Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 15. ágúst 2011 Mánudagur Öskubusku- drengur til Hollands Atli Sigurjónsson, leikmað- ur hjá Þór, hefur vakið mikla athygli fyrir leikgleði sína og sókn á vellinum. Í viðtali við fotbolti.net fyrir bikarleik Þórs og KR sagði hann KR vonda karlinn og Þórsara öskubuskustráka að norðan, og að ef allt gengi upp eins og í góðri kvikmynd ættu Þórsarar sigurinn vísan. Nú er öskubuskudrengurinn Atli á leiðinni til Hollands eftir leikjatímabilið en útsendarar frá hollenska úrvalsdeildarliðinu N.E.C. Nijmegen hafa nú form- lega boðið honum að æfa með hollenska liðinu.„Þeir hjá N.E.C. vilja fá mig í viku til að skoða mig. Ég hef áhuga á að fara og skoða þetta. Þetta er spennandi tækifæri. Ég er hins vegar ekkert viss um að vilja fara frá Þór enda erum við í mikilli uppsveiflu þessa dagana,“ segir hann. Gifti sig á úrslitadegi Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðs- ins, og Hildur Sigurðardóttir létu pússa sig saman með pompi og prakt á laugardag- inn. Það var skemmti- leg tilviljun að athöfn- in fór fram sama dag og bikarleikur KR og Þórs fór fram. Gestir brúð- hjónanna sem margir hverjir eru, eins og Henry Birgir, miklir áhugamenn um boltann, létu þetta ekki slá sig út af laginu og fylgdust sumir með leiknum í snjallsímunum sínum meðan þeir árnuðu þeim heilla og fylgdu þeim þennan dag. Sækir um hjá Skjá Einum María Lilja Þrastardóttir fylltist vonleysi í garð fjölmiðla þegar hún frétti af nýjum afþreying- arþætti fyrir konur sem verður á dagskrá Skjás Eins í vetur. Þættinum stýra Tobba Mar- inósdóttir og Ellý Ármanns. María Lilja ákvað að taka til sinna ráða og sendi for- ráðamönnum stöðvarinnar starfsumsókn og bréf. Hér er brot úr bréfi Maríu Lilju: „Ég er ekki að biðja ykkur góða fólk að taka þátt þennan úr sýningu, en finnst að jafnræðis verði að gæta og sæki ég því hér með um vinnu við þáttargerð nú á vetrarmánuðum. Hugmynd mín er hvorutveggja einföld og fersk, en það er afþreyingar- þáttur fyrir konur sem fíla ekki andfemínískt tal um varalituð viskustykki, fyrirframákveðnar hugmyndir um útlit og hvers- konar upphóf klámvæðingar.“ Þ etta er í rauninni sumarfrí á sterum og einu kröfurnar til að vera með eru þær að þú þarft að vera í mjög góðu formi,“ segir einka- þjálfarinn og crossfit-meistar- inn Sveinbjörn Sveinbjörns- son en hann hefur skipulagt spennandi ævintýra- og æf- ingaferð um Ísland ásamt af- reksmanninum Blair Morris- son. Blair þessi varð fimmti á crossfit-heimsleikunum, þeim sömu og Annie Mist kom sá og sigraði á og má því réttilega kalla sig fimmta hraustasta mann heims. „Við Blair Morrison kynnt- umst á heimsleikunum í cross- fit 2009 og höfum verið vinir síðan. Okkur hefur lengi lang- að til að halda æfingaferð fyrir íþróttafólk í crossfit og ákváð- um að drífa í því og byrja hér á Íslandi,“ segir Sveinbjörn og tekur undir að ferðin minni um margt á ævintýraferðir Bear Grylls sem kom meðal annars hingað til lands til að kenna Hollywood-stjörnunni Jake Gyllenhaal hvernig á að lifa af á hálendi Íslands. „Okk- ar ferð snýst samt ekki um að lifa af heldur erum við að reyna að sameina tvennt, sumarfrí og æfingar,“ segir Sveinbjörn. Ferðin hófst á föstudag- inn en það eru 30 manns sem munu taka þátt, flestallir út- lendingar. „Við byrjuðum í Þórsmörk þar sem við óðum yfir litla jökulá, svona til að hressa fólkið við eftir flugið. Strax um morguninn hlup- um við eina 25 kílómetra yfir Fimmvörðuháls og fórum það- an upp á Langasjó til að njóta útsýnisins. Eftir heitu pottana í Landmannalaugum tökum við nokkrar æfingar á leið okkar yfir Sprengisand að Aldeyjar- fossi. Næst liggur leiðin á Mý- vatn, Dettifossi og Ásbyrgi en við ætlum að grilla inni í botni Ásbyrgis um kvöldið,“ segir Sveinbjörn en á þessum níu dögum sem ferðin mun taka ætlar hópurinn einnig í flúða- siglingu í Skagafirði og göngu- ferð upp á fjallið Kirkjufell, svo eitthvað sé nefnt. „Eftir að hafa snorkað í Silfru stefnum við í borgina og endum með því að taka þátt í Reykjavíkurmara- þoni og kíkjum svo á mannlífið á Menningarnótt. Ferðinni lýk- ur svo formlega á sunnudeg- inum.“ Sveinbjörn segir íslenska náttúru hafa upp á fjölmargt að bjóða fyrir erlendu þátttakend- urna. „Ísland er stórbrotið land og ég fullyrði að þetta verður ógleymanlegt, bæði fyrir okkur Íslendingana og útlendingana. Það er allt önnur upplifun að gera æfingar úti. Krafturinn og skemmtunin verður allt önn- ur,“ segir Sveinbjörn sem von- ast til að þessi ferð verði aðeins sú fyrsta af mörgum. „Við erum komin með myndatökumann með okkur sem ætlar að gera þátt um ferðina og vonandi er þessi ferð komin til að vera,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann hafi ekki áhyggjur af mikilli setu í bíl. „Við erum búin að skipuleggja þetta svo vel og eigum aldrei að þurfa að sitja lengur í bíl en einn og hálfan klukkutíma í senn. Þess á milli stoppum við og tökum vel á því.“ indiana@dv.is Níu daga sumarfrí á sterum Ævintýramaður Sveinbjörn hafði lengi dreymt um ævintýra- og æfingaferð líkt og lagt verður upp í á föstudaginn. Mynd Gunnar Gunnarsson B irta Björnsdóttir, eig- andi Júniform, og húð- flúrarinn Jón Páll Hall- dórsson létu pússa sig saman að heiðnum sið á dög- unum. Birta minnti einna helst á víkingaprinsessu í brúðkaup- inu en hún saumaði brúðar- kjólinn sjálf úr antíkdúkum og krögum, sem hún hafði sank- að að sér héðan og þaðan. Út- koman var allt í senn ævintýra- leg, gamaldags og rómantísk, en neðan á kjólinn var hand- heklaður átta metra kantur. Samkvæmt heimildum DV var gestum ekið í rútu að þjóð- veldisbænum Stöng í Þjórsár- dal þar sem hjónakornin voru gefin saman af goða innan um logandi kyndla. Þaðan var ferðinni heitið á Rauða húsið á Eyrabakka og þaðan í partí á Frost og funa í Hveragerði. Skemmtilegt er að segja frá því að brúðkaupsdagurinn var þann 11. júní 2011 en þann dag voru nákvæmlega 11 ár síðan Birta og Jón Páll kynnt- ust. Það hlýtur því að hafa ver- ið nokkuð auðvelt fyrir parið að finna rétta daginn. Birta og Jón Páll eiga saman tvö börn en dóttirin var einmitt klædd í eins kjól og mamman. indiana@dv.is Saumaði kjólinn sjálf n Birta Björnsdóttir og Jón Páll Halldórsson voru pússuð saman að heiðnum sið n níu daga crossfit-æfingaferð um Ísland Víkingaprinsessa Kjólinn minnti ekki vitund á rjómatertu eins og oft vill verða með brúðarkjóla. Kjólinn var gamaldags, rómantískur og ævintýralegur. Fimmti hraustasti maður heims Blair Morrisson skipulagði ferðina með Sveinbirni. Blair er í gífurlega góðu formi enda ljóst að þeir sem ætla að taka þátt í ferðinni verða að vera í alvöru formi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.