Felix Bergsson, helmingur tvíeykisins ódauðlega Gunna og Felix. Felix segir að gott sé að koma með nýtt efni af og til. Það hafi kannski vantað hjá þeim síðustu ár. Þess vegna hafa þeir nú skellt sér í stúdíó og tekið upp íslenska útgáfu af Sister Sledge-laginu We are family. Íslenski titillinn: Ein stór fjöl- skylda. „Við frumflytjum það í Neskaupstað um verslunarmannahelgina og svo verður það flutt á stóra sviðinu á Gay Pride helgina eftir. Þar höfum við ekki verið á sviðinu í mörg ár,“ segir hann en textann við lagið sömdu þeir sjálfir. Á stórum húsbíl Ólafur ætlaði að kaupa lambakjöt á Kópaskeri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.