Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 22. ágúst 2011 Það sem Bjarni sagði ekki Tókst þú þátt í Reykjavíkurmaraþoni? „Nei, nei, það gerði ég ekki.“ Dagný Guðjónsdóttir 61 árs móttökustarfsmaður hjá Samskipum „Nei, ég bý í Keflavík.“ Aníta Árnadóttir 22 ára nemi „Nei.“ Svan Gunnar Guðlaugsson 50 ára bankastarfsmaður „Nei, því miður.“ Davíð Karl Wiium 21 árs einkaþjálfari „Nei.“ Gunnar Hnefill Stefánsson 23 ára farandverkamaður 1 Náði að losna við 40 kíló Anna Lovísa Þorláksdóttir breytti um lífsstíl og léttist um 40 kíló á tveimur árum. 2 Drapst í bænum: „Þarna þekki ég karlinn“ Gisti fangaklefa lög- reglunnar vegna ölvunar og var bara rogginn þegar að hann vaknaði af áfengisdauðanum. 3 Hörpu líkt við bilaða jólaseríu Ljósin á Hörpu voru ekki sama sjónarspil og gert var ráð fyrir. 4 Kreppunni lokið hjá Dr. Gunna Dr. Gunni er nú aftur farinn að nota þéttari, mýkri og dýrari tegund kló- settpappírs. 5 Timburmenn og hroki hjá ís-lenskum fjárfestum Orðspor íslenskra fjárfesta er fremur neikvætt í Berlín. 6 „Ég vildi óska þess að pabbi væri hér í dag“ Kim Kardashian gekk að eiga Kris Humphries en saknaði föður síns. 7 Dönsk ofbeldiskona beit eistu eiginmanns síns Réðst á eigin- mann sinn og beitti hann ofbeldi og kúgaði hann. Mest lesið á dv.is Myndin Sýnileg löggæsla Það var glatt á hjalla á Ingólfstorgi um helgina, sem og víðar í miðbænum á menningarnótt. Yfir- lögregluþjónninn Geir Jón Þórisson spjallar hér við gesti og gangandi í góða veðrinu. MynD GunnAr GunnArSSon Maður dagsins Mikil viðurkenning Helga Ólafsdóttir Helga Ólafsdóttir, eigandi og yfirhönn- uður Ígló, hefur tekist að koma vörum inn í verslun Magasin Du Nord í Danmörku. Helga segir það mikla viðurkenningu að komast inn í verslunina og að vonandi eigi það eftir að greiða leiðina inn í aðrar flottar verslanir. Hver er maðurinn? „Helga Ólafsdóttir, eigandi og yfirhönnuður Ígló.“ Hvar ertu alin upp? „Á Akureyri.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er svo margt. Ég elska það sem ég er að gera og mig langar alltaf til að gera betur og betur. Það er svo gaman að skapa.“ Hvað finnst þér best að borða? „Ítalskan mat og sushi.“ uppáhaldshönnuður? „Það er mjög misjafnt. Þessa stundina er það Vivienne Westwood.“ Hvernig myndirðu lýsa þínum persónulega stíl? „Minn stíll er mjög breytilegur, ég er nánast eins og kamelljón. Mér finnst gaman að prófa nýja stíla og hef oft verið mjög litaglöð í fatavali þótt akkúrat núna sé ég í annarri stemningu og klæðist helst bara svörtu og hvítu.“ Áttu þér fyrirmynd? „Fyrirmyndirnar í mínu lífi eru mamma mín og ömmur mínar.“ Af hverju barnaföt? „Ég hafði hannað konuföt í næstum tíu ár þegar ég fór að hanna barnaföt fyrir Hag- kaup og Latabæ. Á þeim tíma var ég sjálf í barnastússi og fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að ég ákvað að breyta alveg yfir í barnafötin.“ Hvernig líst þér á íslenska fatahönnun í dag? „Mér finnst frábært að sjá hvað gróskan er mikil, sem virðist hafa sprottið upp síðustu árin. Ég vona svo innilega að þetta eigi eftir að ganga vel og að fatahönnun eigi eftir að verða stærri atvinnugrein á Íslandi.“ Hvaða máli skiptir að hafa komið Ígló inn í Magasin Du nord? „Það er ótrúlega mikilvægt að komast inn í Magasin því þetta er virtasta verslun Dan- merkur. Í dag er Magasin í eigu Debenhams sem er með búðir úti um allan heim. Þetta er mikil viðurkenning og á vonandi eftir að greiða leiðina að einhverjum öðrum flottum verslunum.“ Hvert stefnir þú? „Eins og er erum við að vinna i Skandinavíu, Þýskalandi og Frakklandi og ætlum að leggja áherslu á þá vinnu í stað þess að dreifa athyglinni um of.“ Dómstóll götunnar O bama á fimmtugsafmæli þrátt fyrir mótbárur repú- blikana,“ segir fyrirsögn í bandaríska grínblaðinu The Onion. Öllu gamni fylgir þó nokkur alvara. Svo virðist sem Obama fái ekkert að gert nema repú- blikanar mótmæli. Hvað veldur? Hinn íhaldssami pistlahöfundur- inn David Brooks, sem er nú orðinn afar gagnrýninn á Repúblikanaflokk- inn, segir í New York Times Obama nánast hafa framið pólitískt sjálfs- morð vegna þess hve langt hann gekk í að semja við hægrimenn, sem þó vildu frekar taka áhættu á að setja landið á hausinn en að samþykkja til- lögur hans. Segir Brooks Repúblik- anaflokkinn nú hafa meiri áhuga á að koma vel út í útvarpsþáttum en í lagasetningu, og hafi yfirgefið stjórn- mál í reynd. Hvers vegna er Obama svo mikið í mun að semja, að margir stuðningsmenn hans telja hann nán- ast svikara, en repúblikanar jafnframt áhugalausir um sáttatilraunir hans? Forsetasnekkjan seld Velgengni hægrimanna í Banda- ríkjunum, á Íslandi og víðar bygg- ir á tveimur náskyldum hugmynd- um. Annars vegar þeirri að þeir kunni betur að fara með peninga og hins vegar að vinstrimenn geti ekki stjórnað. Fyrri hugmyndin stenst ekki skoðun. Við vitum jú hvað þeir gerðu á Íslandi og í Bandaríkjunum er sagan álíka. Demókratinn Jimmy Carter skar niður og seldi jafnvel eig- in forsetasnekkju til að koma bönd- um á fjárlagahallann, en Reagan jók hann upp úr öllu valdi með hernað- arútgjöldum sínum. Clinton tókst að ná honum niður í ekki neitt, en Bush yngri jók hann aftur svo að Bandarík- in skulda nú um 14 trilljónir dollara, sem er svo stór upphæð að erfitt er að útskýra hana. Það er þetta vanda- mál sem Obama þarf nú að eiga við, enn og aftur lendir það á demókröt- um að taka til eftir repúblikana. Hvers vegna hafa þá hægrimenn enn það orð á sér að þeir kunni bet- ur að fara með peninga? Líklega ligg- ur einföld sálfræði að baki. Þeir sem eyða peningunum gefa það álit af sér að þeir eigi nóg, en þeir sem svo þurfa að spara gefa það álit af sér að þeir kunni ekki með peninga að fara, jafnvel þótt að hið öfuga sé í raun niðurstaðan. Vítahringur vinstrimanna Hvers vegna gengur þá vinstrimönn- um svona illa að stjórna, fyrst þeir fara betur með fjármuni þegar allt kemur til alls? Hér liggur einnig ein- föld ástæða að baki. Þegar hægri- menn fara með völd eru vinstrimenn oftast reiðubúnir til málamiðlana og samstarfs, svo að hægrimenn fá sínu oftast framgengt. Þegar hins vegar vinstrimenn sitja við völd eru hægrimenn á engan hátt reiðubúnir til samstarfs, heldur gera hvað þeir geta til að grafa undan ríkisstjórn- inni. Bæði Obama og vinstristjórnin á Íslandi gerðu það sem unnt var framan af til að starfa með stjórnar- andstöðunni, en ávallt var slegið á sáttarhönd þeirra. Obama stóð því frammi fyrir tveimur slæmum kostum. Annars vegar að mistakast að ná sáttum, og þar með gefa það álit af sér að hann gæti ekki stjórnað. Hinn kosturinn var að samþykkja nánast allt það sem hægrimenn vildu, litla skatta á hina ríku og mikinn niðurskurð í velferð- armálum. Þetta var sá kostur sem hann valdi, enda eina leiðin til að leysa málið. Það er þó erfitt að segja að lausnin hafi verið góð. Sá sem ávallt neitar að semja nema hann fái allt sem hann vill er líklegri til að fá sínu framgengt en sá sem ávallt leitar málamiðlana. Þessi óbilgirni hægrimanna gerir að verk- um að vinstristjórnir eiga erfitt með að ná nokkrum markmiðum, sem gerir það svo aftur að verkum að hægristjórnir komast aftur til valda. Líklega er löngu orðið tímabært að rjúfa þann vítahring. Kjallari Valur Gunnarsson„Enn og aftur lendir það á demókrötum að taka til eftir repúblikana. Hvers vegna fá hægrimenn sínu fram?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.