Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Page 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Heldur til Lundúna í lok júlí: Kristinn dæmir á Emirates-mótinu Kristinn Jakobsson, fremsti knatt- spyrnudómari Íslands, hefur þegið boð Arsenal um að koma og dæma á Emirates-mótinu sem haldið er í lok júlí. Þetta er árlegt æfingamót Arsenal sem liðið notar sem loka- undirbúning fyrir ensku úrvalsdeild- ina. Stórlið í Evrópu hafa tekið þátt í þessu móti í gegnum tíðina, lið á borð við Real Madrid, AC Milan, Juv- entus og Lyon. „Ég mun dæma annan daginn og vera fjórði maður hinn daginn. Þegar ég dæmi verð ég með enska aðstoð- ardómara með mér,“ sagði Kristinn Jakobsson við DV í gær en þá hafði hann rétt lokið því að dæma leik BÍ/ Bolungarvíkur og Þróttar í Valitor- bikarnum sem Djúpmenn unnu, 3-2. Emirates-mótið hefur verið hald- ið árlega frá árinu 2007 en í ár taka þátt Arsenal, argentínska stórveldið Boca Juniors, franska liðið Paris St. Germain og bandaríska MLS-liðið New York Red Bulls en með því spilar Thierry Henry, einn allra besti leik- maður í sögu Arsenal. Leikur Arsen- al og Red Bulls er einnig hálfgerður aðalleikur mótsins en hann fer fram sunnudaginn 31. júlí klukkan 15.20. Mótið er spilað á tveimur dögum, 30. og 31. júlí. Arsenal mætir Boca fyrri daginn og New York seinni dag- inn. Hinir leikirnir verða viðureign- ir Red Bulls og PSG fyrri daginn og Boca og PSG seinni daginn. Ætlast er til að lið mæti til að skemmta áhorfendum en þrjú stig eru gefin fyrir sigurleiki og eitt stig fyrir jafntefli. Aukastig fást svo fyrir hvert mark skorað og séu lið jöfn að stigum og mörkum eftir keppnina ber það lið sigur úr býtum sem skotið hefur oftast á markið. Arsenal hefur unnið þetta mót sitt þrisvar sinnum, árin 2007, 2009, og 2010. Eina skiptið sem því tókst ekki að hafa sigur á sínu eigin móti var árið 2008 en þá var það þýska liðið Hamburger SV sem vann Emirates- bikarinn. tomas@dv.is IFK upp í 7. sæti n IFK Gautaborg vann um helgina sigur á Syrianska, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Theódór Elmar Bjarnason og Hjálmar Jóns- son voru báðir í byrjunarliði IFK og spiluðu allan leikinn. Hjörtur Logi Valgarðsson sat á bekknum allan tímann. Gautaborg er nú komið upp í 7. sæti deildarinnar eft- ir alveg afleita byrjun á tímabilinu, en þar sem gengið hefur verið öllu betra að undanförnu er liðið nú um miðja deild. Afturelding missir tvo n Stór skörð hafa verið höggv- in í N1-deildar liði Aftureldingar í handbolta. Um helgina greindi Morgunblaðið frá því að ein að- alskytta liðsins, Bjarni Aron Þórð- arson, væri á leið til neðri deildar liðs í Þýskalandi. Á sama tíma gengu deildar- meistarar Akur- eyrar svo frá samningum við línu- manninn Ásgeir Jónsson sem hefur verið stoð og stytta í varnarleik Aft- ureldingar undanfarin ár. Mosfell- ingar gerðu vel með að halda sér í deildinni í fyrra en nú þarf að safna liði í kjúklingabænum. Reykjavíkurslagur að Hlíðarenda n Heil umferð fer fram á þriðju- dagskvöldið í Pepsi-deild kvenna. Sannkallaður Reykjavíkurslagur verður á Voda- fone-vellinum að Hlíðarenda þar sem Valsstúlkur taka á móti KR. Einnig verður hörkuleikur í Árbænum þar sem spútniklið ÍBV verður í heimsókn hjá Fylki. Stjarnan tekur einnig á móti Grindavík á Stjörnu- velli í Garðabæ, nýliðar Þróttar fara norður yfir heiðar í heimsókn til Þórs/KA og þá eigast Afturelding og Breiðablik við í Mosfellsbænum. Liverpool fær markvörð n Brasilíski markvörðurinn Doni sem staðið hefur vaktina í ramm- anum hjá Roma undanfarin ár er líklega á leið til Liverpool fyrir eina milljón punda. Umboðsmaður hans segir í frétt á talkSPORT heimasíðunni að Liverpol og Roma séu að semja um kaup- verðið og eftir það muni Doni ræða við Liverpool. Doni vill ekki vera áfram hjá Roma þar sem hon- um var ekki boðinn nægilega hár samningur og vill hann því frekar taka slaginn við Pepe Reina sem hef- ur verið einn allra besti markvörður úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Barton ekki niður um deild n Ekkert gengur í samningamálum Joeys Barton og Newcastle og gæti farið svo að næstkomandi tímabil verði hans síðasta á St. James‘s Park. Þrátt fyrir erfiðleika í samninga- málum ætlar Barton ekki að fylgja félaga sínum Kevin Nolan niður um deild en West Ham hefur mik- inn áhuga á að fá hann til sín. „Af hverju ætti ég að spila í næstefstu deild þegar ég get vel spilað á meðal þeirra bestu. Fer aftur til Newcastle á morgun og byrja að æfa. Gaman, gaman,“ ritaði hann á Twitter. Molar Þ etta verður erfiður riðill en það verður gaman að fá að mæta Noregi,“ segir Einar Jónsson, aðstoðarþjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins í handbolta, um dráttinn á HM í Brasi- líu sem stelpurnar okkar eru á leið á í desember. Ásamt Noregi er Ísland í riðli með Svartfjallalandi, Þýska- landi, Angóla og Kína. „Að fá Angóla í þriðja styrkleika- flokki var mjög gott en svo fáum við Þýskaland í flokki fjögur. Ég hefði viljað sleppa við það. Ætli þetta verði ekki barátta milli okkar, Angóla og Kína um fjórða sætið í riðlinum en það hlýtur að vera markmið okkar að komast upp úr honum,“ segir Einar og bætir við að það sé góður mögu- leiki á því. Komist Ísland upp úr riðlinum bíða þess ekki þrír leikir til viðbótar í milliriðli eins og vanalega á stórmót- um í handbolta. Notast verður við út- sláttarkeppni og verður farið beint í 16 liða úrslit. Angóla með gott lið Handbolti er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar minnst er á Afríkulandið Angóla. „Þær eru með mjög gott lið og upp úr 2000 var Angóla ein af tíu bestu þjóðum heims. Mér skilst þó af þeim litlu upplýsingum sem ég hef núna að þær séu ekki jafnsterkar,“ segir Einar. „Það skipti engu máli hvaða lið kom upp úr efsta styrkleikaflokki, þar voru bara frábær lið. Öll hin liðin eru mjög viðráðanleg fyrir okkur. Við ætlum samt ekkert fram úr okkur. Það verður bara einn leikur í einu,“ segir Einar. Undirbúningur Íslands verður nokkuð góður en hópurinn hittist á æfingamóti í lok september þar sem Ísland mætir Póllandi, Hollandi og Tékklandi. Í október á Ísland svo tvo leiki í undankeppni EM 2012 þannig að minnsta kosti verða spilaðir fimm leikir. „Svo er verið held ég að skipu- leggja einhverja æfingaleiki hér heima áður en við förum út sem er auðvitað ekkert nema gott,“ segir Einar. Ekki búið að ganga frá ráðningu Einar Jónsson hefur verið þjálf- ari kvennaliðs Fram undanfarin ár en næsta vetur stýrir hann einn- ig karlaliði félagsins. Þarf hann því eitthvað að hagræða sínum leikjum með karlaliðið því spilað verður í N1-deildinni í desember. Ekki er þó búið að ganga endanlega frá því að hann og aðalþjálfarinn Ágúst fari til Brasilíu. „Það er ekki búið að ráða okkur ennþá. Það eru nokkrir lausir endar sem þarf að ganga frá. Það er auð- vitað vilji hjá öllum aðilum að þetta samstarf haldi áfram. Gústi er að þjálfa úti í Levanger og það er nokk- urn veginn búið að ganga frá því að hann fái að fara. Svo þarf bara að skoða mín mál. Þetta stangast á við karlaliðið. Það er verið að skoða þessi mál og vonandi skýrist allt fljótlega.“ n Stelpurnar okkar í erfiðum riðli á HM í Brasilíu n Skelfilegt að fá Þýskaland í fjórða styrkleikaflokki n Áhugi hjá Ágústi og Einari en á eftir að ganga frá lausum endum „Ekki búið að ráða okkur ennþá“ Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is „Það eru nokkrir lausir endar sem þarf að ganga frá Mætir Noregi Ísland mætir Þóri Hergeirssyni og Evrópumeisturum Noregs á HM í Brasilíu. MyND EggERT JóHANNESSoN Í miklum metum Kristinn hefur staðið sig frábærlega í Evrópu undanfarin misseri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.