Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Blaðsíða 15
A
ð sjálfsögðu þarf að nota
sólarvörn alltaf, ekki bara
á sumrin heldur líka á vet-
urna. Við snúum þannig
gegn sólinni að geislarnir
frá sólinni eru mjög sterkir,“ segir
Guðrún Gyða Hauksdóttir hjúkrun-
arfræðingur um mikilvægi þess að
nota sólarvörnina áfram, jafnvel þó
smám saman halli sumri.
Í grein sem Guðrún skrifaði á
vefsíðuna doktor.is kemur fram
að útfjólubláir geislar geta farið í
gegnum húðina og skemmt frum-
urnar. Þegar skemmdirnar verða
eykst hættan á húðkrabbameini og
öldrun húðarinnar verður hraðari.
Geislarnir geta raunar líka leitt til
skemmda á sjón.
Bera á oft á dag
Haustið nálgast óðfluga og lofthit-
inn fellur smám saman þegar líða
tekur á ágúst. Guðrún ítrekar mik-
ilvægi þess að þó lofthitinn falli sé
sólarvörnin jafn mikilvæg. Því mið-
ur sé það stundum þannig að fólk
muni frekar eftir sólarvörninni yfir
hásumarið, en verði síðan fyrir því
að brenna á öðrum tíma ársins, til
dæmis á skíðum á veturna.
Hún segir aðspurð ekki nóg að
bera á sig, eða börnin, sólarvörn á
morgnana áður en farið er út í sól-
ina. „Margir bera bara á börnin
einu sinni eða tvisvar yfir daginn.
En það er mjög mikilvægt að bera
sólarvörnina á húðina á tveggja til
þriggja tíma fresti allan daginn.“
Hún segir jafnframt að þó sólarvörn
eigi að vera vatnsheld geti vörnin
bæði nuddast og skolast af smám
saman. „Maður svitnar og þetta get-
ur nuddast af, til dæmis í fötin,“ seg-
ir hún.
Hún segir enn fremur að mikil-
vægt sé að gleyma ekki að bera sól-
arvörn á staði eins og ristar, eyru og
aftan á háls. Eins sé afar mikilvægt
að fylgjast með því að nota ekki sól-
arvörn sem sé útrunninn. Hún virki
ekki á sama hátt og ný.
Rautt hár eða ljós húð?
Guðrún segir að þeir sem hafi ver-
ið mikið úti í sólinni í sumar geti
smám saman minnkað vörnina.
Húðin myndi þol fyrir geislunum
en þó sé góð regla að hafa vörnina
nógu sterka og nota hana nógu oft.
Í greininni á doktor.is segir Guð-
rún að nauðsynlegt sé að fylgjast vel
með fæðingarblettum og láta lækni
skoða þá ef þeir stækka, breyta um
lit eða breytast á annan hátt með til-
liti til mögulegra frumubreytinga í
húð.
Fram kemur að þeir sem séu
með rautt eða ljóst hár, ljósa húð
sem brenni auðveldlega, mikið af
fæðingarblettum eða freknum, hafi
áður sólbrunnið mikið eða fólk
sem hafi ættarsögu um húðkrabba-
mein sé í aukinni hættu á að fá húð-
krabbamein. Ef eitthvað af þessu á
við þig þarftu að gæta húðarinnar
sérstaklega vel.
Guðrún segir skilaboðin einföld
þegar kemur að því að vera úti í sól-
inni. „Ekki brenna. Það er aðalatrið-
ið,“ segir hún í samtali við DV.
Fáið hjálp við val á sólarvörn
Fjölmargar tegundir sólarvarn-
ar má finna í apótekum og öðrum
verslunum. DV fór í eitt hefðbundið
apótek og komst að því að sólarvörn
var fáanleg frá að minnsta kosti sjö
mismunandi framleiðendum. Verð
á einni einingu, sem getur nýst í
fjölmörg skipti, reyndist á bilinu 840
til ríflega 3.300 króna.
Hver framleiðandi framleið-
ir margar tegundir af sólarvörn en
ráðlegt er að leita aðstoðar við valið
hjá starfsmönnum apóteka. Sólar-
varnir hafa mismikla vörn auk þess
sem margir framleiðendur bjóða
upp á sólarvörn fyrir börn, þá sem
hafa ofnæmi eða sérlega viðkvæma
húð. Listann hér til hliðar má nota
til að auðvelda valið.
Neytendur | 15Mánudagur 15. ágúst 2011
n Mikilvægast af öllu er að brenna ekki í sólinni n Bruni getur valdið húðkrabbameini
n Ekki nóg að bera vörnina á að morgni n Brúsinn kostar oftast um tvö til þrjú þúsund
„Ekki brEnna“
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Nota sólrvörn með stuðlinum 15 eða
meira (SPF 15).
n Veldu sólarvörn sem verndar bæði fyrir
UVB- og UVA-geislum.
n Veldu sólarvörn sem er merkt sem
fjögurra eða fimm stjörnu.
n Berðu sólarvörnina á þurra og hreina
húð.
n Það þarf að minnsta kosti 2 teskeiðar
af sólarvörn til að hylja höfuð, háls og
handleggi.
n Það þarf að minnsta kosti 2 matskeiðar
af sólarvörn til að hylja afganginn af
líkamanum.
n Það þarf að bera sólarvörnina á
líkamann á um það bil tveggja tíma
fresti.
n Það þarf að bera sólarvörn aftur á eftir
að búið er að bleyta húðina (sund/
sturta o.þ.h.) jafnvel þó hún sé merkt
sem vatnsheld.
n Það er æskilegt að bera á sig sólarvörn
þrátt fyrir að viðkomandi dvelji að
mestu í skugga eða sé klæddur.
n Ekki lengja þann tíma sem þú getur
annars verið úti þó þú sért með sólar-
vörn.
Farðu eftir þessu
Proderm
Upplýsingar framleiðanda: Miðlungs
sterk vörn, vatnsheld og án ilmefna.
Algengt verð: Frá 2.300 - 2.400 kr.*
Chicco
Upplýsingar
framleiðanda:
Sterk vatns-
heild sólarvörn
fyrir ljósbrúna húð,
prófuð af örveru-
fræðingum og húðsjúkdómalæknum.
Algengt verð: 1.700 - 2.700 kr.*
Disney
Upplýsingar framleiðanda: Sólarvörn sem er
sérstaklega gerð fyrir viðkvæma húð barna.
Mjög öflug vörn, prófuð af húðsjúkdóma-
læknum.
Algengt verð: 1.450 kr.
Eucerin
Upplýsingar framleiðanda:
Öflug vörn fyrir viðkvæma húð. Er ekki klístruð
og á að þola vatn.
Algengt verð: 2.300 - 3.000 kr.*
Hawaiian Tropic
Upplýsingar framleiðanda: Miðlungs sterk
í vökvaformi sem úða má á líkamann.
Inniheldur C- og E-vítamín. Mjög vatnsheld.
Algengt verð: 2.100 - 2.600 kr.*
Piz Buin
Upplýsingar framleiðanda: Sólarvörn fyrir
þá sem þjást af húðofnæmi. Vatnsheld vörn
prófuð af húðsjúkdómalæknum.
Algengt verð: 3.000 - 3.300 kr.*
Nivea
Upplýsingar framleiðanda:
Hraðvirk sólarvörn fyrir
börn. Sú bláa er miðlungs sterk en sú hvíta mjög
sterk. Prófaðar af húðsjúkdómalæknum og
mjög vatnsheldar.
Algengt verð: 840 - 2.490 kr.*
Decubal
Upplýsingar framleiðanda: Nærandi og
mýkjandi sólarvörn fyrir þurra húð. Vatns-
held og án ilmefna.
Algengt verð: 2.450 kr.
Úrval í hefðbundnu apóteki
*Verðið er mjög breytilegt eftir styrkleika sólarvarnarinnar.
„Það er mjög
mikilvægt að
bera sólarvörnina á
húðina á tveggja til
þriggja tíma fresti
allan daginn.