Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 22. ágúst 2011 Mánudagur iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is G litnir banki hefur yfirtekið eignarhaldsfélagið Hnot- skurn ehf. sem var í eigu Katrínar Pétursdóttur, sem kennd er við Lýsi, og Gunn- laugs Sævars Gunnlaugssonar, lög- manns og viðskiptafélaga Guðbjarg- ar Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í gögnum sem send voru til embætt- is ríkisskattstjóra í maí á þessu ári. Þar er tilkynnt að Katrín og Gunn- laugur Sævar séu hætt í stjórn Hnot- skurnar og að þeirra sæti taki starfs- menn skilanefndar Glitnis, meðal annars Eiríkur S. Jóhannsson. Nýtt heimilisfang Hnotskurnar er á skrif- stofum Glitnis í Sóltúni 26. Félagið skuldaði Glitni nærri 2,8 milljarða króna í lok árs 2009. Hnot- skurn fékk lán frá Glitni árið 2007 til að kaupa hlutabréf í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, sem voru rúmlega 68 milljónir króna að nafn- virði. Hlutabréfin voru metin á nærri 1.200 milljónir króna í sept- ember 2007 en hrundu svo í verði á næstu mánuðum þegar FL Group lenti í miklum rekstrarerfiðleikum og hlutabréf í félaginu voru í frjálsu falli. Katrín var stjórnarmaður í Glitni á þessum tíma. Voru í ábyrgðum Líkt og DV greindi frá í lok árs í fyrra voru Katrín og Gunnlaugur í pers- ónulegum ábyrgðum fyrir hluta lána sinna hjá Glitni, um milljarði króna. Ljóst er að Katrín og Gunnlaugur Sævar greiddu ekki þá upphæð sem þau voru í persónulegum ábyrgðum fyrir heldur í mesta lagi einungis lít- inn hluta af upphæðinni. Því má ætla að langstærstur hluti þeirra skulda sem Katrín og Gunn- laugur Sævar stofnuðu til við Glitni í gegnum Hnotskurn hafi verið af- skrifaður. Um er að ræða upphæð upp á þriðja milljarð króna sé tekið mið af skuldastöðunni í lok árs 2009. Átti að liðka til fyrir TM-viðskiptunum Hnotskurn fjárfesti í hlutabréfun- um í FL Group í kjölfar sölunnar á bréfum sem félagið átti í Trygginga- miðstöðinni um haustið 2007. Bréf- in voru seld til FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, en félagið keypti umtalsvert magn hlutabréfa í trygg- ingafélaginu á þessum tíma. Stærsti hluti bréfanna, um þriðjungur alls hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni, kom frá Guðbjörgu Matthíasdóttur. Í minnisblaði sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fyrir dóm í New York vegna Glitnismálsins, kemur fram að Hannes Smárason, þáver- andi stjórnarformaður FL Group, hafi haft áhrif á lánveitingar til félagsins í september árið 2007, að því er virðist til að liðka til fyrir við- skiptunum með bréfin í Trygginga- miðstöðinni. Í minnisblaðinu seg- ir: „FL Group mun hlutast til um að Glitnir klári samkomulag við Hnotskurn um losun á 250 millj- ónum á morgun, en félagið (Hnot- skurn) hefur verið í viðræðum um þau viðskipti við Glitni.“ Á forsend- um þessa minnisblaðs um lán- veitingarnar til Hnotskurnar dreg- ur slitastjórn Glitnis þá ályktun að Hannes Smárason hafi haft áhrif á lánveitingar bankans til félags- ins. Fjármunirnir sem Hnotskurn fékk að láni voru því liður í ann- arri stærri viðskiptafléttu með bréf í Tryggingamiðstöðinni. Ekki náðist í Eirík S. Jóhannsson, starfsmann Glitnis og stjórnarmann í Hnotskurn, við vinnslu fréttarinn- ar. n 2,8 milljarða króna skuldir í Hnotskurn ehf n Katrín Pétursdóttir var stjórnarmaður í Glitni n Lánveitingin átti að liðka til fyrir viðskiptum með bréf í Tryggingamiðstöðinni Félag Katrínar og Gunnlaugs yfirtekið „FL Group mun hlutast til um að Glitnir klári samkomulag við Hnotskurn um losun á 250 milljónum á morgun. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skuldaði 2,8 milljarða Félag Katrínar og Gunnlaugs Sævars, Hnotskurn ehf., skuldaði 2,8 milljarða króna í árslok 2009. Félagið keypti meðal annars hlutabréf í Glitni. Hnotskurn hefur nú verið yfirtekið af Glitni. Katrín Pálsdóttir Félagið Hnotskurn ehf. hefur verið yfirtekið. Eistnesk stjórnvöld minnast stuðnings Íslands við sjálfstæði: Um 100 listamenn í Tallinn Eistnesk stjórnvöld héldu sérstakan Íslandsdag í Tallinn, höfuðborg landsins, á sunnudag. Tilefni þess var að 20 ár eru liðin frá því Eist- land endurheimti sjálfstæði sitt, en Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Eistlands fyrstir allra. Með Íslands- deginum vilja Eistar sýna Íslending- um þakklæti fyrir stuðninginn. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra tók þátt í dagskránni á Ís- landsdeginum, en meðal annarra sem komu fram var Ólafur Arnalds, sem opnaði sýningu um íslenskar samtímabókmenntir ásamt rithöf- undinum Andra Snæ Magnasyni og Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni. Össur hafði í nógu að snúast því hann opnaði kynningu á íslenskum mat á Íslandstorginu fyrir utan utanrík- isráðuneyti Eistlands, sem og ljós- myndasýningu með myndum Páls Stefánssonar. Elín Flygenring, sendi- herra Íslands gagnvart Eistlandi, opnaði einnig sýningu á íslenskri hönnun í helsta hönnunarsafni Tall- inn. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, lét sig heldur ekki vanta. Ólafur setti Íslandsdaginn formlega með ávarpi á tónleikum í borginni á miðnætti á laugardagskvöld. Um hundrað íslenskir listamenn tóku þátt í dagskránni. Þeirra á með- al eru Lay Low, Snorri Helgason og Ólafur Arnalds. Þá komu hljómsveit- irnar Retro Stefson, Hjaltalín, For a Minor Reflection og tveir íslenskir kórar fram. Íslandsdeginum lauk svo á sunnudagskvöld með tónleikum á helsta hljómleikastað Tallinn. Ís- landsdagurinn er skipulagður af stjórnvöldum í Eistlandi, í sam- vinnu við íslensk stjórnvöld, en Út- flutningsmiðstöð íslenskrar tónlist- ar, Útón, hefur haft veg og vanda af skipulagningu fyrir Íslands hönd. Tók þátt Forseti Íslands setti Íslands- daginn í Tallinn formlega Uppsagnir hjá sveitar- félögum Kostnaður vegna launahækk- ana á almennum vinnumarkaði mun koma illa við mörg sveitar- félög. Staða þeirra er mjög misjöfn og talið er að víða þurfi að hækka þjónustugjöld eða skera niður í rekstri vegna útgjaldaaukning- ar. Til dæmis á enn eftir að meta hversu mikla útgjaldaaukningu nýr kjarasamningur, sem gerður var við leikskólakennara á laugar- dag, mun hafa í för með sér fyrir sveitarfélögin. Formaður Sam- bands íslenska sveitarfélaga, Hall- dór Halldórsson, segir í samtali við RÚV að til þess að mæta kostn- aði við launahækkanir á vinnu- markaði muni líklega sums staðar koma til uppsagna. „Í kjölfar allra kjarasamninga, ég er ekki bara að tala um leik- skólasamningana, alls ekki, en í kjölfar allra kjarasamninga hafa sveitarstjórnarmenn vítt og breitt um landið sagt við mig; við verð- um að fjármagna þetta með upp- sögnum starfsfólks,“ segir Halldór. „Við getum ekki ráðið við svona miklar hækkanir nema að fækka starfsfólki hjá okkur. Því að jú, vel yfir fimmtíu prósent af rekstrar- kostnaði sveitarfélaga eru laun.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sagði í sam- tali við Vísi um launahækkanir leikskólakennara að breytingin yrði ekki auðveld. „Þetta verður erfitt, því verður ekki leynt, en engu að síður er þetta vinna sem við ætlum í af fullum heiðarleika og munum einbeita okkur að því að vinna þetta með þeim.“ segir Inga Rún, en samningurinn miðar að leiðréttingu launa leikskóla- kennara til samræmis við laun viðmiðunarstétta. Samningur leikskólakennara miðar að leiðréttingu launa þeirra til samræmis við laun viðmið- unarstétta. Breytingin verður þó ekki í einu vetfangi, heldur verður hún framkvæmd í þrepum til þess að auðvelda sveitarfélögunum að bregst við auknum útgjöldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.