Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Side 13
fór með konuna á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kannaðist konan ekki við að hafa verið ófrísk og töldu læknar að hún hefði misst fóstur. Við nánari skoðun voru læknar þess fullvissir að hún hefði fætt barn þá skömmu áður eða á síðasta sólar­ hring. Lögregla skoðar tölvur og tölvubúnað Lögreglu var þá þegar gert viðvart og hófst strax rannsókn og eftirgrennsl­ an eftir barninu. Skömmu síðar fann lögregla nýfætt barn í ruslagámi við Hótel Frón þar sem konan vinnur. Barnið var látið þegar það fannst en talið er að það hafi fæðst lifandi. Lögreglan fór þá að Þórufelli þar sem konan bjó og leitaði á heim­ ili hennar. Nágranni konunnar seg­ ir frá þessu og segir lögregluna hafa farið út með tölvur og tölvubúnað af heimilinu. „Þetta er bara ósköp venjulegt heimilishald,“ sagði lög­ reglumaður á vettvangi spurður um hvort eitthvað óvenjulegt hefði verið við aðstæður ungu konunnar í Þóru­ felli. Hildur Harðardóttir yfirlæknir á Landspítalanum vildi ekkert tjá sig um líðan Agné. „Þetta er augljóslega harmleikur fyrir þessa ungu stúlku og ég set punkt þar við,“ sagði Hildur. Algengt hér áður fyrr Eins og áður segir eru málsatvik enn nokkuð á huldu. Sé um svokallað dulsmál að ræða er það í fyrsta sinn sem það á sér stað á Íslandi á þess­ ari öld – að minnsta kosti svo vitað sé. Dulsmál, þegar kona elur barn á laun og drepur það, voru þó tals­ vert algeng á Íslandi fyrr á öldum. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur rannsakað dulsmál sérstaklega en hann skrif­ aði meðal annars bókina Dulsmál: 1600–1900. „Þetta voru um 100 mál á þessum þremur öldum sem þýðir að þetta gerðist svona þriðja til fjórða hvert ár.“ Síðasta dulsmálið sem Már tók fyrir átti sér stað árið 1912 en þeim fækkaði snarlega á 20. öldinni. Ótti, kvíði og skömm „Þetta eru mjög sorgleg mál en þau eru einnig mjög ólík,“ segir Már. „Það er ekki hægt að rekja einhverja eina ástæðu sem rekur ungar konur til svona verknaðar. Oft er þetta einnig með aðstoð barnsföður eða einhvers annars. Um 20 konur voru dæmdar til dauða fyrir þennan glæp, sem er sorglegt. Mér finnst líka í raun erfitt að kalla þetta glæp, þetta er harm­ leikur og samúðin er að miklu leyti hjá konunum. Það er einnig mikil breidd í því hvernig málsatvik voru. Allt frá því að konur hafi beinlínis myrt börn sín með því að stinga þau með skærum eða að kona hafi bara fætt andvana barn. En glæpurinn, sem þær voru dæmdar fyrir, var fyrst og fremst að leyna því að þær væru vanfærar. Það var lykilatriðið. Þannig að það voru alveg einhverjar ungar konur sem voru líflátnar, þeim drekkt eða þær hálshöggnar, fyrir það eitt að fæða andvana barn. Það verður auðvit­ að að átta sig á því að félagslegar aðstæður voru talsvert frábrugðn­ ar því sem nú tíðkast. Það voru eng­ ar getnaðarvarnir og enginn mögu­ leiki á fóstureyðingu. Það þótti mikil skömm að eignast börn utan hjóna­ bands og því var þetta einhver blanda af ótta, kvíða og skömm sem hefur verið örlagavaldurinn.“ Kynbundinn útburður Fréttir af líkfundinum hafa vakið ugg með fólki enda er talsvert síðan sam­ bærileg mál hafa átt sér stað hér á landi. Enn er þó talsvert um útburð barna erlendis og þá sérstaklega í menningarsamfélögum sem leggja áherslu á að fjölga öðru hvoru kyn­ inu umfram hitt. Í Kína er útburður barna til að mynda talsvert algengur og eru það þá undantekningarlaust nýfædd stúlkubörn sem eru deydd. Annars staðar er þessu öðruvísi farið. Í skýrslu frá árinu 2008 kom í ljós að ættflokkar á Gimi­svæðinu í Papúa Nýju­Gíneu höfðu staðið í blóðugum átökum síðan árið 1986. Allt frá árinu 1998 höfðu konur úr hinum stríðandi ættflokkum brugðið á það ráð,að deyða öll sveinbörn sem fæddust. Með þessu vildu þær koma í veg fyrir að ungir piltar myndu vaxa úr grasi til þess eins að verða her­ menn. Ef engin endurnýjun ætti sér stað meðal hermanna, hlyti það að binda endi á hin áralöngu átök. Talið er að öll sveinbörn sem fæddust á ár­ unum 1998 til 2008 hafi verið deydd. Fæðingarsturlun Fræðimenn hafa löngum reynt að komast að því hvað það sé sem liggur að baki morðum á nýfæddum börn­ um. Af framansögðu er ljóst að barna­ morð (infanticide) eru algeng þar sem stefnt er að mannfjöldatakmörkun­ um, eins og til dæmis í Kína. Á Vest­ urlöndum eru barnamorð orðin mjög Fréttir | 13Mánudagur 4. júlí 2011 Lögreglan fór að heimili Agné Lögreglan fór að Þórufelli þar sem Agné var skráð til heimilis. Nágranni hennar sagði lögregluna hafa farið með tölvur og annan búnað úr íbúð- inni. Harmleikur á Hótel Fróni „Það trúir þessu enginn ennþá,“ segir Gísli Úlfarsson hótel- stjóri Hótels Fróns. Hann segir konuna hafa verið hláturmilda og hörkuduglega og starfsfólk trúi ódæðinu ekki upp á hana. Fannst látið í ruslageymslu Ungabarnið fannst látið í ruslageymslu við Hótel Frón á Laugavegi. Agné Krataviciuté fór á bráðamóttöku vegna verkja og blæðinga. Lækna grunaði að hún hefði alið barn, en það vildi hún ekki kannast við. Lögregla fann barnið í ruslageymslunni eftir stutta leit. „Mér finnst líka í raun erfitt að kalla þetta glæp, þetta er harmleikur og samúðin er að miklu leyti hjá kon- unum. Dulsmál frá 1874 Barnsburður í dulsmáli: Á býlinu hjá Reykjavík hefur 19 vetra gömul stúlka, fósturdóttir húsbóndans, alið barn í dulsmáli, og myrt það á hryllilegan hátt. Það var einhvern dag um réttirnar í haust, að stúlka þessi kvartaði um kveisu og lagðist upp í rúm. Kvaðst hún eiga vanda til þess kvilla og lét lítið yfir. En kveisan var í rauninni léttasótt, og ól hún barnið þar í rúminu, án þess að heimilisfólkið, sem var á gangi út og inn um svefnherbergið, yrði þess vart; hafði þó að sögn hennar barnið grátið, er það var fætt. Síðan tók hún sjálfskeiðung, er hún átti, og banaði barninu með honum. Hún geymdi síðan líkið undir koddanum þangað til morguninn eftir. Þá alfrísk, og grunaði engan athæfi hennar. Reyndar hafði fundist blóð í fötum hennar og eins í rúminu; en hún kvað blóð hafa „staðið með sér“ þetta langan tíma, og hefði hún látið það allt í einu. Hún kvað og blóð þetta hafa valdið þykkt þeirri, er sumir höfðu þóttst sjá á henni, en sem nú var horfin. Þykktina hafði hún annars klætt svo vel af sér, að fáir urðu hennar varir. En rúmum mánuði eftir þetta laust allt í einu upp orðsveim um útburð í Sauðagerði, og vissi enginn, hvaðan sá kvittur kom. Var þá hafin rannsókn um þetta. Komst þá glæpurinn upp, sem nú er frá skýrt. Líkið af barninu fannst eftir tilvísan móðurinnar sjálfrar. Hafði hún lagt það skammt frá barminum á mógröfinni, svo vatn flaut aðeins yfir, og nokkra móhnausa ofan á. Á líkinu fundust 8 stingir, 2 í hjartastað.“ Frásögnin birtist í Ísafold, 14. nóvember 1874. -KG „Hún bar sig vel“ sjaldgæf en nokkur mjög fræg saka­ mál hafa þó ratað í fjölmiðla þar sem verknaðurinn þykir það ógeðfelld­ ur. Samkvæmt rannsókn sem birt­ ist í Journal of the American Medical Association kom fram að tíðni barna­ morða í Bandaríkjunum eru 2,1 á hverjar 100 þúsund fæðingar. Þegar barnamorð eiga sér stað er jafnan talið að móðirin þjáist af svo­ kallaðri fæðingarsturlun (postpart­ um psychosis). Um fæðingarsturlun skrifaði Ólafur Bjarnason, sérfræð­ ingur í geðlækningum, á doktor.is: „Fæðingarsturlun er sjaldgæft ástand sem kemur fyrir hjá einni til tveimur af þúsund konum eft­ ir fæðingu. Veikindin byrja gjarnan skyndilega og oft innan tveggja til þriggja sólarhringa frá fæðingu[...]. Fyrstu einkenni eru oftast eirðar­ leysi, önuglyndi og svefntruflanir. Fæðingarsturlun einkennist síðan af þunglyndi eða oflæti, hegðunar­ truflunum, ranghugmyndum, sem geta innihaldið sektarkennd, mikil­ mennskuhugmyndir eða hugmynd­ ir um að heimurinn sé að farast. Auk þess geta ofskynjanir átt sér stað.“ „Hún hélt sig út af fyrir sig og sam- lagaðist hópnum illa. Það vissi enginn neitt um hana, hvaðan hún var, hvað hún hafði gert áður og hvernig lífi hún lifði yfirleitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.