Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Blaðsíða 10
Í orðsins fyllstu merkingu munu gestir Menningarnætur sjá Hörpu í nýju ljósi,“ sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, í viðtali við Fréttablað- ið á fimmtudaginn um ljósadýrðina sem hún sagði myndu blasa við fólki þegar ljósin í glerhjúpi hússins yrðu tendruð. Steinunn sparaði ekki stóru orð- in í viðtalinu þegar hún undirbjó landsmenn undir dýrðina. Hún taldi að fólk ætti ekki að hafa aug- un af Hörpu svo það missti „ekki af andartakinu þegar við blasir ólýs- anlegt og lýrískt sjónarspil. Slökkt verður á götuljósum á meðan og svo líða nokkrar mínútur þar til flugeld- ar lýsa upp himininn, því viðstadd- ir þurfa smástund til að jafna sig á þessum stórbrotnu, sjónrænu há- tíðarhöldum.“ Miðað við viðbrögð margra verð- ur ljósadýrðin minnisstæð fyrir aðrar sakir en að vera „lýrískt sjónarspil“ og „sjónræn hátíðarhöld“. Illugi Jökuls- son, fyrrverandi stjórnlagaráðsmað- ur, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ljósin á Facebook-síðu sinni. „Biluð jólasería,“ sagði hann einfaldlega. Fleiri hafa lýst skoðun sinni á ljós- unum og fæstir virðast vera á þeirri skoðun að ljósin séu jafn glæsileg og Steinunn lýsti í Fréttablaðinu síðast- liðinn fimmtudag. Viðbrögðin skýr á netinu Fleiri taka undir með Illuga og kalla ljósasýninguna bilaða jólaseríu. Meðal þeirra eru Gunnar Lárus Hjálmarsson, sem oftast er kallað- ur Dr. Gunni, og Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri og bloggari. Segja þeir báðir að tónlistar- og ráð- stefnuhúsið hafi verið eins og biluð jólaljósasería. Alda Sigmundsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Iceland Weather Report, tekur þó í annan streng og líkir húsinu við diskókúlu. „Fór og horfði á stærstu diskó- kúlu heims tendraða við sjávarsíðu Reykjavíkur í kvöld,“ skrifaði hún um húsið og ljósin á Facebook. Átti að vera glæsilegur loka- hnykkur Kostnaðurinn við að reisa glerhjúp- inn hleypur á milljörðum króna. Efn- iskostnaðurinn við hann er metinn á tæpa þrjá milljarða. Ekki hefur feng- ist uppgefið hvað Ólafur Elíasson, hönnuður glerhjúpsins, fær í sinn hlut. Ljósasýningin átti að vera loka- hnykkurinn í opnunarferli tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Gler- hjúpurinn sem lýstur var upp er eitt stærsta listaverk í heiminum en gler- hjúpurinn sjálfur er ekki bara ytra byrði hússins heldur listaverk í sjálfu sér. Lýsingin átti að magna upp sjón- arspilið en glerið í Hörpu er hann- að með það í huga að umhverfið og lamparnir lýsi húsið upp á glæsileg- an hátt. Ekki virðast þó margir hafa orðið hrifnir af ljósadýrðinni og hef- ur atriðið og opnunin fengið falleink- unn hjá ansi mörgum. Vilja ekki tjá sig um Hörpu DV hafði samband við nokkra arki- tekta og hönnuði til að fá viðbrögð þeirra við uppljómun Hörpu. Enginn af þeim vildi tjá sig um málið. Sögðu þeir ýmist að ekki væri tímabært að tjá sig um málið fyrr en eftir að hafa séð húsið baðað ljósi oftar en einu sinni eða að þeir vildu ekki tala illa um ljósasýninguna og því vildu þeir ekki tjá sig neitt um málið. Einn arkitekt- anna samþykkti að tala við DV með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt. „Ég hreifst ekki af því í fyrstu en á von á að það vaxi þegar frá líður og mað- ur kynnist því betur,“ segir hann og bætir við að viðbrögð áhorfenda hafi vakið athygli hans. „Það voru engin „váá“ viðbrögð og fólk klappaði ekki, en hins vegar klappaði fólk ákaft fyrir flugeldasýningunni.“ 10 | Fréttir 22. ágúst 2011 Mánudagur Hvernig fannst þér tendrun ljósanna í Hörpu? „Mér fannst hún bara flott.“ Þórir Gunnarsson 49 ára starfsmaður Volcano House „Allt í lagi, þetta var ekkert svakalegt. Ég vissi samt ekki við hverju átti að búast.“ Karl Georg Karlsson 30 ára bílstjóri „Ég átti nú von á meiru, en mér fannst þetta flott.“ Sigurbjörg Írena Rúnarsdóttir 35 ára heimavinnandi „Mér fannst þetta bara mjög glæsilegt, en ég átti samt von á meiri ljósum.“ Hulda Ragnarsdóttir 55 ára starfsmaður á sambýli „Mér fannst hún bara mjög flott.“ Valgerður Sif Indriðadóttir 15 ára nemandi Dómstóll götunnar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Fór og horfði á stærstu diskókúlu heims tendraða við sjáv- arsíðu Reykjavíkur í kvöld. Milljarðar af skattfé Kostnaður við glerhjúp Hörpu settur í samhengi. Glerhjúpur Hörpu 2,9 milljarðar* Niðurskurður hjá Landspítalanum 2010 3,4 milljarðar Laun allra leikskólakennara árið 2010 6,7 milljarðar Áætlaður rekstrarkostnaður sjúkrahússins á Akureyri 2011 4,3 milljarðar * SaMKVæMt SVaRI MenntaMÁlaRÁðuneytISInS VIð fyRIR- SpuRn MaRðaR ÁRnaSonaR ÞInGMannS. uppHæðIn GetuR bReySt Í taKt VIð GenGISÞRóun. n lokahnykkurinn í opnun Hörpu vakti blendin viðbrögð n Hörpu líkt við diskókúlu og bilaða jólaseríu n ljósadýrðin stóðst ekki væntingar Íslendinga Vonbrigði Almennt virðist fólk hafa orðið fyrir vonbrigðum með ljósadýrðina sem glerhjúpur Hörpu átti að vera baðaður í á Menningarnótt. Mynd GunnaR GunnaRSSon „Biluð jólasería“ Sigurjón egilsson Facebook „Finnst Harpa ekki flott. Og ekki batnar hún. Fór í anddyrið í dag. Svart og kalt einsog sorgin. Ljósaverkið bætir ekkert.“ Illugi Jökulsson Facebook „Biluð jólasería.“ Jónas Kristjánsson Facebook „Bilaða jólaserían í Hörpu var vel við hæfi.“ Gunnar lárus Hjálmarsson Facebook „Biluð jólasería vafin utan um gangstéttarhellu.“ alda Sigmundsdóttir Facebook „Fór og horfði á stærstu diskókúlu heims tendraða við sjávarsíðu Reykjavíkur í kvöld.“ egill Helgason eyjan.is „Fólkið bjóst líklega við því að húsið yrði stórkostlega uppljómað, en verkið er frekar mínimalískt. Virkar ekkert sérlega vel sem skemmtiatriði fyrir mikla mannmergð.“ Neikvæðni í netheimum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.