Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 22. ágúst 2011 Mánudagur E nn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar en hann hvarf sporlaust í des- ember í fyrra. Móðir Matth- íasar, Þórgunnur Jónsdótt- ir, segir son sinn vera erlendis en vildi ekki fara nánar út í hvar eða hvað hann væri að gera þar. „Ég veit ekki nógu mikið, en það er eitthvað sem hann er að vinna sem má ekki trufla og hann verður bara að hafa sína hentisemi með það. Ég er eig- inlega bara í biðstöðu ennþá.“ Að- spurð segist hún sjálf ekki hafa heyrt í Matthíasi. Samkvæmt öruggum heimildum byggir Þórgunnur það að Matthías sé erlendis á samtölum sína við miðla. Óskandi að hann væri erlendis Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa fengið neinar nýj- ar upplýsingar um örlög Matthíasar eða hvar hann gæti verið niðurkom- inn. Aðspurður hvort möguleiki sé á að Matthías gæti hafa farið úr landi segir Ágúst að svo væri óskandi. „Það væri ósk allra, en við höfum ekki fengið neinar staðfestingar á því. Við höfum ekki fengið neinar vísbend- ingar og það er eins og hann hafi bara horfið af yfirborði jarðar.“ Hann seg- ir málið þó alltaf vera opið og menn vinni að því að leiða það til lykta en samkvæmt lögum er einstaklingur ekki talinn af fyrr en þremur árum eftir hvarf hans ef ekkert hefur hefur spurst til hans. „Þetta er alltaf á borð- inu hjá mér og við erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað hugsanlega hefði getað gerst og hvernig. En þetta verður opið hjá okkur næstu miss- eri,“ segir Ágúst. Í eigin heimi Samkvæmt upplýsingum DV bend- ir ekkert til þess að hvarf Matthíasar hafi borði að með saknæmum hætti og segir Ágúst aðalvarðstjóri að mál- ið verði ekki rannsakað sem slíkt. „Miðað við allt sem við höfum í höndunum þá er ekkert sem bendir til þess. Hann er einfari og miðað við allt háttlag og líferni Matthíasar þá bendir allt til þess að hann hafi verið bara í sínum heimi.“ Víðtæk leit var gerð að Matthíasi á sínum tíma sem bar engan árang- ur. Bíll hans, gamall rússajeppi sem hann hafði sjálfur gert upp og útbú- ið sem húsbíl, fannst brunninn til kaldra kola skammt frá malarnám- um á Kjalarnesi en þar var engar um vísbendingar að finna um ferðir hans. Þórgunnur, móðir Matthíasar, sagði í samtalið við DV í janúar síð- astliðnum, að sonur hennar væri sérstakur í háttum og þjóðfélags- gagnrýninn. Hún nefndi sem dæmi að hann notaði hvorki farsíma né greiðslukort og saumaði sjálfur á sig fötin. „Hann hugsar öðruvísi og er ekki alveg í norminu. Hann er mjög sjálfstæður, gerir allt á eigin forsend- um og hefur mikið sjálfstraust.“ Ófundinn Ekkert er vitað um örlög Matthíasar Þórarinssonar sem hvarf í desember 2010. Móðir hans telur hann vera erlendis. n Einfarinn Matthías hvarf sporlaust í fyrra n Lögreglan heldur málinu opnu n „Eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar“ n Enginn grunur um saknæmt athæfi Köld slóð Matthíasar Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Ég veit ekki nógu mikið, en það er eitthvað sem hann er að vinna sem má ekki trufla og hann verður bara að hafa sína hentisemi með það. Ég er eiginlega bara í biðstöðu ennþá.“ Fannst áfengisdauður í miðbænum: „Þarna þekki ég karlinn“ Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Reykjavíkurborg á Menningarnótt. Skipulagðri dagskrá lauk rétt fyrir miðnætti þegar tendrað var á ljósum í Hörpu. Að sögn lögreglu gekk nótt- in ágætlega en hún þurfti þó að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum, einkum vegna drykkju. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og hafði í nógu að snúast. Útköll- um fjölgaði eftir því sem á leið og voru þau ekki bara bundin við mið- borgina. Talsvert var kvartað undan hávaða frá gleðskap í heimahúsum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt en þær eru flestar minniháttar. Einhverjir fengu að gista í fangageymslunni en þar hefur oft verið fjölmennara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að gestir á Menningarnótt hafi verið í misjöfnu ástandi og að einn þeirra, karl á fertugsaldri, hafi sofnað ölv- unarsvefni á Fríkirkjuvegi. Hann var fluttur á lögreglustöð en fljótlega eftir að þangað var komið vaknaði hann sæmilega hress miðað við að- stæður. Eftir að lögreglan hafði út- skýrt atburðarásina fyrir honum, að hann hefði fundist áfengisdauður í bænum, glotti maðurinn. „Þarna þekki ég karlinn,“ sagði hann rogg- inn. Lögreglan segir að hann hafi svo haldið sína leið. Ekki er vitað hvort hann hélt áfram að skemmta sér endurrisinn eins og fuglinn Fönix. Hilmar Oddsson: Vonarglæta Kvik- myndaskólans Kvikmyndaskóli Íslands verður ekki settur á morgun og fullkomin óvissa ríkir um málefni hans. Hilmar Odds- son segir að staðan sé viðkvæm en allt velti á því hvort og hvernig Ríkis- endurskoðun hagar úttekt á fjármál- um skólans. Hann segir að ef málið fari ekki í farveg hjá Ríkisendurskoð- un gæti skólinn jafnvel tekið til starfa í næstu viku, en annars ekki fyrr en eftir úttekt. Skólinn er því í raun sem stendur í algjörri pattstöðu, þar sem stefna menntamálaráðuneytisins er sú að það semji ekki við skólann um aukin fjárlög fyrr en Ríkisendur- skoðun hefur lokið úttekt sinni. For- sætisráðherra sagði þó í síðustu viku að hægt verði að auka fjárframlög til skólans og málin muni skýrast í næstu viku. Hilmar segir að fundað verði stíft í vikunni til þess að reyna að koma skólanum í gang aftur. Hann vildi lítið segja en er nokkuð bjartsýnn. Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að skólinn nýti þær 17 millj- ónir sem fyrir hendi eru til þess að halda starfi skólans áfram í nokkra mánuði. Hilmar segir að það sé ótækt þar sem skólinn skuldi starfs- mönnum laun sem nema hærri upphæð en þessum 17 milljónum. Í tilkynningu frá stjórn skólans kom fram að hann skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna. Hilmar segist hafa fullan skilning á því að kennarar geti ekki hafið störf, enda sé erfitt að hefja störf hjá aðila sem skuldi laun. „Það er erfitt að koma til starfa í mínus og ég lái kennurum skólans það ekki,“ segir Hilmar. Forseti Íslands sótti minningarathöfn um fórnarlömb voðaverkanna í Útey: „Þrungið mikilli sorg og söknuði“ „Hún endurspeglaði á margvísleg- an hátt hve djúpstæð áhrif þess- ir hræðilegu atburðir hafa haft á norsku þjóðina en líka hve einbeitt hún er að standa saman og sýna samstöðu og samkennd á þess- um erfiðu tímum,“ segir forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, um minningarathöfn um þá sem létust í voðaverkinu í Útey. Ólafur Ragnar fór í athöfnina fyrir hönd íslensku þjóðarinnar ásamt Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra. Hann segir athöfnina hafa verið í senn sorglega og gleðilega. „And- rúmsloftið var á vissan hátt þrungið sorg en líka gleði yfir því að norska þjóðin væri að sýna að hún gæti saman glímt við þessa erfiðleika. Þó voru það erfiðar stundir í athöfninni þegar grátur margra sem þar voru viðstaddir blönduðust tónlistinni sem flutt var. Þegar myndir af öllum þeim sem látist höfðu birtust tjaldi og nöfn þeirra voru lesin upp þá var það auðvitað þrungið mikilli sorg og söknuði.“ Ólafur segir skilaboð ráðamanna í Noregi vera skýr. „Ræðurnar sem Haraldur konungur og Jens Stolten- berg fluttu voru báðar mjög sterkar og skýrar og fluttu ótvíræðan boð- skap um það að Noregur og allar þjóðir mættu ekki láta boðskap af þessu tagi ógna lýðræðinu og hinu opna og frjálsa samfélagi þar sem fólk með ólík trúarbrögð og ólíka menningu getur búið saman í friði.“ Ólafur segir voðaverkin koma öðrum Norðurlöndum við. „Greini- legt var að bæði konungsfjölskyld- an og ráðamenn aðrir mátu það mjög mikils að við fulltrúar ann- arra Norðurlanda skyldum koma á þessa athöfn því á vissan hátt, þótt að atburðirnir hafi verið hræðilegir í Noregi, þá skynja menn að tilræð- ið var líka atlaga að því sem norrænt samfélag hefur haft sem sína helstu eðalkosti. Þess vegna var þetta líka norræn yfirlýsing um að halda áfram á sama veg og láta ekki ódæð- ismann breyta þeim hugsjónum og þeim gildum sem við teljum mikil- vægust.“ Erfið stund Forsetinn segir það hafa verið erfiða stund þegar myndir og nöfn fórnarlamba voru birt á skjá í athöfninni og heyra mátti sáran grát aðstandenda í salnum. Mynd REutERs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.