Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 29. júní 2011 S jávargrillið er nýlegur veit- ingastaður á Skólavörðustíg sem sérhæfir sig í ýmiss konar fiskréttum. Staðurinn er í eigu sömu aðila og Fiskfélagið á Vestur- götu, sem er orðið þekkt sem eitt af betri veitingahúsum Reykjavíkur. Samanburður á milli Sjávar- grillsins og Fiskfélagsins er reynd- ar óumflýjanlegur þar sem stuðst er við sams konar áherslur á staðn- um: Aðalkokkur staðarins, Gústav Axel Gunnlaugsson, er fyrrverandi starfsmaður Fiskfélagsins og var val- inn matreiðslumaður ársins í fyrra, og sami maðurinn, Lárus Gunn- ar Jónasson, hannar báða staðina af smekkvísi. En á stöðunum er þó grundvallarmunur: Matargerðin á Sjávargrillinu er einfaldari og til- þrifaminni, réttirnir á matseðlinum færri, verðið talsvert lægra og þjón- ustan ekki alveg eins fagmannleg og hún er yfirleitt á Fiskfélaginu. Við Sigrún, konan mín, fórum á Sjávargrillið um helgina og pöntuð- um okkur humarveislu og fiskveislu, tvo af þremur þriggja rétta kvöld- seðlum sem í boði eru á staðnum – einnig er boðið upp á kjötseðil. Báðir þessir seðlar voru á sanngjörnu verði miðað við lýsingar á matnum og yf- irbragð staðarins: 4.900 krónur fyr- ir fiskveisluna og 6.900 krónur fyr- ir humarveisluna. Fyrir matinn var boðið upp á ljúffengan lystauka og gott brauð með þeyttu smjöri sem Sigrún hrósaði sérstaklega. Fljótlega eftir að við höfðum sest tókum við eftir því að ýmiss konar hnökrar voru á þjónustunni. Löng bið var eftir þjóni til að taka við for- drykkspöntun; gestir sem settust nið- ur á eftir okkur fengu vatn, brauð og síðar matinn á undan okkur; þjónn- inn okkar vissi ekki hver væri fiskur dagsins og þurfti því að spyrjast fyr- ir um það; súpuskeiðin var fyrst sett fyrir framan mig en ekki konuna mína sem hafði pantað sér súpuna; engin handklæði voru inni á öðru klósetti staðarins þá þrjá tíma sem það tók okkur að borða og við þurft- um á endanum að bíða ansi lengi eftir matnum. Þetta eru kannski ekki mikilvæg atriði en þó skipta slík smá- atriði máli á góðum veitingahúsum. Líklega er um ákveðna byrjunarörð- ugleika að ræða hjá starfsfólki Sjáv- argrillsins og munu þessir vankantar væntanlega slípast af staðnum eftir því sem lengra líður frá opnun hans. Einnig ber að geta þess að staðurinn var þéttsetinn þetta fallega kvöld og því mikið að gera hjá starfsfólkinu. Forréttirnir sem við fengum voru báðir ágætlega heppnaðir og bragð- góðir en þó ekkert sérstaklega frum- legir: Skelfisksúpa sem borin var fram með humarspjóti og bláskel var hefð- bundin og humarinn sömuleiðis. Í báðum réttunum var fátt sem kom á óvart, nema ef vera skyldi bragðmikil og feit hollandaise-sósa á humrinum sem var of dómínerandi og í reynd óþörf með svo góðu hráefni. Besti réttur kvöldsins var tví- mælalaust sítgrónugrilluð bleikja sem borin var fram með skvettu til hliðar af öflugri sveppasósu og hvít- vínsmarineruðum siitake-svepp- um sem konan mín fékk í aðalrétt. Bleikjan var einstaklega vel elduð; sérstakt grillbragð gaf einstaklega góðan keim sem fékk að njóta sín og grillrákað roðið rann vel niður. Útpældur réttur sem Sjávargrillið fær prik fyrir. Framreiðslan á humr- inum og stórri bláskelinni í aðal- réttinum var aftur fremur tilþrifa- lítil þótt hráefnið sjálft hafi verið vandað og bragðgott. Aftur stakk hollandaise-sósa sem humarinn var baðaður í í stúf við og yfirgnæfði fínlegt bragðið af humrinum og ég áttaði mig ekki á því af hverju heit agúrka og grillað blómkál var borið fram með þessum rétti. Engin vonbrigði voru þó með eftirréttina sem komu báðir aðeins á óvart. Créme Brulée var óhefð- bundið í þeim skilningi að ekki var búið að hræra hráefninu saman í massa og brenna sykurinn ofan á því heldur komu hráefnin aðskil- in í skál en voru svo borðuð sam- an: Eftirrétturinn smakkaðist því eins og Créme Brulée þótt hann liti ekki út eins og þessi fornfrægi rétt- ur. Heita súkkulaðikakan kom mér sömuleiðis nokkuð á óvart þegar ég fann selleríbragð í munninum á mér sem myndaði skemmtilegan kontrast við dísætt bragð kökunnar. Á heildina litið var kvöldið á Sjávargrillinu mjög vel heppnað og er staðurinn góð viðbót við fisk- veitingastaði borgarinnar. Á staðn- um fæst mjög fínn matur sem þó er talsvert ódýrari en á stöðum eins og Fiskmarkaðnum, Dilli og Fisk- félaginu. Við Sigrún greiddum 18 þúsund krónur fyrir þriggja rétta máltíð með fordrykkjum, tveimur vínglösum og kaffi. Sambærileg kvöldstund á Fiskfélaginu myndi til dæmis kosta um tíu þúsund krónum meira hið minnsta. Starfs- fólk Sjávargrillsins þarf hins vegar að fínpússa þjónustuna og ýmis at- riði á staðnum, til að mynda bjóða upp á frambærilegri tónlist en James Blunt og annað slíkt ómeti sem hæfir ekki stemningunni, og matreiðslumennirnir þurfa að mínum dómi að pæla betur í fram- reiðslu, meðlæti og heildaryfir- bagði sumra þeirra rétta sem boð- ið er upp á staðnum. Aðalatriðin á Sjávargrillinu eru í góðu lagi en fínpússa þarf smáatriðin og koma gestunum aðeins meira á óvart með meiri frumleika við meðferð á góðu hráefni í matargerðinni. Þeg- ar fólk borðar á veitingahúsum í þessum verðflokki vill það smakka eitthvað nýtt. Sjávargrillið Skólavörðustíg 14, 101 Reykjavík Hraði: 2/5 Matur: 3,5/5 Þjónusta: 2/5 Umhverfi: 3,5/5 Verð: 4/5 Veitingahús Ingi Freyr Vilhjálmsson Góður staður – í aðalatriðum Weetabix 100 g n Hitaeiningar – 358 n Hvítur sykur 4,4 g n Fita 2 g Lucky Charms 100 g n Hitaeiningar – 407 n Hvítur sykur 37 g n Fita 0 g Morgunmatur Gífurlegur munur er á sykurmagni í þessum tveimur morgunkornstegund- um. Ef maður nennir yfirhöfuð að ferðast með morgunkornspakka í útileguna ætti maður að kippa með Havre Fras, All Bran, Spelt Flakes, Bran Flakes eða Weetabix í staðinn fyrir Lucky Charms eða annað þess háttar morgunkorn. Besti kosturinn er þó alltaf hafragrautur. Ef þú ert með aðstöðu til að sjóða vatn á prímus, getur þú soðið hafragraut. Annars er haframjöl með mjólk, rúsínum og kanil herramannsmatur. Hér er einnig vert að nefna morgunkornið Bygga sem er íslensk framleiðsla úr íslensku líf- rænu byggi og ku vera frábært með nokkrum rúsínum eða döðlum eða berjum. Fiskur (lax eða bleikja) 100 g n Hitaeiningar – 160 n Sykur 0 g n Fita 20 g Kótilettur 100 g n Hitaeiningar – 318 n Sykur 0 g n Fita 28 g Grillmatur Lax, lúða, steinbítur og fleiri feitir fiskar eru frábærir á grillið og fyrir líkamann. Kótiletturnar eru feitt kjöt og mjög orkuríkar. Sykurskert kókómjólk 100 g n Hitaeiningar – 67 n Hvítur sykur 0 g n Fita 2 g Kókómjólk 100 g n Hitaeiningar – 281 n Hvítur sykur 4,4 g n Fita 2 g Kakódrykkir Tilbúnar kakóblöndur eru oft mjög sykraðar og orkan kemur því fyrst og fremst úr viðbættum sykri. Til dæmis eru 130 hitaeiningar í 200 millilítrum af Swiss Miss. Það sama má segja um sykurmagn í kókómjólk og þá er sykurskert kókómjólk betri kostur. Enn betra væri þó að blanda saman fjörmjólk með 100 prósent hreinu kakói. Það er þó aldrei of oft sagt að vatnið er alltaf besti drykkurinn. Fjölkornabrauð 100 g n Hitaeiningar – 246 n Sykur 0,3 g n Fita 3,3 g Hvítt samlokubrauð 100 g n Hitaeiningar – 244 n Sykur 0,7 g n Fita 2,5 g Brauð Hvítt brauð inniheldur litla næringu og brauð úr grófu korni er alltaf betri kostur en það veitir gæðanæringu, trefjar, vítamín og steinefni. Því skal alltaf velja heilkornabrauð eða skoða hvort trefjainnihald sé 6 til 7 grömm eða meira. Slíkt brauð telst grófmeti og hjálpar til við að halda meltingunni í lagi en melting er hluti af góðri hreinsun og almennri vellíðan. Grófmeti og ferskmeti er svarið við því en flatkökur eru einnig mjög góður kostur þegar velja skal brauðmeti. Grillaður banani með 70% súkkulaði 100 g n Hitaeiningar – um 250 n Sykur 30 g n Fita 0 g Sykurpúðar 100 g n Hitaeiningar – 328 n Sykur 58 g n Fita 0 g Eftirréttur Grillaður banani er ljúffengur og enn betri með dökku súkkulaði (70%). Einn meðalstór banani og 25 grömm af dökku lífrænu súkkulaði innihalda um 250 hitaeiningar. Það dökka er mun betra en rjómasúkkulaði og í góðu lagi að setja örfáa bita inn í bananann. Það er töluverð næring í banananum og andoxunarefni í góðu dökku súkkulaði. Innihald sykurpúða er hins vegar nær eingöngu sykur sem gefur enga næringu en mikla orku. Kotasæla 100 g n Hitaeiningar – 102 n Sykur 0 g n Fita 4,5 g Túnfisksalat 100 g n Hitaeiningar – 247 n Sykur 0,1 g n Fita 12,4 g Álegg á brauðið Túnfisksalat og önnur slík salöt eru gerð úr majónesi og í aðeins einni matskeið eru að meðaltali 60–70 hitaeiningar svo það er fljótt að safnast saman. Mun betri kostur er að útbúa sitt eigið salat og nota sýrðan rjóma (5%). Eins er hægt að nota gríska jógúrt sem er með um 9% fitu. Besti kosturinn er þó 17% gouda ostur, kotasæla, agúrka, tómatar, paprika eða lífrænt hnetusmjör. Kæfa og hangikjöt eru flott ef um fjallgöngu er að ræða en þá þurfum við meiri fitu og smá salt til að halda sem mestu vatni í líkamanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.