Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 29. júní 2011 Miðvikudagur
Stuðið og gleðin enn til staðar
FM Belfast gefur nú út aðra breið-
skífu sína; Don’t want to sleep sem
fylgir eftir hinni mjög svo vel heppn-
uðu How to make friends. Sú plata
kom mikið á óvart þar sem fáir höfðu
heyrt um hljómsveitina þá. Þegar
platan kom út seldist hún upp aft-
ur og aftur og sveitin naut mikillar
velgengni í kjölfarið. Það sem helst
hreif hlustendur var einfaldleiki og
taumlaus gleði undir afar dansvæn-
um takti. Á þessari plötu er engin
breyting þar á. Einfaldleikinn, stuðið
og gleðin eru enn til staðar, en lögin
sjálf eru þó ekki alveg eins góð. Það
eru lög þarna sem hefðu sómt sér vel
á fyrri plötunni og geta því klárlega
flokkast undir „hittara“, eins og t.d.
lög 1, 7 (besta lag plötunnar og í raun
þess virði að kaupa plötuna bara út
af því) og 8 sérstaklega. Einnig eru
lög 2 og 6 góð. Plötunni fylgir góð
stemning í heild sinni. Það er hægt
að setja hana á og láta hana rúlla í
partíi og það er góð
stemning allan tím-
an. Stundum eru lög-
in sett saman af kafla
sem er æðislegur og
svo kafla sem er í raun
leiðinlegur, lög 9 og
10 eru dæmi um það.
Ef maður væri í partíi myndi maður
bara heyra góða kaflann en því mið-
ur þegar setið er og hlustað þá hefur
leiðinlegi kaflinn yfirhöndina. Ég er
þó nokkuð viss um að á tónleikum
verða öll lög plötunnar að „hitturum“
þar sem FM Belfast er eitt besta „live“
band á Íslandi í dag. Textarnir eru oft
mjög góðir og skemmtilegir og alveg
merkilegt að þegar manni finnst text-
inn ekki vera góður þá leiðir maður
það algjörlega hjá sér
og það bitnar ekkert
á laginu. Ætli það sé
ekki einhver ákveðin
snilld í því!? Það hefði
verið erfitt og í raun
ómögulegt að toppa
fyrri plötuna en þau
komast ansi nálægt
því að jafna hana að
gæðum en þó vantar
örlítið upp á. Ég mæli
þó með því að festa
kaup á plötunni, þó ekki nema bara
til að þekkja lögin þegar þið farið að
sjá þau flutt „live“.
L
istagallerí háloftanna er lista-
sýning í formi póstkortabókar
sem seld er um borð í vélum
Iceland Express og í verslun-
um Eymundsson. Bækurnar koma
út þrisvar á ári, í janúar, maí og sept-
ember. Þrír íslenskir listamenn birta
verk sín í bókunum en það eru þau
Æsa Sigurjónsdóttir og Þorvaldur
Þorsteinsson sem velja listamennina
hverju sinni. Allur ágóði af sölu bók-
anna rennur í Lista- og menningar-
sjóð Iceland Express en sjóðurinn
mun styrkja íslenska listamenn er-
lendis. Vonast er til að fyrsta úthlut-
un úr sjóðnum verði í janúar á næsta
ári.
Vera Pálsdóttir á verkin í fyrstu
bókinni sem kom út á dögunum.
Vera er hvað þekktust fyrir tískuljós-
myndir en ákvað að ögra sjálfri sér
með því að einbeita sér að náttúru
Íslands að þessu sinni og þetta er út-
koman.
M
y
n
d
ir
v
er
a
p
á
lS
d
ó
t
ti
r
Ísland séð með
augum tísku-
ljósmyndarans
Halldór Laxness
og tónlistin
Í þessari tónleikadagskrá fá áhorf-
endur að kynnast ævi og verkum
nóbelskáldsins í gegnum lög. Mörg
af þekktustu íslensku sönglög-
unum eru samin við ljóð og texta
nóbelskáldins og tónlist var mikill
áhrifavaldur í lífi hans. Lögin eru
sungin á íslensku en kynning fer
fram á ensku. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 17 og aðgangseyrir er
3.000 krónur.
Lilja skrifar bók
„Ég er að skrásetja sögu konu sem
stóð í forræðisdeilu,“ segir leikkon-
an og blaðamaðurinn Lilja Katrín
Gunnarsdóttir. Lilja starfar sem
blaðamaður á Séð og heyrt auk þess
að eiga mann og dóttur á öðru ári.
Hún segir að þess vegna sé tími
til bókaskrifa ekkert allt of mikill.
„Þetta krefst skipulagningar en ég
skrifa nokkrar blaðsíður á kvöldin
stundum,“ segir hún. Lilja segir óvíst
hvenær bókin, sem er hennar fyrsta,
komi út en að mögulega verði það
um jólin.
Ný umboðs-
skrifstofa
Sett hefur verið á laggirnar ný
umboðsskrifstofa sem ber nafnið
Projekta. Umboðsskrifstofan kem-
ur til að með sérhæfa sig í ráðgjöf
og útflutningi tónlistar. Að henni
standa John Rogers sem er stofn-
andi Brainlove-útgáfunnar, Vasilis
Panagiotopoulos og Hildur Maral
Hamíðsdóttir. Þau hafa öll starfað
lengi innan ólíkra sviða tónlistar-
geirans. Þau verða með alls kyns
bönd á sínum snærum. Nýlega
gekk Apparat Organ Quartet til liðs
við þau en plata þeirra mun koma
út í Evrópu í september. Hljóm-
sveitin stefnir að því að fylgja plöt-
unni eftir með tónleikahaldi víða í
Evrópu í kjölfarið.
Don’t want to sleep
FM Belfast
Útgefandi: Kimi Records
Hljómplata
Bjarni
lárus Hall
„Hittara“-væn plata Það eru nokkrir góðir
smellir á plötunni þó það vanti örlítið upp á til
að toppa fyrri plötu hljómsveitarinnar.
M
y
n
d
K
r
iS
ti
n
n
M
a
g
n
Ú
SS
o
n