Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Mánudagur 22. ágúst 2011 Ég er í fótbolta og hún að sinna sínum ferli áður en við hittumst og við svona bjóð- um upp á þetta [...] Við ger- um bara það sem við vilj- um og ef fólk vill fjalla um það þá gerir það bara það. Við sofum alveg ágætlega á nóttunni.“ Hafa verið gjafmild Manuela og Grétar Rafn voru stórtæk í góðgerðarverkefn- um, en þau hafa meðal annars styrkt langveik börn, og árið 2009 styrktu þau tvö langveik börn. Þá sagði Manuela í við- tali við Séð og heyrt: „Þetta er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig mikið. Grétar líka. Við eig- um eftir að gera meira af svona, því þetta gefur manni svo mik- ið.“ Styrktarsjóður Grétars Rafns Steinarssonar var kynntur til sögunnar árið 2009. Þá bauð sjóðurinn meðal annars börnum af hvíldarheimilinu Rjóðrinu í bíó, en bæði Grétar og Manuela höfðu boðið lang- veikum börnum í Rjóðrinu út til að fylgjast með leikjum, bæði í Bolton og hjá AZ Alkmaar. Manuela og Grétar styrktu Rjóðrið einnig með kaupum á stoðvörum og tækjum. Í frétt DV af stofnun sjóðsins sagði meðal annars að Grétar væri kominn í þá stöðu að geta skipulagt hluti sem teljast ein- stakir í upplifun og minn- ingu fólks með tengslum sín- um í knattspyrnuheiminum, þar sem hann hafi beitt sér og myndi gera um ókomna tíð í þágu góðgerðamála. Þá gáfu þau bókasafni í Bolton hundrað bækur árið 2008, þegar mikil bókavika var þar í borginni. Þá hef- ur Manuela selt föt sín á Fa- cebook undan farið og segist ætla að gefa ágóða sölunn- ar til góðgerðafélaga. Grétar Rafn rak einnig knattspyrnu- námskeið fyrir níu til sautj- án ára unglinga á Siglufirði, þar sem þjálfarar frá Bolton Wanderers sáu um þjálfun. Orðin að táknmynd tísku Manuela hefur orðið eins konar táknmynd tísku hjá ís- lenskum konum – hálfgerð Victoria Beckham Íslands. Á heimasíðu sinni bloggar hún aðallega um um tísku en þar fá aðdáendur hennar einnig örlitla innsýn í líf hennar. Þar birtir hún sérstaklega mynd- ir af sjálfri sér í tískufatnaði og myndir af sér úti á lífinu. Þar að auki setur hún inn fallegar kveðjur til lesenda sinna og hvatningarorð. Hún er yfirleitt dugleg að svara spurningum lesenda sinna varðandi útlit og tísku en heldur sig frá persónulegum málum. Hún hefur bloggað þar með nokkrum hléum í nokk- ur ár. Þegar dóttir hennar fæddist setti hún inn færslu mjög stuttu eftir fæðinguna, enda voru þá þó nokkrir sem fylgdust vel með síðunni og aðdraganda fæðingarinn- ar. Þeir sem fylgst hafa með síðunni hafa getað tekið þátt í umræðum við færslur í at- hugasemdakerfi síðunnar og á Facebook-aðdáenda- síðu hennar þar sem aðrar íslenskar konur lýsa oftar en ekki yfir aðdáun sinni á Man- uelu og stíl hennar. Hún er beðin um ráð varðandi tísku og útlit og sérstaklega oft er hún beðin um „mjónuráð“. Manuela Ósk hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um skilnaðinn þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir en hún hefur nú tekið saman við annan mann. Þrálátur orðrómur um skilnað Orðrómur um skilnað þeirra hefur verið þrálátur síðan haustið 2010. Pressan birti meðal annars grein þar sem sagt var frá skilnaði þeirra en dró hana síðar til baka sama kvöld. Þá birti Séð og heyrt einnig forsíðufrétt undir fyrir sögninni Brestir í Bolton í september 2010. Eftir skiln- að þeirra hefur Manuela ver- ið búsett í Manchester þar sem sonur hennar gengur í skóla. Heimildir DV herma að skilnaður þeirra verði tekinn fyrir fljótlega, en þau hafa verið skilin að borði og sæng í tæpt ár, sem fyrr seg- ir. Á þeim tíma sagði Grétar ekkert hæft í þessum fréttum og ekkert hefur verið stað- fest opinberlega um mál- ið. „Þetta er eitthvert rugl. Ég ætla ekki að tjá mig um svona vitleysu,“ var haft eftir Grétari í DV eftir að sú frétt birtist. Í viðtali við DV í febrúar árið 2011 lagði Manuela mikla áherslu á móður- hlutverkið: „Ég vil að börn- in mín horfi til baka þegar þau verða eldri og hugsi: „Vá hvað mamma mín var flott kona, vá hvað hún höndl- aði aðstæður vel og lét okkur ekki finna fyrir neinu.“ Sama hvað gengur á hjá mér, þá er ég þeirra styrkur. Ég þoli allt og vernda þau fyrir öllu. Allt sem ég geri, geri ég fyrir þau.“ Grétar hefur líka tal- að um baráttuna utan fót- boltavallarins. Í samtali við Fréttablaðið 9. ágúst síðast- liðinn sagði hann að sú bar- átta hefði fengið mikið á sig. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavall- arins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gef- ið hundrað prósent af mér til landsliðsins.“ Grétar Rafn gefur ekki kost á sér í verk- efni með íslenska landslið- inu á þessu ári og segir það vera vegna persónulegra mála. Hann hefur ekki leik- ið með landsliðinu síðan í október í fyrra. Hvorki Manuela né Grétar Rafn hafa viljað svara fyrir- spurnum DV. „Ég mun ekki tjá mig nánar um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Grétar Rafn í skilaboðum til blaða- manns þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Ég mun ekki tjá mig nánar um þetta mál að svo stöddu. Vildu peninga fyrir myndir Manuela og Grétar reyndu að bjóða Séð og heyrt að kaupa einkarétt á myndum úr brúðkaupinu. Þegar því boði var hafnað réðu hjónakornin lífverði til að koma í veg fyrir að hægt væri að mynda þau fyrir utan kirkjuna. Gjafmildur fótbolta- kappi Styrktarsjóður Grétars Rafns Steinssonar var kynntur til sögunnar árið 2009. Sjóðurinn bauð meðal annars börnum af hvíldarheimilinu Rjóðrinu í bíó, en bæði hann og Manuela höfðu boðið lang- veikum börnum í Rjóðrinu út til að fylgjast með leikjum. Giftu sig fljótt Grétar og Manuela giftu sig eftir að hafa verið í sambandi í um þrjá mánuði. Skilnaðurinn fyrir dóm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.