Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Miðvikudagur 29. júní 2011
BIEBER-ÆÐI Á ÍSLANDI
er bara svo æðislegur.“ Sesselja
Rós Bieber Guðmundsdóttir tekur
í sama streng. „Hann er bara betri
en allir miðað við aldur og svona
og svo er hann líka miklu sætari en
hinir,“ segir hún.
Einstök hárgreiðsla
Justin Bieber skartaði miklu hári
þegar hann varð frægur og allt til
febrúar 2011 þegar hann klippti
það stutt og snyrtilegt. Hárgreiðslan
hafði á þeim tímapunkti náð gífurleg-
um vinsældum á meðal unglingspilta,
sem ekki eru síður aðdáendur Bie-
bers en stúlkur. Þegar Bieber klippti á
sér hárið var haldið uppboð á einum
hárlokk og var ágóðinn gefinn til góð-
gerðamála. Lokkurinn seldist á upp-
boðsvefnum eBay fyrir 40.668 dali, en
það jafngildir rúmum 4,6 milljónum
króna. Alls buðu 98 mismunandi að-
ilar í lokkinn. Áður en lokkurinn var
seldur var farið með hann í túr um
Bandaríkin þar sem lífvörður gætti
þess að honum yrði ekki
stolið. Gafst aðdáendum
söngvarans knáa færi á að berja hár-
lokkinn augum og láta taka af sér ljós-
mynd við hlið hans gegn gjaldi sem
einnig var gefið til góðgerðamála.
Á sér líka óvini
Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir
söngvarans á hann sér líka óvini
eða andstæðinga. Bloggarar og
notendur vefsamfélaga á borð við
4chan hafa tekið Bieber sérstaklega
fyrir og reynt að nota hæfileika sína
og áhrif á tæknisviðinu til að koma
höggi á söngvarann. Andstæð-
ingar hans náðu meðal annars að
koma sögusögnum í hæstu hæðir
um að Bieber væri dáinn, að hann
væri genginn í sértrúarsöfnuð og
að móður hans hefðu verið boðn-
ar svimandi háar upphæðir fyrir að
sitja fyrir í tímaritinu Playboy. Sögu-
sagnirnar náðu slíku flugi að Bieber
sá sig knúinn til að senda frá sér
yfir lýsingu til aðdáenda sinna til að
neita þeim.
Knúsaður og klesstur Justin Bieber hefur fengið sína eigin vaxmynd á Madame Tussauds-vaxmyndasafninu í New York.
„Það sem er
heillandi við
Justin Bieber er það
að hann er einhvern
veginn öðruvísi en
allir aðrir.
Einn heitasti aðdáandinn Aníta
Bieber, íslenskur aðdáandi Justins Bieber,
fyrir framan vegg í herberginu sínu sem til-
einkaður er söngvaranum. Mynd Sigtryggur Ari
„Hann
er bara
svo æðislegur.
Kærastan umsetin Aðdáend
ur Biebers hafa setið
um Selenu Gomez, kærustu s
öngvarans, og sent
henni morðhótanir.