Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 15. ágúst 2011 Mánudagur
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Dekurkynslóð í vanda
Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar.
Bókstaflega
Bjarni snýst í hring
n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, vill að ríkisstjórnin
hætti aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið, nú
þegar þær eru
langt komnar.
Sami Bjarni vakti
hins vegar at-
hygli, þegar hann
steig fram ásamt
Illuga Gunnarssyni,
samflokksmanni
sínum, og lagði
til að Íslendingar byrjuðu aðildarvið-
ræður, undir lok árs 2008. Í þættinum
Sprengisandi um helgina sagði hann
hins vegar: „Ég tel að það sé rangt að
við séum að standa í aðildarviðræð-
um og ég tel að við eigum að hætta
því.“ Áður vildi hann viðræður við
ESB vegna þess að Íslendingum hefði
mistekist við stjórn landsins, en eftir
rúmlega tveggja ára valdatíð vinstri
flokkanna hefur honum snúist hugur.
Slóttugir á Stöð 2
n Í síðustu viku auglýsti Stöð 2
grimmt kostnaðarsama áskrift að
Sport-rás sinni, svo almenning-
ur gæti horft á
bikarúrslitaleik-
inn á laugardag.
Það fylgdi þó ekki
auglýsingunni
að leikurinn var
í opinni dagskrá,
reglum sam-
kvæmt, og vafa-
laust margir sem
fallið hafa fyrir þessari brellu Ara Ed-
wald og félaga. Hagnaður 365 miðla
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar upp á 360
milljónir í fyrra vakti athygli á dögun-
um, en því má meðal annars þakka
að þeir félagarnir eru afar slægir í við-
skiptum.
Draugur úr
fortíð Jóhönnu
n Heimir Karlsson útvarpsmaður var
nýlega með getraun í þætti sínum Í
bítið á Bylgjunni. Hann las upp úr
grein frá 1996 með yfirskriftinni „Ís-
land eina landið sem verðtryggir
skuldir heimilanna“. Hlustendur voru
fljótir að heyra að
höfundurinn var
Jóhanna Sigurð-
ardóttir, sem er
orðin þekkt fyrir
að hafa á tveggja
og hálfs árs for-
sætisráðherraferli
sínum ekki sýnt
tilburði í þá átt að
afnema verðtrygginguna þrátt fyrir að
hafa fundið henni flest til foráttu.
Jónína hótar Birni Inga
n Jónína Benediktsdóttir hefur verið í
miklum ham undanfarið eins og sjá
má í mánudagsblaði DV og er hún
uppfull af orku. Um helgina kvaðst
hún hafa farið í tvo eróbikk-tíma í röð
án þess að blása úr nös. Sama dag
setti hún á Facebook illa dulda hótun
um að slá Björn Inga Hrafnsson, útgef-
anda Pressunnar, utan undir. „Er ekki
langt síðan kona hefur gefið manni
kinnhest í þágu þjóðarinnar... Ég
veit ekki hvað ég gerði ef ég t.d. hitti
Björn Inga Hrafnsson á förnum vegi,“
skrifar hún. Söngvarinn Einar Ágúst
býðst á sama stað til þess að slá hann
fyrir hana.
Sandkorn
B
orgarahreyfingin hefur
toppað sjálfa sig enn á ný.
Stofnendur hennar ætluðu
að vera ferskur vindur, sem
feykja myndi burt spill-
ingarfnyk íslenskra stjórnmála eftir
hrunið. Í staðinn hefur Borgara-
hreyfingin verið eins og hnignandi
sápuópera sem verður ruglaðari og
ruglaðari með hverjum þættinum.
Nú síðast ákvað stjórn Borg-
arahreyfingarinnar að segja upp
tveimur kvikmyndagerðarmönn-
um, sem höfðu verið á launum hjá
hreyfingunni til að vinna kynn-
ingarmyndbönd. En þessi uppsögn
myndi eyðileggja síðasta tækifærið
til þess að láta Borgarahreyfinguna
verða að gagni. Því þótt störf henn-
ar eigi lítið erindi í íslensk stjórn-
mál henta þau fullkomlega í tragí-
kómíska sjónvarpsþáttaröð.
Fléttan er þessi: Nokkrir vel
meinandi borgarar stofna með sér
hreyfingu til að koma borgurum
á þing. Fjórir borgarar breytast í
þingmenn og hinir fara að rífast.
Þeir einu sem græða á endanum
eru lögfræðingarnir, eins og alltaf.
1. þáttur: Eftir mikinn kosn-
ingasigur komast fjórir meðlimir
Borgarahreyfingarinnar á þing,
fullir eldmóðs. Loksins óspilltir og
hlutlausir borgarar á þingi! Verk-
efni þeirra var að uppræta flokka-
pólitík og spillingu og bæta um-
ræðuhefðina. Íslands eina von!
2. þáttur: Nokkru síðar... Mar-
grét Tryggvadóttir, ein af þing-
mönnunum fjórum, sendir tölvu-
póst á flokksmann um að annar
þingmaður, Þráinn Bertelsson, sé
líklega með andlegan hrörnunar-
sjúkdóm. „Ég ræddi við sálfræði-
menntaðan mann í dag sem er
vel inni í málum hreyfingarinnar
og hann grunar að Þráinn sé með
alzheimer á byrjunarstigi,“ skrifaði
Margrét. Hún sendi óvart á alla
stjórnina. Skömmu síðar hætti Þrá-
inn í Borgarahreyfingunni. Stjórn
hreyfingarinnar biður Margréti að
víkja. En Nýja Ísland þarfnaðist
hennar um of...
3. þáttur: Margrét víkur ekki!
Þingmenn Borgarahreyfingarinn-
ar þurfa stöðugt að mæta á fundi
hjá borgurunum í hreyfingunni
og útskýra hitt og þetta, en hafa
lítinn tíma í það, því það er miklu
erfiðara að vera þingmaður en þau
héldu. Þingmennirnir sem voru
borgarar í hreyfingu hafa aðlagast
Alþingi og þeir ákveða að stofna
eigin stjórnmálaflokk: Hreyf-
inguna! Þá losna þeir við vesenið í
öllum þessum borgurum og fá frið
til að starfa í stjórnmálum.
4. þáttur: Þráinn Bertelsson,
hinn týndi sonur Borgarahreyf-
ingarinnar, ákveður að þiggja lista-
mannalaun ofan á laun sín sem
alþingismaður. Þráinn kemur með
sitt framlag til að bæta íslenska
stjórnmálaumræðu og kallar þing-
konur „fasistabeljur“, „íhaldsbelj-
ur“ og „kúlulánabelju“. Hann bætir
um betur og kallar þingkonuna
Þorgerði „Horgerði“. Himnarnir
opnast og skært ljós upplýsingar-
innar skín á íslenska borgara.
Tíminn líður og Borgarahreyf-
ingin verður áfram eins og sviðin
grasrót sem aldrei sprettur upp.
Ýmis deilumál koma upp, sem
verða stöðugt óskiljanlegri og skipta
sífellt minna máli fyrir landsmenn.
Varaformaður stjórnar Borgara-
hreyfingarinnar, Guðmundur Andri
Skúlason, er sakaður um fjárdrátt
og óreiðu í bókhaldi af samflokks-
mönnum sínum. Meðal annars er
hann sagður hafa tekið tölvu og ekki
skilað henni aftur. En hann er for-
maður Samtaka lánþega og fékk
hana líklega bara lánaða. Kassakvitt-
anir fyrir hundruði ef ekki þúsundir
króna skila sér ekki. Lögfræðingar
eru komnir í málið. Stjórnin ákveður
að segja upp tveimur kvikmynda-
gerðarmönnum hreyfingarinnar.
Reynt er að koma í veg fyrir það, svo
hið eina eftirstandandi gagn sem
gæti orðið af Borgarahreyfingunni
líti dagsins ljós. Það mistekst og
Borgarahreyfingin er glötuð að eilífu.
U
ngir Íslendingar hafa verið
kallaðir dekurkynslóð, kyn-
slóðin sem talar um forsendu-
brest á lánum og neitar að
borga af stökkbreyttum húsnæðis-
lánum.
Þessi kynslóð ólst upp við þau
viðhorf að það væri fjárfesting til
framtíðar að kaupa fasteign en hún
gæti allt eins hent peningum út um
gluggann eins og að leigja íbúð. Án
þess að gera sér grein fyrir því að það
væri að ganga í skuldafangelsi gerði
ungt fólk það sama og mamma og
pabbi, afi og amma, höfðu gert og
festi kaup á fasteign þegar það kom
sér upp fjölskyldu.
Það var hin íslenska leið, enda
leigumarkaður lítill og ótryggur og
fá önnur úrræði í boði. Aðgengi að
lánum til húsnæðiskaupa var aftur
á móti nánast ótakmarkað, útborg-
unina var hægt að fá að láni hjá líf-
eyrissjóðum og einkabönkum. Og
fasteignaverð hækkaði hratt.
Fæstir sáu fyrir að verðið myndi
hrynja aftur nokkrum árum síðar
en að lánin hefðu þá hækkað veru-
lega. Dæmi eru um að fólk hafi borg-
að fimm milljónir í afborganir en á
sama tíma hafi lánin hækkað um tíu.
Í þessum hópi beið fólk með eft-
irvæntingu eftir aðgerðaáætlun rík-
isstjórnarinnar gegn skuldavanda
heimilanna. En vonbrigðin urðu
mikil þegar hin svokallaða 110 pró-
senta leið fól í sér ýmsa fyrirvara
sem gera það að verkum að hún nýt-
ist helst þeim sem tóku lán sem þeir
réðu ekki við.
Hinir skynsömu þurfa aftur á
móti að borga, þeir borga svo lengi
sem þeir geta. Millistéttinni er gert
að bera kostnaðinn af misheppnuðu
íbúðalánakerfi, kerfi sem gerir eng-
um kleift að eignast neitt nema hann
eigi eitthvað fyrir.
Ríkisstjórnin hefur ekki boðið
þessu fólki raunverulegar lausnir.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa
þó ekki gefist upp og standa nú fyr-
ir undirskriftasöfnun fyrir afnámi
verðtryggingar og leiðréttingu lána.
Þar að auki benda Hagsmuna-
samtök heimilanna á að nú verði
að koma nýju húsnæðiskerfi á fót.
Enda er ástandið á leigumarkaði
enn óboðlegt. Eftirspurnin er meiri
en framboðið og íbúðir eru jafnvel
farnar samdægurs. Margir hafa séð
sér hag í því og hækkað leiguverðið
í takt við það. Viðmiðunarverð fyrir
fjögurra herbergja íbúð var á fyrstu
fjórum mánuðum ársins 1.326 kr. á
fermetra en er nú komið upp í allt að
1.744 kr. á fermetra eða meira, jafn-
vel 2.000 kr. Í miðborgin eru dæmi
þess að fólk leigi 20 fermetra stúdíó-
íbúð á 75.000 krónur.
Fáir kostir eru í stöðunni aðrir
en að kaupa eða leigja íbúð. Búseti
og Búmenn bjóða upp á búseturétt
en ekki komast allir að. Valið stend-
ur því alla jafna á milli þess að leigja
á þessum frumskógarmarkaði eða
kaupa. Og þótt fasteignaverð hafi
lækkað eftir hrun er það enginn
hægðarleikur heldur.
Fyrir helgi birti blaðamaður á
Viðskiptablaðinu útreikninga sína á
því hvað það kostar hann að kaupa
30 milljóna króna íbúð sem hentar
hans fjölskyldustærð. Til að geta það
þyrfti hann að byrja á að safna sér
sex milljónum fyrir útborgun, með
því að leggja 100 þúsund krónur fyrir
í hverjum mánuði á meðan hann er
enn á leigumarkaði, sem er honum
ómögulegt. Síðan þarf hann að taka
24 milljóna króna verðtryggt lán.
Síðustu afborgunina myndi hann
greiða 71 árs og þá búinn að greiða
bankanum 128 milljónir króna í
vexti.
Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er
sú að ómögulegt sé að afnema verð-
trygginguna. Sé það satt hlýtur hún
að skoða það alvarlega hvort ís-
lenska krónan, sem er okkur ástkær
en lítil og óstöðug, hafi ekki kostað
of mikið. Hvort það sé ekki kominn
tími til að gera breytingar þar á.
Frábær þáttur!
Svarthöfði
„Ég fékk bara
eitthvað ógeð.
Þetta var ein-
hvern veginn í
miðju góðærinu öllu og
það var allt svo mikið feik
hérna heima.“
n Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdótt-
ir flutti til Chile til að flýja góðærisbóluna.
– DV.
„Ég fór út í búð og
keypti stóran
pakka af prins-
kremkexi og lítra af
mjólk. Ég slátraði þessu á
hálftíma held ég.“
n Útvarpsmaðurinn Ásgeir Páll
Ágústsson sem ákvað að fara í átak
þegar hann steig á vigtina árið 2010. – DV.
„Kántrýhátíðir, sem voru
ákaflega skemmtilegar
samkomur, urðu einfald-
lega of stórar fyrir lítið
þorp.“
n Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri
Skagastrandar, segir ekki rétt hjá
Hallbirni Hjartarsyni að kántrýhátíðir hafi
verið lagðar af vegna meinsemdar og
öfundar í garð Hallbjörns – DV.
„Ég myndi í það minnsta
segja að bak mitt hafi
breikkað í gegnum árin.“
n Ellý Ármannsdóttir, stjórnar nýjum
sjónvarpsþætti, segist vissulega vera
umdeild. – Fréttatíminn.
„Þetta er bara eins
og á Íslandi þegar
ég er þar, þá er verið
að stoppa mig úti á
götu og biðja um eigin-
handaráritanir og myndir.“
n Ásdís Rán er orðin vön athyglinni,
bæði í reykjavík og í Sofiu. – DV.
Er sláin á þínu
bandi?
„Ég lét að
minnsta kosti
ekki slá mig
út af laginu.“
Hannes Þór
Halldórsson er
markvörður kr
í knattspyrnu.
kr sigraði Þór í
bikarúrslitaleik
á laugardag
þar sem Þórsarar skutu fimm sinnum í
markslána hjá Hannesi.
Spurningin
„Hinir skynsömu
þurfa aftur á móti
að borga.